Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 4
HÖFÐINGINN Framhald af bls. 1 alls þess, sem frá honum er sagt. Hann nær smátt og smátt undir sig öllum mannaforráðum í Borgarfirði og á Suð- urnesjum, hálfu Avellingagoðorði í Húnaþingi og að nafninu til hálfum öllum goðorðum Asbirninga. Hann auðg ar sig á samningum sínum við Magnús prest í Reykholti, og þá einkum á helmingafélaginu við Hallveigu Orms- dóttur. Hafði Snorri þá miklu meira fé en nokkur annar maður á íslandi. Og þó að hann reyndi eftir megni að koma málum sínum fram á friðsam- legan hátt, þá skirðist hann heldur ekki við, ef því var að skipta, að hefja * langar deilur og harðar. Enda voru sumir samningar hans ekki hættulaus- ir, og svo kvað Þórður bróðir hans að orði um félagið við Hallveigu, „að hann lézt ugga, að hér af mundi honum leiða aldurtila, hvort er honum yrði að skaða vötn eða menn“. (Sturl II, 127). Siðari alda menn hafa löngum legið Snorra á hásli fyrir ásælni hans, eink- um fégirni. Veldur það eigi litlu um, að þeir hafa einblínt á, hvernig verk hans eru nú metin, og gleymt, hvað var aðalmark sjálfs hans í lífinu. Það var ekki sagnaritarinn Snorri, sem var fégjarn, heldur höfðinginn Snorri. Og þetta er sitt hvað. Ágirndin er blettur á manni, sem stendur í þjónustu ríkisins eða almennra hugsjóna, því að þá sundr ar hún persónunni og skekkir viðleitni hennar. En enginn sakar bónda eða kaupmann, þó að þeir vilji græða fé, því að það er skilyrðið fyrir viðgangi búsins og verzlunarinnar. Og á líkan hátt var mikið af þrifnaði íslenzks höfð- ingja á 13. öld undir auði hans kom- ið. Hitt er annað mál, að Sturlunga er „Snorra svo hliðholl, að líklegt er, að hún láti ýmislegs þess ógetið í frásögn- unum um fjárafla hans, sem mundi honum til lítils sóma, ef kunnugt væri. Það er af tilviljun einni, og ekki sagt Snorra til ámælis, að Þorláks saga hin yngri getur þess, hvernig hann eignað- ist höfuðbólið Stafahlot. Eyjólfur bóndi þar, sem deilt hafði við Þorlák biskup um staðinn, átti tvö börn, Ara og Ólöfu. Ari var lostinn líkþrá, og seldi Eyjólfur Snorra staðarforráð, en hann skyldi gifta Ólöfu og fá henni peninga. „En gifting sú kom ekki fram, og átti hún börn með strákum" (Biskupas. I, 286). Og sinka Snorra við syni sína, þegar þeir vildu festa ráð sitt, og ágengni hans við sifjalið sitt yfirleitt, verður ekki afsökuð, enda varð honum sjálf- um til ærins ógagns. En ekki má heldur gera of mikið úr jfégirni Snorra. Hann var enginn maura púki. Hjarta hans var ekki óskipt þar sem fjársjóðir hans voru. Til allrar ham- ingju er til bein heimild þess, að hann þrátt fyrir allt var líka nógu mikill andans maður til þess að greina milli þess auðs, sem gerir menn að þrælum, og sannarlegrar auðlegðar þess manns, sem á nóg fyrir sig, unir því og kann með það að fara. í vísu, sem ólafur hvítaskáld tilfærir í Málskrúðsfræði sinni, segir Snorri um Eyjólf Brúna- son: Því at skilmildra skálda skörungmann lofak örvan; hann lifi sælstr und sólu sannauðigra manna. Ólafur bætir við til skýringar, að Eyjólfur hafi verið „búþegn góðr, en eigi féríkr“. Það er merkilegt, að orðið £annauðigr“ skuli ekki koma