Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Side 8
ábyrgð vor Æskan og Eftir dr. Matthias Jónasson r m- Eg hefi nú rakið í nokkrum dráttum forsendur þeirrar upplausnar myndugleikans, sem orðið hefir tvo síðustu áratugina í uppeldisaðstöðu foreldra til ungl- inga á gelgjuskeiði. Jafnframt hefi ég aðeins drepið á þær örlagaríku afleiðingar, sem framhald í sömu átt hlyti að hafa fyrir menningu okkar. Nú mun ég víkja að þeim úrræðum, sem mér virðast vænleg- ust til þess, að við náum aftur öruggum tökum á uppeldi unglinga. Við getum að sjálfsögðu ekki horfið aftur í tímanum, eins og tveggja ára- tuga þróun væri upphafin, og við mun- um því ekki ná í bráð jafn traustum myndugleika yfir unglingum og tíðk- aðist á gelgjuskeiði okkar, sem náð- um fullorðins aldri fyrir heimsstyrj- öldina síðari. Samt má heimilið ekki sleppa tilkalli sínu til myndugleika. Ef foreldraheimilið ætlar sér að verða jafn virkur aðili í uppeldi unglinga og það hefir löngum verið í uppeldi ungra barna, þá þarf það að leita samvinnu við aðrar uppeldisstofnanir, framar öllu skóla og kirkju. Þessir þrír aðiljar þurfa að verða samtaka í uppeldi ungl- inga, og öll þurfa þau að leggja sig betur fram en verið hefir um hríð. Heimilið þarf að endurskoða uppeldis- hlutverk sitt í ljósi breyttra samfélags- aðstæðna, það þarf að keppa og berj- ast um unglinginn við þau öfl, sem í fjárgróðraskyni vilja festa með honum hættulegar venjur. Heimilið hefir fram að þessu verið furðulega óvirkt gagn- vart þeim öflum, sem vinna gegn upp- eldisviðleitni þess. Hér þarf að taka ákveðnari afstöðu. Foreldrar verða að skilja, hvað í húfi er, og sporna hvert um sig og í skipulegum samtökum gegn þeirri viðleitni gróðahyggjunnar að æsa upp hjá börnum og unglingum skefjalausa nautna- og skemmtanafíkn. E innig skólinn þarf að endur- skoða hlutverk sitt. Honum dugir ekki lengur að einskorða sig við miðlun þekkingar í ninum hefðbundnu náms- greinum. Góð kennsla og leiðsögn í námi hefir vitanlega alltaf menntandi áhrif og mannbætandi á unglinga, en auk hennar verður skólinn samt að leggja sérstaka rækt við persónuþroska einstaklingsins og skilning hans á því samfélagi, sem hann lifir í, á að taka í arf og skiía að lokum af sér sem arfi til næstu kynslóðar. í raunhæfu félags- fræðanámi, sem risti eitthvað dýpra en að gefa einfaldar skýringar á stjórn- skipulagi landsins og almennum fund- arsköpun myndi unglingurinn kynnast á hlutlægan hátt þeim andstæðu öflum, sem rekast á og valda togstreitu innan samfélagsins. Við það myndi ábyrgð- arvitund unglingsins skýrast, og hann yrði sjálfstæðari og öfgum og dægur- tízku því ekki jafn auðfengin bráð og nú gerist víða. Þannig yrði hann betur búinn undir hlutverk sitt sem fullgild- ur þjóðfélagsþegn. Með tilliti til mann- dóms og félagsþroska ungmenna ber að skipuleggja skólanám þannig, bæði að efnisVali og kennsluaðferð, að æsk- an læri snemma að bera ábyrgð á sjálfri sér, námi sínu og hegðun, bæði í skóla og utan hans. Til þessa kann allróttæk breyting á námstilhögun að reynast nauðsynleg. Hún er krafa tímans og skólinn má ekki skjóta sér undan henni lengur. Gegnum fermingarundirbúninginn stendur kirkjunni opin leið til sterkra áhrifa á unglinga á viðkvæmu mót- unarskeiði. En trúfræðsla er vanda- samt verk, ef hún á að vera meira en viðbót við aðra bókvizku. Henni er ætlað að gera unglingnum trúarboð- skap Krists ljósan að því marki, að hann megni að staðfesta trúarheit sitt af skilningi og í alvöru. Ferming hér á landi mun nú algeng- ust í byrjun gelgjuskeiðs, á því vori, sem barnið nær 14 ára aldri á árinu og á eitt ár eftir af skyldunámi. Það verður að teljast mjög vafasamt, að ungmenni á þessum aldri sé fært um að staðfesta trúarheit sitt, nema með vörunum einum og að ytra formi. Það á fyrir sér á næstu árum að taka örum sálrænum breytingum og á margan hátt væri æskilegt, að það nyti fermingar- undirbúningsins einmitt á því sama skeiði, bæði vegna hins siðgæðislega stuðnings, sem í honum á að felast, og til þess að skapgerð ungmennisins mót- izt undir áhrifum hans á breytinga- skeiðinu. Fylgir ekki hinum lága ferm- ingaraldri, sem nú tíðkast, sú hætta, að trúfræðslan risti ekki djúpt, að áhrif- in máist