Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 2
RUDOLF ABEL tæki sér stöðu við Zeiss-fyrirtækið þýzka. Það var leyft, og hann vann þar í þrjú ár. Fyrsta hlutverk hans erlendis, var í „þriðja ríki“ Hitlers. Hann vann í Berlín, Xæipzig og Dresden. Þegar yfir- völd nazista grunaði að lokum, að hann væri gyðingur, var hann kallaður heim til að komast hjá handtöku. Meðan á stríðinu stóð, vann hann í Sviss frá 1942. Eftir stríð stjórnaði hann njósna- hring, sem náði um allt Þýzkaland, Frakkland og England. Arið 1948 fékk hann skipun um að fara til Bandaríkjanna. Hann kom til Montreal sama ár undir nafninu Andreas Kayotis. Skömmu síðar flutti hann til New York. Þá hafði hann bandarískan passa, með nafninu Emil R. Goldfuss, fæddur í New York 4. ágúst 1902. Það er álitið, að í raun og veru hafi verið til maður með þessu nafni, en að Rússarnir hafi á einhvern hátt komizt yfir persónuskilríki hans, geymt þau til síðari notkunar, og feng- ið loks Abel þau. Ljósmyndarinn Goldfus, alías Abel, settist niður í Brooklyn, þar sem hann setti á stofn litla ljósmyndastofu í Fult- on street, 252. Hann klæódist sem bandarískur listamaður, og leitaðist við að komast í samband' við listamenn. 1 eðli sínu var hann kyrrlátur maður. Hann var kvæntur í Moskvu og átti eina dóttur. Hann elskaði bæði konu og dóttur, en það hindraði hann ekki í að stunda félagsskap kvenna í New York, og hann sýndi einnig að hann kunni að meta góðan drykk, enda þótt hann ekki gengi of langt í því efni. Hann málaði dálítið, og listamenn, vin- ir hans, sögðu að hann mundi hafa náð langt á því sviði, hefði hann ekki dreift áhugamálum sínum svo mjög. Hin litla ljósmyndastofa hans var heimsótt af hinum og þessum viðskiptavinum, en hann lét aldrei vini sína koma þangað upp. Það hafði sínar góðu og gildu ástæður. í júlí 1950 tók FBÍ í Bandaríkjunum föst þau hjón Ethel og Júlíus Rosen- berg. Þau voru ákærð fyrir kjarnorku- njósnir fyrir Sovétrikin. Þau voru bæði dæmd til dauða, og dómnum var full- nægt í rafmagnsstólnum í Sing Sing 20. júní 1953. Þetta mál vakti athygli um allan heim. Hjónin játuðu aldrei njósnirnar, en héldu því fram, að þau væru saklaus. Kommúnistaprinsessan um allan heim notaði þetta til stór- kostlegra árása á Bandaríkin. A síðustu mánuðunum, áður en dómnum var full- nægt, var sett á stofn nefnd, sem átti að koma í veg fyrir dauðadóminn. Einn af leiðtogum þessarar nefndar var frú Lorna Cohen. E ftir að dómnum hafði verið full- nægt, fékk FBÍ áhuga á Cohen og manni hennar. En áður en rannsoknin gegn þeim var komin á rekspöl, voru bæði horfin frá Bandaríkjunum. Seinna SVIP- MVND íandaríkin höfðu framleitt kjarnorkusprengjuna og retnissprengjuna. Bandaríkin voru angt á undan Sovétríkjunum í íj arnorku vopnasmíði. Það hafði costað ótölulegar fjárupphæðir og 7oru vel varðar heimildir. Því var ið minnsta kosti trúað. En í Sovét- •íkjunum, þar sem maður trúði aara á eitt stórveldi — Sovétríkin — skipti það öllu máli, að þekkja lernaðarleg leyndarmál Banda- ríkjanna. Það skiptir hinsvegar ;ngu máli, hvað slíkar upplýsingar costa eða hvemig þeirra er aflað. Sovét vill fá upplýsingar um allra landa hernaðarleyndarmál, hvar sem er í heiminum. Kreml þekkir komm- únista hvar sem er í heiminum, sem vilja selja hernaðarleyndarmál og kommúniska flóttamenn er alls staðar að finna. Kjarnorkunjósnarinn Claus Fuchs var einn þeirra. Hann starfaði í Englandi og Bandaríkjunum. Kreml ákvað að njósnirnar í Englandi og Bandaríkjunum yrði að sameina undir einn sovétnjósnara. Stjórnendur GRU og KGB, hin hernaðarlega og borgara- lega sovétnjósnastarfsemi ákvað, að Rudolf Ivanovitsj Abel skyldi sendast til Bandaríkjanna, til þess „sem for- stjóri njósnanna þar, að samræma og stjórna njósnunum á athafnasvæðinu.,, Þessi kommúniski snillings njósnari fékk það hlutverk, að stjórna hinum „ósýnilega her,“ — njósnurunum — var hvorki stór eða föngulegur. Hann var fremur lítill og mjósleginn en hann hafði heilan í lagi og fullt vald yfir taugakerfinu. Abel fæddist rétt eftir aldamótin. Foreldrar hans voru rússneskir og er hann var mjög ungur flutti fjölskyldan til Sviss, þar sem hann ólst upp. Eftir byltinguna fór fjölskyldan aftur til Rússlands. Hinn ungi og gáfaði Rudolf gekk í