Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Page 14
segir sagan. Getur verið að Sótanatur
hafi horiið úr landi með honum.
M æringur. — Þegar Björn Hít-
dælakappi var í Garðaríki, barðist hann
við kappa þann, er Kaldimar hét. Féll
kappinn þar, en Björn varð sár nær
til Ólífis og lá lengi um sumarið. Kaldi-
mar hafði átt það sverð, er Mæringur
hét og var hinn bezti gripur. Þegar
Björn var gróinn sára sinnar gaf Garða-
konungur honum Mæring og kappanafn.
Þetta sverð bar Björn síðan.
En svo var það um haust, að hann
léði Þorfinni Þvarasyni sverðið er hann
fór út á Snæfellsnes, en fékk sverð Þor-
finns í staðinn. Þá var það að óvinir
Björns gerðu aðför að honum og komu
að honum á Hvítingshjalla þar sem
hann ætlaði að skera mön á stóðhross-
um. í þeirri viðureign reyndist sverð
Þorfinns gagnlaust og varði Björn sig
með hrossaskærunum, sem voru mikil
og nýbrýnd. Var sú vörn hans rómuð
mjög. En enginn má við margnum og
þar féll Björn, en óvíst hvernig farið
hefði ef hann hefði haft Mæring, hið
góða sverð sitt.
A ðalráðsnautur. — Gunnlaugur
ormstunga var með Aðalráði Engla-
konungi. Hafði han., orkt kvæði um'
konunginn og komið sér í kærleiká við
hann og gerzt hirðmaður hans. Nú var
það einhvern dag, að Gunnlaugur mætti
þremur ókenndum mönnum. Sá er fyrir
þeim var nefndist Þórormur og bað
hann að lána sér fé og kvaðst mundu
gjalda að ákveðnum degi. Varð Gunn-
laugur við bón hans, en er hann sagði
konungi frá þessu, lét konungur illa
yfir, því að þetta væri ránsmaður og
víkingur. Þegar að gjalddaga leið hitti
Gunnlaugur Þórorm og krafði hann um
skuldina, en Þórormur kvaðst aldrei
mundu gjalda hana. Þá skoraði Gunn-
laugur hann á hólm að þriggja nátta
fresti, en víkingurinn hló að honum.
Gunnlaugur sagði konungi nú hvern-
ig komið væri, en hann svaraði: „Nú
er komið í allóvænt efni. Þessi maður
deyfir hvert vopn. Nú skaltu mínum
ráðum fram fara, og er hér sverð, er ég
vil gefa þér, og með þessu skaltu vega,
en sýn honum annað.“ — Þegar til
hólmsins kom vildi víkingurinn fá að
sjá sverð Gunnlaug, en hann sýndi
honum annað sverð. „Ekki hræðist ég
þetta sverð“, sagði víkingurinn. En
svo greip Gunnlagur sverðið konungs-
naut. Víkingurinn stóð berskjaldaður
fyrir og uggði ekki að sér, en Gunn-
lagur hjó hann þegar banahögg.
Sverð þettá átti Gunnlaugur síðan og
hafði hann það í hólmgöngunni við
Hrafn Onundarson á Dinganesi og felldi
hann, en Hrafn sveik Gunnlaug í tryggð
um og særði hann banvænu sári. Var
Gunnlaugur síðan settur á bak hesti
sínum og komust þeir með hann allt
ofan í Lífangur. Þar lá hann þrjár
nætur og andaðist síðan, en engar sög-
ur fara af því hvað um sverðið Aðal-
ráðsnaut varð.
fConungsnautur annar. — Hall-
freður vandræðaskáld orkti drápu um
Ólaf konung Tryggvason. Konungur gaf
honum búið sverð að kvæðislaunum, en
það vandhæfi fylgdi, að engin var um-
gjörðin og skyldi Hallfreður gæta svo
sverðsins í þrjá daga og þrjár nætur,
að engum yrði mein að. „Samir vel
að vandræðaskáldið eigi vandræðagrip-
inn“, mælti konungur.
Þetta sverð átti Hallfreður lengi, en
gaf það á deyjanda degi Hallfreði syni
sínum.
Olvisnautur. — Sverð þetta átti
Gunnar á Hlíðarenda og mun það senni-
lega vera kennt við Ölvi bónda í Hísing,
er styrkti Gunnar til víkingaferða. Er
þó sverðsins hvergi getið fyrr en í
bardögunum hjá Hofi og Knafahólum.
