Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Qupperneq 5
hygg mér hafi misheyrzt. Hann endur- tekur: „Þetta eru tuttugu ár ævi minn- ar.“ Ég bið um skýringu. Hann segir inér þá, að þetta sé eins konar Shakes- peare-alfræðibók þar sem finna megi til dæmis skýringar á öllum orðtökum, sem koma fyrir í verkum meistarans, og ýmsan annan fróðleik í sambandi við þau. „Það tók mig tuttugu ár að semja þessa bók,“ segir hann. Ég fer nú að forvitnast nánar um þennan aldna Shakespeare-þul. Hann segir mér, að frá því hann lauk prófi í enskum bókmenntum við Oxfordhá- skóla um aldamótin, hafi hann helgað líf sitt verkum þessa skáldjöfurs. Ég spyr hvort hann hafi ekki kvænzt og eignazt börn. „Hef ekki mátt vera að því,“ svarar hann stuttlega. JL þrjátíu og fimm ár hafði hann lifað einbúalífi í þessu lága fornfálega húsi í Stratford. Hann segist eiga margar góðar endurminningar um komu píla- gríma hvaðanæva úr heiminum. „En þó held ég,“ bætir hann við, „að ég hafi aldrei orðið jafnsnortinn og hrærður og við komu manns, sem kom hingað rétt fyrir stvíð.“ Ég bið hann blessaðan að segja mér frá því. „Það var rigningarkvöld í september 1938,“ segir hann, „að barið var að dyr- um hérna hjá mér. Ég fór fram. Ég gat að vísu illa greint manninn sem fyrir utan stóð, en sá þó að hann hneigði sig furðulega djúpt. Hann spurði mjög kurteislega hvort hér væri Shakespeare- bókasafnið. Ég kvað svo vera og bauð honum inn. Þegar hann kom inn í birt- una, sá ég mér til mikillar undrunar að þessi lágvaxni gráhærði maður var Japani. Hann bar allfyrirferðamikla tösku undir hendinni. Hann bað leyfis að taka af sér yfirhöfnina sem var vot af regninu. Þegar hann hafði kynnt sig og við vorum setztir við borðið hérna, leit hann á mig brosandi og sagði á lýta- lausri ensku með dálítið útlendum hreim: „Ég er hingað kominn með dá- litla gjöf handa safni yðar“. Síðan opn- aði hann tösku sína, tók upp úr henni þykkan handritaböggul og rétti mér. Leikrit Shakespeares á íslenzku Efíir Ævar R. Kvaran i. Aprílmánuður árið 1946. Ég er staddur í Stratford- upon-Avon á Englandi fyrir framan afarfornfálegt lágreist hús. Læsing- in minnir einna helzt á gripahús. Þakskeggið er svo lágt að ég get seilzt upp í það. Ég ber að dyrum. Langt inni í húsinu heyrist dauft: „Kom inn.“ Ég geng í bæinn og kem inn í litla stofu, þar sem allir veggir eru þaktir bókum. Á tveim smá- borðum undir glugga með blýinn- römmuðum rúðum eru stórir hlaðar fornfálegra bóka. Ég er staddur í Bhakespeare-bókasafni bæjarins þar sem skáldið mikla fæddist. Þeg- ar ég stend þarna og virði fyrir mér herbergið kemur gamall mað- ur innan úr húsinu. Hann er grár fyrir hærum, óvenju hávaxinn, en dálítið hokinn í herðum. Gleraugu með silfurspöngum af gamalli gerð sitja frammá nefbroddi og hann gýtur til mín þreytulegum augum fræðimannsins yfir glerin. Þetta er bókavörður safnsins. í þessu litla þorpi fyrir mörgum öldum, og útlistar fyrir mér af feiknalærdómi, en flest fer það fyrir ofan garð og neðan hjá mér fáfróðum. Að lokum tekst mér að beina samræðum frá þessum dýr- mætu blöðum og fá hann til að segja mér ýmislegt um skáldið sjálft, fæð- ingarbæ hans, leikhúsið, leiksýningar þar og annað það, sem ég ber betra skyn á Og þar er ekki komið að tómum kof- unum. Þegar við höfum rabbað saman góða stund verð ég þess var, að ég styð hendínni á þykkan doðrant á borðinu íyrir framan mig. Er gamli þulurinn þagnar um stund og verður hugsi, tek ég af rælni upp bókina og segi; „Hvað er nú þetta?