Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 14
Sorphreinsunarvandamálið tekið nýjum tðkum Eftir nýja kerfinu, sem fundið var upp af Westinghousefélaginu og öðru félagi, sem vinnur úr úrgangsefnum, er sorpinu ekið úr safnvögnunum í greiningarstöð. í»ar eru öll efni, sem hægt er að selja sem „gamalt“ efni tekin úr og greind sundur, hvort sem um er að ræða dósir, pappír, tuskur, plast eða togleður. Hvernig er bezt að losna við matarleifar og annað sorp, sem til fellur í húsum? Þetta er vandamál, sem allar vaxandi borgir eiga við að stríða. í öllum iðnaðarlöndum er sorpmagnið frá húsum í sífelldum vexti og kostnaðurinn við að losna við það fer síhækkandi. Margar stórar borgir brenna sorp- inu sínu, en þetta kostar dýrar stöðvar og oft og tíðum spillir það andrúmslofti borgarinnar. Önnur aðferð er að fleygja sorpinu — hvolfa því í gryfjur og þekja síðan allt saman moldu. En í stórum borg- um er landrými ekki alltaf auðfeng- ið og flutningurinn getur orðið afar- dýr. E f til vill getur ný aðferð, sem upp hefur verið fundin í Bandaríkj- unum leyst vandann hjá nokkrum þeim borgum, sem verst eru staddar. Þar er hirt úr sorpinu og það unnið í nytsöm efni. Stöðin er harðlokuð og umgirt, svo að nagdýr og skordýr komast hvorki út né inn, og heldur ekki getur neinn þefjandi reykur komizt út. Af þessu leiðir aftur, að hægt er að reisa stöðina inni í borg- inni eða í útjaðri hennar og eins verður ódýrara að safna sorpinu og flytja það. T ilraunastöð af þessu tagi hef- ur verið í gangi í tvö ár í San Fern- ando í Kaliforníu. Hún vinnur 50 tonn af sorpi á dag. Samskonar stöðvar má reisa, sem vinni úr allt frá 35 til 2000 tonnum á dag. Þessar stöðvar gera engan hávaða og hægt er að hafa þær í léttbyggðum verk- smiðjuhúsum, sem eru alls ekki ó- snotur útlits. Þar eð lokaefnið — áburðardeigið — þarfnast vætu meðan á tilbúningi þess stendur, hafa uppfinningamenn- irnir stunglð upp á að hagnýta væt- una úr skolprennum borganna til þessara nota. Það mundi bæta áburð- inn og verða til þess, að hægt væri að sameina þessi tvö hreinsikerfi borganna. S tærð sorphreinsunarvanda- málsins í Bandaríkjunum kom ný- lega í ljós í skýrslu heilbrigðisstjórn- arinnar, þar sem áætlað var, að á einum venjulegum degi framleiði Bandaríkin 363.000 tonn af sorpi — eða meira en 250 tonn á mínútu hverri. Skýrslan sýndi einnig, að sökum atriða eins og vaxandi eyðslu, auk- innar iðnvæðingar og nútíma matar umbúða hefur magn fastra efna í sorpi vaxið örar en mannfólkið. En um leið og borgir og útborgir þenj- ast út, verður erfiðara um ódýrt landrými fyrir sorpið. Víðast hvar í Bandaríkjunum hafa stjórnir staðanna sorphreinsunina á hendi, og áætlað er, að þær eyði 1:1 þessa 1500 milljónum dala, árleg.a. Aðeins vegamálin og skólamálin eru dýrari hjá stjórendum á hverjum stað. Fyrir rúmum tveim áratugum kom hver borgari frá sér tveim pund um sorps á dag. f dag er þessi tala orðin tvöföld, og til að auka vand- ann enn meir eru nú 50 milljónum fleiri Ameríkumenn til að bæta við sorphauginn. Sum borgarfélög komast af með 2 dali og 50 sent á hvert tonn af sorpi, en hjá öðrum getur þetta kom- izt alla leið upp í 18 dali. að er ekki einasta, að flutn- ingurinn á sorpinu nemur 80-90% af sorphreinsunarkostnaðinum, heldur