Þá hjó Gunnar stórt með því, enda mun
þetta hafa verið gott vopn, enda þótt
það yrði ekki jafn frægt og atgeirinn.
H vítingur. — Svo hét það, er
Hólmgöngu-Bersi átti, biturt sverð og
fylgdi lyfsteinn. Hafði hann það sverð
borið í mörgum mannraunum.
í hólmgöngunni við Kormák brá hann
Hvítingi fyrir högg, en Sköfnungur sneið
af honum oddinn fyrir framan véttrim-
ina. Gert hefir verið við Hvíting, því
að Bersi hafði hann í hólmgöngunni
við Steinar Sjónason.
Þegar Bersi gekk á hólm við Þorkel
tanngnjóst, hafði hann langt sverð og
biturt. Þorkell kvað sverðið lengra en
lög leyfðu. „Það skal eigi vera“, sagði
Bersi, greip Hvíting og hjó Þorkel
banahögg.
Svo segir í Kórmáks sögu að Bersi
léti fóstra sinn, Halldór Ölafsson pá,
bera Hvíting er hann var 12 vetra gam-
all. Er sennilegt að Halldór hafi fengið
sverðið eftir Bersa.
IVIýrkjartansnautur. — Hákon
konungur góði gaf Höskuldi Dalakolls-
syni sverð það „er til kom hálf mörk
gulls.“ A deyjanda degi gaf Höskuldur
sverð þetta Ólafi pá syni sínum og þar
með giftu sína, því að Ólafur var ekki
borinn til arfs, en Höskuldi þótti vænna
um hann en skilgetna syni sína. Þetta
sverð var kallað konungsnautur.
Annað sverð gaf Mýrkjartan írakon-
ungur Ólafi, og var það nefnt Mýr-
kjartansnautur. Olafur kvæntist Þor-
gerði dóttur Egils Skallagrímssonar og
var brúðkaupsveizlan a Höskuldsstöð-
um. Að þeirri veizlu gaf Ólafur tengda-
föður sínum sverðið Mýrkjartansnaut
„og varð Egill allléttbrúnn við gjöf-
ina.“
Meira segir ekki af sverðum þess-
um.
S krýmir hét sverð Steinars Sjóna-
sonar frá Ánabrekku, „allra vopna
bezt“, segir í Egils sögu. Það varð aldrei
saurugt; fylgdu því og engin vandhaéfni.
Líklegt er, að Önundur sjóni, sem lengi
var í víking, hafi átt sverð þetta og
komið með það til Islands. Eftir hólm-
gönguna við Bersa gaf Steinar sverðið
Kórmáki systursyni sínum og bar hann
það síðan alla ævi. Sagan segir að Kór-
mókur hafi átt fangabrögð við blótrisa
Skota, rann þá Skrýmir úr sliðrum og
gat Kormákur seilst til hans og hjó ris-
ann banahögg. En af þessari viðureign
andaðist Kórmákur og hverfur Skrýmir
sjónum suður í Skarðaborg á Englandi.
— Þess er getið að Kórmákur hafi átt
annað sverð er Vigur hét.
Fetbreiður. Þórólfur sterki Skolmsson
bjó að Myrká í Eyjafjarðarsýslu. Hann
var hirðmaður Hákonar konungs góða
og honum var skipað fram á aðra hönd
konunginum í Fitjaorustu, þar sem
Hákon féll en hélt velli. Frá búnaði Þór-
ólfs í orustunni er svo sagt: „Hann
hafði hjálm og skjöldkesju og sverð
það er kallað var Fetbreiður.“ — Þeir
Þórólfur og konungur gengu fram um
merki og hjuggu til beggja handa. Þar
mættu þeir köppunum Eyvindi skreyju
og Alfi askmanni, frændum Gunnhild-
ar, og féll Eyvindur fyrir konungi en
Alfur fyrir Þórólfi og Fetbreið. —
Þórólfur hefir eflaust haft sverðið með
sér til íslands, en ekki er þess framar
getið.
(jr unnlogi. — Áður en Gísli Súrs-
son færi frá Noregi gekk hann á hólm
við Hólmgöngu-Skeggja í Söxu, út af
því að þeir feðgar vildu ekki gefa
Skeggja Þórdísi Súrsdóttur. Skeggi
hafði sverð gott, er kallað var Gunn-
logi, og er hann hjó hið fyrsta högg
til Gísla gall sverðið hátt við. Þá mælti
Skeggi:
Gall Gunnlogi.