annars- staðar fyrir í fornu máli en í vísu eftir Snorra Sturluson. Ritstörf hans sýna líka, að Snorri kunni að meta fleira en féð. En féð var meginvopn í þeirri baráttu til valda og metorða, sem var sifellt áhugamál hans. Og þá má ekki gleyma því, að hann þurfti fjárins meir en almennt gerðist, til þess að láta til sína taka. Auðurinn og liðsfjöldinn urðu að vera honum að bakhjalli, til ist aðeins sjálfum sér til frægðar og ríkis, og gangi á annara eigu. Það gæti virzt sanngjarnt að leggja þennan mælikvarða úr Heimskringlu á höfðingjaferil Snorra. Og þá verður dómurinn ekki vægur. Þegar það er frá skilið, að hann vinnur að því að afstýra herförinni til íslands, þar sem þó er erfitt að rekja hvatir hans, verð- ur ekki annað séð en að öll barátta hans sé fyrir hagsmunum og metorðum. En hann á þar sammerkt við aðra höfð- ingja landsins. Öldin var fátæk af hug- sjónum, en auðug af eigingirni. Ríkið var í molum, óeirðirnar allar inn á við, hver höfðinginn öðrum úlfur. Aðeins í einu tilliti stendur Snorri í þessu efni að baki flestum samtímamönnum sín- um: síngirni hans bitnar hvað harðast á börnum hans og sitjaliði. Aftur á móti sparir t.d. Sighvatur bróðir hans hvorki fé né fjör til þess að efla og styðja Sturlu son sinn. En orsakirnar til breytrá Snorra í þessu efni hef ég reynt að greina að framan. Þá má bera saman eigið takmark Snorra, völd og metorð, og æfiferil hans, og dæma hann eftir þeim saman- burði, líkt og listaverk má dæma eftir því, hvort höfundurinn hefur náð til- gangi sínum með því eða ekki, án þess að fara nánar út í að meta þennan til- gang. Að mörgum stórmennum er dáðst á þennan hátt. Þeir eru lifandi lista- verk, höfði hærri en allur lýðurinn og margra makar. Menn dást að eldhug þeirra, geðstyrk og afrekum — og gleyma að spyrja þess, hvað gott þeir hafi viljað eða látið af sér leiða: hetjunum láta af henda rakna hrós fyrir það, sem öðrum banna. Islenzkum sagnriturum var tamt að skoða söguhetjur sínar frá þessu sjón- armiði. En Snorri getur ekki hrifið hug vorn á þann hátt. Til þess er ósamræm- ið of mikið milli ætlana hans öðru meg- in og krafta og atgerða hinum megin. En ef nánar er hugsað um þetta ó- samræmi verður fyrst að gæta þess, að hjá metorðagirni sinni gat Snorri ekki komist. Eðli hans og uppeldi lögð- ust þar á eitt, og hlutu að ráða. Hún varð að forlögum hans, leiddi hann gegnum meðlæti og mótlæti og að síð- ustu til bana. En um sum önnur ein- kenni hans er það að segja, að þau eru í einu kostur og löstur. Marglyndi hans er kostur á honum sem rithöfundi, en galli á höfðingjanum. Það er auðveld- ara að vera fastur í rásinni og sjálfum sér samkvæmur með fábreytta hæfi- leika og hversdagslega lífsstefnu, en þegar fjölbreyttar gáfur og hvatir reyna sífelt að tvístra viðleitninni. Og sum einkenni má dæma allmisjafnlega eftir uppruna sínum. Það er ekki næsta veg- legt að vera fífldjarfur, af tómum skorti á framsýni og ímyndunarafli. Það er einkenni skáldsins, að geta lifað hugs- aðan atburð með álíka skýrleik og reyndina sjálfa. Þetta hefur Snorri get- að, og það hefur gert hann deigara í hug. Hann gerir sér Ijósari grein fyrir, hvað