Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 1
furða sig á, að nafn hans hefur borizt svo langt, sem raun hefur á orðið, því að þótt hann hafi vafalaust, líkt og Harald harðráða, dreymt um það í æsku að verða „víða frægur um síðir“, þá hefur hann skammt hugsað út yfir þau lönd, sem byggð voru Norðmönn- um. Og sízt hefur hann við því búist, að Konungasögur sínar mundu halda hróðri hans mest á lofti. Sumir menn trúa því, að sagnaritarar vorir hinir fornu hafi verið svo fordildarlausir, að þeir hafi ekki hirt um að láta nöfn sín geymast. En það er mikill misskiln- ingur; Fornmönnum var ekki síður annt um að bjarga nöfnum sínum frá gleymsku en oss, sem nú lifum, en þeim hefur varla til hugar komið, að þeir gætu gert það með því að setja nöfn sín á sögurit þau, er þeir færðu í let- Sigurður Nordal, prófessor Þættir úr bókinni Snorri Sturluson eftir I Eins og kunnugt er varð Sigurður | Nordal, prófessor, fyrrverandi sendi j herra Islands í Danmörku, áttræður hinn 14. sept sl. og þykir Morgun- j blaðinu rétt af því tilefni að birta | í Lesbók þrjá kafla úr riti hans I Snorri Sturluson og þann fjórða úr „Fornum ástum.“ | Sigurður Nordal er einn af þekkt- I ustu nútifandi íslendingum og braut I ryðjandi í íslenzkum fræðum, svo vart hefur annar maður haft meiri áhrif á þróun þeirra vísinda en hann, I enda fara saman í skrifum hans I hugmyndaauðgi skáldsins og óvenju- leg ritsnilld. Hér fara á eftir þrír kaflar úr öðr- I um þætti Snorra Sturlusonar, upp- i hafið, áttundi kaflinn og niðurlagið. Þátturinn í lieild heitir „Höfðing- í 1 inn.“ 7 I Snorri Sturluson var ekki einn af þeim mönnum, sem þurfa að beina öllum kröftum sínum að einu marki til þess að geta komið nokkru í verk, því að trauðla hefur nokkur íslendingur lifað svo fjölbreyttu lífi sem hann. Hann var lögsögumaður, eigandi margra goðorða átti í sífelldum deilum, bæði á alþingi og í héraði, og reisti rönd við mestu höfðingjum, sem honum voru samlend- ir. Hann fór tvívegis utan, sótti heim stórhöfðingja bæði í Noregi og Svíþjóð, og þá þar nafnbætur, gjafir miklar og marga sæmd aðra. Hann átti ekki ein- ungis hlut i, hver afskipti þeirra Há- konar konungs og Skúla hertoga urðu af íslandi, heldur virðist hann hafa verið ráðinn í að taka sinn þátt í deil- um þeirra konungs og hertoga, eftir að sundur var dregið um samþykki þeirra. Hann lagði mikla stund á að safna auði, átti bú á mörgum höfuðbólum, var hinn „mesti fjárgæzlumaður" (Sturl. II, 31), „hagur á allt það, er hann tók höndum til, og hafði inar beztu for- sagnir á öllu því, er gera skyldi“ (Sturl. II, 73). Að því skapi var hann heims- maður. Hann var skartsmaður í klæða- burði, hélt miklar veizlur og glæsileg- ar og hefur unað sér vel við góðan drykk í dýrum kerum. Og hann var eins og Jón Loftsson fósturfaðir hans „mjög fenginn fyrir kvennaást", og átti börn með mörgum konum. Þó er sagan enn ekki nema hálf- sögð. Snorri var helzta skáld íslands á sinni tíð, og hefur varla nokkur mað- ur annar haft slíkt vald á tungunni til bragþrauta. Hann samdi Eddu, Öl- afs sögu helga, Heimskringlu, og ef til vill fleiri sögur. 1 ritum hans haldast frásagnarlist og vísindaleg dómgreind fastar í hendur en í nokkrum öðrum íslenzkum fornritum, og þau bera þess óræk vitni, að Snorri hefur haft djúp- tæka þekkingu á öllum sviðum þjóð- legra fræða íslenzkra. Má því vel kalla hann andlegan brennidepil aldar sinn- ar. Nútíminn metur ekki öll störf Snorra jafnmikils. Auðvitað hefur hann kom- Sigurð Nordal ið nógu mikið við sögu landsins til þess að nafns hans yrði getið þar, líkt og t.d. Kolbeins unga, en lítt mundi hann þekktur utan íslands fyrir þau afrek sín. Og enginn mundi halda á lofti veizl um hans og búsýslu, ef ekki væri rit- frægðinni til að dreifa. Það eru ritstörf Snorra, sem gert hafa nafn hans fræg- ara en annara íslendinga. Og þó eru þau líka misjafnt metin. Háttatal þykir nú lítill skáldskapur, og er varla lesið nema af fornfræðingum og afvegaleidd- um skólasveinum. En goðasögurnar í Eddu og sagnarit Snorra eru þýdd á margar tungur, og taldar til dýrgripa liins germanska þjóðflokks. Ef Snorri mætti líta upp úr gröf sinni, mundi honum koma dómur nútímans um störf sín mjög á óvart. Hann mundi ur. Enda hefur nöfnunum oft verið sleppt í eftirritum, þótt þau stæðu í frumritinu. Var