Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 12
SVIPMYND Framhald af bls. 7 íbúð sína í Brooklyn. Lögreglan sem hélt vörð, sá að ljós kviknaði skyndi- lega í ljósmyndastofunni. Það var far- ið að öllu með gát. Allir sem yfirgáfu bygginguna voru ljósmyndaðir og þeir voru allir skyggðir fyrst um sinn. En nú var filman framkölluð og sýnd Hoyhahnen, sem sat vel geymdur í fangaklefa. Hann gat brátt bent á for- stöðumanninn, og þar með voru örlög Abels ráðin. Þegar hann var handtekinn, sagði hann kalt og rólega: „Þið tókuð mig með buxurnar á hælunum." FBÍ fór með hann í fangabúðir í Texas, þar sem reynt var að ráða hann sem gagnnjósnara, en hann vísaði því frá sér með fyrirlitningu. A bel neitaði að útskýra nokkuð fyrir FBÍ og dómstólunum, en seinna sagðist hann hafa farið á bak við lög- regluna, sem handtóku hann: — Við handtökuna fékk ég tækifæri til að fara á salerni og tókst þá að losna við hættulega hljómupptöku. Þegar við sátum í lögreglubílnum varð ég að losna við hættulega míkrófónfilmu. Ég hélt á henni í hendinni, og tók til að fingra við bindisnálina mína. Það fór eins og ég hélt. Lögreglumaðurinn við hliðina á mér þreif af mér nálina og byrjaði að rannsaka hana, og meðan hann var að því, gat ég kastað burt míkrófilmunni! Það sem Abel ekki skýrði frá, var að lögreglan fann einnig nokkuð hjá honum við handtökuna. Hann var með 6000 dollara á sér, enfremur var hann með mynd af hinum eftirlýstu hjónum, og loks hafði hann á sér bréf frá Sov- étríkjunum. Það var frá konu hans og dóttur. Við réttarhöldin fékk Abel fram- úrskarandi sérfræðing í refsirétt.i sem verjanda. Það var hinn 45 ára gamli James Denovan. Hann var flotafor- ingi úr síðasta stríði og hafði komið fram í Núrnberg, sem aðstoðarmaður bandaríska aðalákærandans, núverandi dómara Robert Jackson. Denovan fékk mörg bréf frá ofsareiðum Bandaríkja- mönnum sem espuðu sig yfir því, að hann vildi verja Sovétrússa, sem sótti eftir mestu hernaðarleyndarmálum Bandaríkjanna. En það kom einnig stuðningsbréf. Einn stéttarbróðir skrit- aði: Eg vona að þér tapið, en að þér sýnið ágæti yðar i ósigrinum. Formauuxiiin 1 iogiiiannaxeiagi hans skrnaoi; — vorn í uvinsæium iwuuin, er einn al þenn iuuium, sem gera siarl vort að katu. Það var mikil spenna út af málinu. Allir vissu að sjaixsugou aö Abel atti aauðadóm á hættu. Denovan gekk að því með fuilum krafti að hindra það, og sagði, m.a. í lokaræðu sinni: — Það er mögulegt, að Bandaríkjamaður, jafn háttsettur, verði handtekinn í Sovét- ríkjunum eða af bandamönum þeirra í náinni framtíð. Það er þá sennilegt að fangaskipti á diplómatiskan veg, eigi eftir að verða í þágu Bandaríkjanna. Hvort dómstóllinn á Atlanta tók tillit til þessa, er að sjálfsögðu á huldu, en hann dæmdi Abel til 30 ára refsi- vistar og 3000 dollara sekt. Hann hafði stjórnað njósnunum í Bandaríkjunum í níu ár. En meðan Abel afplánaði dóm sinn, skeðu hlutir í Englandi. Brezkir gagnnjósnarar komu upp um rússneska njósnarann Gordon Arthur Lonsdale, alias Rússann Konon Trofuvitsj Molo- duyj, fæddur í Moskvu 17. jan. 1920. Hann var sennilega forstöðumaður fyrir stéttinni í Englandi og stóð beint undir Abel, þótt hann að sjálfsögðu hefði einnig beint samband við Moskvu. Það er alveg víst, að Lonsdale, að minnsta kosti einu sinni, var