Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 6
ætti að 'bera það vel í minni, að Kóran- inn hefur að geyma margar þær frá- sagnir, sem eru, ef ekki algjörlega óút- skýranlegar, þá a. m. k. mjög tvíræðar að merkingu. Mér hefur ekki verið sárs- aukalaust, að umskapa þessar setningar í hvert sinn, sem þær hafa orðið á vegi mínum. Hefi ég þá sett til skýringa neð- anmálsgreinar, til þess að komast hjá Iþví að umsnúa textanum alveg í þýð- ingunni. Við þýðinguna hefur verið fylgt fast eftir og höfð til fyrirmyndar skýringar- ritin: Al-Zamakhshari, Al-Beidawi og Al-Jalalein. Ég hefi nú hér að framan lýst áætlun á tilhögun hins ytra forms. Samkvæmt því hefur köflum bókarinn- ar, eftir dauða spámannsins verið raðað niður. í þessari útgáfu hefur niðurröðun hinna munnlegu frásagna verið hafnað af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi, að engar heimildir standa iþar á bakvið. í öðru lagi, að þar skortir allt samhengi og samræmi. Með þeirri niðurröðun sem hér er viðhöfð, sem þó ekki fylgir stranglega tímatali, eru hafðir fyrstir kaflar hinna skáldlegu opinberunar, en síðastir oft kaflar á einhvern hátt stað- bundnir. í stuttu máli, þetta er fyrst og fremst ætlað fyrsta stigs lesendum, sem skiljanlega oft leggja verkið frá sér við kafla eins og Kýrin og konur, sem hin munnlega frásögn Kóransins hefst á. í»ess vegna verður hér visað til tölu, sem á við hina munnlegu skipun efnisins. Hvern kafla má finna í skrá yfir efnið fremst í bókinni. H ér skal nú næst vikið að hinu arabíska leyniletri, sem hver einstakur kafli Kóransins hefst á. Nokkrar frum- reglur hafa verið settar fram, bæði af Múhameðstrúarmönnum og eins í vest- rænum skólum, til að útskýra merkingu þessa leturs, en engin þeirra hefur náð því fullkomlega. Sannleikurinn er sá, að enginn veit hvað stendur á bak við það. Munnmælasagnir herma, að útlista skuli þau þannig: „Allah einn veit hvað hann meinar með letri þessu“. Að endingu vil ég taka fram, að ég hefi hér að framan reynt að einskorða mig við að stikla að- eins á hinu stærsta í rannsókn minni á Kóraninum eins og hann var í upphafi og eins og hann hefur haldizt fram á þennan dag án þess að bera við að leggja út á þá hálu braut að gera mér grein fyrir spámannlegu eðli Múhameðs og guðlegum uppruna. Hér er það verkið sjálft, sem talar sínu máli. Og athuguil lesandi, sem á annað borð er kleift á frjálsum og hleypidómalausan hátt að lifa sig inn í það, mun fær um að mynda sér sínar eigin skoðanir. Sigurður Sigurmundssou þýddi. SKÁLDSKAPUR Framhald af bls. 1. engilsaxneskum kveðskap), og þó í ein- um bragarhætti sex línur. Þannig er það allt til þessa dags hvenær sem íslenzk skáld yrkja undir hinum fornu og reglubundnu bragarháttum. Enn var tekin upp ný regla, er síðast varð mjög mikilvæg, en hún var sú, að hafa snið- hendingar (hálflína) eða aðalhendingar innan braglínunnar í tilteknum háttum. Hitt var þá miklu fágætara, þó að síðar yrði það alsiða, að nota endarím, eins og engilsaxnesk skáld höfðu stöku sinnum gert. E kki er unnt að segja hvenær farið var að gefa hverjum bragarhætti sitt sérstaka heiti, en þörfin á þessu hefir sagt til sín þegar skáldin fóru að ræðast við um íþrótt sína, eins og okkur er sagt að þau gerðu á íslandi þegar á tíundu öld. Sennilegt virðist, enda þótt það verði ekki sannað með rökum, að íslendingar hafi átt stærra hlut í því en Norðmenn að mynda þessi heiti. Þegar Snorri Sturluson samdi Eddu sína, kringum árið 1220, var orð- inn til þaulhugsaður flokkur heita til þess að sérkenna flesta þeirra hundrað bragarhátta sem sýndir eru með dæm- um í þriðja þætti þeirrar bókar og margir eru greindir hver frá öðrum með smávægilegri og harla sérfræði- legri tilbreytni. En ekki þarf á að halda nema svo sem hálfri tylft af þessum nafnasæg til þess að greina sundur hina aigengari hætti sem skáldin ortu undir allt til þess tima, og í meir en heila öld þar á eftir. Og af þessum fáu nægir að geta aðeins þriggja, til þess að hafa þá af sérstökum ástæðum sem dæmi. Hinn einfaldi stuttlínuháttur svarar tiT þess háttar sem tíkanlegur er í eng- ilsaxneskum