er það að verða æ erfiðara að finna hentugt landrými fyrir sorpið. Sorphreinsunarvandamálið er hið sama í öllum háþróuðum iðnaðar- löndum, og fer vaxandi þar eins og hér. Úr tilraunastöðinni, sem um er rætt í greininni. Það sem eftir verður er grófmal- að í stórri kvörn. Síðan er það vætt, malað smærra og látið gerjast af sveppum og gerlum, sem eru í sjálfu sorpinu. Sex daga gerjun gefur deig, sem er ágætis áburður. Tekjurnar af sölu þessa áburðar getur dregið talsvert úr sorphreinsunarkostnaðin- um. HAGALAGÐAR 1 fjóra parta. Um haustið (11. nóv. 1812) andað- ist í Viðey — eftir tveggja mánaða legu — Ólafur Stefánsson fyrr stift- amtmaður og var hann jarðsunginn í Viðey 26. s.m. Ekki voru við útför hans aðrir en börn hans og barna- börn, prestarnir Brynjólfur Sigurðs- son dómkirkjuprestur í Seli og Arni Helgason á Reynivöllum og líkmenn. Þótti mörgum það kynleg ráðstöfun, þar sem í hlut átti sá, er allra fs- lendinga hafði orðið æðstur að mann virðingum. (G. V.) Árbækur Reykjavíkur 1812) Kappinn Skagaf jarðar. Sr. Eggert Eiríksson í Glaumbæ var manna fimastur og glímnastur á sínum dögum, lítill vexti og hinn knálegasti, harðlegur á svip en þó fríður sýnum, snotur ræðumaður, skrifari góður og skáldmæltur en ærið ölkær og þá lítt eirinn. Eru ýmsar sagnir um harðfengi hans og glímufimleik. Hann lá síð- ustu árin í kör en var þó jafnan hress í skapi og hressti sig á brenni- víni. Séra Pétur prófastur á Víði- völlum kvað þá: Nú er Eggert kominn í kör, kappinn Skagafjarðar, sá hefur mörgum baugabör bylt niður til jarðar. (Blanda). Heyskapur í Höfðahólum. Efst í kauptúninu eru Höfðahólar. Þá jörð höfðu kaupmenn oft á leigu, geymdu þar hesta sína og létu „assis tenta“ sína búa þar. Þar bjó m.a. Jónathan Sigurðsson frá Ljósavatni síðar prestur á Stað í Hrútafirði. Um og eftir aldamótin bjó þar Árni Arnason frá Höfnum, gáfumaður, en enginn stórbóndi. Hann barðist hart móti Valtýingum á sínum tíma. Því er hans getið í Alþingirúnum á þessa leið: Komst því ekki til að túni töðu að hirða þessi fleinafreyrinn mætur fyrr en undir veturnætur. Árbók Ferðafél.) Öll erum við eitt. í skammdegi gisti Matthías stöku sinnum á Keldum, nótt fyrir messu- dag. Sizt vildi hann láta sig vanta og ekki stóð á fólkinu þótt allir ættu langt að sækja, svo langt, að aldrei þótti fært að boða kveldsöng fyrir hátíðir. En siður var þá að hringja klukkum, kveikja öll kirkju ljósin (á 30-40 tólgarkertum) og að heimafólkið syngi hátíðarsálma, eft- ir að lokið var gegningum og búist í betri fötin. — Húslesturinn var þó lesinn og líka sungið í þaðstofu. Matthías kom með öðrum í kirkjuna og er hann sá, að blind kona, gömul og hrum, settist í sæti sitt við dyrn- ar, fór Matthías þangað, leiddi hana í kór, setti við hlið sér og mælti á þessa leið: „Við skulum syngja og sitja öll saman Guðrún mín. Öll erum við eitt og ekki sízt á jólun- um. Ræðan var ekki löng, en allir skildu hana, ungir og aldraðir. (Saga Oddastaðar) Vremdu vöðull, visna vinda Vermdu kalda fjallatinda vermdu grös, þó vanti skjólin vermdu gömlu höfuðbólin, vermdu glugga vota, kalda, vermdu þá, sem stríðsins gjalda, vermdu hjörtu, er vonlaus líða, vermdu, Drottin ættjörð fríða. J. S. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.