kommúnistaflokkinn 1923. Árið 1927, þegar hann var orðinn verkfræð- ingur, réðist hann sem njósnari í þjón- ustu KGB. Eins og starfsbróðir hans, Richard Sorge, sem njósnaði í Japan, gerðist Abel brátt ofursti í upplýsinga- þjónustunni. Hann talaði eftirfarandi tungumál hreint ágætlega: Rússnesku, ensku, írsku, frönsku, Itölsku, jiddisch, þýzku og pólsku. Honum féll vel við skáld- skap Púskins og var aðdáandi Hem- ingways. í tómstundum sínum fékkst han við æðri eðlisfræði og stærðfræði. Það var maður vel úr garði gerður, sem fór í gegnum hina rússnesku njósna skóla áður en hann var settur í alvöru- starf. Á njósnaskólanum lærði hann að sjálfsögðu allt um smásjárljósmyndun og útvarpstækni, Þegar útbúa átti tölu- stafakerfi fyrir hann til að nota við útvarpssendingar, stakk hann sjálfur upp á kerfi, sem er byggt á difrun, og í orðum, samsettum af 5 bókstöfum. Hann áieit að hugsanlegir óvinir ættu þá erfitt með að afhjúpa sendingar hans. Hann var heldur aldrei tekinn á út- varpssendingum sínum. Til þess að fullkomna sig enn meir í starfi sínu, stakk hann upp á, að hann hefur funaizt sKýring á mörgu í þessu sambandi. Einu sinni árið 1949 gáfu Rosenberg- hjónin meiri háttar miðdag. Meðal hinna viðstöddu gesta voru hjónin Morris og Lona Cohen. Það sýndi sig, að Ethel og Júlíus Rosenberg borguðu þennan miðdag með peningum, sem þau höfðu fengið frá Abel. Það er ekki vafi á því, að Rosenberg hjónin, strax eftir að Abel kom til New York, fengu góðar upplýsingar um það, hver var yfirmaður njósnastarfseminn- ar í Bandaríkjunum. Þegar Abel, gegn- um njósnir sínar, var ljóst orðið, að hjónin Cohen voru í hættu, sá hann um að koma þeim úr landi. Með fölskum pössum fóru þau fyrst til New Zealand en seinna komu þau til Englands undir öðru nafni. Njósnaforinginn bjargaði vissulega Cohenhjónunum úr rafmagns- stólnum. Morris Cohen var bandarískur kommúnisti og hafði barizt á móti Franco í spánska borgarastríðinu. Lorna Cohen var af pólskum ættum og með- limur af kommúnistaflokknum. Abel vann í kyrrþey. Dag eftir dag hafði hann samband við njósnara sína, í skemmtigörðum, kaffihúsun, bí- óum og leikhúsum. Hann var meistari í að nota „tote brieíkasten“ — ieyni- lega póstkassa. Einu sinni er hann þurfti að afhenda óheyrilega áríðandi skeyti, sem var í mikrófilmu, leitaði hann lengi, fyrr en hann fann vel heppnaðan „briefkasten“. Þegar hann um kvöldið sat á bekk í einum af skemmtigörðum New York, fann hann lausnina. Hann losaði skrúfu úr bekkn- um og tók hana með heim á ljósmynda- stofuna sína. Hér var tæknisnilingur að verki, lærður frá Zeiss-verkstæðum. Síðan gekk hann til baka að bekknum og setti skrúfuna á sinn stað. Mikró- filman var inni í skrúfunni. I ljósmyndastofu sinni hafði hann fjöldan allan af verkfærum fyrir utan ljósmyndatæki og útvarpsútbúnað. Bak við einn veginn hafði hann komið upp sendi sínum. Ákveðin kvöld í viku milli kl. 22 og 24 kallaði hann KGB í Moskvu sendi og tók á móti upplýsingum. Lengi var Abel látið eftir að ákveða sjálfur og meta þau skilyrði sem hann átti við að búa. Sovétrússneskur njósn- ari, sem svo langt er frá heimastöðv- um, hefur slæma aðstöðu við að hafa gott samband við miðstjórnina, burt- séð frá því að radíósambandið sé gott. Aðalhlutverk hans í Bandaríkjunum var að fylgjast með framþróun A- sprengjunnar og vetnissprengjunnar, koma upp um öll leyndarmál um banda- ríska kjarnorkukafbáta og kortleggja bandarískar rakettuáætlanir. Hann hafði urmul af agentum á sínum snærum. Að miklu leyti varð hann að treysta á bandaríska njósnara, sem hann leigði. Hann fór oft fram á að fá meiri hjálp, og loks 1952 fékk hann áheyrn. Þá ákvað æðsti maður leyniþjónustu Sov- étríkjanna, Beria, að senda vel færan mann til þess að vera Abel stoð og stytta og hægri hönd. Þessi maður var rússneskur Finni, Raino Hoyhahnen. Hoyhahnen kom til New York 1952 undir fölsku nafni. Eugen N. Maki. Á tilteknum stað og með kódaorðum Framh. á bls. 7 Frainkv.su.: Sigios Jónsson. Ritstjórar: Slgurður Bjarnason frá Vieur Matthías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Sími 22480. Utgefandl: H,t. Arvakur. Reykjavilc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. september 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.