fljótt út, svp að fermingin verði barninu eins konar „burtfararpróf“ úr kirkjunni", eins og prestur, sem hefir langa reynslu af kirkjulegri æskulýðs- starfsemi í Reykjavík, komst nýlega að orði? Að minnsta kosti er hér um mikið vandamál að ræða, ekki sízt vegna þess hversu trú og siðgæði eru samþætt í kristnum sið. ÍKirkjan þarf að leita nýrra leiða. Ef henni er alvara með að innræta unglingum trú og veita þeim handleiðslu Síðari grein til að vaxa inn í kristinn söfnuð og kristilegt siðgæði, þá má hún ekki hopa fyrir erfiðleikum gelgjuskeiðsins. Ein- mitt þá, þegar andstæð þróunaröfl svipta unglinginn öryggiskennd bernskunnar, þegar sálarlíf hans verður honum sjálf- um ráðgáta, þegar skilningur hans opn- ast fyrir andstæðum hugsjóna og raun- veruleika í samfélaginu, fyrir misræmi þess, sem er, og hins, sem ætti að vera, — einmitt á þessu skeiði þarfn- ast hann meir en nokkru sinni annars truarlegrar handleiðslu og siðgæðisfræðslu. Margt bend- ir líka til þess, að hann sé opinn fyrir siðgæðisáhrifum á þessu skeiði, enaa þótt ýmsir erfiðleikar séu á því að nálg- ast hann. Kirkjan verður að mínu áliti að grafa til grunns um það, hvort húa telur sér fært að túlka siðgæðisboð- skap kristindómsiris sérstaklega fyrir unglingum á þessu umbrotaskeiði: Ef hún hopar frá því, verður ríkið að efna til skipulegrar siðfræðslu í skólum og skilja hana-þannig frá trúfræðslu í þrengri merkingu. Ferming á mótum bernsku- og ungl- ingsára styður að því ásamt öðrum sam- félagsaðstæðum, að ungmennum í byrj- un gelgjuskeiðs finnst þau vera full- orðin og mega uáða sér sjálf. Þannig leggjast mörg öfl á eina sveif. Eins og fræðslualdur unglinga er lögbundinn hér á landi nú, virðist mér æskilegt, að ferming fari ekki fram fyrr en á því ári, sem unglingar ljúka skyldunámi, og þó fremur að hausti en vori það ár. Prófannir falla ekki vel við það hug- arfar, sem ætti að fylgja fermingu. Eg tel ennfremur æskilegt, að fermingar- undirbúningur dreifist á bæði unglinga- skólaárin. Allt eru þetta atriði almenns og lögbundins skipulags, því' að fæstum foreldrum er fært að taka barn sitt út úr og halda því utan við fermingar- tízkuna. IV. Þ ó að ég hafi hér rætt um þrjá aðilja, heimili, skóla og kirkju, sem hafa ættu forgöngu um lausn þess vanda, sem uppeldi unglinga stefnir nú í, þá er nauðsynlegt að stjórnarvöld landsins gefi honum meiri gaum en verið hefir. Fyrst og fremst þarf að bæta fræðsluskilyrðin. Óviðunandi þrengsli í mörgum skólum, svo að tví- setja þarf í kennslustofur, venja börn og unglinga á ráp frá heimili sínu á öllum tímum dags. Þetta þarf að ger- breytast. Skóladagur hvers barns á að byrja að morgni og honum á að lju.a um og eftir hádegi, eftir aldri nemenda, svo að þeir geti lokið heimanámi sínu á venjulegum dagvinnutíma. Vinnusál- fræðileg rök, sem þó er ekki tóm til að ræða hér, mæla sterklega gegn því, að daglegur námstimi unglinga, kennsiu- stundir og heimanám samanlagt, fari fram úr venjulegum vinnudegi eða liggi utan hins almenna dagvinnutíma. Hinn óreglulegi og ofhlaðni vinnudagur nem- andans á sinn þátt í að uppræta ungl- inginn úr jarðvegi heimilisins. í öðru lagi verður hið opinbera að takmarka frelsi þeirra aðilja, sem auðgast á þvi að venja börn og ungl- inga á óhollar og hættulegar nautnir. Sérstaklega ber að sporna við því með öllum tiltækum ráðum, að ungmennum sé veitt, afhent eða selt áfengi, fyrr en þau hafa að minnsta kosti náð þeim aldri, að slíkt sé leyfilegt að lögum. Því má aldrei gleyma, að nautnatízk- an er mörgum unglingi knýjandi hvöt til að leggja út á afbrotabrautina, og að það er framar öllu áfengið, sem brýtur niður siðferðilegan viðnámsþrótt hans. Afbrotin kosta ríkið miklu meira fé en skynsamlegar verndarráðsstafan- ir til handa börnum og unglingum myndu gera, — að ekki sé minnzt á manndómstjón og annað böl, sem af áfengisnautn og afbrotum leiðir. E g ætla mér ekki að ræða liér þær breytingar, sem ég tel nauðsynlegt að gera í fræðsluskipan okkar, svo að hún beri þann árangur í menntun og manndómsþroska, sem við teljum naub- synlegan. Breyting á grundvallaratriðum fræðslukerfisins er flókið mál og þarln- i.— ,, . 20. nóvember 1966 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.