Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Page 11
HEYRZT ihafa einstaka kvíðandi raddir út af ungum piltum síðhærðum meðal þjóðar vorrar; virðist þó kvíðinn fremur sprottinn út af sídd hársins en umhyggju fyrir heill piltanna. Saga síðhærðra drengja er orðin lengri með frændþjóðum vorum en oss. Menn allfróðir um uppeldi æskulýðs hafa þar þegar dregið upp allskýra mynd af hátterni þeirra, og mun hér vikið að nokkrum atriðum er fram hafa komið. Vera má a'ð einstaka foreldrar hrellist í sálinni og kunni að halda að skipt hafi verið um börn þeirra, en sjálfir séu þeir að fóstra einhvern furðulýð 'handan úr álfheimum — í stað þeirra barna, sem Guð gaf þeim. Svo mikill er þó ekki kraftur síða hársins. Til þess að teljast til síðhærðra (langhárede) þurfa piltar helzt að hafa nokkru síðara hár en Bítlarnir, þótt hár þeirra sé að vísu spor í áttina. Þarf hárið helzt að ná á herðar niður. 1. Ekki virðast síðhæi'ðir piltar óknyttasamari en aðrir á sama aldri, nema síður sé. Sjaldan þarf að handtaka þá fyrir spjöll og ofbeldi. Yfirleitt eru þeir ekki í fremstu röð í skóla, en margir standa sig meðalvel í námi. Flestir skólaleiðtogar láta hársídd piltanna afskiptalausa, en krefjast almennrar hátt- vísi og snyrtimennsku af nemendum. En kröfurnar harðna þegar til herþjónustu kemur. 2. Síðhærðir piltar eru oftast hæglyndir, sumir fremur „passi- vir“ eða latir, enda líta mörg fyrirtæki hárlubba þeirra ó- hýrum augum og vilja ekki veita þeim vinnu. Verður þessi afstaða fyrirtækjanna ekki talin heilibrigð nema hún byggi á reynslu, enda þurfa síðhærðir unglingar að fá færi á að sýna hvað þeir geta, ekki sfður en aðrir. 3. Erlendis eru sumir síðhærðir piltar hárprúðir mjög og kunna að verja hár sitt með röksemdum sögunnar. Minna sum- ir á Harald hárfagra og aðra garpa, vísa til framandi þjóð- flokka í samtíðinni (t.d. sumra indverskra), hátternis vest- rænna manna fyrrum, þegar menn töldu sítt hár eða hálfsítt að öllu leyti eðlilegt. Loks má minna á kirkjulistina, en þar er Frelsarinn oft sýndur vel hærður. Gætir hér eins konar forn- hyggju (arkaiisma) hjá piltunum, og má finna hliðstæðu hér við í bókmenntum. Telja jafnvel sumir hárprúðir hugsjóna- fræðingar áð stuttklippt hár (vort og annarra) sé tákn úr- kynjunar og heigulsháttar. 4. Lítið ber á því að piltarnir stofni klútíba eða hárvernd- unarfélög, en í erlendum borgum safnast þeir oft saman í hópa, og ber þar talsvert á þeim. Engar sannanir finnast fyrir því áð meira beri á kynvillu hjá þeim en öðrum, en telja verður sennilegt að þeir láti stundum tæla sig út í nautn fíknilyfja. Kynvilla og annar ólifnaður er hins vegar verzl- unarvara í kvikmyndaiðnaði, ekki sízt sænskum (sem vér borgum með síld), og það eru aðrir menn en síðhærðir pilt- ar, sem ábyrgir eru fyrir áróðri þessum í tíma og ótíma. En orsökin er ekki sítt hár, heldur fégræðgi framleiðenda — og almenn heimska lý’ðsins, er gerir margan fullorðinn mann að umskiptingi og siðleysingja. 5. Spurt höfum vér einn og annan úr hópi hárprúðra, hvort von sé á að upp kunni að rísa „Hárprúða félagið“ (sbr. Ósýni- lega félagið) eða önnur samtök til verndunar fögru hári. Af svörum verður ekki ráðið að svo muni verða, þar eð þeir þykjast ekki geta komið þessu í kring nema með nokkrum fjárstyrk. Má hér af sjá að hugsun þeirra er þjóðleg og sver sig í ætt við almenna hugsun íslenzka. 6. Geta má þess áð sítt hár pilta hér á landi jafnast hvergi nærri því sem bezt gerist erlendis, og virðast margir gefast upp fyrir aldarandanum áður en séð verður hve hárprúðii; þeir geta orðið, og er það skiljanlegt ef hárfegurð skerðir vinnumöguleika þeirra. 7. Enn er ein aðdróttun borin fram í garð hárprúðra, en hún er sú að þeir gangi með lús í hárinu. Virðist hér um hreinan fordóm að ræða. í ritum lúsavísindamanna lesum vér hins vegar að það megi öruggt teljast að háskóládeildir í Oxford og Cambridge hafi verið lúsugar á sínum tíma, og ýmsir fremstu menn sögunnar hafi alið lýs ög nært þær á blóði sínu. Útrýming lúsa er heilbrigðismál, en náttúruvernd- armál er það, að ebki sé útrýmt sjaldgæfum dýrategundum. Ofanskráð er ekki apologia (varnarrit) fyrir hárprúða pilta, heldur fremur epistula de tolerantia (bréf um umburðar- lyndi). Sjáum til hvað me'ð þeim býr. Vera má að þeir séu ósjálfrátt að verja sig gegn nashyrningshætti aldarinnar með hárprýði spinni, þótt vitað sé að þáð nái skammt nema til komi einnig hugrýði og hreysti sálar og anda. A erlendum bókamarkabi Ævisögur: Somerset and All the Maug- hams. Robin Maugham. Heine- mann 1966. 