Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 12
Bréf frá Eiríki Magnússyni bókaverði í Cambridge til Sigríðar konu hans Nant Eos, Aberystwith, Cardiganshire, 11. desember 1862. E lskan mín! Ég hleyp í að skrifa 'þér fáeinar línur áður en ég sofna. Ég vona, að þú sért nú orðin rólegri um mig en í gærkvöldi, því ég býst við þú hafi fengið tvö bréf frá mér í morgun. Eitt á að vera nú í London og færðu það í fyrramálið og næsta morgun færðu þetta. Ég er svo þreyttur af að lesa prófarkir, leggja út sögur Jóns Árnasonar og borða til miðdags. Ég vona, að okkur Powell takist að verða búnir með sögurnar hér um bil þegar ég fer, og sendir hann þær þá til mannsins í London, sem hefir lofað að gefa þær út. Við sleppum öll um grófum og dónalegum sögum, sem því miður eru æði margar , safninu, og ef eitthvað er gróft í sögu, sem að öðru leyti er góð, víkjum við því við, svo að ekki beri á því, því að sögurnar eiga að vera fyrir hinn fína heim Englendinga. Ég keyrði í dag með Lord Powell irm landareign hans, og sýndi hann mér margt fallegt á þeirri leið. Hann fór norður í Aberystrwith til að bjóða ýmsum kunningjum sín- um til sín á jólunum og gaf mér 2 prospects af bænum. Hann er mér svo góður, að ég er hissa á aumingja manninum. Hann hefur gefið mér nú mynd af sér sjálfum, húsinu sínu og þessar 2 af Aberystwith, og í kvöld þegar hann fór að hátta, leiddi hann mig að cigara- skápnum sínum og gaf mér 6 cigara af hverri tegund, er hann átti og beztar voru. Þær voru 8, svo nú á ég 48 cigara, sem kosta ugglaust eitt pund eða meira. Þeg- ar hann var að sýna mér landið, sagði hann meðal annars: „Þetta er of mik- il eign fyrir einn mann og vildi ég þyrfti ekki að eiga það allt, en ég má engu farga af því, ekki einu sirrni selja það“. Ég hefi lofað honum að útvega honum æðarfuglapar frá íslandi út- stoppaða, og ætla ég að biðja þig að minna mig á það, þegar ég fæ tæki- færi til þess. Vertu nú blessuð og sæl, elskan mín, skrifaðu mér bráðum, og láttu mig vita, hvernig þér líður. — Guð veri með þér. Þinn elskandi til dauða. E. Magnússon ★ Reykjavík, 26. október 1882. E lskulega Sigríður, hér sit ég enn og ekki líkur til að skipið fari eða réttara komist úr Hafnarfirði fyrr en þann 28.; þetta er allt fyrir það að uppskipunin geng ur svo seint á þeim 50.000 toriq., sem með fóru. Ferðin til íslands gekk vel; en þegar komið var vmdir land, tóku við þær þokur, sem ég hefi aldrei slíkar séð við Island. Enda vorum við komnir upp í landsteinana á Austurhorni, áður en við vissum, hvar við vorum, og var svo nærri rekið, að brimgarðurinn var allt í kring, og við sáum tæplega ljósið í stofunni á Horni. Ég gat séð föður minn snöggvast. Þegar við fórum af Djúpavog, sigldi kapt. upp á boða langt úti í hafi, og hefi ég aldrei sloppið við dauða nær honum. Skip komst af óskemmt, af því að kjölur tók niðri, en ekki bumtoan. Frá Beru- firði og til Reykjavíkur höfðum við þann mesta storm einhvern, sem ég hefi verið úti í; enda hafði þá sí- stormað af suðri í eitthvað sjö vik- ur, og á sama gekk heila viku eftir að ég kom. En nú er komin einmuna góð tíð, logn og sumarhiti. Nú fyrst er eiginlega sumarið komið. Hér hefi ég fengið hinar beztu við- tökur hjá öllum, nema Magnúsi Stephensen, sem ekki gat lengur setið á ættar öfundinni og dembdi skósum í mig þegar ég heilsaði honum um; Bergur Thorberg hefur verið mér hinn mesti og trúasti vinur og eins biskup. Ég hefi verið í sífellum heimtooðum, og almenn veizla var haldin mér eins og þú sérð af ísa- fold. Jón ritari hélt mér mikla veizlu hér á hótelinu, og Bergur og biskup hafa keppzt við að fetera mig. Á þessu hefir gengið. Einar hefir ver- ið með, en er nú fallinn úr sögunnL Hann hefir ekki sézt í fjóra daga nema af vökturum