Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 13
GYLFAGINNING Teiknari Haraldur Guðbergsson £NM ERU ÞÆR AÐRftR.tR ÞJöwA SKOUU'I VALHÖt.LJli£RA PRVKKJU 0\< GÆfA &DRPC»t>A«IAÐAR OK ÖiqAQNA. SVÁ £RU ÞÆR MEFNDAR 'l QR'IMNISH’ALUM'. hrist ok misi; VILEK, ATMlR NORN Q£l?l/ SKEGCUÖID OKSKÓQOL, UlLDR OK ÞRÖÐR, NLÓKK OK HERfJÖTUR, QÖLL OK QEIRAHÖD, , RAMDGRIDR OKRADGR'ÐR OK RtQlhJLBlF, þ£R IbERA EiNHERJUM OL. ÞESSAR H£|TA VALKYRJUR, ÞÆR SEMDíR &PI/UW f/U HVERRAR ORRUSTU. ÞÆR KJÖSA FEIQÐ'A MEUa/ oK qUÐR OK RÖTA OK MoRN /N VNCSTA,ER SKULD HEiT/R, R'/ÐA vJAFa/AN AT KJ&SA I—--------------*-------;----■ „ „A VAl OK R'AÐA V>CUM. JÖRD.Mí/ÐlR ÞÖRS.OK RINDR.MÖÐIR VALAt£R\nALOAR MEÐ ASVaJJUM HÖFÐINGINN Framhald af bls 4 ur (Sturl. II, 290), að þeir feðgar hafi beitt Snorra rangindum. Og Gissur not- ar sér bréf Hákonar, sem varla hefur viljað Snorra feigan, að yfirvarpi til þess að fara að honum, og lætur böðla sína drepa hann, án þess að gefa hon- um tækifæri til þess að bjóða utanför sína eða önnur sáttaboð. Hér verð ég líka að drepa á eitt atriði, sem misjafnt hefur verið dæmt um: skipti Snorra við konungsvaldið. Sum- um finnst Snorri hafa gert sig sekan í landráðum, er hann hét Hákoni að „leita við íslendinga, að þeir snerist til íilýðni við Noregs höfðingja" (Sturl. II, 87), og tók síðan leynilega við jarls- nafni af Skúla hertoga. * En öðrum þyk- ir sem ákon hafi skoðað hann sem hlíf- skjöld fyrir sjálfstæði landsins, og hafi það orðið honum að bana. En hér er skammt öfganna á milli. Af því, sem hér hefur verið sagt um skapferli Snorra, er vel skiljanlegt, að hann hafi verið hikandi í þessu máli. í Noregi varð hann fyrir áhrifum af veldi þeirra. Skúla og Hákonar, glæsimennska hirð- arinnar heillaði hug hans, skoðanir manna á sjálfstæði voru þá aðrar en nú, og sú hugsun gat vel náð tökum á Snorra, að Island mundi verða hagn- aður að konungssambandi við Noreg. Þegar við þetta bættist, að Snorri sá þarna fram undan veg upp í jarlssætið fyrir sjálfan sig, er ekki undarlegt, að fortölur þeirra konungs og Skúla næðu tökum á honum. En á íslandi hefur Snorri litið öðru vísi á þetta mál, enda skildi hann það flestum betur, er hann íhugaði það í tómi og ber ræða Einars Þveræings þess ljósasta vott. En hverjar sem hugsanir Snorra hafa verið um þessi efni, þá gerði hann aldrei neitt til þess að efna heit sín. Enda átti hann allajafna nóg með að yerja sitt eigið ríki. Þeir Hákon og Skúli hafa líka varla búist við miklu. Jón murtur kemur fljótt aftur úr gísl- ingunni. Að sumu leyti hefur boð Snorra verið kærkomið yfirvarp til þess að hætta við herferðina til íslands, sem var hættulegt fyrirtæki og vafasamt, að hverju gagni yrði. Er líklegt að Snorri hafi kunnað að draga úr þeim kjarkinn með ýmsum fortölum. Hann hefði t.d. getað sagt þeim söguna um bina fyrirhuguðu herferð Haralds Gormssonar til íslands og sendiferð kunnáttumannsins, sem þangað fór í hvalslíki (Ói. s. Tr., k. 33). Er þar vel lýst viðtökum þeim, er íslendingar mundu veita útlendum her, þótt í lík- 1) Sturla Þórðarson segir svo um þetta mál: „Voru þá fáir menn við tal þeirra her- togans og Snorra. Arnfinnur Þjólfsson og Ólafur hvítaskáld voru með hertoganum, en Órækja og Þorleifur með Snorra. Og var það sögn Arnfinns, að hertoginn gæfi Snorra jarls- nafn, og svo hefur Styrmir hinn fróði ritað „ártíð Snorra fólgsnarjarls". En engi þeirra íslendinganna lét það ásannast fyrir oss‘‘ (Sturl. II., 335—36). Hér er margs að gæta. Styrmir var manna handgengnastur Snorra, og þó að hann væri lítt gagnrýninn á helgisagnir og fornar sögur, >á var hann enginn skyn- skiftingur og gat ekkert gengiö tii þess að halla hér réttu máli. Er líklegt, að Snorri hafi sjálfur trúað honum fyrir þessu, og Styrmir talið sig leystan frá þagnarskyldu sinni að Snorra látnum. Ef Styrmir hefði farið eftir sögn Arnfinns, var lítil ástæða fyrir Sturlu að nefna hann sérstaklega. Og hversvegna hefði Amfinni, vini og stallara Skúla, átt að detta í hug að ljúga þessu? Cui bono fuit? Það var