Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 14
«r útbreiddastur I Bandariiijunum, par scm 5% af þjóðinni þjáist af honum. Þetta stafar af því, hve svínaket er vin- sæl fæða í Bandaríkjunum. Tvær teg- undir af sníkla-svefnveiki gera því nær óbyggilega víðlenda og töluvert frjósama hluta af hitabeltishéruðum Suður- Ameríku og Afríku. Þriðji hluti mann- kynsins hefur filariasis-ormur, sem þennur útlimina í margfalda stærð, og annar þriðji hluti hefur sníkillinn, sem veidur toxoplasmosis, er getur ráðizt á heilann og önnur líffæri. Njálgur hrjáir 210 milljónir manna í tempruðum og köldum löndum, einkum í N-Evrópu, N-Ameríku og Argentínu. Um 450 mill- jónir manna hafa krókorm, aðallega í Asíu og þá sérstaklega í Indlandi. Um 640 milljónir þjást af hringormi í Af- ríku og Ameríku. Þessi mikla útbreiðsla þessara sníkla gerir þá að allsherjar vandamáli, en mörgum þeirra er hægt að halda í skefjum, og flestir þeirra gera ekki slíkan usla sem þeir tveir, er valda malaríu og schistosomiasis. • Malaria (mýrarkalda) er sérgrein pkismodium-sníkla, sem eyða mestum hluta kynferðislífs síns í moskitóflugu, en hinum kynlausa hluta sínum í rauðu blóðkornunum í mönnum. Hægt er að vega að þeim á tvo vegu, bæði með því að útrýma kvendýrinu af anopheles- mcskítóflugunni, sem útbreiðir hana — en á því sviði hefur WHO gert mikið gagn, og með því að ráðast á snikilinn með lyfjum. En, eins og í mörgum öðr- um tilfellum, virðist baráttan eiga langt í land enn. Lyf gegn malaríu, sem búin voru til í síðasta stríði, þegar kínin al- eina reyndist ófullnægjandi, getur haft slæmar aukaverkanir. í Víet-Nam herja mcskítóflugur, sem eru ónæmar fyrir skordýraeitri, og sníklar, ónæmir fyrir lyfium, sífellt á þá, sem ek'ki eru upp- runnir í Asíu, enda þótt margir Viet- namar virðist næstum ómóttækilegir. • Schistasomiasis er vel þekktur fé- iagi Egypta frá fornu fari, og enn er hann sá einstakur smitsjúkdómur, sem mestu böli veldur. Hann hrjáir 150 — 300 milljónir manna í Austurlöndum na?r og fjær, Afríku, hluta af S-Ameríku og Puertó Rico. Þetta er blóð ormur, sem lifir í sjérstökum sniglategundum, er hafast við í skurðum með rennandi vatni, áveitudíkjum og ferskvatnsmýr- um. Ormurinn borar sér gegnum húð bændanna, sem vaða í vatninu, og kemst i æðar til lifrar og hlöðru. Margir nýir vatnsveitu skurðir á sniglasvæðum færa nýja von og nýtt líf í þurr og sólsviðin héruð, en flytja einnig með sér vissu um aukinn schistosomiasis, af því að engin ráð eru þekkt til að stemma stigu fyrir sniglunum né lækna sjúkdóminn. Þessi vágestur olli því, að hætta varð við 400 milljón króna áveitugerð í Af- ríku, og nýja Assúan-stíflan í Egypta- landi mun sennilega skapa sex milljón fórnardýr til viðbótar. SMÁSAGAN Pramhald af bls. 3. Hjarta risans bráðnaði er hann sá þetta. „En hvað ég hef verið eigingjarn“, sagði hann „Nú veit ég, hvers vegna vor- ið vildi ekki koma hingað. Ég ætla að lyfta þessum vesalings litla dreng upp í tréð, og siðan mun ég brjóta niður vegg- inn, og garðurinn minn skal ávallt vera leikvöllur barnanna". Hann var sannar- lega ákaflega hryggur vegna þess, sem hann hafði gert. H ann læddist niður, opnaði úti> dyrnar hljóðlega og hélt út í garðinn. Þegar börnin sáu hann, urðu þau svo hrædd, að þau hlupu öll burt, og vetur- inn ríkti aftur í garði risans. Aðeins litli drengurinn hljóp ekki, því að augu hans voru svo myrkvuð af tárum, að hann sá ekki