Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 1
Háskólafyrirlestur, sem Sir William Craigie flutti í Ox- ford haustið 1937 — í þýð- ingu Snæbjarnar Jónssonar Formáli þýðandans. Réttum tólf árum eftir flutning þessa ermdis í Oxford, flutti Sir William Craigie annað háskóla- erindi í Glasgow (í minningu um W. P. Kerr) og nefndi það The Romantic Poetry of Iceland. í því fjallar hann eingöngu um rimnakveðskapinn, sem hann skoðar þar aí hærra sjónarhól og í víðari útsýn en Kokkur maður hafði áður gert. Skarp- leiki gáfna hans var, eins og við vitum, með hreinum fádæmum, og auk hinna klassísku bókmennta Grikkja og Róm- verja þekkti hann allar germanskar og rómanskar bókmenntir, að fornu og nýju, en líka sjálfar rímurnar ef til vill öllum mönnum betur; hinar eldri vitanlega ekki betur en dr. Björn K. Þórólfsson, og hinar yngri fráleitt betur en dr. Finnur Sig- mundsson. Það var heildarútsýnin, sem vera má að væri einstæð. Hans frábæra þekking á bókmenntum Evrópu skipti í þessu efni miklu máli, þvl að rætur rímn- anna kvíslast ótrúlega vítt út um heim- inn. Þá hafði hann og það fram yfir hina sérfræðingana tvo, að hann hafði stórum dýpri og hlýrri samúð með rímnakveð- skapnum en við merkjum nokkurs staðar hjá þeim. Og þó að ótrúlegt megi kalla, var líklega ást hans á sögu og bókmennt- um íslands ennþá heitari en þeirra, og skal ég þó sízt af öllu bregða þessum vin- um mínum um skort á þjóðrækni. Glasgow-erindið (eins og hið fyrra) var vitanlega ætlað erlendum lærdómsmönn- um, en þó hygg ég að þorri íslendinga mætti mikið af því læra. Því finnst mér einstætt að vekja á því athygli um leið og Oxford-erindið er birt í íslenzkri þýð- ingu. Og engum sem les síðara erindið, getur dulizt sú vissa, að Craigie lítur á rímurnar sem eitt af því, er þjóð okkar geti talið fram með nokkru stolti, og mun >ó mikill hluti hennar nú á dögum sjá þær í allt öðru ljósi. Þar með er ekki sagt, að hann sjái ekki ág.Mla þeirra. Hann er engu síður glöggsk; gn á þá en kostina. Bæði lóðin leggur hann á meta- skálarnar. F þeim mörgu heitum, sem v>el mátti hugsast að hafa á erindi þessu, valdi ég þenna tit- il, því hann gefur það ljóslegast til kynna, að gegnum aldirnar hafa ís- lenzk skáld um fram allt litið á skáldskapinn sem íþrótt, litið á hann sem leikni í meðferð orða og bragarhátta og sem sönnun fyrir hagleik sínum í þessu efni. Með öðrum orðum þá hafa þau litið svo á, að hæfileikinn til að yrkja væri ekki fyrst og fremst meðfædd gáfa heldur engu síður ávöxtur kunn- áttu og tamningar, og að því aðeins væri unnt að gera vel að vandlega væri fyigt viðurkenndum reglum um formið. Þegar Haraldur harð- ráði Noregskonungur, sem féll við Stamford Bridge 1066, telur upp íþróttir sínar, getur hann þeirrar fyrstrar, að hann kunni að yrkja, og þannig áður en hann neínir reið- mennskuna og sundið. Um þenna sama Harald er frá því sagt, að hann var skjótur til aðfinnslu við íslenzkt skáld, er rímaði stutt at- kvæði móti löngu í vísu kveðinni af munni fram og að rétt fyrir orr- ustuna við Stamford Bridge kvað hann vísu, og sagði þegar um hana; „Þetta er illa kveðið, og mun