Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 9
miklu í heimalandi sínu. En einnig skiptir miklu sá fjöldi áhugamanna, sem raunverulega trúir á mátt sam- takanna og starf. Eins og menn í slíkri stöðu hvar sem er, hættir starfsmönn- um SÞ, til að ýkja mikilvægi starfs síns dálítið, þar sem þeir vinna að því að ná ákveðnu marki og fyrirheiti. Og þeir vinna stórvirki. í heimi, sem er þjakaður, a.m.k. tölfræðilega, af hungri, ónógu húsnæði, sjúkdómum og menntunarleysi, eru SÞ, ef ekki megin- hjálparhellan, drifkraftur og hugsjóna- eldur, og, ef svo má að orði kveða, marghöfðuð samvizka heimsins. Enginn getur efast um gildi UNESCO og efna- hags og félagsmálaráðsins. UNRRA var gagnlegt, þegar Evrópa var í láginni eftir seinna stríðið. Menn eins og Paul Hoffmann fyrrum framkvæmdastjóri hins sérstaka sjóðs SÞ, hafa lagt mikið að mörkum til umbóta á mannlegum kjörum. Þeir hafa ekki tapað þeim eldmóði, sem einn dugir til að koma í málum í framkvæmd. En við skulum einnig athuga hina hlið þessa máls. Síðan SÞ voru stofnaðar hafa áhrifamestu hjálparfram lögin ekki komið frá þeim. Heldur komu þau frá einstökum þjóðum, eins og t.d. Marshall-aðstoðin og þau voru lögð fram til að þjóna hagsmunum þess ríkis, sem lét aðstoðina í té. Þetta er raunin enn í dag. Hver hjálp- ar Indlandi til að komast undan hung- urvofunni? Sameinuðu þjóðirnar? Nei, það er fátæki Sam gamli frændi, sem var teygður og toginn af hinum djarf- tækari þjóðum allan tímann, á meðan 20. allsherjarþingið sat að störfum. Ráðamennirnir í Washington eru reiðu- húnir til að senda 10 til 15 milljón tonn af hveiti til Indlands árið 1966. Er ég hlýði á tal hinna áhugasömu mannúðarsinna hér, kemur upp í huga minn stutt, en sorgleg saga, sem Harold Callender var vanur að segja, þegar hann var aðalfréttaritari New York Times í París. Skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina átti Harold tal við slarfsmann Þjóðabandalagsins um það hvað bandalagið gæti gert til að koma í veg fyrir hið yfirvofandi stríð. Starfsmaðurinn varð að viðurkenna að bandalagið stæði ráðþrota gagnvart þessum vanda. En, bætti hann við, bandalagið hefur spornað dálítið gegn hvítri þrælasölu. Hér er kjarni máls míns. Sameinuðu þjóðirnar voru ekki stofnaðar til að íæða mannfólkið eða klæða, jafnvel ekki til að skapa alþjóðlegan umr.æðu- sal. Tilgangurinn með stofnuninni var að varðveita friðinn. Hefur það tekizt? Ivone Kirkpat.rick, fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra Breta, sagði eitt sinn, að fleiri hefðu Fulltrúar nokkurra Afnkurikja ganga af fundi Allsherjarþingsins i motmælashym, Breta, ræðir um Rhodesíu. er wuson, iorsæusraonerra verið drepnir i stríðum og þjóðfélags- illindum á 10 ára ferli SÞ, en á allri öldinni, sem leið á milli bardagarma við Waterloo og Marne. Á síðasta Allsherjarþingi fékk ég þá hugmynd, að fæstir þingfulltrúa væru sérlega áfjáðir í að halda friðinn. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til að varðveita friðinn, en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og bænir U Thants um aukin framlög til að halda við frið- arsveitum samtakanna, voru undirtekt- ir fulltrúanna mjög dræmar. Eins óg málum er háttað, eru SÞ ekki færar til að koma á móts við nokkra bón um íhlutun af hálfu friðarsveitanna, og talsvert af því friðarstarfi, sem borið hefur árangur og gengið vel til þessa, er nú þannig sett, að það býr við nauð- þurftir og þrífst aðeins á því, sem unnt er að skrapa saman hér í höfuðstöðv- unum frá degi til dags. S ameinuðu þjóðirnar eiga aug- sýnilega við sálræn vandamál að stríða, bæði innan höfuðstöðva sinna og á meðal fylgismanna víðsvegar í heim- inum: Almenningur ruglar saman, hvað samtökin ættu að vera, og hvað þau raunverulega eru. Takmark þeirra er svo háfleygt, ætlunarverk þeirra er svo göfugt, að samtökin hljóta að vera SÞ drauma fólksins. í raun virðist þetta líta þannig út. Hið önnum kafna starfsfólk, sem þýtur frá einni nefnd til annarrar, skrifar ræður, semur skeyti og skýrslur og sendir heim í utanríkisráðuneytið sitt í þeirri von, að hún verði tekin til um- ræðu á næsta ráðuneytisfundi. Þú hefur unnið við þetta. Þú veizt, að bréfin eru opnuð af einhverri undirtillu í ráðu- neytinu, sem lítur á fyrirsögnina, styn- ur, og óskar þess, að Claude, Ivan eða Ali, gæti munað, að meginatriði utan- ríkisstefnunnar eru mótuð í höfuðborg- inni, en ekki í New York. Um allan heim má finna þá staði, þar sem SÞ hafa unnið gott verk eða vinna að góðu verki — að vissu marki Kýpurdeilan er auðveldari úrlausnar vegna afskipta SÞ. Sameinuðu þjóð- irnar hafa dregið úr spennunni milli ísraels og Arabaríkjanna. Alyktanir öryggisráðsins skiptu miklu máli í bardögunum milli Indlands og Pakistan út af Kashmir. Ég notaði orðatiltækið „að vissu marki“, þar sem það er öldungis greini legt, að afkastageta SÞ eru takmörk sett. Mörk þess mótar almennur áhugi þátttökuþjóðanna og hagsmunir ein- stakra ríkja en þó fyrst og fremst Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en jafnvel einnig Breta, Frakka, Indverja og Pakistana. Bandaríkjamenn og Rússar höfðu t.d. báðir hag að því, að bardögum lyki milli Indverja og Pakistana. Skoðanir þeirra voru samhliða að vissu marki því að báðir álitu frið í hinu stríðs- þreytta og óstöðuga Indlandi nauðsyn- legan til að stemma stigu við ævintýr- um kínverskra kommúnista í Asíu. En leiðir skildu með þeim, pegar kom að kjarna málsins: Framtíð Kash- mir. Þarna ríkir ástand, sem kallar á íhlutun SÞ, sem verða að gera ein- hverjar ráðstafanir til að fá Pakist- ana til að draga úr kröfum sínum um sjálfsákvörðunarrétt, og kröfum Ind- verja um að yfirgangi Pakistana 1 Kashmir ljúki, ef ekki á að koma til blóðugra bardaga milli tveggja 550 milljón manna herja. En öryggisráðið nálgaðist þetta vanda mál af varfærni þess manns, sem reyn- ir að lokka bjarndýr út úr símaklefa. Rússar fullyrða, að þeir séu á móti hvers kyns afskiptum af innanríkis- málum, einstakra þjóða, — nema að sjálfsögðu, þegar kommúnistaflokkur- inn, þ.e. kommúnistaflokkur, sem hlynntur er Rússum, hefur tækifæri til að auka völd sín. Lítum á núverandi ástand á Indlandi: yfirvofandi hungurs- neyð, stór her, sem alinn er á nauð- synjum landsmanna; á meðan spenna helzt í Kashmir svæðinu kann komm- únistaflokkur Indlands að dafna. Rúss- ar hafa undirbúið fund með Ayub Khan, íorseta Pakistan, og Shastri forsætis- ráðherra Indlands, í Tashkent. Þetta sýnir, að þeirra eigin sögn vilja sov- ézkra ráðamanna til að sætta deilurnar í Kashmir. En í Öryggisráðinu, þar sem mest ríður á, að samkomulag náist, forðast þeir í lengstu lög allar umræð- ur um undirrót deilnanna. Framh. á bls. 12 18. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.