ljóðum, og í honum þurfti ekki á öðru að halda en stuðlum og nokkrum einföldum reglum um áherzlu og hljóðlengd. Þenna hátt not- uðu hin elztu skáld í Noregi og á ís- landi til þess að yrkja undir honum bæði goðsagnakvæði og hetjukvæði. Því fékk hann líka heitið fornyrðislag. Skáld þessara tveggja landa voru kröfuhörð um nákvæmni formsins og byggðu skjótt út öllum hinum losara- legri braglínum og gerðu háttinn stór- um reglubundnari en hann hafði nokkru sinni verið hjá Engilsöxum. En þessi nákvæmni týndist aftur þegar hætt var að gæta hljóðdvalarinnar í ís- lenzku á fimmtándu öld, og allt sem þá þurfti á að halda var stuðlun og nokkur gát á lengd braglínunnar. Þrátt fyrir alla fastheldni við dýrt rím — efni sem ég mun brátt minnast á — var haldið áfram að yrkja undir þessum hætti, og svo var hann hentugur á óbrotinn frásagnarstíl að séra Jón Þorláksson valdi hann alveg eðlilega þegar hann þýddi Paradise Lost, en því verki lauk hann 1805. Sömuleiðis valdi Sveinbjörn Egilsson hann á Odyseifs- kviðu og Benedikt Gröndal á llíons- kviðu, er þeir þýddu milli fjörutíu og fimmtíu árum síðar. Fátt gæti verið öllu ólikara en enskt blank verse og gríski sexliðahátturinn og þessi forni stuðlaháttur. Hinir íslenzku þýðendur áttu þó naumast annars kost en að nota hann, og þeir gerðu það með merki- lega góðum árangri. ÍNÍorsk og íslenzk skáld héldu að vísu áfram að yrkja undir þessum ein- fóldu háttum, en lögðu sig þó sérstak- lega eftir einum, sem erfiðari var og grundvallaður á sex-liða braglínu, er stöku sinnum kemur fyrir í engil- saxneskum kveðskap, en var nú lagður undir strangan aga að því er varðaði stuðlun, tölu og þunga atkvæða, og að síðustu sniðhendingar og aðalhendingar innan hverrar braglínu. Heiti þessa háttar, dróttkvætt, bendir ljóslega til hinna helztu hlutverka sem hann var látinn þjóna, semsé, að undir honum voru ort kvæði til flutnings írammi fyrir drótt, eða hirð, konunga og jarla. Nákvæm lýsing á dróttkvæðri vísu mundi sýna ljóslega þá hárfínu til- finningu fyrir hljóðfalli og hljóðdvöl, þann nákvæma skilning á þunga at- kvæðis, og hæfileikann til að grípa og greina sniðhendingu og aðalhend- ingu, sem bæði skáldið og áheyrendur þess hlutu að hafa haft, og það hástig nákvæmninnar í öllum efnum, sem til þess þurfti að mega nefnast skáld. Áheyrendurnir voru dómhvassir, og önnur skáld, sem kepptu um sömu launin, voru þess albúin, að uppgötva hverja misfellu hjá keppinaut sínum: Munu þeirs mestar skynjar munvágs Dáins kunnu, síðr at Sigvats hróðri svinns braglöstu finna; Þ. e. „Þeir sem mest skil kunna á skáldskap, munu finna fæst braglýtin á mínum“, sagði Sigvatur Þórðarson, þegar fundið var að skáldskap hans. Er. það var af honum sagt, að hann væri stirðmæltur, en orti ljóð af munni fram nálega jafnhratt sem aðrir töluðu, og var einn hinna beztu skálda. Þegar þess er gætt, hve dýr og flókin drótt- kvæð vísa er, og með hvílíkri ná- kvæmni hún verður að vera byggð upp, mætti það virðast óhugsandi að kveða svo hratt, ef ekki væri vitað hvað þeir íslendingar, sem hagmælsku eru gæddir, megna enn í dag í þessu eíni. Jj ausavísur, hvort sem þær voru hraðkveðnar eða ekki, voru á meðal þess, sem venjulega var ort undir dróttkvæðum hætti, og í þeim kynstr- um kveðskapar, sem geymzt hafa frá tíundu, elleftu og tólftu öld, eru þær maigar vísurnar, sem eru í «enn góður kveðskapur og góður skáldskapur. Sannleikurinn er sá, að það má örugg- lega segja að á umræddum öldum er engin sú tunga í Evrópu, er sýnt geti svo mörg dæmi hins bezta skáldskapar sem tunga Norðmanna og íslendinga. Þetta gildir ekki eingöngu um lausa- vísurnar, heldur einnig um þau kvæði misjafnlega löng, sem hvert umtalsvert skáld orti. A meðal hinna fremstu af þessum, voru þau kvæðin, er gáfu hættinum það nafn sem hann ber: lof- kvæði um konunga og jarla, flutt frammi fyrir þeim í áheym hirðarinn- ar (dróttarinnar) af því skáldi, sem annaðhvort var eða vildi verða hirð- skáld. Þó að langir kaflar úr kvæðum þessum hafi geymzt, er aðeins eitt varð- veitt heilt að kalla má. Það kvæði orti Einar Skúlason árið 1153 í minn- ingu um Ólaf