í Osló, þar sem hann kom í Vigelandsgarðinn. í sam- bandi við Lonsdale-málið, handtók leyniþjónustan í London bókhaldara nokkurn, Peter John Kroger og konu hans, Helen Joyce. Þegar fingraför bók- haldarahjónanna var sent til FBÍ, var því slegið föstu, að þessi tvö voru hin sömu og Morris og Lorna Cohen. Sam- bandið við Abel var sannað. Lonsdale var dæmdur til fangelsisvistar í 25 ár, og Kroger eða Cohen hjónin til 20 ára fangelsis. Hinn 1. maí 1960 skutu sovétrúss- neskar eldflaugar niður U2 flugmann- inn Francis Gary Powers við Sverd- lovsk austan Uralfjalla. Seinna var Powers dæmdur í 10 ára hegningar- vinnu fyrir njósnir gagnvart Sovétríkj- unum. I samvinnu við John F. Kennedy forseta, hóf Denovan málfærslumaður samninga við Rússana, um að skipta á Abel og Powers. Snemma dags þann 10. febrúar, 1962, fóru skiptin fram á Glienicker brúnni í Berlín. Rússarnir afhentu þá, auk Powers, bandarískan stúdent, Fredric Pryor, sem var tekinn í Austur-Berlín 1961, ákærður fyrir njósnir. í viðbót við þetta lofuðu þsx að afhenda annan Bandaríkjamann, Makien, sem sat fangi í Kiev, sakaður um njósnir. Þeir héldu loforð sitt. Hinn fyrsti, sem fékk tilkynningu um skipt- in þessa febrúarnótt 1962, var Kennedy forseti, sem fékk beina tilkynningu til Hvíta hússins. Eftir heimkomuna til Mo ':vu, var Abel veitt „Leninorðan“, og hann var skipaður kennari við njósnaskóla. Það hlýtur að vera augljóst, að þessi kenn- ari getur gefið læi'isveinum sínum full- ar upplýsingar um það, hvernig „her- maður í hinum ósýnilega her“ skai haga sér í óvinalandi. (Odd Bergfald.) S. Þ. LEGGJA Framíhald af bls. 9 B andaríkin vilja styðja Indland ráðist Kínverjar á landið næsta vor. Ríkisstjórnin í Washington grunar Pakistana um græsku, þar eð þeir hafa lengi gefið Kínverjum undir fótinn. En blandi hún sér í deilurnar nú kann hún að móðga Indverja og jafnvel veikja aðstöðu rikisstjórnarinnar í Nýju-Dheli. rra sjunarhóli bandaríska utanríkis- raonuneyusms er peiia uæiuu um pao, pegar sernver axvoroun neiur vanci- íæoi í tor meo ser. Veroi tvasnmirueii- an ekki leyst nu má buast vio ireuan ýlingum i íramtíöinni. En sé haiizt handa við lausn hennar kann hið eríiða stjórnmálaástand í Indlandi enn að versna. Alanbrooke, yfirmaður brezka herforingjaráðsins í seinni heimsstyrjöld inni, var vanur að segja, að i stríði væri ávallt valið á milli erfiðleika. Sama mætti segja um utanríkismál. Þannig verður augljóst verkefni SÞ viðkvæmt svið alþjóðastjórnmála, þar sem fjöldi manna veit, hvað gera ber, en engan langar til að höggva á hnút- inn. Þú heyrir kannski þá röksemd, að sé ekkert gert muni vandinn hjaðna og hverfa með tímanum. Þessu til stuðn ings er Berlínar-vandamálið tekið sem dæmi. En það vandamál er auðveldara viðfangs, ekki vegna einhverrar inn- blásinnar utanríkisstefnu, heldur vegna þess, að þar hefur beinlínis staðið deila milli austurs og vesturs. Öttinn við al- gjört eyðingastríð gerir ástandið stöð- ugra. Þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi í Kashmir. Stjórnmálaástandið í land- inu er ýft af trúarmóði Beggja aðila, og ríkisstjórnir beggja landanna þykj- ast sannfærðar um það, að falli þær að einhverju leyti frá kröfum sínum mum þær aðeins gefa ofstækismönnum byr undir báða vængi. Slíkt ástand verður