Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Síða 8
Af gömlum blöðum Eftir Hannes Jónsson Fyrsti draumurinn að var á útmánuðum á Syðri- Þverá að mig dreymdi fyrsta draum- inn, sem ég man. Ég þóttist standa á háu fjalli og horfa í vestur og var þver- hnípt niður í vatn sem ég sá ekki yfir, en við sjónarrönd var mistur eða þoka. Ég hafði þá ekki séð sjó eða skip nema Húnaflóa úr hjásetunni. Veður var bjart, létt og hlýtt loft, en svalandi andvari frá vatninu eða sjónum. Langt úti sá ég afarstórt skip með fimm háum möstrum og með fullum seglum. Eldblossar komu út úr skips- hliðunum og stórir reykjarmekkir fylgdu á eftir hverjum blossa. Löngu seinna sá ég kort af Gíbraltarhöfða, og í enskri bók myndir af stórum herskipum, línu- skipunum svokölluðu. Ég þekkti hvor- tveggja aftur. Líklega hefi ég séð sjó- orustu eins og hún var þá. Eftir svona 200 ár hefur glampinn af orustunni verið búinn að fara hringinn, og þá lent hjá mér í draumnum, í sálarháska Eg var lítill og léttur og klifraði eins og köttur í klettunum í Þverár- fjallinu. Einu sinni ætlaði ég á eftir rollunum fjárgötuna yfir skriðuna í Efri-Nautahjallanum, en þó lappirnar á mér væru litlar, voru þær öðruvísi en kindafætur og skriðan fór af stað með mig. Ég kastaðist aldrei, en rann; ýmist var höfuðið á undan eða fæturnir, trey- jan var í hnút uppi á hálsi, en buxurnar niður um hné. Ég hágrét, var allur risp- aður, og það rann úr mér blóðið, er ég stöðvaðist neðst í skriðunni. Ég þorði aldrei að segja frá þessu, því þá hefði ég verið skammaður eða hýddur fyrir glannaskapinn. Það er anzi sárt að vera hýddur með hrísvendi, ég reyndi það og átti hýðinguna skilið. Og svo var Hundahillan. Hún var í Þverárgilinu framan í Snoppu, klett- inum þar sem mætast Illagilið og Þver- árgilið. Þetta var hengiflug, sem enginn hafði farið. Ofar í Illagilinu var sneið- ingurinn í klettunum, sem ekkert var varið í að fara; í Snoppunöfinni voru stallar eins og tröppur alla leið upp, en skelfing væri gaman að fara yfir Hundahillu. Og svo lagði ég af stað einn daginn austur úr. Það gekk lengi vel, ég gat komið mínum litlu fótum fyrir á hillunni, en svo kom smáskarð sem var hrunið úr og ég hafði ekki séð. Ég gat akki snúið við, því þá ætlaði ég að steypast fram af hillunni, og ég þorði ekki að ganga afturábak, en bara stökk yfir skarðið hugsunarlaust og gat tyllt fætinum þar, og þá var stutt út úr klett- inum. Ég var ekki hræddur í klettinum, en er ég leit til baka trylltist ég af hræðslu, kastaði mér niður í harða brekk una og öskraði. Síðan hef ég verið svo lofthræddur, að mig svimar ef ég horfi niður úr annarri hæð í húsi. Og lengi á eftir dreymdi mig ýmist rautt naut eða andskotann, sem eltu mig, og alltaf steyptist ég fram af Snoppu og vaknaði skjálfandi af hræðslu í rúm- inu, rennandi af svita. E ftir þetta dreymdi mig óvininn stöðugt í 50 ár, þar til ég varð 62 ára þá var hann orðinn vonlaus um mig. Við vorum orðnir hálfgerðir kunningjar, en alltaf var hann að reyna að fá mig til að gera það, sem ég mátti ekki, og alltaf jafn elskulegur, þó ég væri rudda- legur við hann. Það er persóna, sem kann pólitíkina. Alltaf