Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 8
Bréf til vinar frá höfuðsföbvum Sameinuðu þjóöanna: Sameinuðu þjdðirnar leggja hart að sér, en... DREW MIDDLETON, höfundur bréfs þess, sem hér birtist í laus- legri þýðingu var í 26 ár fréttaritari í Evrópu, áður en hann var ráðinn sem aðalfréttaritari The New York Times hjá Sameinuðu þjóðunum. Bréfið er stílað til vinar í London. Kæri Oberst, Eitt sinn, er við sátum að kvöldverði, stakkst þú upp á því, að ég skrifaði þér, þegar ég hefði komið mér fyrir í starfinu hérna. Við ræddum um það — þú, Jack hinn spaki og ég — hvort Sameinuðu þjóðirnar væru hlutverki sínu vaxnar í þeim heimi, sem við þekkjum. Spurning þessi virtist þá næstum óviðeigandi. Svo er ekki nú. Staðurinn og húsakynni eru að vísu áhrifamikil og glæsileg. Hinn risastóri gler- og steinsteypustokkur, sem stend- ur upp á endann við East River. Alis- herjarþingsalurinn, fullsetinn, þar sem ljósin glampa á andlitum hvítra, gulra brúnna og svartra manna, sem eru fulltrúar 117 þjóða, og eru sumar þeirra jafngamlar heimsmenningunni en aðr- ar ungar og ólmar, líkar tveggja vetra folum. Hinar gríðarstóru veggmyndir sem vekja ógn hjá tilfinninganæmum gestum. Hópar ákafra stjórnmála- manna frá öllum heimshornum, sem baða út höndum og mæla á ýmsum tungum. Ekki má gleyma hinum mikilvægu hliðargreinum: dreifibréfum, tímaritum, og bókum, sem fjalla um málefni SÞ. Þá reka samtökin og alheimsútvarps- kerfi og ef marka má orð starfsmanna þess, þá hlustar bæði hrísgrjónabónd- inn í Malavíu og bifvélavirkinn í Lille á það með óskiptri athygli. Byggingar samtakanna eru iðandi af fréttamönn- um. Nokkrir þeirra eru framúrskar- andi og afkastamiklir. En eins og þú veizt þá eru aðrir, sem skrifa ekki stakt orð svo vikum skiptir. Þeir líta á staðinn sem einskonar sambland af klúbbi og skrifstofu. Samkvæmislífið dafnar einnig vel undir breiðum vængjum samtakanna. í sífellu eru síðdegis- drykkjur og mót- tökur, þar sem glæsilegar dömur í þjóðbúningum gleðja augað við hlið nema hvað varðar einhver takmörkuð stjórnmálaleg atriði, og þá er áhug- inn yfirleitt mengaður harðri gagn- rýni. Afstaða kommúnistanna er skilj- anleg, því að á hverjum degi sannast hvílík falsrök hugmyndakerfi þeirra hefur að geyma á ótal vegu hér í kring- um þá. En erfiðara er að átta sig á hátterni hinna. Engin mistök eru of lítilfjörleg til að vekja athygli þeirra og umræð- ur, engin villa of smávægileg til að komast hjá aðfinnslu. Þeim stendur kannski ógn af stærð landsins og afli. Kannski þekkja þeir lítið til landsins. En þeir skynja tilveru þess og vita að landsmenn láta sér Sameinuðu þjóð- irnar og starfsmenn þeirra yfirleitt í léttu rúmi liggja. Ef til vill hefði verið betra, þegar öllu er á botninn hvolft, að velja höfuðstöðvum samtakanna stað í einhverju smáríki, sem veitti samtökunum og starfsfólki þeirra þá viðingu, er það telur sér bera. Framangreind atriði auk siðreglna, tízkufyrirbrigða og venja, sem mynd- azt hafa á aðeins 20 áre ferli — staður- inn minmr á vissan hátt á drungaleg- an forsal í einhverju ensku sumardval- arhóteli — slæva hugann, sérstaklega efagirnina. Á 21. aldursári sínu hafa Sameinuðu þjóðirnar náð miklum vexti og ábyrgð þeirra er mikil. Og freist- ingin er mikil til að meta þeim það til verðleika. En hefjið vinnu ykkar! Deil- ið um Rhodesiu, Kashmir, og afvopnun. Samþykkið hástemmdar ályktanir. Út- hlutið peningum, jafnvel þótt þeir séu ekki fyrir hendi, til þessa eða hins framfaramálsins. Þrasið í nefndum um orðalag, orð og greinarmerki. En spyrj- ið aldrei: Er þetta til hagsældar, heppn- ast þetta, er það lífvænlegt? V örnin er lifandi og hávær. Líf þúsunda eru tengd starfsemi samtak- anna. Guð má vita, hversu mörgum stundum þeir hafa fórnað í þágu þeirra. Og stafið hlýtur að vera mikilvægt, þar sem þeir sinna því af svo mikilli alúð. Innan samtakanna eru margir, sem reyna að vinna sig í álit, menn, sem nauðbeygðir myndu afkasta jafn Öryggisráðiff. U Thant, framkvæmdastj óri S. þ. flytur ræffu á Islandi. nýjustu listaverka frá Dior og Balenc- iaga. En til allrar óhamingju álíta allir leigubílstjórar í New York, að Banda- ríkin greiði skrautklæðin og skartgrip- ina. Prúðbúnir gestir halda í 10 til 12 íburðamikla og drungalega kvöldverði í hverri viku, í næsta nágrenni við höfuðstöðvarnar. Og hvar sem er í New York hittist fólk, sem unnið hef- ur saman ailan daginn til að borða, drekka og tala. Um hvað? Að sjálfsögðu Sameinuðu þjóðirnar. etta er samfélag, sem hefur vax- ið inn í sjálft sig. Og er það ef til vill óhjákvæmilegt. Gömlu mennirnir segja mér, að hið sama hafi mátt segja um Þjóðabandalagið. En ég er furðu lost- inn yfir fáfræði margra í framkvæmda stjórninni og meðal fultrúanna. Um- hverfis þá iðar þessi risavaxna, spillta, öfluga en ógnþrungna borg. Samt sem áður láta þeir sér hana minnu skipta, ef undanskilin eru húsnæðis- verzl- unar- og bílastæðisvandamál, heldur en einhver svið siðareglna, sem alls engu máli skipta. Handan New York er Ameríka. A henni hafa þeir einnig lítinn áhuga, 18. september 1966 g LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.