Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 2
Ljósin slokkna í salnum.
Skraf og hlátrar hljóðna.
Tveir geislar beinast að gráklædd-
um manni á sviðinu. Dökkt hárið er
hrokkið og gráýrótt. Yfirvaraskegg-
ið er mikið og svart, — og í annarri
hendi heldur maðurinn á gítar eins
og skóflu.
fjTeorges Brassens (45 ára), fræg-
astur franskra vísnasöngvara síðustu
fimmtán árin, stendur grafkyrr og horf-
ir alvarlegur fram til fólksins, sem
fagnar honum ákaft með lófataki í
nokkrar mínútur. Þegar þögn færist
yfir, setur hann vinstra fótinn upp á
stólsetu, leggur gítarinn á hnéð og fer
að syngja „La premiere fille“ (Fyrsta
stúlkan) í hljóðnemann.
Hann og Juliette Gréco sungu næst-
um daglega allan októbermánuð sL í
Théatre Nationale Populaire (TNP) í
París, og komust miklu færri að en
vildu til þess að hlusta á söng þeirra.
Það er sjaldgæft, að vísnasöngvari njóti
samfellt svo mikilla vinsælda í heil
fimmtán ár, að hann sé allan tímann
„á toppnum", eins og sagt er á „skemmti
kraftamáli", en sú er staðreyndin um
Georges Brassens. Oftast minnir ferill
vísnasöngvara á dægurflugur eða
dægurlagasöngvara. Brassens yrkir
sjálfur ljóðin, sem hann syngur. Þau
eru á tæru og eðlilegu máli, stundum
angurvær, stundum beizkleg, og lögin,
skemmtileg og oft hreinlega heillandi,
semur hann líka sjálfur. Þetta tvennt
skýrir vinsældir hans að nokkru, og
við þetta bætist röddin, hreimfögur en
eilítið hás.
Franska þjóðin hrífst af söngvum
hans, og hljómplötur hans hafa einnig
selzt mikið erlendis; einkum hafa lög-
in Porte das Lilas, Górillan, Græni
bekkurinn og Stefnumót við þig orðið
vinsæl utan Frakklands.
M argir hafa reynt að skýra hinar
gífurlegu vinsældir hans meðal frönsku-
mælandi manna. Þótt viðurkennt sé,
að vísur hans séu vel ortar og skemmti-
legar, lögin lipur og leikandi, og söng-
urinn allgóður, finnst mönnum, að eitt-
hvað vanti í skýringuna. Sumir segja,
að vinsældagaldurinn felist í uppreisn-
arandanum, sem einkenni ljóð hans
(Brassens er yfirlýstur anarkisti), því
að einhver uppreisnarspíra leynist með
öllum mönnum. Aðrir segja, að vin-
sældirnar stafi að talsverðu leyti af
því, að hann er ólíkur öðrum lista-
mönnum. Hann er ekki upp á heiminn;
býr ekki í synd með ljóshærðri sýning-
arhofróðu, stundar ekki næturhrjúkólfa,
mætir ekki við frumsýningar í kvik-
myndahúsum og á hvorki Alfa Romeo-
bíl né kastala á Spáni. Hann býr einn
með sjálfum sér, eins og hann segir,
ásamt gítarnum, hundi, ketti og há-
aldraðri ráðskonu.
Þegar Brassens syngur og leikur inn
á hljómplötur, notar hann hvorki berg-
málsáhrif (,,ekko“), aðstoðarhljómsveit
né „play back“. Honum til aðstoðar eru
einungis einn gítarleikari og einn bassa-
léikari.
Hann á heima í fremur lítilli íbúð
•ií'WKóWWIWX'X'Kí'íWWXí
í, ,v - * * '
TOUiUllirt —......................
' 4
wm.
:ýi±rs.JftWírW
'■ýý.-ýy.-ý.-y.-
mm
IIIilI
lilllil
1111
wm
lllll
iip
IIIII
Georges
Brassens
í bakhúsi í XIV. hverfi í París, þar sem
hann sér yfir Montparnasse-kirkjugarð-
inn, en auk þess á hann sumarbústað
í sveitaþorpinu Crespieres, 30 km. fyrir
utan borgina. Ráðskona hans, Jeanne
Plance, er um áttrætt, og um hana syng
ur hann í laginu „Jeanne“.
B rassens hefur engan áhuga á
munaðarlífi, eins og að framan greinir.