bæjarins af og til og fæst jafnt og fjandinn við að koma til mín. Ég er nú orðinn albil- aður á honum; því nú er þó sannar- lega ekkert að fyrir honum. Völu hefi ég séð; hún var hér, þegar ég kom og 'þótti heldur en ekki vænt að sjá mig. Hún og allir aðrir hafa fengið sínar commissionir! Ég hefi oft komið til Vatnsdalssystra, til rektors, Steingríms, Jóns Ólafssonar, sem er orðinn fanatiskur admirer af frænda sínum og gott er að hafa með sér. Ég sendi þér blöðin, og sérðu þar, hvaða dæmalausa eyði- leggingu Tryggvi hefir hleypt sér í með bréfi til Jóns. Heilsan hefir verið með köflum hin bágasta meðfram kannske af óreglunni, sem hefir verið á diet og næturhvíld. Ég skil eftir fyrir Álfta- nes og Reykjavík allar provisions, sem ég fór með og hefi afhent % til séra Þórarins, en % til biskups- frúarinnar og nefndar ellefu kvenna hér með henni og set allt undir control Halla séra. Þetta hefir verið frábærlega vel þegið. Það er nefni- lega ómögulegt fyrir Norðlinga að flytja þetta að sér nú með öllum þeim feiknum af fóðurkorni, sem þeim berst, svo það aðeins lægi og skemmdist, ef það færi norður. Vertu sæl og blessuð, þinn elskandi Eiríkur. ★ Tibberton Court, Titoberton S.O., Gloucester, 10. apríl 1909. E lskulega Sigríður. I morgun kom boð frá Mrs. Price til okkar Price að koma til hennar á fimmtudaginn í næstu viku, svo að ég verð að biðja þig að senda mér með pósti hingað tvær hvítar skyrt- ur, svo að ég geti sýnt einhvern lit á því að koma decent til dinner hjá hinni gömlu. Ef ég get komið því við að fá járntorautarlest heim á laugar- daginn, þá held ég að ég komi heim þann dag. Ég veit ekki, hvernig járn- brautum hagar frá Pen Moel, þar sem Mrs. Price býr, hvort ég get fengið þaðan train, sem nær í lest frá Gloucester til Oxford í tima til að ná í N. W. til Cambridge. í dag verð- ur hér annar einverudagur, því að Price er nú þegar farinn út, og þó hann komi heim fyrir lunch, fer hann áður burt aftur til lunch hjá ein- hverjum kunningja sínum, svo ég geri ráð fyrir að kl. verði fram undir átta áður en ág sé smettið á gest- gjafa mínum aftur í dag. Ég verð feginn að hann lætur mig einn um mína reiðu, því ekki er conversation við country gentleman á Englandi eiginlega lífgandi né fræðandi; þeir eru eiginlega bara bændur, sem auður hefur að ytra áliti yfir bónd- ann, en skynibragðslega standa þeir toóndanum mjög lítið ofar nema þeir, sem í háskóla hafa gengið, — þegar þeir þá hafa gengið í hann til annars en að lifa lífi sinu við sport og kappreiða betting. Price er músikalskur og blœs á trombone í Gloucester Orchester Society. Þar á ég að heyra hann á fimmtudaginn kemur, áður en við förum til Pen Moel; því að við förum beint þangað frá Cloucester. Honum þykir vænt um að vera tromibonistL en það er ekki nema endrum og sinnum, sem það söngtól kemur inn, svo að hans hlutverk er lítið og létt. En mælzt hefur hann til að ég tæki eftir hvaða effect hann geri, þegar trombona gusurnar koma hjá honum Ég vona, að geispar sæki ekki á hann í orchestra eins og þær gera á kvöld- in, þegar ég les norsku með honum eftir dinner, og getur þú séð lýs- ingu þess lesturs á seðlinum til Sillu, sem ég fór að krota henni í gær út af iðjuleysis vandræðum. Ef þú sendir skyrturnar í góðan tíma á mánudag, iþá verða þær hér áður en við förum héðan á fimmtu- dag vonandi. Ég sagðist ekki hafa séð hund né kött hér í fyrsta bréfi mínu, nú er ég búinn að sjá tvo hunda hér, varðhund grimman og annan til Þykir mér nóg um að sjá gæur og kossa húsbóndans við kvikindin, sem sleikja hans fallega andlit eyma á milli, þegar hann ekki grefur munn og nef í hári þeirra. Nú enda ég með kærri kveðju. Þinn Eiríkur Magnússon. HBIMURINN ER Framhald af bls. 9. samstarfi við WHO að