þegar risinn kom. Risinn læddist aftan að honum, tók hann varlega upp og lyfti honum upp í tréð. Það blómg- aðist óðar, og fuglarnir komu og sungu í greinum þess, og litli drengurinn breiddi út faðminn, tók um háls risans og kyssti hann. Þegar börnin sáu að ris- inn var ekki lengtir vondur, komu þau hlaupandi til baka og fluttu með sér vorið. „Þetta er ykkar garður núna, börnin góð“, sagði risinn og tók stóra öxi og braut niður vegginn. Þegar fólkið var að fara á markaðinn kl. tólf, sá það nsann leika sér við börnin í fegursta garði, sem það hafði nokkru sinni séð. Allan daginn léku þau sér, og þegar kvöldaði, fóru þau til risans, til að bjóða honum góða nótt. „En hvar er litli félagi ykkar?“ spurði hann, „drengurinn, sem ég lyfti upp í tréð“. Risanum þótti vænzt um hann, af því að hann hafði kysst hann. „Við vitum það ekki“, sögðu böxnin, „hann er farinn“. „Þið verðið að segja honum að koma á morgun", sagði risinn. En börnin sögðu, að þau vissu ekki, hvar hann ætti heima, og að þau hefðu aldrei séð hann áður, og risinn varð ákaflega hryggur. Á hverjum degi eftir skólatíma komu börnin og léku sér við risann, en litli drengurinn, sem risanum þótti svo vænt um, kom aldrei. Risinn var mjög vingjarnlegur við öll börnin, en samt þráði hann alltaf fyrsta, litla vininn sinn og talaði oft imi hann. „En hvað mér þætti gaman að sjá hann aftur“, var hann vanur að segja. Át rin liðu og risinn varð gamall og veikur. Hann gat ekki lengur leikið sér, svo að hann sat í stórum hægindastóli, HVAÐ ER AÐ? Framhald af bls. 4. Fólkið sem stjórnar leiknum núna, ar háskólakennarinn, hagfræðingurinn — maðurinn frá háskólanum. Af vöntun á betra orði, eru þeir kall- aðir „meritocracy". Þetta eru mennirnir sem nú taka við af hinni gömlu stétt út- valdra sem stjórnaði heimsveldinu — og stjórnaði því ekki svo illa. England — England Wilsons — er í höndum námsstyrkþega. Sp.: Hvað er orðið af gamla fyrirfólk- inu, yfirstéttinni, sem stjórnaði heims- veldinu? Sv.: Það sem hefur skeð, er a'ð mið- stéttin og yfirstéttin njóta ekki neinnar virðingar lengur. Ef þér vilduð setja upp leikrit eða sjónvarpsþátt, þar sem yfirstéttarmaður eða millistéttar gegndi hetjuhlutverki, þá mundi það verða hrópað niður af sviðinu, eða bara hlegið niður. Sp.: Er stéttartilfinningin ekki ennþá mjög sterk? Verkamenn, t.d., virðast ekki hafa á tilfinningunni að þeir hafi hlutdeild í ágóðanum af einhverri sér- stakri iðngrein eða viðskiptum, eða f jár- hagnum í heild sinni, eða er ekki svo? Sv.: Það er vissulega rétt. Ef þér hefð- uð talað við Ted Hill, þegar hann var formaður ketilsmiða, þá munduð þér hafa komizt að því, að ekkert kom Ted til að hlægja eins hjartanlega, eins og að heyra að allt gengi á afturfótum í iðnaðinum. Það hefur verið mikil vöntun í fram- farasinnuðum kröftum brezkra stjórn- mála, að koma þeirri hugmynd á fram- færi, eins og Svíar og Bandaríkjamenn hafa gert, að það sé sameiginlegur hagn- aður ef iðngrein gengur vel og fjárhagur ríkisins er góður. Þeir hafa aldrei getað þetta — sumpart vegna arfs frá liðnum dögum Sp.: Eru ekki sumir af ykkar beztu mönnum nú, komnir í viðskiptalífið? Sv.: Öðru riær. Almenningsskólar okk- ar — sem svara til einkaskólanna í Bandaríkjunum — og allt stéttakerfið, ala á þeirri hugmynd, að sjentilmaður sé horfði á börnin að leik og dáðist að garð- inum sínum. „Ég á mörg fögur blóm, en börnin eru samt hin fegurstu", var hann vanur