ekki þegið í hel, hér stöndum við andspænis púðurtunnu. Deilan vegna Rhodesiu var ann- að dæmi. Reiðilestur AfríkjuríXjanna, sem stafaði af réttlætanlegri reiði, var dálítið krassandi og skemmtilegur á- heyrnar. En áhrifameira hefði verið, ef háværustu fulltrúarnir hefðu verið vilj- ugir, til að láta lönd sín hafast eitthvað raunhæft að. Þeir eru fjarskalega herskáir í Afríku mennirnir, svo heyrist manni a.m.k., en þeir vilja láta aðra berjast fyrir sig. Þeir eru eins og vinur okkar gamli, hertoginn af Plaza Toro, sem kaus að stjórna fyrir aftan víglínuna, það væri ekki eins þreytandi eða hættulegt. Nær undantekningarlaust eru nýju aðildarríkin mjög hrifin að hástemmd- um yfirlýsingum gegn forsætisráðherra Rhodesiu, — eða moskítóflugunni. Full- trúar þeirra virðast fá útrás fyrir æs- ing sinn og hita innan veggja SÞ, og í því tilliti held ég, að SÞ séu gagnleg- ar sem umræðustaður. Vandinn er aðeins sá, að þetta tekur svo langan tíma, og af eðlilegum ástæð- um verður málæðið meira eftir því sem landið er minna. Þeir voru að ræða um málamiðlun í stjórnmálanefndinni ný- lega, og að mér heilum og lifandi, þá byrjaði einn orðskrúðsmanna ræðu sína að ræða um það, að ekki hefði verið leitað málamiðlunar í Edens- garði forðum daga og rakti síðan gang sögunnar allar götur fram til Musso- linis og Hitlers. Þetta var, taktu eftir því, mjög alva/leg deila, sem bæði Bandaríkin og Rússland tóku mikinn þátt í. Ég held, að þessar málalenging- ar verði bezt skýrðar á þann hátt, að þessir náungar fái ekki að opna munn- inn, er þeir eru heima í höfuðborg sinni, og helli því úr skálum reiði sinn- ar hér. S é» S—» alþjóð- legur umræðusalur, þá er gífurlegum annars nytsamari tíma varið í elting- arleik við vandamál, sem eiga ekki lengur neitt skylt við meginviðfangs- efnið. Ég held, að þú viðurkennir, að eitt af þessum meginviðfangsefnum sé efnahagsleg staða vanþróuðu landanna í heimi alþjóðahygju, þar sem sá ríki verður æ rikari, en hinn fátækari. En í stað þess að einbeita sér að þessu megumiau, er enaaiausc maiæui um nyienuusceinu lyrri luna og ny- ienauscexna nucimans. Vio nijoium að viouiKenna, ao öuuur-AliiKa, ianasvæoi Poriugaia í AiriKu og ivnoaesiu eru stjornmaialeg ogn í garð svartra riKja Airíku. Þú gætir einnig fullyrt, að þarna væri einmg um eins konar hern- aðarlega ógn að ræða. Og nú, er við eigum í stríði í Suðaustur-Asíu, þar sem Kína yglir brýrnar og Rússar læð- at með veggjum, þá heyrum við áhrifa- mikla ræðu um örlög einhverrar ó- merkilegrar nýlendu, sem tiltekið Evrópuríki getur ekki veitt sjálfstæði og yrði hvort eð er að styðja ef svo íæri. Tilgangslausar aðgerðir eru alltof margar. Fulltrúar Afríkuríkja gengu af fundi, þegar Harold Wilson flutti ræðu siiia. Breytti hann ræðu sinni eða stefnu á nokkurn hátt? Að sjálfsögðu ekki. Slíkt tiltæki væri heimskulegt. Nokkur ríkjanna slitu stjórnmálasam- bandi við Breta út af Rhodesiu. Ég býst við, að það merki, að þau muni fá yfirdrátt sinn annars staðar frá. Þessi kjánalegu skrípalæti eiga ekk- ert skylt við hinn raunverulega heim handan Hudson-fljótsins og East Riv- er. Slæm hegðun er skiljanleg. Þú get- ur ekki búizt við því, að fólk sem hef- ur verið undirokað svo öldum skiptir verði heimsmenn á einni nóttu. En þú mættir samt álíta, að það kynni að greina kjarnann frá hisminu. Ég óttast sannarlega, að takizt SÞ ekki að finna þau grundvallaratriði, sem þarf til að viðhalda friði, þ.e. vilj- ann og leiðina, þá verði samtökin lítils- virt með sömu orðum og írski utanrík- isráðherrann, Fank Aiken, notaði: „í iðu ósamlyndis, óvissu, skrípaleik og upplausnar, munu þau hverfa í fljót gleymskunnar.