36/-. Höfundur þessarar bókar var bróðursonur Somersets Maug- hams og auk þess náinn vinur hans um fjörutíu ára skeið. Auk þessa á hann gott heimildasafn varðandi ættmenni sín. í þessari bók rekur hann sögu Maugham- anna, hvaðan þeir voru upp- runnir og af hvaða stofni. Höf- rekur hér einkum ævisögur föð- ur síns og föðurbróður. Þeir bræðurnir minntu einna mest á kött og hund, þegar þeir hitt- ust, sem ekki var oft, áhugi þeirra hvor á öðrum var nei- kvæður, og þeir reyndu að sýna gagnkvæma andstyggð hvor á öðrum í smáu og stóru. Höfund- ur birtir ýmsar „anekdótur“ þessu til sönnunar. Robin Maug- ham hefur sett saman nokkrar skáldsögur og ferðasögur. Hann er mikill ferðamaður eins og föðurbróðir hans og tók einmg þátt í síðustu heimsstyrjöld. Bókin er liðlega skrifuð; — myndir fylgja. Renoir my father. Jean Renoir. Fontana Books 1965. 8/6. Renoir var einn hinn frægasti af „impressionistunum". Hann fór ungur að vinna í postulíns- gerð og var látinn mála á postu- lín; áhrif þessara ára mörkuðu litaval hans síðar. Hann kynntist Monet og Sisley, en framan af var hann undir sterkum áhrifum Courbets. Málverk hans frá fyrri árum einkenndust af þykkum málningarlögum og dökkum lit- um. Þetta breyttist, eftir að hann tekur að mála meira úti, mynd- flöturinn lýsist, og heitir og bjartir litir einkenna hann fram- ar öðrum. Hann málaði alls um sex þúsund myndir. Mikið af þeim er í Bandaríkjunum, en þar var hann fyrr viðurkenndur en í Evrópu. í þessari bók segir sonur hans ævisögu hans. Þetta er stór bók, um 450 blaðsíður, og auk þess fylgja nokkrar myndir. Bókin er skemmtileg aflestrar, gefur góða hugmynd um líf og starf þessa vinsæla málara og um samtíð hans og þá menn, sem orkuðu mest á hann. Bókmenntir: The Argo Book of Recorded Verse. Volume 5. The Romantics. General Editor: George Rylands. Oxford University Press in association with The British Council 1965. 18/-. Þetta er fimmta bindið í Argo- bókaflokkinum, sem á að spanna sjö aldir enskrar ljóðagerðar, frá Chaucer til Yeats. Þessum bóka- flokki fylgja plötur með upp- lestri ljóðanna. Öll merkari skáld Breta eiga hér kvæði, og úr lengri kvæðabálkum eru tekn- ir hlutar, sem gefa bezta hug- mynd um efni og form. Hver bók spannar visst tímabil, og bæk- urnar munu ekki koma út í tímaröð. Ljóð og kvæði voru áð- ur fyrr og eru enn lesin upp og gerð með það fyrir augum að vera lesin upp, sögð fram og les- in í hljóði af bók, en appruna- lega voru þau sögð fram eða sungin. Ljóð verður aldrei að fullu metið nema það sé bæði heyrt og lesið. Þess vegna eru slíkar útgáfur sem þessi, prent- uð ljóð og fylgjandi plötur með ljóðunum upplesnum, mjög þarf- ar. Þetta bindi spannar yfir kvæði helztu rómantísku skáld- anna og hefst á Blake, en síðan koma Wordsworth, Coleridge, Byron, Shelley og Keats. Bókin er rúmlega 300 blaðsíð- ur og fylgir ein eða fleiri hæg- gengar plötur hverju skáldi; auk þess fylgir þáttur um hveit skáld, ritaður af fræðimanni. Friedrich Hebbel: Werke. Dritter Band. Herausgegeben von Ger- hard Fricke, Werner Keller u. Karl Pörnbacher. Múnchen: Carl Hanser Verlag 1965. Leinen 34,- DM. Hebbel var talinn eitt mesta leikritaskáld 19. aldar og skrif- aði auk þess skáldsögur og setti saman ljóð. Hann fæddist 1813 og lézt í Vínarborg 1863. Hann vann sér frægð með leikritinu „Júdith" 1841; vinsælasta leikrit hans var „María Magdalena" 1844 og fullkomnasta leikrit hans er talið vera „Gyges und sein Ring“ 1856. Lærimeistarar Hebb- els eru Shakespeare, Kleist og frönsku klassíkerarnir, og Hebb- el er talinn standa mitt á milli ídealistanna og realistanna; á- hrifa Hegels og Schopenhauers gætir mjög í verkum hans. ídeal- ismi Hegels skýtui víða upp koli- inura í leikritum hans, og í aug- um nútímamanna spilla þessi á- hrif verkum hans; þrugl um heimsvilja og hegelskar útlist- anir á sögulegri nauðsyn verka oft ankannalega. Flestöll leikrit hans eru sagnfræðileg. Tog- streitan skapast milli einstakl- ingsins og sögulegs hlutverks hans. í þessu bindi er birt úrval kvæða Hebbels, skáldsögur og smásögur og ritgerðir varðandi bókmenntir og leikritagerð. Einn- ig birtast þarna ferðaminningar. Að bókarlokum eru athugagrein- ar og registur. Þessi útgáfa Carls Hanser útgáfunnar er bezta útgáfa, sem fáanleg er af verk- um Hebbels. Fyrstu tvö bindin eru leikrit hans og í 5. og 6. bindi munu birtast bréf hans og dag- bækur. Þetta bindi er um þús- und blaðsíður, prentað á þunnan pappír. Útgáfan er mjög vönduð á allan hátt. 21. ágúst 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.