“ Hann vaknar af þönkum sínum, réttir fram höndina eftir bók- inni, vegur hana um stund í hendi sér og segir svo: „Þetta eru tuttugu ár ævi minnar.“ Rétt si svona. Ég hvái, því ég ' Þegar ég segi honum frá því, að ég sé hnýsinn íslendingur, þarna kominn fyrir forvitni salcir að skoða bækur, létt- ist á honum brúnin og hann býður mér í annað herbergi innaraf. Bækur, bækur, hvert sem litið er. Sá gamli gerist brátt mælskur, dregur fram afarsjaldgæfa út- gáfu af verkum meistarans, sem fæddist VVilliam Shakespeare. Eitt þeirra frumvarpa sem ríkisstjórnin boðaði í upphafi þingsetu á þessu hausti, fjalladi um aukningu námslána til háskólastúdenta. Vona ég fastlega, að Alþingi beri gœfu til að búa svo um hnútana, að verulegur ákkur verði þeim er njóta. Eins og nú er, verður hver að bjarga sér sem bezt get- ur. Margir kvœntir há- skólastúdent- ar eiga fyrir- vinnu a.m.k. að einhverju eiginkona þeirra. Slíkt er í grund- vállaratriðum kannski sjálfsagt, en því miður vill það oft verða svo, að konan verður að hætta eigin námi, til þess að maðurinn fái hald- ið sínu áfram. Ég fœ ekki séð, að örlög slíkrar konu séu síður hörmu leg en örlög sveitapiltsins, er grét milli þúfna, er hann sá skólapilta ríða suður. Velflestir háskólastúd- entar, karlar og konur, neyðast samt til að verja allmiklum hluta námstimans til að afla sér tekna til lífsviðurvœris. Fer þannig dýrmæt- ur tími forgörðum. Vissulega eru þeir fœrri nú en áður, sem verða að hætta námi algjörlega vegna fjár skorts. Hœgt er að fleyta sér áfram með námið með því að fara á eina og eina síldarvertíð, og sé borið saman við timabil kreppu og neyð- ar, er samanburðurinn hagstœður. En spurningin er hvort sá saman- burður hefur ekki villt mönnum sýn. Vissulega er hægt að ná próf- um á hlaupum milli bókalesturs og síldarvinnu, en það liggur í augum uppi, að hœtta er á yfirborðskenndri hraðsoðinni menntamannastétt. Menntamaðurinn á að mótast af bók um sinum og gjörþekkja þœr. Hann þarf að vera í umhverfi, sem þrosk- ar hann andlega og vitrœnt. Hann þarf að fylgjast með menningar- straumum og vísindarannsóknum og verður að hafa tóm og nœði til að lesa annað og meira en þœr bœk ur einar, sem á námsskrá standa og eru beinlínis skyldulestur. Hann þarf að vera í stöðugri lestrar- þjálfun, ef svo má að orði komast. Öllum er Ijóst, hvernig fer, ef tón- listarmaður hœttir tóniðkan sinni eða skósmiðurinn hverfur frá leist- anum — samt hálda menn, að náms maðurinn geti fyrirvarálaust setzt niður og hugsað vitrœnt, þegar hlé verður á erfiðri, líkamlegri vinnu. í frumvarpiu er talað um að full- nægja eigi umframfjárþörf náms- mannsins, er tillit hefur verið tekið til eðlilegrar tekjuöflunar hans. Nú er spurningin — hvað er eðlileg tekjuöflun? Hverjir ákveða, hvað er eðlileg tekjuöflun námsmanns og hvaða sjónarmið verða ráðandi, er slík ákvörðun er tekin? Mjög mikilsvert er, að hér komist engin annarleg sjónarmið að — en því miður er hér landlægur sá hugs- unarháttur, að námsmönnum beri siðferðileg skylda til að táka þátt í framleiðslustörfum þjóðarinnar. Fyrir þessu eru fœrð ýmis óákveðin uppeldisfræðileg rök svo sem þau, að þeir hafi gott af því; að þeir mannist; að þeir séu í meiri og sannari tengslum við „þjóðarsál- ina“ — geti þeir jafnframt orðið læknar, lögfræðingar, prestar, sé það auðvitað gott og blessað. Háskólastúdent liefur valið sér ævistarf og er að búa sig undir það. Að því á hann að einbeita sér. 1 mjög fáum tilfellum er starf hans Framhaid á bls. 6. 30. október 1066 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.