skipuleggja víð- tæka bólusetningarherferð gegn misling- um í Afríku. • Rauðir hundar. Þeir eru vandamál, sem hvervetna veldur miklum áhyggj- um. Börn og unglingar, sem fá þá, taka sér þá tiltölulega létt, en þeir geta vald- ið hjartabilun, vagli og alls konar van- ekapnaði á ófæddum börnum kvenna, er fá þá á fyrsta þriðjungi meðgöngutím- ans. Móðirin þarf ekki að sýna nein sjúkdómseinkenni, en fóstrið, sem hún gengur með, hefur ekki nema helmings líkur á því að fæðast fullkomlega eðli- legt og verða við fulla heilsu. Versta farsótt rauðra hunda í sögu Bandaríkj- anna (árið 1964) olli skaða á 30.000 börnum. Þetta er ósýnilegur og öflugur andstæðingur. Börn geta dreift veir- unni og smitað út frá sér í vikutíma, áður en nokkur sjúkdómseinkenni sjást. Nýfædd börn, smituð í móðurlífi, geta dreift veirunnL og engin lækning eða mótefni er til. • Heilabólga. Þessi heilabólga er nokkuð ruglandi flokkur sjúkdóma, sem orsakast af mörgum sýklum, en gegn þeim finnst ekkert bóluefni. Nú er þessi veiki einn mesti moskitó-flutti sjúkdóm- ur á meginlandi Bandaríkjanna, og vís- indamenn hafa nýlega uppgötvað, að hann berst einnig með leðurblökum, nagdýrum, slöngum og fuglum. Heila- bólguveira, sem berst með lús og maur, er útbreidd í Sovétríkjunum og Mið- og Norður-Evrópu. • Hepatitis. Af þessari lifrarveiki eru margar tegundir. Ein orsakast af am- öbu (skolpdýri), önnur af bakteríu og enn aðrar af dularfullum veirum, sem eru nú undir rannsókn. Auk þess að skaða lifrina, getur hepatitis breytt ó- fæddu barni í „mongólskan" fávita, ef móðirin smitast um meðgöngutímann. Smitandi hepátitis breiðist sennilega út við beina snertingu við þann, sem sjúk- ur er, eða eigur hans. Hann getur einnig leynzt í óhreinu vatni eða skelfiski úr óhreinum höfum. Blóð úr persónum get- ur og verið smitandi með annarri teg- und veikinnar — serum hepatitis — sem er vandamál blóðbanka, þar sem hepatitis getur verið töluvert algengur meðal eiturlyfjanotenda, sem oft selja blóðbankanum blóð til að borga fyrir ,strammara“. Innspýting af gamma gló- bulin veitir vörn í nokkra mánuði gegn emni tegund af þessari lifrarbólgu, en raunverulegt móteitur hefur enn ekki fundizt. • Iðrasýking. Sumar veirur ráðast í byrjun á meltingargöngin en vinna síð- an mein á öðrum stöðum. Þær geta flutt sig frá þörmunum inn í taugakerfið, þar sem þær eru mjög hættulegar. Ein slíkra er mænusóttarveiran, sem nýlega hefur verið stöðvuð með bólusetningu. Önnur tegund er Coxsackie-veiran, sem hleypir upp bólgu í kverkum barna og orsakar eina tegund af hálsbólgu. Þær geta einnig valdið banvænum hjarta- bólgum í smábörnum og sársaukafull- um vöðvasjúkdómum í brjósti og vissum iömunum, sem minna á milda mænu- veiki. Þriðji flokkurinn, stytt í ECHO- veirur, eru orsök banvænnar magaveiki í smábörnum. • Ilundaæði. WHO hefur nýlega gefið út aðvörun um, að versti hundaæðis- faraldur í heila öld sé að breiðast út i hi-iminum. Hundaæði hefur farið minnk- andi í löndum, þar sem hundar hafa verið bólusettir, en er að breiðast út meðal leðurblakna, refa, skunka (þef- dýra), úlfa, sjakala og hreysikatta. Hin- ar tvær tegundir bólusetningarefni og blóðefnið (anti-serum), sem notuð hafa verið gegn hundaæði, "hafa öll reynzt hafa hliðarverkanir, svo að þörf er á nýju og góðu bóluefni. Vísindamenn fýs- ir einnig að vita fleira um ýmislegt dularfullt í fari hundaæðisveirunnar. Hún getur til dærnis hagað sér eins og nokkurs konar Trójuhestur: komizt inn í líkama og legið þar meinlaus í dái (ekki er enn vitað hvar) og dafnað í mörg ár, unz hún verður skyndilega banvæn. Bandarískir vísindamenn í Wistar- stofnuninni í Fíladelfíu eru að reyna að grafast fyrir leyndardóma hundaæðis- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.