Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Side 11
„í>AÐ er rangt gagnvart Marx-Leninismanum og í andstöðu við díalektikina að segja að engar andstæður séu í sósíaiistisku þjóðfélagi. Hvernig gæti svo farið a'ð engar andstæður væru? Það munu stöðugt finnast andstæður, eftir þúsund ár, tóu þús- und ár eða jafnvel hundrað milljónir ára. Andstæður munu vera í alheiminum, jafnvel eftir eyðingu jarðar og slokknun sólar. Allir hlutir eru í straumi andstæðna, baráttu og breyt- ingar. Þetta er sú Marx-Leninisitiska heimsskoðun. Eðli Marx- ismans er gagnrýni, barátta og bylting. Þetta eitt getur að staðaldri knúð áfram sósíalistiskt málefni vort. Mao formaður vitnar oft í oi'ðtakið: „Tréð vill e.t.v. helzt vera í ró, en vind- inn vill ekki lægja", til þess að tjá oss að stéttabaráttan sé hlutlæg, óháð mannlegum vilja. Borgarastéttirnar vilja daglega hafa áhrif á oss og spilla oss. Sú barátta, sem nú er í gangi, er eingöngu fram knúin af fulltrúum borgarastéttanna. Auk þess hafa þær undirbúið hana og barizt -fyrir henni árum saman. Vér getum ekki und- an henni komizt, þótt vér gjarnan vildum. Berjist þú ekki gegn honum, berst hann gegn þér. Sláir þú ekki hann, slær hann þig. Þurrkir þú ekki hann út, þá þurrkar hann þig út. Þetta er stéttabarátta upp á líf og dauða. Það er hættulegt að glata árvekni sinni í slíkri baráttu. Svo segir Mao formaður: Þegar vér viðurkennum að það efnislega í þróun sögunnar ákvarðar það aiídlega, og sam- félagsleg vernd ákvarðar samfélagslega vitund, viðurkennum vér einnig — og verðum í sannleika að viðurkenna — endur- verkan andiegra hluta á efnislega hluti, (endurverkan) sam- félagslegrar vitundar á samfélagslega verund og (endurverk- an) yfirbyggingarinnar á fjárhagsgmndvöllinn“. (KmRb. 2/6 66). í ofanskráðri hugsjónagrein úr menningarbaráttunni er að finna kjarna Maoismans, sem er nálega eins og kjarni Stalin- ismans í þeim frægu fjórum setningum, er Stalin sauð upp úr sextán kjarnasetningum Lenins. Er hér að finna þá frægu kenningu um breytinguna og strauminn, sem kenna má allt frá Demókrítosi og Herakleitosi, andstæðurnar frá Hegel, víxl- áhrifakenninguna frá Feuerbach o.s.frv. En hér vantar eitthvað, því menn geta verfð fluxionalistar og notað dialektik án þess að vera Marxistar. Það sem vantar, segja Marxistar oss ekki, og vilja helzt ekki að vér segjum oss sjálfir lieldur. Miklu frem- ur vilja þeir að vér „sofum undir messunni“ (enda gera það margir nú, þegar hún er flutt á bezta svefntíma ails þorra manna), sofum meðan þeir kippa grundvellinum undan borg- aralegri hugsun og tilveru. Vér þurfum að koma auga á þann Mikla Marxista, því að hann er öðru vísi en aðrir menn. Þótt mannlegur vilji ráði engu, þá má MM útrýma öllu sem hann vill, t. d. borgurum og allri þeirra menningu, lögum, háttum, listum, venjum, hugsun, trú og tilbeiðslu venjulegs vestræns þjóðfélags, auk allra „hættulegra manna“. Og það sem meira er: MM tekur sér einn- ig rétt til að drepa alla aðra Marxista, sem lenda í hægri villu eða vinstri villu, alla sem ekki eru á eigin línu. Eins og lærður maður í útlandinu sagði nýlega: Engir hafa drepið jafn marga kommúnista og kommúnistar sjálfir. Hvernig stendur þá á MM? Hvernig er hans genesis, 'hvernig er hann til kominn? Reynum að læra af lærisveinum hans. Þeir ættu manna bezt að þekkja meistara sinn. MM hlýtur samkvæmt þeirra vitnisburði a’ð vera útvalinn, vera ljós fyrir lýðinn, sendiboði sannleikans, og hugsun hans ljós og athvarf annarra manna. Hann er hinn hæfasti meðal þeirra hæfu (the fittest of the fittest), réttlætið holdi klætt, hin skapandi þróun sjálf (creative evolution). Hann getur ekki komizt hjá því að njóta dýrk- unar fylgismanna sinna, enda játa þeir afdráttarlaust að eng- inn annar sé guð, og þeim leyfist ekki að dýrka neitt annað. Hvað sem menn segja um ailar breytingar og allan straum í aiheiminum, þá er MM ein óvinnandi borg, hugsun hans óhagg- anleg og óskeikul og hana þarf ekki að rökstyðja, því hún er komin frá MM. Allir sem eru honum andstæðir, eru demónar í hjarta sínu, úlfar eða ófreskjur, meindýr og illiþýði, sem ber að