Gaman var Söxu.
En í því hjó Gísli fót af Skeggja og
varð hann að leysa sig af hólmi og fór
til sona sinna tveggja á Flyðrunesi
norður frá Þrándheimi. Þeir synir hans
undu illa málalokum, söfnuðu liði og
komu að bænum Stokkum í Súrnadal,
þar sem þeir Gísli áttu heima. Var það
um nótt og báru þeir þegar eld að bæn-
um og þóttust brenna þar inni hvert
mannsbarn. En Þorbjörn og börn hans
þrjú komust undan. Afréðu þau þá að
flytjast til íslandg. En áður en lagt
væri á haf, fóru þeir norður á Flyðru-
nes, drápu syni Skeggja og síðan hjó
Gísli höfuð af Skeggja. Tóku þeir þaðan
á brott mikið fé og er sennilegt að þar
á meðal hafi verið sverðið Gunnlogi, en
ekki er þess getið.
í Hávarðarsögu ísfirðings er þess get-
ið að Þorbjörn Þjóðreksson á Lauga-
bóli átti sverð, sem Gunnlogi hét, bezt
vopna. Má vera að hér sé um sama
sverðið að ræða, að þeir Súrsfeðgar
hafi fargað því og það komist í eigu
Þorbj arnar. Þegar Hávarður fór til son-
arhefnda, náðu þeir sverðinu og fyrir
því féll svo Þorbjörn, en Hávarður gaf
sverðið Hallgrími Ásbrandssyni frænda
sínum.
F jörsvafnir. — Svo er nefnt sverð
Kára Sölmundarson, en ekki er þess
getið nema á einum stað. Sögðu bænd-
ur þeir, er hittu Kára nýsloppinn úr
brennunni, að hann hefði haft sverðið
Fjörsvafni og hefði blánað annar egg-
teinninn, og þeir haft orð á, að dignað
mundi hafa, En Kári svaraði því, að
hann mundi herða það í blóði Sigfús-
sona og annarra brennumanna. — Vafa-
laust mun Kári hafa eignazt þetta sverð
meðan hann var erlendis, annaðhvort
í orustu, eða þá sem gjöf.
S kefilsnautur. — Eitthver sumar
kom skip af hafi í Húsavík. Það skip
áttu þrír bræður. Vagn hét einn og var
kallaður spjót, annar Nafarr og var kall-
aður sax, Skefill inn þriðji og var kall-
aður sverð. Þeir voru miklir menn fyr-
ir sér. Svo er sagt að hver þeirra bræðra
átti það vopn, sem við var kenndur.
Þeim þóttu þau í bezta lagi sinnar eigu
og létu sér aldrei hendi firr ganga, og
það segja menn, að öll þessi vopn voru
forkunnar góð. — Þeir bræður féllu
allir í bardaga hjá Geirastöðum í Mý-
vatnssveit, og voru þar dysjaðir hver
með sínu vopni. En brátt voru vopnin
sótt í kuml þeirra. Sverðið eignaðist
Þorkell Geirason í Ytri Skörðum. Spjót-
ið Vagnsnaut átti síðar Þorvarður Þor-
geirsson frá Ljósavatni. Saxið var og
tekið upp úr kumli Nafars og þóttu öll
vopnin vera forkunnar góð, sem jafnan
bar raun á, ef þau voru til nokkurs
höfð. — Svo segir Reykdælssaga frá.
Gamlanautur. — Þórður hreða var
þrjá vetur með Gamla konungi Eiríks-
syni. Að skilnaði spretti konungur af
sér saxi, sem hann var vanur að bera
daglega og mælti til Þórðar: „Hér er
eitt sax, er ég vil gefa þér, og ég hygg
að gifta muni fylgja.“ Þetta sax hafði
Þórður er hann og bræður hans drápu
Sigurð konung slefu, og segir sagan að
hann hafi orðið margs manns bani.
Seinna gaf Þórður saxið Eiði Skeggja-
syni fóstra sínum. Eiður sýndi föður
sínum saxið. Skeggi brá því og mælti:
„Auðséð er að þennan grip hafa átt
tignir menn, og er þetta allmikil ger-
semi.“
A tlanautur. — Atli illingur hét
víkingur, er Klaufi böggvir drap í Nor-
Sverð á þjóðminjasafni, m.a. úr Kumlum í Eyjafirði og Bárðardal.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. október 1066