að segja. Vetrarmorgim nokkum, iþegar risinn var að klæða sig, varð hon- um litið út um gluggann. Hann hataði ekki lengur veturinn, því að hann vissi, að hann var aðeins svefn vorsins og hvíldartími blómanna. Skyndilega neri hann augu sín undr- andi og horfði út. Þetta var sannarlega fögur sýn. í yzta horni garðsins var tré þakið yndislegum, hvítum blómum, greinar þess voru gullnar, á þeim héngu silfurávextir, og undir því stóð litli drengurinn, sem hann elskaði svo mjög. Risinn hljóp fagnandi niður stigann og út í garðinn. Hann flýtti sér yfir grasið í áttina til barnsins. En þegar hann kom nær, roðnaði andlit hans af reiði, og hann sagði: „Hver hefur vogað sér að særa þig?“ því að í lófum barnsins voru för eftir tvo nagla, og á smáum fótum hans voru einnig för eftir nagla. „Hver hefur vogað sér að særa þig?“ hrópaði risinn, „segðu mér það, svo að ég geti tekið stóra sverðið mitt og drepið hann“. „Nei“, svaraði bamið, „þetta eru sár kærleikans". „Hver ert iþú“, spurði risinn, og undar- leg lotning gagntók hann, og hann féll á kné fyrir framan barnið. Barnið brosti við risanum og sagði: „Þú leyfðir mér eitt sinn að leika mér i garði þínum, í dag skalt þú fylgja mér i garð minn, Paradís“. Þegar börnin hlupu inn í garðinn þennan dag, fundu þau risann, þar sem hann lá dáinn undir trénu, þakinn hvít- um blómum. Guðríður Þorsteinsdóttir þýddi. landeigandi eða lærdómsmaður eða í einhverri opinlberri stöðu, og að a'ðeins óæðra fólk fari út í viðskipti. Það er þjóðfélagslega viðurkennt, að taka við einhverju gömlu fjölskyldufyr- irtæki og reka það á einhvern mjög gamaldags máta. En okkur finnst ennþá, að heldur sé ómerkilegt að selja hluti. Ef dóttir mín giftist sölumanni, þá mundi ég taka því með karlmennsku, en undir niðri mundi mér finnast, að hún hefði gifzt skökkum manni. Þegar við hittum einibeittan og harð- vítugan vi’ðskiptajálk, þá hugsum við með sjálfum okkur: „Hvers vegna fer maðurinn ekki til Bandaríkjanna eða Kanada? Honum mundi vegna miklu betur þar“. Þannig eru viðbrögð okkar í staðinn fyrir að segja, að hann sé ein- mitt það, sem okkur vantaði hér í Eng- landi. Sp.: Er hægt að breyta þessum stétta- fordómum? Sv.: Hið fyrsta sem þyrfti að gera, er að losna við almenningsskólana — það sem þið í Bandarikjunum kallið einka- skóla. Vi'ð ættum að losna við þá. Sp.: Hvers vegna? Sv.: Á meðan þeir eru við lýði þá ráða þeir ferðinni. Þeir draga til sín úrvalslið af því að þeir eru mjög ríkir og geta skapað, ekki aðeins snobbastétt, heldur einnig ágæta uppfræðslustétt frá há- skólasjónarmiði. Á meðan þeim er ekki útrýmt, munu þeir halda áfram að gnæfa yfir á sviði almennrar menntun- ar, og siú manntegund, sem þeir búa til, heldur áfram að vera yfirburðamaður. En það gerir okkur ómögulegt a'ð lifa á tuttugustu öld. Sp.: Hvað er svona slæmt við þessa menn frá almenningsskólunum? Sv.: Fyrst og fremst þá eru þeir þjálf- aðir til að ala með sér hroka, sem á vart sinn jafningja annarsstaðar í heimi, svo ég viti til. Þeim hefur verið kennt að líta á sig sem salt jarðar. Þegar við höfðum heimsveldi með miklu af svörtum mönnum, Indverjum og öðrum þjóðum sem þurfti að stjórna, þá var þetta ekki svo slæmt. Það gerði almenningsskólamanninum mögulegt að takast á hendur þetta mikla verk, að sjá um stjórn á svæði, sem var eftis stórt g allt England, fremur vel — einmitt vegna þessa gífurlega hroka. Nú, þegari við höfum ekkert heimsveldi, heldur