Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 4
Wjjpmi gciwfj ipnjiww|wppiwiy * Klæðnaður og hárgreiðsla æskufólks: Úrkynjun, — útsláttur uppgefins kynstofns, HVAÐ ER AÐ í BRETLANDI Þekktur rithöfundur litur á landið sitt Evrópuritstjóri „U.S. News & World Heport“ ræðir við Malcolm Muggeridge, ritstjóra og rithöfund um vandamál Bretlands. Spurning: Mr. Muggeridge, Banda- ríkjamenn, sem koma hingað, gera oft þá athugasemd, hvaða breyting sé að verða * á fólki í Bretlandi. Er það svo í raun og veru, að eitthvað merkilegt sé í bígerð? Svar: Ég held ekki. Svo lengi sem ensk þjóð kemst hjá að gera nokkuð við neinu mun hún gera það. I>að er ná- kvæmlega þannig sem hin undarlega skaphöfn Englendinga hefur verið um aldir. Það gerir að þeir eru svo duglegir að tapa einstökum atriðum í stríði. En meðan þeir hafa nokkra möguleika á að halda áfram, þá skal það. Staða þessa lands á þessu sögulega augnabliki, er að mínu viti hreint djöful- leg. Á margan hátt er hún sennilega verri en 1940, því að 1940 áttum við ó- tæmdar eignir og stuðning, sem við gátum reitt okkur á. Ég held að við eig- um ekkert núna, sem við getum vísað til — nema Bandaríkin, sem halda okkur gangandi með sístígandi fyrirlitningu. Sp : Óttast fólk ekki, að Bretland sé á barmi gjaldþrots? Sv.: Sem stendur finnst mér, með réttu eða röngu, að það sé á ábyrgð Vesturveldanna, sem því sé haldið uppi. Til dæmis, ef þér talið við fólk — mjög mikilsvert fólk — um sterlings- pundið, þá mun það segja: „Well, Banda- ríkjamenn sérstaklega og vestrið al- mennt talað, geta ekki leyft pundinu að falla. Hvi skyldum við þá hafa áhyggj- ur? Sjáið þér — Englendingar eru mjög slóttugt fólk. Það er oft gert of lítið ár þeim á þeim grundvelli. En þeir eru feikna slóttugir. Finnist þeim að Banda- ríkin vilji halda sterkum vígstöðvum í vestri, og að sterlingspundið sé nauðsyn- legur þáttur þeirrar viðleitni, þá verða Bandaríkin að halda sterlingspundinu uppi. Það skiptir engu máli hvaða gær- um og golsi við lendum í — að siðustu verða Bandaríkin áð halda okkur uppi. Sp.: Verður fólk þess vart, að Bret- landi er að hraka meir og meir? Sv.: Alls ekki. Frá sjónarmiði flests fólks er allt í góðu gengi. Það er fuil atvinna. Laun hækka. Það er að vísu verðhækkun, en fyrir flesta launþega, eru laun þeirra á undan verðhækkun- inni. Á þessum undarlegu fjárhagstím- um okkar, er brezka þjóðin auðugri en nokkru sinni áður. Hún hefur verið vör- uð við, en á þann faátt, að það hefur ekki ná'ð tii fólksins. Sp.: Er sennilegt að eitthvað komi fyr- ir, sem komi því til að gera eitthvað við þessu? Sv.: Ekkert — trúið mér — ekkert mun koma fyrir í þessu landi, nema un Malcolm Muggeridge, sem hóf feril sinn sem blaðamaður fyrir 35 árum, er þekkt- ur fyrir einarðlegar skoðanir, hvassa gagnrýni og f jölmargar ritdeilur í heima- landi sínu, Englandi. Hann er fyrrver- andi ritstjóri „Punch“ og höfundur margra bóka. sé að ræða mjög alvarlegt efnahags- ástand, sem fólk finnur fyrir'. T.d. at- vinnuleysi, takmörkun á lánstrausti neytenda eða takmörkun innflutnings. Ef þetta ber upp á, yrðu Bretar að líta í kringum sig til að sjá, hvert þeir eru að fara. En á meðan allt veltur áfram, mun ekkert koma fyrir hér á landi. Orð, við- varanir og áminningar stjórnmála- mannanna verða sífellt þynnri og þoku- kenndari. Sp.: Finnst Bretum að Iand þeirra ætti að gegna mikilvægu hlutverki á sviði heimsmála? Sv.: Ég held að sú tilfinning sé ekki til lengur. Mjög, mjög fátt fólk lætur það sig nokkru skipta .Eitt sem sýnir þetta bezt, er það sem nýlega skeði í sambendi við Gílbraltar. Fræðilega séð ætti spánska ásóknin á Gíbraltar að varða almenning mjög, af því að hún varðar „klettinn", tákn brezks veldis. En ég held ekki, að þér finnið 10,000 manns í þessu landi, sem í rauninni hafa minnsta áhuga á, hvað verður um Gíbraltar. Þegar Spánverjar tóku til að ýfa sig, gaf fjármálaráðuneytið út áskorun til fólks, um áð fara ekki til Spánar í orlofi sínu. Ekki einn einasti, af þeim hundr- uðum þúsunda, sem ætluðu til Costa Brava — af því að það er ódýrt og sólin skín þar — breytti áætlun sinni. Með öðrum orðum, Bretar hafa gjörsamlega misst alla tilfinningu af því, að þeir séu forystuþjóð í heimsmálum. Sp.: Hvað haldið þér að sé ástæðan til þess, að Bretar hafa þannig snúið baki við heiminum? Sv.: Ef ég ætti að nefna eitt dæmi, sem hefur skapað þessa afstö'ðu, þá er það þetta: Bretar háðu tvær heimsstyrjaldir með mjög miklum fórnum og komu út úr þeim sem sigurvegarar, að þvi er virtist, en aðeins til að komast að raun um, að hinir sigruðu óvinir — Japan og Þýzka- land — efnuðust miklu meir en þeir. En þér verðið einnig að muna, að jafnvel á þeim tímum, þegar heimsveld- ið var stórt, máttur Bretlands var feyki- legur og álit þess gífurlegt, var það í rauninni mjög fátt fólk, sem tók þátt I öllu því. Sp.: Hvað álítið þér — er Bretland til- búið til að sameinast Evrópu, eða er meiri tilhneiging til nánari samvinnu við Bandaríkin? Sv.: Ef brezka þjóðin mætti velja, þá mundi hún fremur kjósa samvinnu við Bandaríkin. Þrátt fyrir allt sem bendir til annars, mundi Englendingur ekkert heldur vilja, en standa í föstu sambandi við Ameriku. Þeir mundu vera miklu sælli með það, en að vera sem hluti aí Evrópu. En þeim mun ekki bjóðast sá kostur. Þeir verða að ganga inn í Evrópu því að um annað er ekki að ræða. Þáð er ein- mitt það, sem hinn útfarni refur, de Gaulle hershöfðingi, vissi. Hann vissi iþað 1961, þegar Bretar sóttu um aðild að Evrópuibandalagi, að það var fyrir pá það næstbezta. Og hann vildi ekki taka við þeim upp á þau býtti. Sp.: Sjáið þér nokkur merki þess, að ný forysta sé í uppsiglingu, sem geti ýtt við brezkum almenningi og fengið hann til að vakna á ný? Sv.: Nei, ég sé engin merki þess. Ég faeld ekki að algert lýðræ'ði sé ætlað til þess að framleiða þessfaáttar forystu nema á neyðartímum, t.d. styrjöld. Framhald á 'bls. 14. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.