Aðalmáltíð dagsins er oftast stórt fat
af soðnum kartöflum með baunum og
ódýru rauðvíni. Hann er fremur feim-
inn og kvíðir alltaf fyrir því að þurfa
að koma fram á sviði. Honum fellur
það illa, ef fólk þekkir hann á götu og
biður um eiginhandaráskrift, enda seg-
ist hann sakna þeirra daga, þegar hann
gat gengið óþekktur um götur Parísar
með hundinn sinn. Hins vegar kveðst
hann ánægður yfir því, að hafa nú
nægileg auraráð til þess að geta gefið
hundinum og kettinum sæmilega fæðu,
keypt bækur eins og hann lystir og boð-
ið hinum fáu vinum sínum upp á glas.
Þótt merkilegt sé, hefur almehhlhgúr
ekki mikinn áhuga á einkalifi hans.
Georges Brassens hefur verið kallað-
ur trúbadúrinn einmana. Söngvar hans
eru ýmist þunglyndislegir eða léttúð-
ugir, og þeir fjalla um mennina, strit
þeirra og áhyggjur eða gleði, um ást-
ina, tímann, sem líður alltof hratt, —■
lífið og dauðann. Mennirnir, sem hann
syngur um, eru oft flækingar, fyllibytt-
ur og gleðidrósir, — eða þá lítill flautu-
leikari. Hann gerir engan betri en hann
í rauninni er, dregur ekki fjöður yfir
veikleika og bresti mannanna, en lætur
áheyrendurna samt hrífast af þeim og
þykja vænt um þá. Brassens segir, að
þjóðfélagið eigi að vera nógu stórt til
að rúma alla, líka þá, sem vilja fara
sínar eigin götur.
S jálfur er hann dæmigerður ein-
staklingshyggjumaður. „Ég verð að hafa
frið fyrir öðru fólki“, segir hann. „Ég
á afar erfitt með að lifa í hópi, enda
hef ég búið mér til minn eigin heim,
lítið leikhús, þar sem ég kem fram og
hlusta á hvíslarann lesa upp einka-
heimspeki mína. Ég syng samt um
raunveruleikann, en breyti honum dá-
lítið. Ég blanda saman eðlisþáttum úr
nokkrum persónum, sem allar eru
raunverulega til, svo að allt er þetta
á vissan hátt satt. Hluti af sjálfum mér
er líka í öllum persónunum“.
B rassens er fæddur í borginni
Sete við strönd Miðjarðarhafs árið 1921.
Atján ára gamall fór hann til Parísar
til þess að lesa lög, en um þetta leyti
skall heimsstyrjöldin á. Komst þá los
á líf hans, og í stað þess að lesa laga-
doðranta og sækja tíma fór hann að
stunda veitingahúsin af miklu kappL
Hann skrifaði annað veifið í blað, sem
anarkistar gáfu út, en mestum tíma sín-
um varði hann til lesturs. Þá þegar var
hann farinn að yrkja. Hann segist enn
vera anarkisti að pólitískri sannfær-
ingu, þótt annars sé ekkert „absolut“
í lífi sínu. Árið 1942 gaf hann út fyrstu
ljóðabók sína (A la Venvole), og hlaut
hún slæma dóma. „Samt hélt ég þá,
að ég væri snillingur“, segir hann. Ar-
ið 1953, tveimur árum eftir að hann fór
að syngja opinberlega, kom út kvæða-
bókin „Kraftaverkaturninn“ (La Tour
des Miracles) og 1954 þriðja ljóðabókin,
„Illt orð“ (La mauvaise réputation).
Þessar þrjár bækur sýna vel þróunina
í kveðskap hans frá alvarlegum og
stundum þunglamalegum kvæðum til
lipurlegra söngvísna. 1951 hóf hann
söngferil sinn í veitingahúsum á Mont-
martre í París, en brátt lá leiðin til
Montparnasse. Aður en hann vissi af,
var hann orðinn yndi og eftirlæti allra
Frakka og hljómplötur hans farnar að
seljast í stórum stíl.
Hann hefur alltaf verið mesti lestrar-
hestur, og eftirlætishöfundar hans eru
Baudeiaire og Paul Valéry, enda kann
hann flest ljóða þeirra utanbókar. Hann
dáist mjög að Francois Villon, eins og
auðséð er af áhrifum Villons á kveð-
skap hans. Hann hefur aldrei lært að
leika á gítar nema af sjálfum sér, en
Framhald á bls. 10
Framkv.stj.: Sigfus Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Krlstinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Utgefandi: H.t, Arvakur. Reykjavilc.
20. nóvember. 1966
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS