Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Qupperneq 10
TRÁKOMA eða trakóma er smit-
andi augnsjúkdómur, sem veiria
kenndur sýkill veldur. Útlenda nafn-
ið er „trachoma“, dregið af grísku
orði, sem merkir „hrjúfur". Margt
þykir einkennilegt um þennan kvilla.
Sjúkdómur þessi hrjáir mikinn hluta
að rússneskur unglingspiltur, sem
hingað kom í fóstur, væri haldinn
honum. Gekk á ýmsu, þegar heil-
brigðisyfirvöld vildu láta flytja pilt-
inn úr landi, en ekki verður sú saga
rakin hér.
Trákoma er einn elzti sjúkdómur,
sem sögur fara af. Hennar er getið í
læknisfræðilegum ritgerðum fyrir
meira en þrjú þúsund árum. Halda
mætti, að menn ættu að hafa getað
1 unnið bug á trákomunni eftir allan
þennan tíma, en því fer svo víðs
fjarri, að hún er í flokki útbreiddustu
sjúkdóma á jörðunni á vorum dögum.
Um 500 milljónir manna þjást af trá-
knmu, eða lun það bil sjötti hver
maður.
Orsakir trákomu eru þekktar, og
vítað er, hvað haegt er að gera við
Ihenni, svo að unnt er að laekna hana
á vissu stigi. Engu a'ð síður er hún
ein höfuðorsök blindu og ein helzta
orsök sjón.galla.
í Egyptalandi, Marokkó, mörgum
tvæðum Austur-Afríku, svo og í Ind-
landi og Pakistan, tekur mikill hundr-
aðshluti þjóðanna veikina. Svo er hún
rnjög útbreidd annars staðar í Asíu,
Austurlöndum nær og Suður-Evrópu,
og tefur þar fyrir verklegum fram-
förum og spillir lífskjörum fólks, ein-
mitt á þéttbýlustu svæðum heims.
RAUNVERULEG FRAMFARAVON.
Á síðustu 100 árum hefur sjúkdóm-
urinn rénað í iðnvæddustu löndunum
og er næstum horfinn í Norður-
Evrópu og Bandaríkjunum. En það
er einmitt þar, sem vísindamenn hafa
raunverulegar vonir um að geta stöðv
að sjúkdóminn alls staðar, og er það
þá í fyrsta sinn í sögunni.
Trákoma er smitun á hornhimn-
unni, gagnsæju himnunni framan á
auganu, og einnig á slímhimnunni
innan á augnlokunum. Þetta veldur
örum og skýjum á hornhimnunni og
gerir fólk blint að nokkru eða öllu
leyti.
Vonir manna nú standa til tveggja
ibóluefna, sem gætu gert þjóðirnar ó-
næmar fyrir trákomu.
Þessi bóluefni voru fundin upp af
vísindamönnum við Washington-há-
skólann í Seattle, sem nú eru að
gera tiiraunir með efni sitt á Taiwan
(Formósu); svo og í Harvard-háskól-
anum í nágrenni Boston, sem gerir
raunhæfar tilraunir á sínu bóluefni í
Saudi-Arabíu.
Seint á síðasta áratug leituðu þess-
ir vísindamenn að trákomuvaldinum
með því að taka sýnisiiorn úr augn-
lokum hundruða sjúklinga. Þeir ein-
angruðu margar veirur, en engin
þeirra reyndist valda trákomu.
, En þá var það, að starfsmaður einn,
sein var að pröfa sýnishornin í ranií-
sóknastofu í Ameríku, sýktist af trá-
komu. Þetta sannaði, að eitthvað af
efninu, sem hann hafði verið að fást
við, hafði inni að halda sýkildnn, sem
verið var að leita að.
BÓL U SETNIN G ATILR AUNHt.
Að fenginni þessari vitneskju var
nú hægt að rannsaka meðul gegn
þessum sjúkdómi í prófglösum í stað-
inn fyrir á sjálfboðaliðum. Fram-
leiðsla bóluefnis varð að möguleika.
Ein fyrsta tilraunin me’ð bólusetn-
Hvernig leit jörðin út, endur
fyrir löngu? Var skipting fastalands-
ins sú sama og hún er í dag? Eða
var þarna bara eitt meginland —
kannski tvö — sem losnuðu svo sund
ur og urðu sjö — dreifð um jafn-
mörg úthöf? Eða voru kannski eng-
in meginlönd, fyrr en föst granítskel-
in á jarðarhnettinum sprakk fyrir
útþensluaflinu innan frá, ög mynd-
aði þannig meginlöndin?
essar spurningar eru ekki þýð-
ingarlausar, þar eð svörin við þeim
mundu leiða hvorttveggja í ljós:
hversvegna heimurinn er útlits eins
og hann nú er, og ennfremur hitt,
hvernig hann kann að líta út í fram-
tíðinni. Sá möguleiki, að meginlönd
jarðar hafi færzt úr sínum upp-
runalegum stað, kom í huga vís-
indamanna seint á 19. öld, þegar
menn tóku eftir því, hvernig bung-
an á Suður-Ameríku féll inn í skarð-
ið á Afríku. Enn er verið að rann-
saka, hvort þessi hugmynd hafi við
nokkuð að styðjast, og hver mynd
hennar sé öruggust.
Nýlega sigldi nýjasta hafrannsókn-
askip Bandaríkjanna inn í htiínina
í San Juan í Puerto Rico með upplýs-
ingar um þetta efni, sem safnað hafði
verið úr botninum á miðju Atlants-
hafinu.
etta skip heitir Thomas Wash-
ington, 1290 tonn og 209 fet á lengd.
Það er rekið af Scripps hafrann-
sóknastofnun Kalíforníuháskóla, í
La Jolla, en lagði af stað frá Bost-
on 20. ágúst. Foringi. vísindamann-
anna þarna um borð var dr. Tjegrd
van Andel, frá Scripþs, og hann sigldi
ingu var sú að tveir sjáifboðaliðar
írá blindrahæli í Boston voru bólu-
settir og augu þeirra sýkt með kvik-
um trákomusýklúm, til þess að prófa
verkanir bóluefnisins. Útkoman af
þessu gaf góðar vonir.
Svipaðar framfarir, hægar en örugg
a.r, eigá sér nú. stað við há&kóda í
Chicago, Kaliforníu og Texas.
Síðan 1938 hefur trákoma verið
læknanleg með súlfalyfjainntökum
og síðar me’ð tilsvarandi áburði, sem
borinn er á augun. En meðferðin tek-
ur tvo mánuði, og hana verður að
hefja, áður en augun eru orðin var-
anlega skemmd. En meðferð dregst
oft á langinn vegna þess að sjúkdóms
emkennin finnast ekki nógu fljótt.
Þessi dráttur og tímalengd lækning
arir.nar hindra mjög framfarir í bar-
áttunni gegn sjúkdómnum. Það gera
iíka endursmitanir og skammdir þær,
er geta orðfð mdlli lækninga.
Þar af leiðir, að meðul þau, sem nú
eru fundin og geta verið gagnleg ein-
stökum sjúklingum, hafa enn ekki
dugað til að stöðva þá eyðileggingu,
sem sjúkdómurinn veldur.
Á sumum svæðum smitast næstum
hvert einasta nýfætt barn fáum vik-
um eftir fæðinguna, áður en nokkur
þólusetning mundi verka.
Þar eð sérfræ'ðingarnir hafa litla
á skipinu fram og aftur yfir hinn
mikla neðansjávarfjallgarð og dali,
sem eru miðja vegu milli Afríku og
Suður-Ameríku, og kallaður er Mið-
Atlantshaf sf j allgarðurinn.
í viðtali, sem fram fór meðan
Thomas Washington lá bundinn í
Nassau, útskýrði dr. van Andel,
hvernig athuganir þær, er gera skyldi
frá skipinu, gætu aukið við skiln-
ing manna á því, hvort meginlöndin
væru raunverulega á hreyfingu,
hvort frá öðru, og jafnvel einnig,
hvernig þessi hreyfing færi fram.
Sprunga, sem breikkar.
1. jallgarðurinn í miðju Atlants-
hafinu vekur sérstaklega áhugann,
sagði hann, sökum þess, að það svæði
virðist vera á einhverri hreyfingu nú
á dögum. Það er að segja, að fjall-
garðurinn og hinn mikli dalur í
honum miðjum virðist vera breyting-
um undirorpinn — virðist vera að
stækka fyrir tilverknað einhverra
kraíta neðan frá.
Þessir kraftar eru sennilega hita-
straumar, sem leita upp á við undir
hina þunnu jarðskorpu á hafsbotn-
inum, frá svæðinu, sem undir er og
venjulega er kallað kápan.
Ein kenningin um áhrif slíkrar
hreyfingar segir, að hitinn komi upp
í gusum frá kápunni, undir fjallgarð-
inum í Mið-Atlantshafinu, og ýti hon
um upp. Hitastraumarnir leiti síð-
an áfram lárétt frá fjallgarðinum
og ýti sundur meginlöndunum, sem
eru sitt hvorum megin við Atlants-
hafið. Síðan leita þessir straumar
niður í jörðina aftur. Þessir straum-
ar eru kallaðir samleitandi.
John A. Osmundsen:
Hreyfast meginlöndin?
von um almennan árangur með nú-
verandi aðferoum, hafa þeir haíið
þrefalda sókn.
Þeir hafa komið af stað víðtækri
fræðslustarfsemi til að auka hrein-
læt: og hindra það, að sýklarnir ber-
ist manna milli. Þeir eru að leita að
fljótvirkari meðulum og styttri lækn
ingartíma. Með athugun á árangri
tilrauna sinna meðal almennings
sannreyna þeir kraft tilrauna-bólu-
eína sinna.
Árangurinn af baráttunni gegn
blindu í heiminum hvílir mest á
árangrinum af baráttunni gegn trá-
komu. Uppræting hennar yrði ein-
hver mesti sigur læknavísindanna í
ailri mannkynssögunni.
Hér er um að ræða gamla og sorg-
lega sögu, sem nú er reynt að láta
enda vel.
í annarri kenningu, sem var sett
fram fyrir fáum árum af dr. Bruce
C. Heezen frá Columbia-háskólan-
um, er því haldið fram, að hitinn
stigi upp undir fjallgarðinum og ýti
honum upp, en leiti ekki niður aftur
og sé því ekki samleitandi. Þessi
hitastraumur upp á við gæti verið
afleiðing af útþenslu jarðarinnar al-
mennt, minnkandi aðdráttarafli, (sem
heldur jörðinni saman) og svo breyt-
ingum á þéttleika efnisins, sem jörð-
in er samsett af.
Ef gengið er út frá samleitandi
straumum, mundu meginlöndin fjar-
lægjast hvert annað á jörðu, sem hef-
ur að mestu fast rúmtak. En sam-
kvæmt kenningunni um útþenslu
jarðar mundu meginlöndin fjarlægj-
ast hvert annað, alveg eins og deplar
á hnetti, sem blásinn er út.
m- að mundi renna stoðum und-
ir báðar þessar kenningar, ef það
upplýstist, að fjallgarðurinn áður-
nefndi væri yngri en hafsbotninn
kringum hann. Ein aðferðin til að
greina aldur þeirra er að mæla hann
eftir botnfallinu, sem þekur þá —
því minna sem það er, því yngri er
hluturinn. Það er þessi tilraun, sem
dr. van Andel er nú að gera með raf-
magnshlustunartækjum, um borð í
Thomas Wasihington.
Það er hugsanlegt, að upplýsing-
ar þeirra muni styðja kenningarnar
um hreyfanlegan fjaligarð í miðju
Atlanthafi og hreyfanlegar landspild-
ur, frekar en „stirðnaða" jörð. En
það getur enn orðið bið á því, að i
ljós komi, hvora kenninguna upp-
lýsingarnar muni styðja — þá kenn-
ingu, að jörðin þenjist út eða hina,
að meginlöndin séu á reki.
LEIÐRÉTTIIMG
í SÍÐASTA tbl. Lesbókar Morg-
unblaðsins tilfærði Sigurður frá
Brún vísu eftir rektor Sveinbjörn
Egilsson. Voru í vísunni tvær vill-
ur, önnur meinlaus, en hin mein-
leg, svo að smá stríðni verður að
klámi. Rétt er vísan svona:
Auðargná þú unntir
eigi að slíku ég tel,
en þú ekki kunntir
að henni fara vel.
Bágt er það en bót er sú
að yrkja kunni afi þinn,
þótt ekki kunhtir þú.
Har. Bl.
Ifi LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
30. október 1966 ;