þó ekki annar en Hákon konimgur, sem auðgaðist á þessum „drottinssvikum‘‘ Snorra. Á hinn bóginn hlaut Sturlu að vera meinilla við þessa sögu, þvi að væri hún sönn, var fé Snorra að lögum fallið í konungsgarð. Og sama hug og Sturla á því að verja arf Snorra fyrir ásælni konungs höfðu þeir Ólafur og Þorleifur. Þeir höfðu því gilda ástæðu tii þess að halda þagnarheit sitt, líka eftir víg Snorra. Ég efast því ekkl ura, að vitnisburður þeirra (um þvera neitun talar Sturla heldur ekki) er minna virðl en þeirra Arnfinns og Styrmis. ingum sé, en sumt af lýsingunni full- verulegt: „var þá ekki nema sandar ok öræfi (= hafnleysur) ok brim mikit fyrir útan, en haf svá mikit millum landanna, at ekki er þar fært lang- skipum“. X Ef dæma skal um feril Snorra í heild sinni, verða rit hans þyngst á metun- um. Þar fann hann það takmark, sem var meira en eigin metorð, þar vann hann af háleitri, innri hvöt, og hugði sér lítt til lofs og ekki til launa fyrir. Þar var óðalið, sem hann var borinn til, og hefði hann fallið á þeirri eigu sinni, hefði hann verið heilagur eins og Ólafur Haraldsson. Margir mestu rit- höfundar heimsins hafa lifað lífi sínu með sams konar upplag og Snorri, og ekki orðið að fundið. Þeir hafa ekki orðið að heyja baráttu íslenzks höfð- ingja á fyrra hlut 13. aldar. Og hafi þeir komist út í hringiðu veraldlegrar baráttu, eins og Bacon lávarður af Verulam, sem á margan hátt svipar til Snorra, hafa þeir ekki borið þaðan hreinna skjöld. Og samt ættum vér sízt að óska, að Snorri hefði aldrei orðið höfðingi, held- ur tekið þann kost að verða krúnu- rakaður klerkur eða kyrrsætinn bú- andamaður með hugann allan við fræði sín. Að vísu hefðu misfellurnar á æfi hans þá orðið minni, verkin líklega fleiri og stærri, því að starfsþrekið hefur verið frábært. En bækur verða ekki metnar í pundum, og rithöf- undarnir eru ekki léttastir á metun- um, sem leggja alla reynslu fjölbreyttr- ar æfi í eina eða tvær bækur. Verk Snorra hafa haft ómetanlegan ávinn- ing af æfiferli hans, einmitt eins og hann var. Frásögn hans ber öll vott um smekkvísi höfðingjans, frjálsa hugs un og víðsýni. Hann er algerlega laus við kreddur, mærð og lærdómstildur. Hann skilur söguna ekki einungis með vitsmunum sínum, heldur með reynslu sinni. Hann hefur ekki einungis skrif- að sögu, heldur líka lifað sögu. Þess- vegna bera ræðurnar í söguritum hans og frásagnir um ráðstefnur og samn- inga af flestu öðru í þeirri gein. Og metorðagirnin, sem veldur svo mörgu í fari hans, leggur líka ljómann um höfðingjalýsingar hans. Hann var þar að lýsa því, sem hann helzt vildi vera, en aldrei auðnaðist á þann hátt sem hann hafði dreymt um. En í sagnaritun- inni héldu honum ekki sömu bönd og 1 baráttunni um metorð og völd. Sturla Sighvatsson og aðrir ribbaldar meinuðu honum ekki að láta höfðingsskap Ólafs helga, Þorgnýs lögmanns, Erlings Skjálgssonar og Einars þambarskelfis njóta sín. Einmitt á þennan hátt er mikið af því dýrmætasta í bókmennt- um heimsins til orðið. Þær hallir, sem menn fengu ekki byggt á jörðu, hafa þeir reist að því glæsilegri á friðlandi listarinnar. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 6 hluta 18. aldar er svo komið á helzta höfuðbóli landsins, Skálholti, að bækur verða ekki varðveittar þar, sökum sagga og raka. Astandið hefur verið verra á fátækari býlum, svo að björgunarstarf Arna Magnússonar verður seint full- þakkað. Ýms dýmæt skinnhandrit voru komin í hendur fólks á 17. og í byrjun 18. aldar, sem lcunni engin skil á gildi þeirra. Þótt lítið væri um bækur í land- inu áttu þeir, sem stunduðu fræðastörf aðgang að söfnum i Kaupmannahöfn, sem var á þessum tímum höfuðborg ís- lands. Þar i borg voru allar æðstu stofn- anir þjóðarinnar að undanskildum bisk- upsembættum. Seint á 18. öld er ustofn uð tvö lestrarfélög hérlendis, annað fyr ir Suðuramtið hitt fyrir Norðuramtið. Þessi söfn voru stofnuð fyrir áhrif upp- lýsingarstefnunnar og voru aðeins opin íélagsmönnum. L8. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.