Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 13
Keldnakirkja 90 ára i Biskupasögum 1. 293, segir að Jón Loftsson, bændahöfðinginn, sem kenndur er við Odda, af því hann bjó þar lengi víð mikinn orðstír, hafi látið smíða kirkju fyrir ofan læk að Keldum. En Jón Loftsson bjó á Keld- um nokkur síðustu ár ævi sinnar og þar deyr hann 1197. Síðan er talið að kirkja hafi verið þar. Þegar svo er tekið til orða að „smfða", bendir það vissulega á að kirkjan hafi verið timburkirkja, og er það samsvarandi rausn Jóns eftir því sem sagan af honum vitnar um hann. En annars er talið að á Keldum hafi oftast verið torfkirkja um aldirnar, allt fram á nítjándu öld, eins og svo víða var. Elzti máldagi Keldnakirkju er heim færo'ur til ársins 1332, og þá nefnd- ur gamall máldagi (Fornbréfas. 11. 693). Er kirkjan þar nefnd Pálskirkja, tileinkuð Páli postula. Er auðséð á þeim máldaga og eins næstu frá 1371 og 1397, á meðan kirkjan var í vörzlu og umsjá hinna stórmerku Odda- verjahöfðingja til 1402, hvað þeir hafa gert vel til hennar, því sif ellt var auð- ur kirkjunnar í fasteignum, með bú- peningi, með margháttu'ðum hlunn- indum, svo sem 600 faðma fjöru fyrir kross á Hallgeirseyjarlandi í Land- eyjum, sem kirkjan á ennþá; torf- skurð í Strandarlandi; hellumnám í Kirkjubæjarjörð eystri; skógartak í Fitjárskógi í Gnúpvexjahreppsafrétti; afrétt í Norðurkinn. Þessi hlunnindi eru öll töpuð fyrir löngu. Kirkjan átti mjög mikið af ýmiskonar messuklæð- um; í bókum 4 hundruð og mikið af gagnlegum lausafjármunum. 1874 er Keldnakirkja komin að falli. í>á vildi Ásmundur Jónsson pró- fastur í Odda láta flytja kirkjuna að Reyðarvatni, ef sóknarfólkið ósk- aði þess. Fyrirskipaði hann séra ís- leifi Gíslasyni að leita atkvæðis sókn- arbænda um það, og átti meirihlut- inn að ráða. Hefur þessi skipun Ás- mundar máske verið af því að Gunn arsholtskirkja var aflögð méð kon- ungsbréfi 7. júní 1857 og sóknin lögð undir Keldnakirkju og því væri styttra að sækja kirkjuna hjá Gunn- arsholtssóknarfólki að Reyðarvatni en að Keldum. En hvað sem þessu leið, sem sennilega engan byr fékk, hófst Guðmundur Brynjólfsson ó'ðalsbóndi á Keldum í 50 ár, þegar handa 1875 að reisa mjög vandaða og stóra timbur- kirkju á Keldum. Og ekki hefði það verið affarasælt að flytja kirkjuna að Reyðarvatni, því það fór í eyði af sandi upp úr 1920. Keldnakirkja var smíðuð úr for- láta rauðaviði og ekkert til sparað á neinn hátt, enda talið vandaðasta guðshús sýslunnar þá. Hjörtur Odds- son, síðar bóndi í Eystri-Kirkjubæ, sá snillingssmi'ður og listamálari, smíð- aði allt það vandasamasta, svo sem altari grátur pílára, prédikunar- stól o. fl. og málaði svo prýðilega, að það sómir sér vel enn eftir 90 ár. «|ÓN Helgason, síðar biskup, kom að Keldum er hann var ungling- ur. Eftir a'ð hann kom að Keldum síð- ar m.a. 1917, sem biskup að vísitera, dáði hann hvað sér hefði þótt kirkjan falleg og vel máluð, fyrst er hann kom í hana. Þegar Guðmundur Brynjólfsson byggði þessa kirkju var hann kominn yfir áttrætt. í>að var mikið afrek hjá svo fullor'ðnum manni að ráðast í slíkt og framkvæma það með jafn- mikilli snilld og raun bar vitni, svo að með eindæmum má telja á þeirri tíð. Er það veglegur minnisvarði. — Kirkjan var tjörubikuð alltaf annað hvert ár, þannig var þa'ð í full 20 ár, þá fyrst var kirkjan járnklædd. Þó var það svo að trélistarnir á baki og suðurhlið voru farnir að láta á sjá, en ullarlappi tjargaður, var undir hverj- um lista svo borð sakaði ekki. Ýmsar minni háttar endurbætur hafa farið fram á kirkjunni um öll þessi ár. Og 1956 og 1957 var öll kirkjan úti og inn rækilega tekin í gegn. Teki'ð fyrir allan fúa, steyptur grunnur