“ Orðaleikir og vægt orðalag er vinsælt hér, einkum þegar rætt er um „algildi" Sameinuðu þjóðanna. En þetta orðalag merkir sama og þátttaka Kína í samtökunum verði leyfð, og kann einnig að ná til þess, að kínverskum þjóðernissinnum á Formósu verði vís- að úr samtökunum. Ég tel sjálfur, að kínverskum kommúnistum verði veitt aðild að samtökunum síðla árs 1966. En ég er ekki haldinn þeirri firru, að ég álíti, að þar með geti menn stigið á stokk og hrósað sigri um, að nú séu allir erfiðleikar úti og lífið aðeins dans á rósum. Þvert á móti. Ég er þess fullviss, að Kínakommar munu koma öllu í háa- loft, er þeir hafa tekið sæti og byrja að kasta neitunarvaldi sínu um Örygg- isráðið eins og smákökum. Þó sagði Zulfikar Ali Bhutto, utanríkisráðherra Pakistan, sem er maður kænn, að er sá dagur rynni, þegar hann heyrði full- trúa Bandaríkjanna og Rauða-Kína ráðast á hvorn annan í allsherjarþing- inu, vissi hann að allsherjarfriður væri nær. Það bezta, sem við gætum vænzt af aðild Peking er, að þá kann að skap- ast grundvöllur fyrir sættir í deilumál- um Kína og vestrænna ríkja — sé vilji annars hvors aðila fyrir hendi. Maður getur sagt, að SÞ gegni stjórn- málalegu hlutverki, sem tengiliður milli þjóða. Fyrsta skref Rússa til að létta flutningabanninu á Berlín var stigið hér. Amintore Fanfani, forseti 20. allsherjarþingsins, var meðalgöngumað- ur í sáttaumleitunum af hálfu Norður- Víetnam, enda þótt árangurinn hafi ekki orðið mikill, til að koma á samn- ingaviðræðum í Víetnam. Þessi þáttur kann að vera ýktur. Vilji þjóðir raunverulega hafa sam- band sín á milli, finna þær leiðir til þess. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna var annað og meira en að vera risa- vaxið pósthús. Sjaixur mundi ég gæta ýtrustu var- kaiiii, fci eg liucaui pucca pvoccxas. »- ieict er inai scjuiiiareiiiiciie!c.ans svo unaicvæinc, viumut peirra svo timninnguin, lungum penra cu au a ser acuygn a lorsiuum scuiDiaoaiiua svo riK, au eg munai teija mjog var- hugavert, að ieggja eitlhvað aivariegt til malanna herna. Samt sem áður heí- ur það verið gert. Og kann að vsröa gert í framtíðinni. En hér er ekki um vettvang Sam- einuðu þjóðanna að ræða. Þær voru stofnaðar til að varðveita friðinn. Því ipiður hefur það ætlunarverk .nstek- izt. U æja þá förum við að slá botn- inn i þetta. Staðurinn er áhrifamikill. Sameinuðu þjóðirnar leggja hart að sér. En þegar málin snerta hagsmuni einnar þjóðar eða stöðugleika samtak- anna sjálfra, rekur allt í strand. Á meðan málum er þannig háttað verður málæðið mikið, en framkvæmd- ir litlar. Því að við framkvæmdir velt- ur báturinn, og engin ábyrgðarfull sendinefnd getur tekið því. Anthony Eden, sagði, að einmitt þetta hefði riö- ið Þjóðabandalaginu að fullu. Það gelur einnig gerzt hér. Skilaðu kveðju til strákanna, þinn Drew. 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 18. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.