var hann bros- andi, en grimmd og slægð skein úr svipn um, alltaf sama útlitið, smástiklar upp úr höfðinu upp af augunum, hófur á öðrum fæti, en kló á hinum, en aldrei sá ég rófuna, sem sagt er að hann hafi. Stundum var hann sallafínn eins og frí- múrari, sem er að fara á stúkufund, en stundum bara rétt þokkalega klæddur, svona eins og þeir, sem klæða sig uppá til að fara á fyllirí. En oft þegar ég gerði vitleysur heyrði ég hæðnishláturinn í honum. Það var óhugnanlegt. Ég hefi stundum sagt vinum mínum, framsóknarmönnum og kommúnistum, að ég þekkti þá alltaf hvar sem ég sæi þá, af því mig hefði dreymt andskotann í 50 ár. En þeir verða bara öskuvondir. Ei fisdrykkjjan ICristín amma mín fæddist 22. sept- ember 1822, og var nú orðin 77 ára, las- burða og gigtveik, en þó hress og kát. Síðari hluta vetrar árið 1900 kom vin- kona hennar í heimsókn, og amma gekk með henni niður á túnið. Þar datt amma á svellglotta, sem snjóföl var á; henni var hjálpað heim, en hún steig ekki í fæturna meir, hefur líklega brákazt í mjöðm. Heilsu hennar hrakaði því meir, sem frá leið, og seinast í ágúst dó hún. Ég saknaði ömmu mikið, hún var mér svo undurgóð. Ég vissi að hún var komin til Guðs, þó hún lægi á fjölum frammi í Skálanum. Svo kom maður og smíðaði kistu utan um ömmu og málaði kistuna svarta með kimroki. Allir voru hljóðir í bænum, og okkur börnunum var bann- að að vera með hávaða inni. Svo var maður sendur vestur á Borð- eyri til að sækja brennivín, rauðvín og önnur veizluföng í erfisdrykkjuna. Hann kom líka með kúmenkringlur. Og það var sóttur veturgamall hrútur upp í Nónfell og slátrað. Hann var vankaður, og það átti að skera hann hvort sem var. Fjölda manns var boðið til erfis- drykkjunnar. Útfarardagurinn var kominn. Glugg- inn var tekinn úr skálanum og kista ömmu tekin þar út. Það voru sungnir sálmar þegar amma var látin í kistuna, og svo var lokið neglt á. Séra Hálfdán hélt húskveðju við kist- una úti á hlaðinu. Hann var alltaf virðu- legur og elskaður af söfnuðinum; eng- inn efaðist um það, að hann væri sann- ur Guðs þjónn. Jafnvel pabbi, sem þótt- ist vera trúlaus, bar virðingu fyrir hon- um og áreitti hann aldrei. Margar kon- urnar grétu og sumir karlmennirnir líka. Það þótti mér skrítið. Svo var kistan sett á kviktré, sem tveir hestar báru, og líkfylgdin lagði af stað fram að Breiða- bólsstað. Við Imba á Efri-Þverá vorum eftir. Hún var sex ára. Steina mamma hennar var að undirbúa erfisdrykkjuna, steikja kjötið af hrútnum í stórum potti á hlóð- unum í eldhúsinu, og líka að sjóða rauð- grautinn. Við Imba skildum ekkert í af hverju fólkið var að gráta, sérstaklega karlmennirnir, það var svo skrítið. Karl- menn gráta aldrei. S vo kom fólkið til baka frá kirkj- unni. öll baðstofan var full af fólki, og allir fengu kaffi og bakkelsi, en ekki vín. Svo var steikin borin inn og annar matur. Allir voru svangir og borðuðu vel, en voru enrr sorgmæddir á svip, töluðu guðsorð og sögðu að amma hefði verið góð og guðhrædd kona, og nú væri hún komin til Guðs. Það vissi ég vel. Ragnhildur amma mín var líka í erfis- drykkjunni. Hún var orðin 68 ára gömul, tannlaus og hrörleg. Henni þótti ketið gott, og einn bitinn stóð í henni. Tvær konurnar drógu hana fram í bæjar- göngin og börðu hana í bakið; ég var reiður yfir hvað þær voru vondar við ömmu, en bitinn hrökk upp úr kokinu og amma fór inn til að borða meira. Á eftir steikinni og rauðgrautnum var gefið kaffi og brennivín út í. Karl- mennirnir drukku marga bolla, fyrst hægt en svo ákafar. Þá var hætt að tala guðsorð og sorgarsvipurinn hvarf, menn urðu háværari. Svo fór fólkið að syngja. Jakob á Neðri-Þverá byrjaði og söng: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur?“ Hann hafði fallega rödd og söng ljómandi vel. Og svo var haldið áfram að drekka kaffi með brennivíni og syngja; sumir karlmennirnir voru orðnir íullir. Það voru líka sagðar fréttir, meðal annars að rauðu hundarnir væru farnir að ganga. Ég hafði aldrei séð rauðan hund, hélt að þetta væru grimm villi- dýr. Það var komið svartamyrkur, þegar ég var sendur eftir kúnum niður í hólm- ann við réttina. Ég horfði í allar áttir, hvort ég sæi ekki rauðu hundana koma. Brúökaupsveizla Það var í maí 1905, sem ég kom fyrst í brúðkaupsveizlu, og var þá 13 ára, smali á Síðu. Þetta var systkinabrúð- kaup, Guðmundur á Mýri giftist Laugu frænku minni, og Bogga systir hans giftist Jóa á Vatnsenda. Lauga var systir Dísu á Síðu, húsmóður minni, og þar voru þá foreldrar þeirra, Guð- mundur Snorrason og Soffía gamla, svo öllu fólkinu þar var boðið og mér með. Boðsgestir voru margir og allir komu, nema Árni á Mýri. Hann var reiður, því að Björn á Vatnsenda hafði sigrað hann. Það var ekki svo, að Árni teldi Jóa ekki boðlegan og gott mannsefni handa uppáhaldsdótturinni, heldur að bíða lægri hlut fyrir nágranna. Gudda á Mýri og Rósa og Björn á Vatnsenda voru í veizlunni, öll innilega ánægð. Björn lék við hvern fingur, hann hafði sigrað. Veizlan var í Klömbrum, þar voru reisulegust hús þá og rúmbezt í stóra steinhúsinu, sem Júlíus læknir byggði. Klambrar voru þá í eyði, Júlíus læknir flutti út á Blönduós eftir að Móritz son- ur hans dó, og Guðmundur Björnsson var nú orðinn sýslumaður. Hann var tengdasonur Júlíusar og tók við jörð- inni af honum. Veizlugestir söfnuðust saman í Klömbrum, og þaðan var haldið fram að Breiðabólsstað. Brúðhjónin voru gef- in saman í kirkjunni af séra Hálfdáni, Þorlákur organisti spilaði á orgelið og fólkið söng. Svo var haldið aftur út að Klömbrum, en þar hafði Steina á Harastöðum, sem áður var á Efri-Þverá, undirbúið veizluna. Þetta var stórfengleg veizla í mat og drykk. Allir voru kátir og innilega góð- ir. Það þekktist ekki í Vesturhópinu að veizluspjöll og illindi væri framin, er mannfagnaður var, hvað fullir sem menn voru. Fólkið dansaði, söng og kvað af hjartans lyst, voru sannarlega elskuleg guðsbörn. Ég man sérstaklega eftir Jóni á Grund. Hann sat á rúmi og kvað rímur, andlitið var eitt sólskinsbros. Ingi á Harastöðum var ári eldri en ég, við sníktum og stálum áfengi og vor- um orðnir blindfullir. Það var sérstak- lega púnsið, sem okkur þótti gott, en bjórinn vildum við ekki, hann var súr. Svo voru brúðhjónin kvödd undir morg un með heillaóskum, og hver hélt heim til sín. Búðarloka á Hvammstanga Vorið 