verða að gera aðra vísu betri“. E nda þótt þessi dæmi séu norsk, eiga þau alveg eins við um ísland á sama tíma. Grundvöllur íslenzks skáld- skapar var lagður í Noregi einhvern tima ekki síðar en á níundu öld, og hann var ekki einskorðaður við fsland fyrr en á þrettándu öld. Við vitum ekkert um það beinlínis hvernig hug- myndir norskra skálda um afstöðu skáldskapar til málfars og bragarhátta þróuðust stig af stigi, en niðurstöðurnar eru nægilega skýrar í hinum elztu dæmum, sem varðveizt hafa. Því má þó ekki gleyma, að þau hafa geymzt eingöngu fyrir það, að fslendingar höfðu þau hugföst. Að því er til forms- ins kemur, hefir skáldskapur þessi frá öndverðu verið grundvallaður á því ófrávíkjanlega sérkenni, að vera stuðl* aður. Hvort sem þessi gerð ljóða var upprunalega sameiginleg eign germanskra þjóða, eða hún þróaðist fyrst á meðal Engla og Norðurlanda- þjóða, eins og haldið hefir verið fram með nokkrum rökum, og Saxar og fieiri þjóðflokkar tóku hana svo upp (með ekki sem beztum árangri), þá er það víst, að hún nóði mestri hylli og rr.estri fullkomnun á meðal Engilsaxa og Norðmanna. En út yfir frumstæðasta stigið, er ekkert nákvæmt samræmi í því hvernig þessar tvær þjóðir stuðla ljóð sín. Engilsaxnesku skáldin létu sér nægja að nota fáa og einfalda hætti, sem leyfðu töluverð frávik að því er varðar hina eiginlegu gerð háttanna, og þessum frávikum mátti slengja saman í einu og sama kvæðinu eftir geðþótta skáldsins. Norrænu skáldin — annað- hvort af því að þau höfðu vandfýsnara eyra eða þá að þau gerðu meiri kröfur v til samræmisins — tóku að velja úr þessum sundurleitu gerðum og aðskilja þær. Þar með gerðu þau hvorttveggja, að takmarka leyfileg frávik í braglín- unni og að koma festu á reglurnar um sérstaka bragarhætti fyrir hvert yrkis- efni. Svo að þetta sé nákvæmlegar orð- að, þá lét engilsaxneska skáldið sér nægja að nota fjögurra, fimm og sex liða línu (eða hálflínu, eins og tíðkan- legt er að kalla þetta), sem hverja um sig mátti lengja með því að skjóta inn áherzlulausum atkvæðum, og þó að það héldi sig að jafnaði við fjögurra brag- liða línu, fleygaði það stundum kveð- skapinn með lengri línum, einni eða fleirum, og liggur ekki alltaf í augum uppi, hver ástæðan til þessa gat verið. Að yrkja ljóð með þessum hætti, getur varla hafa krafizt mikils átaks, jafnvel af miðlungsskáldi. Hinum síðari skáld- 1 um, norskum og íslenzkum, mundi hafa þótt starfið langt of löðurmannlegt. Þau byrjuðu með samskonar braglínu, en fækkuðu leyfilegum frávikum, einkum með því að takmarka tölu áherzlu- lausra atkvæða, en líka með öðrum ráðum. Þau gerðu fjögurra, fimm og sex liða braglínurnar, hverjar um sig, að grundvelli sérstaks háttar, bættu við 't|» tveim eða þrem að auki, sem engil- saxneskum skáldum hafði ekki hug- kvæmzt, 0g tóku upp reglubundna er- índaskiptingu, í stað kafla af ótiltekinni lengd, eins og tíðkast hafði hjá Engil- söxum. Einhvern tíma snemma á öldum varð það að reglu, að erindi skyldi að réttu lagi vera átta braglínur (af þeirri lengd sem svaraði til hálflínu í í'ramhald á bls. 6.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.