það hvorttveggja, að menn litu þá og lengi síðan allt öðru- vísi á eignarrétt höfunda en nú, enda skoðaði maður sig varla rithöfund, þó að hann setti saman í heild sÖgusagnir, sem hann hafði heyrt úr ýmsum áttum, eða tæki eldra sögurit og yki það og lagfærði. Eða ætli menn líti ekki likt á þetta enn í dag, þegar þeir skrifa upp þjóðsögu, sem þeim hefur verið kennd? Gera menn sér nokkra grein fyrir, hve margvíslega það verður gert, og hve mjög gildi sögunnar er undir skrifaranum komið? Ætli síra Skúla Gíslason hafi nokkurn tíma grunað, meðan hann var að skrifa þjóðsögur handa Jóni Arnasyni, að hann var um leið að gera nafn sitt ódauðlegt í sögu íslenzkra bókmennta? Sjálfur nefnir Snorri aðeins tvo af sagnariturum þeim, sem hann styðst við, — Ara fróða, af því að hann var höfundur sagnaritunarinnar og „frá- sögn hans ÖU merkilegust“, — og Eirík Oddsson, sem talar svo mikið í fyrstu persónu, að ekki varð komist hjá að geta þess, hvaða „ég“ þetta væri. En hann getur hvorki Odds Snorrasonar né Styrmis Kárasonar, og vitum vér þó, að hann hefur notað bækur þeirra, né heldur höfundur (eða höfunda) Morkinskinnu, sem nú er gleymdur, en Snorra hlýtur að hafa verið kunnugt um. Líklega hefur hann samt sett nafn sitt á rit sín, og þó má það heita til- viljun, að menn vita nú, að hann hefur skrifað Heimskringlu, enda ekki með öllu órengt. Annar eins fræðimaður og Sturla Þórðarson var, þá getur hann aðeins einu sinni sagnaritunar föður- “* bróður síns, og -kki af því að honum þyki hún sjálf tíðindum sæta, heldur vegna þess, að það var merki þess að batna tók með Snorra og Sturlu Sig- hvatssyni, að Sturla dvaldi í Reykholti. Meiri frægðar hefur Snorri vænt sér af kvæðum sínum, einkum Háttatali. Sturlunga saga getur víða um skáld- skap hans, og þær sæmdir, sem hann hlaut að launum, og Snorri undi því sjálfur stórilla, er Sunnlendingar höfðu gert spott að kvæðum hans (Sturl. II, 96). Hann var og mjög barn síns tíma til þess að geta skilið, að dróttkvæðin voru deyjandi list og hann sjálfur meiri bragsnillingur en skáld. í 100. v. Háttatals segir hann, að sá maður eigi þó nokkurt hrós skilið, er svo fái ort alla háttu, og í 96. vísunni segist hann blátt áfram hafa ort ódauð- legt kvæði: Þat mun æ lifa, nema öld farisk, bragninga lof, eða bili heimar. Nöfn hirðskáldanna voru miklu fast- ar tengd við verk þeirra, en nöfn sagna- ■** ritaranna. Þær eru teljandi drápurnar, sem geymdar eru án höfundarnafns, og í Skáldatali er margra skálda getið, þó að hver vísa þeirra nú sé týnd. Lík- lega hefur enginn maður fyrr né síð- ar þekkt fleiri íslenzk dróttkvæði en Snorri. Honum var manna kunnugast hvernig þau gengu mann frá manni og héldu nöfnum skáldanna á lofti. En meira en að lofa var að vera lof- aður, meira en að vera skáld var að verða skáldum að yrkisefni. Snorri á nú'ímafrægð sína ritum sínum að þakka. Þess vegna hættir mönnum við að gleyma því, að hann var ekki fyrst og fremst skáld og fræðaþulur, held- ur höfðingi. Hversu mikið yndi sem hann hefur haft af ritstörfum sínum, og hversu mikils sem hann hefur met- ið þau, þá er hitt áreiðanlegt, að hann hefur ávallt látið baráttu sína fyrir * auði og völdum sitja í fyrirrúmi fyrir þeim. Nafnið „fróði“ (Sturl. III, 146) festist aldrei við hann. Fyrir Styrmi var það nafnbót. Snorri var annað og meira, hann var goðinn og höfðinginn, lendur rnaður og skutilsveinn, — átti ef til vill eftir að verða Snorri jarl. Ef Snorri framar öllu öðru hefði kosið sér næði til ritstarfa sinna, gat æfi hans orðið öll önnur. Hann fékk með kvonfangi sínu óðal og auð fjár rúmlega tvítugur, og þrátt fyrir róst- ur Sturlunga-aldarinnar, hefði hann vel getað setið nokkurn veginn ó- áreittur á Borg, ef hann hefði kosið að leiða hjá sér deilur manna,, og unað því að halda hlut sínum óskerðum, eins og sagt er um Orm Svínfelling (Sturl. III, 146). Arfur Herdísar konu hans * var ótvíræð eign hans, og hefði hann ekkert gert til þess að brjóta af sér hylli Oddaverja og frænda sinna, átti hann þar mikinn styrk og athvarf gegn ásælni manna. En því fór fjarri, að Snorri léti sér lynda þau mannaforráð og átta hundr- uð hundraða, sem kvonfagið lagði upp í hendurnar á honum. Viðleitni hans að auka auð sinn og ríki er aðalefni Framhald á bls. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.