Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 9
Beng:t Gustafsson, prófessor vlð Karollnska Institutet i Stokkhólmi, notar gervi- efnaglófa, sem festir eru við dauðhreins að búr, við að dæla andkonum í rottu, til þess að kanna, hvernig líkami sýklahreinsaðra dýra bregzt við mismunandi bakteríutegundum. önnur tegund sýkla, rickettsiur, (eftir Dr. H. T. Ricketts, sem dó meðan hann rannsakaði þaer), æxlast einungis inni í iifandi frumum. Þær eru mitt á milli veiru og bakteríu að stærð, en þær hafa hvata-og eru lifandi. V eirur og rickettsíur hafa senni- lega orsakað meiri veikindi meðal manna en nokkrir sýklar aðrir, þó að menn hafi lagað sig að nokkrum slíkum veirum, sem einu sinni voru banvænar. Meðal þeirra er sára veiran, sem nú á dögum liggur aðgerðalaus kringum nef og varir, en getur myndað hitasóttarsár, ef viðkomandi liggur undir stressi. Ný- lega hafa læknar uppgötvað, að veiran, ef um mikið stress er að ræða, geti jafiv- vel valdið heilabólgu og brjálsemi um tíma. Einnig getur hún valdið blindu, en þtssi hætta er nú úr sögunni með IDU, nýfundnu, bandarisku lyfi, sem er i rauninni hin fyrsta raunverulega með- ferð, sem nokkru sinni hefur verið notað gv’gn eiginlegum veirusjúkdómi. Veirur, bæði leyndar eða þegar í stað fullvirkar, eru áætlaðar að valda um 60% allra sjúkdóma í heimi, Hér fara á eftir heiztu afbiot þeirra: • Öflug smit í öndunarfærum. Að minnsta kosti 150 veirutegundir geta valdið þessum sjúkdómum. Margir þeirra, eins og t.d. inflúenza, eru mjög Rottan til hægri fékk hitasótt af völdum sáraveiru, en henni batnaði á þremur sólarhingum, eftir að hún hafði fengið IDU, nýtt, bandarískt lyf, sem er fyrsta raunverulega andveirumeðalið, er ber umtalsverðan árangur. Rottan til hægri fékk sömu veiru í sár og meðfylgjandi liitasótt. Hún fékk ekki IDU og blind- aðist. minnki við þessar 16 klst. daglega birtu, við loftræstingu, loftmengun ,við óaflát- anlegan hávaða og við stress, sem ekki iær útrás við að gefa einhverjum á hann. Allar þessar spurningar hafa að geyma svöi við spurningum varðandi smitandi sjúkdóma í háþróuðum löndum. í flest- Jim vanþróuðum löndum víkja þessar aðstæður fyrir öðrum miklu brýnni, svo sem næringarskorti. Þjóðir, sem eru vel tða illa á vegi staddar, eru því eins ó- likar um smitnæmi og þær eru fjár- hagslega ólíkar, enda eru smitunar- vandamál þeirra gjörólík. Kólera hefur lengi verið landlæg víða í Asíu, svo iengi, að Jj^ir sem lifa hana af, skoða hana sem smúvegis óþægindi. En á tím- um flugferða getur einn Kalkútta-maður orsakað drepsótt 10.000 Lundúnabúa. S íðan veirur voru fyrst þekktar seint á 19. öld, sem hinar smæstu allra sýkla, hafa þær seinna reynzt vera ein- faldari að gerð en aðrar sóttkveikjur. Þær einar hafa ekki þá hvata, sem gera líf mögulegt. Þegar þær eru ekki í „vertinum", geta þær ekki æxlazt eða mærzt, en þær geta komizt inn í hvaða iifíndi hlut, sem vera skal, bakteríur líka, og séu þær, komnar inn í lifandi írumu, þá getur þeim fjölgað óðfluga. Afkomendur þeirra dreifast, annað hvort með því að sprengja frumuna (eins og í lömunarveiki), eða með því að springa út af frumunni (eins og í xnislingum) og sveipa þá um sig hluta úr frumuveggnum sér til varnar. Bandaríkjamenn hafa nýverið fundið upp gott bóluefni gegn mislingum, en þeir eru mannskæðir í miklum hlutum heims. Hér er því spýtt (með sprautu, sem veldur engum sársauka) í bam í Vestur-Afríku. Bólusetningin er liður í mislingavörnum, sem Bandaríkjamcnn framkvæma og kosta í Afríku í sam- vinnu við WHO. mismunandi. Að minnsta kosti 100 teg- undir af sýklum geta framkallað sjúk- dómseinkenni venjulegs kvefs, svo að bólusetning gegn þeim öllum er senni- lega óhugsandi. Enn eru þrír hópar af veirutegund- um, sem valda veikindum í öndunarfær- um, og erfitt hefur reynzt að ráða við. Það eru adenó-veirur, sem valda nef- og hálskirtlabólgum alls konar, para-inflú- enzu-veirur og RS-veirur. Para-inflú- enzuveirurnar orsaka barkahósta og hálsbólgu í börnum, sem minnir á barna- veiki, en RS-veirurnar valda mjög skað- legri bólgu og öðrum veikindum í ung- bömum innan eins árs aldurs. 31 teg- und af adenó-veirum hefur fundizt. Sumar þeirra hafa þegar fundizt í heil- brigðum mönnum, en þær hinar sömu geta valdið afar illkynjuðum bólgum, þegar þeim er spýtt í líkami vissra skepna. Veirufræðingar hugleiða nú þá óþægilegu en áleitnu spurningu, hvort þær geti haft sömu áhrif á mannslík- amann. • Mislingar. Þeim veldur RNA-veira, sem líkist inflúenzuveirum. Flestir for- eldrar álíta mislinga vera meinlausan barnasjúkdóm, en þeir geta haft í för með sér lungnabólgu, eyrnaveiki og heilabólgu. Mislingar drepa árlega mik- inn fjölda í Afríku, Indlandi og vissum hlutum Suður-Ameríku. í Efri-Volta hefur helmingur barna dáið í mislinga- árum. Bandaríkjamenn hafa nýlega tek- ið í notkun gott bóluefni, sem hlotið hef- ur viðurkenningu Heilbrigðismálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna (WHO). Bandarísk stofnun vinnur nú að því í Framhald á bls. 12. 28. ágúst 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.