útrýma, svo sem lesa má út úr vitnisburði lærisveina hans í blöðum margra landa. Vitnisbur'ður lærisveinanna iim MM fær á sig meiri og meiri átrúnaðarblæ efitir því sem stundir líða. Svo segja oss fróðir menn. En hann gæti einnig verið útvalinn af öðrum en sjálfum sér og fylgismönnum sínum, útvalinn til að binda endi á tiltekið söguskeið og lifnaðarhætti manna, sem svikið hafa sjálfa sig og sofnað djúpum svefni í nautnahyggju og spillingu. Útval- inn til að sópa af skákborði sögunnar fráföllnum lýð, sem hef- ir troðið helgustu verðmæti sín niður í sorp, kastað perlum sínum fyrir svín og élur börn sín upp á molum, uggum og roð- um af því, sem einu sinni var menning. Því innan um drembi- lætið og stóryrðin hjá lærisveinum hans leynist dulin vizka um iögmál lífsins og talsverður næmleiki fyrir þeim hættum, sem leiða menningu til glötunar. Þeir vita að æskulýður alinn upp við klám og glæpi, kröfugerð, kynóra og græðgi verður ekki að sigursælli þjóð. MM gæti á dulinn hátt og oss óskiljanlegan verið útvalinn í þeirri merkingu sem spámenn og postular tala um „opin- berun reiðinnar" — það er til opinberunar reiði Guðs yfir óguðleika oig rangsleitni þeirra manna, sem drepa niður sann- leikann með ranglæti (Róm. 1, 18). Þannig hafa reikningsskil áður komið í sögunni þegar tíminn var fullnaður. Chiang Yee: The Chinese Eye. London 1961. XVI-269 s. I Kína, að minnsta kosti fyrr á árum, táknaði orðið listamaður bæði skáld og mál- ara, og höfundur þessarar bók- ar er hvort tveggja. Hann sér því og skynjar hin nánu tengsl, sem eru á milli heimspeki, trú ar, ljóðs og málaralistar. Þó allmikið hafi verið ritað um kínverska málaralist á enska Nokkrar nýkomnar erlendar bækur i Rorgarbókasafni Reykjavíkur tungu, er þetta það fyrsta, sem ritað er af kínv. lista- manni. Godden, Jon and Rumer: Two Under the Indian Sun. N.Y. 1966. (12)-f 210 s. Bernskuminningar tveggja systra, sem báðar eru rithöf- undar. Árið 1914 sneru þær aftur til Austur-Bengal eftir ársdvöl í London. Þá voru þær aðeins 6 og 7 ára að aldri og bókin fjallar um næstu fimm árin af ævi þeirra, þegar tit- veran var örugg og allir hlut- ir það, sem þeir virtust vera“ Hamm, Peter: Aussichten. Múnchen 1966. 361 s. Úrval úr ljóðum áttatíu ungra þýzkra skálda, sem öll eru fædd á tímabilinu 1930- 1946. Peter Hamm tók saman og ritar einnig eftirmála, sem hann nefnir: Die Wiederent- deckung der Wirklichkeit. Jennett, Séan: The Making of Books. London 1964. 480 s. Bók þessi fj’allar um alla þætti í gerð bóka: pappír, prent un, skreytingu, band og allt útlit, bæði hið ytra og innra. Oldenbourg, Zoé: The Crusad- es. Anne Carter þýddi á ensku N.Y. 1966. XVIII-650 s. Greinagóð lýsing á krossferð unum, aðdráganda þeirra og áhrifum. Stjórnmálaástandinu í ríkjunum fyrir botni Mið-' jarðarhafs er lýst ítarlega og saga krossfararíkisins í Gyð- ingalandi er rakin frá * upp- hafi og allt til endaloka. Shapley, Harlow: Utblick frán en fjárran stjárna. Lo Há- kansson þýddi á sænsku. Sth 1965. 210 s. Vasabrot. Höfundur, sem er einn fræg asti stjarnfræðingur heims og einkum kunnur fyrir rannsókn ir sínar á stjörnuþokum, er of kunnugur í himingeimnum til að álíta, að ekki sé líf á öðrum stjörnum en okkar. Við erum ekki annað en íbúar einn ar af minni stjörnunum og þurfum að gæta okkar vel, til að ekki sannist á okkur, að við séum ein af hinum mis- heppnuðu tilraunum náttúr- unnar, sem steypir sér sjálf út í eyðinguna. Sitwell, Editli: The Queens and the Hive. Harmondsworth 1966. 521 s. Vasabrot. Ríkisstjórnarár Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar eru einn litríkasti kafli í sögu Eng lands. Ljóðskáldið og ritsnill- ingurinn Edith Sitwell lýsir hér mætti og dýrð, eymd og volæði þessa stórbrotna tíma bils. Bókin kom fyrst út 1962. E.H.F. THEV CAN LAUGH A<3 /VUJCHASTHEY UKE -BUTIFTHEVTHINK ~7 ÍM GOIN' T' SLEEP Y IN A WET CAR , THEV'RE MISTAKEN Þeir mega hlæja eins og þeim sýnist — en ef þeir halda að ég ætli að fara að sofa með blauta húfu, þá skjátlast þeim! (heh.'heh.'heh7) \ 1 3 " > ' - -- I 20. nóvember 1968 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.