undir hana ásamt tröppum við dyr og hækkuð á grunni, látið á hana nýtt járn, raflýst með rafupphit un og skrautmáluð hvelfing og víð- ar af frú. Grétu Björnsson, þeirri snjöllu og hugmyndaríku listakonu. Var kirkjan því eftir þessa viðgerð, sem ný væri, svo með gó'ðu viðhaldi getur hún enzt lengi ennþá. O'g er það makleg viðurkenning á því óeig ingjama afreki Gu'ðmundar Brynjólfs sonar, þegar hann reisti þessa fyrir- myndarkirkju. Guð'mundur Skúlason á Kcldum. veirunnar og framleiða gott bóluefni, með því að rækta hana í lifandi manns frumum í tilraunaglösum. • Bólusótt. Flestar menningarþjóðir hafa raunverulega útrýmt bólusótt, og sumir bandarískir og enskir læknar eru jaínveJ að tala um að hsetta frekari bólusetningu vegna aukaáhrifa, sem stundum koma fyrir. En í vanþróuðum löndum, þar sem tilfellin eru um 200 — 300 þúsund á ári, er hún alvarlegt vanda mel. Og loftferðir gerðu hana hættu- lega annars staðar, ef fólk hætti að gæta sín. Það hafa Englendingar mátt areyna, og hafa þeir misst hjú'krunarfólk i sumum tilfellum, er bólusótt hefur borizt með flugvélum. WHO er nú að hefja mikla bólusetningarherferð í Af- iriku, en mikil eftirspurn er eftir bólu- efr.i, því að ef faraldur er byrjaður, er of seint að bólusetja. • Gula pestin. Skordýraeitur og mjög öflugt bóluefni getur nú komið í veg íyrir „gulu pestina", en þessi hitasótt Iheidur áfram að vera vandamál í S- Ameríkur og Afríku. Eins og um heila- bólgu er arbo-veira orsökin, en þessi ílyzt með moskitóflugum. Veiran er í munni flugunnar, og þegar skordýrið bítur, kemst veiran í blóðið og ræðst á lifur og nýru. Nýrun hætta að hleypa bvagi, lifrin getur ekki lengur fram- leitt blóðúrgang, og sjúklingurinn fær gulu. • Taugaveiki. Þessi hræðilega far- sótt getur breiðzt ægilega hratt út. Á 4 árum, í lok fyrra stríðs, höfðu 30 milljónir Rússa fengið hana og 3 mill- jónir létust. Hún orsakast af rickettsíum, sem vanalega berast með lús, en stund- um með flóm. Taugaveiki kemur stund- um upp sem farsótt á sóðalegum og óhollum svæðum. Veikina er hægt að ctöðva með bólusetningu eða með lyfjum, eins og chloramphenicol. 9 Trákoma. Þessi algengasta orsök blindu er sjaldæf í þróuðum löndum, en algeng í Asíu, Afríku, í Balkanskaga, sums staðar við Miðjarðarhaf og í Ástra- líu. Bretar einangruðu og ræktuðu þessa rickettsíu, fyrst í Peking og síðar í Aíríku. Voru það sannkallaðir merki- steinar I smásserri líffræði Lister-stofn- unin í Englandi hefir nú búið til tilrauna bóiuefni, og Bandaríkjamenn eru nú að prófa það á Formósu (Taiwan). B, 'akteríur hafa fundizt í hinum elz,tu jarðlögum og hafa ef til vill verið hinar elztu lífsmyndir. Þær eru sér- fræðingar í að þrauka og vernda sig afburða veL Sumar (þrauka af erfiðar kringumstæð- ur með því að hjúpast í spora. Þýzkur vísindamaður skýrði nýlega frá því, að hann hefði fundið í saltnámu 230 milljón ára gamla bakteríu, sem ennþá var hægt að vekja til lífs. Sum eiturefni þeirra eru óhemju sterk. Fræðilega séð er tæpur hálfpottur af botulism-eiturefni, sem matareitrunarbakteríur gefa frá sér, nægilegt til að afmá allt fólk á jörðu. 0 Berklar. Alvarlegasti bakteríusjúk- dómur á vorum dögum hefur verið förunautur mannkynsins frá örófi alda. Að öllum líkindum voru það berklar, sem urðu Tútankammoni faraó í Egypta- iandi að bana á 14. öld fyrir vort tíma- tal. Talið er, að berklar hafi náð hámarki í útbreiðslu meðal manna upp úr iðn- byltingunni á 19. öld, þegar sveitafólk flykktist unnvörpum til hinna nýju stór- borga og bjó oft í hráslagalegum húsa- skrokkum, sem hróflað hafði verið upp til bráðabirgða, en urðu varanlegir að- setursstaðir. Með berklavörnum og ströngu eftirliti