að-i eins okkar eigið, fátæka og útjaskaða litla eyland, er þessi manntegund — þessi mjög svo hrokafulla manntegund — einmitt það sem okkur ekki vantar. Hann er þjálfaður til að fyrirlíta hags- munapólitík tuttugustu aldar, þar sem þú verður að selja hlúti, og fá fólk til að kaupa það, sem það ekki vantar. Og þá, að sjálfsögðu, rækta almenn- ingsskólarnir það, sem er okkar mesti þröskuldur í viðskiptum okkar við tuttugustu öldina — snobberíið. Þáð er hrein ensk árátta. Frakkar hafa áráttu varðandi peninga. Bandaríkjamenn hafa áráttu varðandi kyn. En við höfum áráitu varðandi þjóðfélagsaðstöðu. Sp: Bandaríkjamenn skilja oft viffl Bretland með þeirri tilfinningu að yngri kynslóðin sé í uppreisnarástandi gegn gömlum verðmætum. Ungir henn hafa langt hár og kvenfólk er í stuttum pils- um og löngum buxum. Er allt þetta ekki uppreisn gegn gömlum verðmætum? Sv.: Ekki vitundarögn. Ég held það sé 'hnein úrkynjun. Ég held ekki að þessir unglingar séu að gera uppreisn á móti neinu. Þeir eru bara úrkynjaðir. Ein sérkennileg úrkynjun er þjóðfé« lag, sem hefur gefi'ð heiminum heilmikið og er uppgefið. Og þá leitast það við að vera öðruvísi og leita að sensasjónum án áreynslu. Þannig lít ég á eiturlyfjanotk- unina, kyndelluna og klæðaburðinn. Það er bara árkynjun, — útsláttur uppgefins stofns. Sp,: Er sennilegt að það verði andleg endurvakning meðal Breta, sem kippi þjóðinni upp úr þessum dvala? Sv.: Maður verður að gá vel og lengi til að sjá einlhver merki þess. En í fylgsn- um huga míns hef ég vissa sannfæringu um, að á einn e'ða annan hátt muni þetta fólk enn einu sinni hrista af sér þetta slen, sem við nú höfum rætt, og að það sjái hvað gera skuli — og geri það. Sú hugsun er mér að skapi. SKÁLDSKAPUR Framhald af bls. 10. höfðu ekki orðstír af öðru en því, hve vel þeir ortu. Sem dæmi um fyrirmenn- ina má nefna Snorra Sturluson, sagna- ritarann og höfund Eddu, og bróðurson iians, Sturlu Þórðarson, sem báðir voru á meðal hinna fremstu manna þjóðar- innar á þrettándu öld. Þessum sið, að fyrirmenn legðu sig eftir skáldskap, hélt Loftur Guttormsson, stórauðugur maður og mikilsmetinn, enn uppi á fimmtándu öld. Hann orti meðal ann- ars níutíu ástavísur til Kristínar Odds- dóttur, en með þeim voru miklar ástir. Það er sérkennandi fyrir íslenzkt við- horf til skáldskapar, að nálega allar þessar vísur eru sín undir hverjum hætti og við hvern hátt tilgreint heiti hans. Bersýnilega hefir skáldið viljað sýna hagmælsku sína um leið og hann leitaði tilfinningum sínum útrásar, og gegnum þenna tilgerða íburð skín það þráfaldlega, að þær tilfinningar voru engin uppgerð. Frá tímum Lofts til loka átjándu ald- ar voru beztu íslenzku skáldin annað- hvort rímnahöfundar (iðulega ónafn- greindir), því rímnaflóðið var stanz- laust, eða menn kirkjunnar, eins og Jón biskup Arason, sem árið 1550 var bálshöggvinn er hann vildi veita siða- skiptunum viðnám, eða Hallgrímur Pétursson og Stefán Ólafsson á seytj- ándu öld. Bezta kvæði Jóns Arasonar, er nefnist Ljómur, hlaut það kynlega hlutskipti að berast til Færeyja, þar sem þjóðtrúin tók ástfóstri við það sem áhrifamikilli vernd gegn hættum á sjó. Fimmtíu Passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar hafa notið slíkrar ástsældar bjá íslendingum að búið er að prenta þá að minnsta kosti fimmtíu sinnum síðan þeir komu fyrst út 1666, og einn |4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.