1906 flutti svo mamma með okkur Pétur bróður vestur á Hvamms- tanga. Gunnar bróðir og systur mínar voru þá í dvöl annars staðar. Magnús í Vatnshól flutti okkur, það voru trússir á tveim hestum og ein kýr. Við feng- um leigða sjóbúðina hans Stefáns á Ánastöðum, ósköp lítinn torfkofa, eitt herbergi, alveg niður við sjóinn út með bökkunum. Pabbi verzlaði í Þorsteinshúsinu, sem Þorsteinn Hjálmarsson byggði. Það var þá tiltölulega stórt hús og bjó Þorsteinn uppi í risinu, en sölubúðin var niðri á hæðinni. Ég var þar í snúningum, verzlun var töluverð enda stóð þá kaup- tíðin yfir. Ull var fremur lítil eftir hart vor, og skuldir mynduðust. Enginn pen- ingur sást dögum saman, aðeins vöru- skipti og skuldarúttekt, og millifærsla í reikningum, innskriftir. öll viðskipti voru færð í langar og mjóar bækur, kladda, og svo úr þeim í höfuðbókina. En konurnar urðu að fá kramið, álna vöruna, það seldust mörg hundruð pund af stumpasirtsi, allavega litu. Fólkið var feimið og hlédrægt, hrætt við að gera vitleysur. Margir ráðguðust við mig, konur og menn, bæði var ég ungur og svo hefir enginn nokkurntíma verið feiminn við mig, ég hefi alltaf verið talinn „einn af oss“, jafningi smælingj- anna. Og vitanlega leiðbeindi ég og geri enn ef ég get og hefi vit á. Ég var ótrúlega minnugur þegar ég var ungur, og vakti það eftirtekt. Er karlarnir foru að rífast út úr afreikningunum eftir áramótin var oft kallað á mig. Ef eg mundi eftir að hafa verið við afgreiðsl- una vorið áður var umsögn mín látin gilda. En það var aðallega þetta ditto í reikningunum, sem karlafnir and- mæltu, sögðust alls ekkert ditto hafa tekið út. „Er þetta ekki bölvað bríarí í honum pabba þínum, Hanni, með þetta ditto, ég skil ekkert í manninum en svona eru kaupmennirnir", sagði einn viðskiptavinur við mig. En er ég svo sagði honum hvað orðið þýddi truði hann mér, þó hann rengdi hina. Innanbúðarmenn eru alltaf dálítið á lofti, þykjast hærri en sauðsvartur ai- múginn. Virðingu stéttarinnar varð að halda uppi og ýmsum brögðum, sem fólkið ber virðingu fyrir. Ég var ein- stakur klaufi og gat aldrei verið fyrir- mannlegur. Aldrei gat ég látið blýant- inn tjjlla bak við eyrað, er ég lauk við að skrifa úttekt viðskiptavinar í kladdann. En hann Sophus Blöndal inn- anbúðarmaðurinn hjá Riisverzlun lek það með glans, svo blýantsoddurinn hallaðist á ská upp með gagnauganu. Sophus var fallegur og glæsilegur, ein- stakt lipurmenni, sem allir ungir menn reyndu að líkjast. Og svo lærði ég um veturinn hjá Stefáni Sveinssyni, mínum prúða og góða kennara, ásamt Magnúsi Magnús- syni síðar rithöfundi og ritstjóra Storms. Hann vissi allt um málfræði og sögu, en ég sneri á hann í reikningi. Við vor- um jafnaldrar og pabbi lét hann læra með mér. Magnús launaði það vel er pabbi var orðinn gamall og hrumur. Enginn sonur hefði reynzt betur. HAGALAGÐAR Sr. Jón Vestmann var prestur í Sel- vogi árin 1811-1843. Þaðan fór hann að Móum á Kjalarnesi. Þegar hann hafði verið þar nokkur úr kvað hann vísu þessa: Sakna ég úr Selvogi sauðagöngu og ánna silungsafla, selveiði, en sárast allra trjánna. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.