síðustu fimmtíu árin hefur tekizt að vinna svo mikinn bíig á sjúkdómi þessum meðal vestrænna þjóða, að aimenningur á Vesturlöndum telur berkla eiginlega úr sögunni. Engu að síður hefur berklasýktum mönnum fjölgað um 25% síðan 1950, og í Evrópu hefur sjúkdómurinn herjað á hunda og ketti með auknum krafti. í Bandaríkj- unum einum saman létust 10.000 manns af völdum berkla árið 1964. Kæruleysi fólks gagnvart berklahættu í menning- arþjóðfélögum getur hefnt sín. Sívaxandi þéttbýli og nábýli fólks í stórborgum eykur mjög á útbreiðsluhættuna, því að ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð. Mótstaða bakteríunnar gegn berklalyf jum virðist líka vera að aukast. Berklabakterían er einnig einstaklega lífseig. Hún getur hjúpazt í spora í lungunum árum saman, en síðan brotizt út að nýju og lagt undir sig ný svæði líkamans. Endurkoma berklanna hefur fengið stoð i andvaraleysi almennings og lækna og vanþekkingu á BCG-bólu- efriinu, sem fyrst var unnið í Frakklandi. • Iðrasýking. Iðrakvef, matareitrun og blóðkreppusótt eru enn mikil vanda- mál. í menningarlöndum eru þessir sjúk- dómar, ásamt öndunarsjúkdómum, álitn- ir aðalorsök fjarvista í iðnaðarhverfum og spítalalegu í herbúðum. Taugaveiki er ennþá mjög áberandi í héröðum með LR TlÐAVÍSIJIVf HJALTALÍNS ÍJ angt er síðan ýmsum mönn- um úti á landsbyggðinni þótti of margt fólk komið saman í Reykjavík. Eftir- farandi vísur gætu verið kveðnar úti á landi árið 1966, þegar ummælum um aðsetursstað landlæknis og Reykjavík- ur-apóteks er sleppt, en séra Jón Hjaltalín kvað svo í Tíðavísum sínum árið 1834: Lukkubreyting lifir jrek, lœknir Fróns og apótek allt er flutt með atvik rík inn í stóru Reykjavík. Áður fjöldi ýta var ærinn saman kominn þar, brjál sýndist að bera því bakkafullan lœkinn í. — Þess má geta, að árið 1834 voru um 620 íbúar í Reykjavík. lélegum þrifnaði og menguðu drykkjar- vatni. Kólera, sem drepur svo tugum þúsunda skiptir, þegar hún geisar sem farsótt, virðist breiðast vestur frá Kyrra- hafinu og Asíu í átt til Tyrklands. Bakteríur þær, sem orsaka allar þessar iðrakvalir, geta verið mjög eitraðar og geta drepið ungbörn beinlínis með upp- þurrkun. • Kynsjúkdómar. Sýfilis (sárasótt eða franzós) og lekandi virðast næstum hafa verið sigraðir með nýjum lyfjum í lok síðasta stríðs. En nú eru þeir aft- ur landlægir í- Bandaríkjunum og miklu víðar. Lauslæti unglinga og kynvilla karla og kvenna skaffa Bandaríkjunum eina og hálfa milljón af nýjum tilfellum áriega — sum 10 ára börn. Sömu sögu (hlutfallslega) er að segja í öðrum há- þróuðum löndum. í vanþróuðum lönd- um virðist litið á þessa sjúkdóma sem hvern annan sjálfsagðan fylgifisk laus- lætis, kynvillu og hóruhúsa; óhjákvæmi- legt og óviðráðanlegt böl. Penicillin getur læknað sýfilis (þótt sumir lekanda- sýklar séu búnir að fá nýjan viðnáms- þrótt) en áður en sjúklingar eru búnir að fá lækningu, geta þeir verið búnir að smita marga aðra. Sé sýfilis ekki tekinn snemma til meðferðar, getur hann valdið miklum skaða á líkaman- um, og meðfæddur sýfilis getur og valdið áverka á ófæddum börnum. ar ótt þeir séu ekki í fyrsta flokki sem morðingjar, eru sníklasjúkdómar sennilega þyngstu álög, sem á mann- kyninu hvila. Þeir tæma þrek og vilja- kraft manna og mikilvægi þeirra má ráða eingöngu af því, að mörg hinna veigamestu og kraftmestu húsráða sem þekkjast, hafa verið notuð gegn þeim. Indíánar í Suður-Ameríku notuðu cinc- hona-börk við malaríu (mýraköldu), löngu áður en hvítir menn komust upp á að vinna kínín úr honum. u, 'm 2000 milljónir manna þjást af ormaveiki. Tríkin-ormurinn í svínaketi 28. ágúst 196« •IJESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.