konung helga. Eins og við höfum það, er það yfir sjötíu er- indi. Ef við hefðum heildarsafn af öll- um þeim drápum og flokkum, sem við vitum að ort voru, mundi það sain vera geysilega stórt. Jafnvel svo snemma á tímum sem 1062 er þess get- ið, um íslenzkt skáld, Stúf Þórðgrson, a& hann þuldi Haraldi konungi Sigurð- arsyni sextíu flokka, en þeir voru styttri en drápur, en af þeim kvaðst hann geta þulið eigi færri. Það er ljóst, að um það leyti sem verið var að færa ísienzkar fornsögur í letur, hafa ótrú- leg kynstur af kvæðum fornskáldanna ennþá verið geymd í minni fólksins, og af þessum kynstrum hafa sagnarit- ararnir valið þær vísurnar, sem þeir töldu nauðsynlegar til þess að sanna frásögnina, eða til þess að prýða sög- una. Það er tjón að engum skyldi hugkvæmast að skrifa upp sjálf kvæðin í heild, eins og gert var um goðakvæö- in og hetjukvæðin. Haldið var áfram að yrkja undir réttum dróttkvæðum hætti allt til loka fjórtándu aldar, en þeim skáldskap hrakar stöðugt eftir 1200, bæði um hugðarefni og skáldlegt gildi. Það er eins um þenna hátt og fornyrðislag, að hann hefir aldrei lagzt niður, en að forminu til varð hann jafnvel enn ver úti þegar tilfinningin fyrir hljóðdvöl týndist, og í allar þær aldir, sem síðan hafa liðið, mundi torvelt að finna nokkra þá vísu er þyldi samanburð við kveðskap undir öðrum háttum. JVIeð því að auka einum braglið við hverja línu dróttkvæða, var mynd- aður nýr háttur og hann nefndur hrynhenda. Af hinum fornu háttum er hann miklu áhrifamestur. Hin lengda braglína lætur erindið flæða betur og gerir það mögulegt, að láta sniðhend- ingar og aðalhendingar koma með RABB Framhald af bls. 5. félagskerfi í Sovétríkjunum. Þessi hálfa öld undir merkjum marx- ismans virðist hafci farið til ónýtis að þessu leyti að minnsta kosti. Orsakirnar eru taldar þrjár. Einkaframtakið í Bandaríkjunum hefur haft forystu um velvœðingu landbúnaðarins þar, en ríkisváld- inu í Sovétríkjunum hefur ekki tekizt að vélvœða landbúnað sinn að sama skapi, þótt mikil áherzla hafi einmitt verið á það lögð. Stirð busaleg og rammskorðuð áœtlana- gerð kontórkarla í Kreml hefur verið dragbítur á állt framták og allar framfarir i landbúnaði, og að lokum er samyrkjubúskapurinn eystra tálinn mesti bölvaldurinn. Bændur í okkar skilningi eru ekki lengur til í Sovétríkjunum. Þeir voru á sínum tíma reknir af jörð- um sínum og smalað eins og sauð- fé inn fyrir múra samyrkjubúanna og ríkisbúanna. Síðan heita þeir landbúnaðarverkamenn. Það er ekkert leyndarmál í Sovétríkjun- um, að starfsáhugi þeirra er ákaf- lega takmarkaður. Engum finnst, að honum beri skylda til þess að leggja að sér við vinnu, og þótt varðstjórar 'standi yfir verka- mönnum á ökrunum, leggja þeir sig aldrei alla fram við verkið. Þeir hafa blátt áfram ekki áhuga á því, enda er skiljanlegt að bóndi, sem býr fyrir eigin reikning og á eigin ábyrgð, vinni betur en sá, sem þrœlar fyrir ópersónulegt rík- isvald og fœr ekki að hirða af- rakstur erfiðis síns. Hinar stórkostlegu áætlanir Krústjoffs um ræktun í Kazákstan og víðar hafa mistekizt herfilega og reynzt efnahagslífi Sovétríkj- anna dýrar. Nú er Brezneff tilbú- inn með nýja áœtlun, sem á fyrst að gefa arð af sér eftir tíu ár, og þá aðeins að mjög tákmörkuðu leyti. Þjóðir Sovétríkjanna eru orðnar langþreyttar á öllu þessu áætlanatali. Þœr vilja sjá einhvern árangur. Fyrst sovézk blöð eru farin að leyfa sér að hœðast að „stóra stökkinu“ í Kína, sem varð áldrei annað en óþœgilegt víxl- spor, mœtti ætla, að brátt mætti fara að gagnrýna áœtlanir í Sovét- ríkjunum. Ef til vill rennur sá tími bráðum upp, að raunsæi sigrast á kreddutrúnni. Þá væri hlálegt, ef farið vœri að gera tilraunir með langdrœgar framtíðaráœtlanir annars staðar í veröldinni. Aœtl- anir geta aldrei orðið altækar, heldur í mesta lagi lítils háttar leið sögn. Sem betur fer, breytir fram- þróunin alltaf þeirri þröngu rás þjóðlífsins, er ráðríkir váldhafar hafa markað með einstrengings- legum áœtlunum. Magnús Þórðarson. R LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 28. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.