í því er fólgið að koma á vald óvina sinna (Sturl. II, 278), og því ægir honum það meir en öðrum mönnum. En um leið og áherzla er lögð á, að Snorri stóð ýmsum samtímamönnum sínum að baki í röggsemi og skörungs- skap, er skylt að minnast hins, að hann var laus við suma lökustu galla þeirra. Hann sást meira fyrir, var aldrei grimmur, og er ekki beint riðinn við neitt af hryðjuverkum aldarinnar. Arn- grímur ábóti segir um þá Sturlusyni, að Þórður var þeirra beztur, Snorri í mið, en Sighvatur verstur (Bisk. II, 71). Varla verður annar réttlátari dóm- ur felldur um Snorra en þetta: í mið. Hann er hvorki í flokki mestu mann- kostamanna né varmenna Sturlunga- aldarinnar. Og hafi hann stundum gert öðrum rangt til, fór hann heldur ekki varhluta af yfirgangi annarra. Kolbeinn ungi rýfur sætt sína við hann fyrir litlar sakir, og reynist honum hið versta. Sturla Sighvatsson játar sjálf- Framhald á bls. 13. um alla persónu hans og hegðun, og hafa þeir þá reynt að afsaka allt hið lakara í fari hans, og jafnvel eignað honum hæfileika, sem hann alls ekki var gæddur. Aðrir hafa þvert á móti látið Snorra gjalda þess, að hann var frægastur allra samtímamanna sinna. Þeir hafa skoðað hann einangraðan, og látið hann bera allar syndir aldar sinn- ar, í stað þess að færa einmitt aldar- háttinn fram honum til skýringar og þá um leið réttlætingar. Sjálfum finnst mér það varla hlutverk mitt að leggja dóm á Snorra.þó að hjá því verði ekki komist í einstökum atriðum.' Hitt vildi ég heldur, lýsa honum svo og skýra hann, að hverjum manni væri eftir því í lófa lagið að dæma hann eftir sinni kreddu. En meðan allir menn hafa ekki á að dæma þá. En öld Snorra var mjög hlutlaus í þessum efnum, og tjáir ekki að saka Snorra einan um það. Og auk þess var hann sjálfur að upp- lagi svo listrænn og marglyndur, að hann var lítt fallinn til þess að bind- ast föstum meginreglum í hugsun og breytni. Samt hefur Snorri sjálfur skilið það gjörla, að tveir menn með líkt skap- íerli geta átt misjafna dóma skilið. Hinn frægi samanburður hans á þeim Ólafi helga og Haraldi harðráða, kem- ur í raun og veru að þeirri niðustöðu að menn séu dæmdir eftir mörkum sínum. Þeim fyrirgefist meira, sem berjist fyrir hugsjónum, eins og betri siðum og réttlæti, en hinum, sem berj- þess að bæta upp það sem hann skorti í harðfylgi og einbeitni. Því að þótt Snorri framar öllu öðru vildi vera mikill höfðingi, var honum vant ýmis- legt af því, sem helzt þurfti til þess á þeirri öld. VIII Um Snorra hafa á síðari öldum ver- ið felldir mjög sundurleitir dómar, og sjaldan af miklum skilningi. Mörgum hefur farið svo, sem eðlilegt er, að ljómann af ritum Snorra hefur lagt eina kreddu — og þeim hefur fjölgað fremur en fækkað síðan á dögum Þránd ar í Götu — er vonlaust að reyna að kveða upp dóm um marghliða mann, sem allir vilji hlíta. Ef skoða skal Snorra frá siðferði- legu sjónarmiði ber þess fyrst að gæta, að hugsunin um gott og illt, rétt og rangt, hefur ekki verið rík í honum. Sú hugsun er þungamiðja persónunnar hjá sumum stórmennum, og það sjónarmiði því eðlilegast þegar 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.