Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 6
hann vildi fá birtar vestan járntjalds og
spurði hvort við vildum veita honum
liðsinni. Ég tók líklega í það, og var
fastmælum bundið og ég hitti hann fyr-
ir utan hótelið klukkan ellefu kvöldið
eftir. Inn í bygginguna fékk hann ekki
að koma. Síðan kvaddi hann og sneri
sér að árennilegri viðskiptavinum.
Við íslenzku blaðamennirnir vorum
ekki meira en svo trúaðir á, að unga
manninum væri alvara, en ekki sakaði
að bíða átekta. Kvöldið eftir sátum við
að snæðingi í hótelinu um ellefuleytið,
og skrapp ég út fyrir á tilsettum tíma.
Mannmargt var fyrir utan eins og
endranær, hópar fólks á víð og dreif
1 samræðum, en álengdar stóðu þung-
búnir lögregluþjónar og fylgdust með
því sem fram fór. f einum hópnum kom
ég auga á kunningja okkar þar sem
hann skrafaði við hláturmilda ítali.
Ég gekk hjá hópnum og hélt í áttina
til götunnar og að vörmu spori kom
ungi maðurinn í humátt á eftir mér.
Þetta var allt ákaflega dularfullt. Hann
dró mig afsíðis, úr augsýn lögreglunn-
ar, kvaðst vera með tvær sögur og
spurði hvernig ég gæti fengið þær
þýddar. Ég kvaðst þekkja íslendinga
sem kynnu rússnesku. Þá kom það allt
I einú upp úr dúrnum, að hann var
ekki höfundur sagnanna. heldur vinur
hans sem stóð álengdar úti á götunni
og vildi ekki koma nær. Ungi maður-
inn hljóp nú yfir til hans og töluðu
þeir saman drykklanga stund. Síðan
kom hann aftur, afhenti mér lítinn
velktan böggul og bað mig að koma
sögunum á framfæri vestan tjalds. Að
skilnaði gaf hann mér forkunnarfagran
gamlan rússneskan kross og bað mig
vel að lifa.
Ég fór aftur inn í matsalinn þar sem
félagar mínir biðu málalokanna eilítið
spenntir. Þegar þeir sáu böggulinn lá
málið ljóst fyrir. Á ferðalaginu um Sov-
étríkin hafði ég sögurnar í lítilli hand-
tösku sem ég bar að jafnaði, og vorum
við stundum að gantast með þá hug-
mynd, hvað verða mundi ef farangur
okkar yrði grandskoðaður. Til þess
kom vitanlega ekki, þar sem við vor-
um gestir opinberra samtaka og með-
höndlaðir eins og diplómatar.
Eg veit jafnlítið um höfund smá-
sagnanna og þegar ég tók við þeim í
Moskvu, en mér skildist að hann fengi
þær ekki birtar í Sovétríkjunum, þó
þær feli ekki í sér neina beina ádeilu.
Astæðan mun vera sú að tónninn í þeim
er ekki „réttur“, þær eru „neikvæðar“,
lofsyngja ekki sovétskipulagið og fela
jafnvel í sér óbeina gagnrýni á viss-
um þáttum þess. Valery Tarsis, sem
hér var í sumar leið, las sögurnar og
kvað þær vel skrifaðar. Sama sinnis
var félagi hans, Lev Rahr, og hefur
hann fengið leyfi til að birta þær á
rússnesku í bókmenntatímaritinu
„Graní“, sem gefið er út í Þýzkalandi.
Fyrir almenningssjónir koma þær samt
fyrst í Lesbókinni í dag og á sunnudag-
inn í þýðingu Arnórs Hannibalssonar.
V ladimír Gorjúskín er ungur
maður og sennilega lítið sem ekkert
þekktur í heimalandi sínu. Þó hef ég
fyrir satt að hann sé tengdur hinum svo
nefndu SMOG-samtökum í Moskvu,
sem hafa haft sig talsvert í frammi að
undanförnu, m.a. í sambandi við rétt-
arhöldin yfir þeim Daníel og Sinjavskí.
SMOG er eins konar samband ýmissa
hópa ungra rithöfunda og menntamanna
sem rekið hafa bókmenntalega neðan-
jarðarstarfsemi í Sovétríkjunum und-
anfarinn áratug. Hafa þessir hópar gef-
ið út tímarit, bæklinga og bækur sem
dreift hefur verið frá manni til manns.
f Leningrad var einn slíkur hópur af-
hjúpaður af leynilögreglunni í nóv-
ember 1965, og áttu þar hlut að máli
250 ungir menntamenn og rithöfundar.
Hafði hann gefið út tvö eintök af tíma-
riti sem nefndist „Kolokol“ (Bjallan),
og voru stúdentar við efnafræðideild
Leningrad-háskóla þar í broddi fylking-
í minningu
Vilborgar Karelsdóttur
Eftir Gubmund Boövarsson
Þú kvaddir þegar dagur birtu brá
og blómin hættu að anda
og okkar sumarfuglar flugu hjá
á ferð til suðurlanda
og yfirgáfu heiði og lágan lund,
sín ljúfu hreiðurkynni,
víst kvöddu þeir, og þó um litla stxmd,
en þú í hinsta sinni.
Nú skautar brúnum fjalls hinn fyrsti snær
með fölvu líni sínu,
og gulu laufi svifar svalur blær
hjá sumarhúsi þínu,
og skuggasúgur svörtum runnum frá
um sölnað rjóðrið líður.
Þar inni heyrist haustið streng sinn slá,
það haust, sem allra bíður.
Það rifjast upp, sem eitthvað létt og hlýtt
og ofar snjó og frosti,
hvað klettagjögrið, grænum skógi prýtt,
við gestum þínum brosti,
hvað stolt og vonglöð birkihríslan bar
sín blöð í angan sinni,
Jpín móðurást til alls sem fagurt var
og óx í návist þinni.
Ög því skal ljúft, sem hitt, að heilsa fyr
af hjarta góðum vini,
að syngja lágt við sínar bæjardyr
einn söng í þakkarskyni,
og ég skal hugumheilar kveðjur tjá
frá hverjum sumargesti,
frá gráum borgarhamri og hríslum smá
og huldubarni og þresti.
Lát, gamla harpa, hljóma mjúkan slátt,
þó haustsins fáni blakti,
svo hjörtun okkar taki í tryggð og sátt
þann trega, er dauðinn vakti, —
því minning björt um burtu horfinn vin
er blóm á okkar vegi,
og hverja stund hið milda morguskin
sem myrkrið sigrar eigL
ar. Leiðtogi hópsins var dæmdur í sjö
ára fangelsi, en átta samverkamenn
hans — þeirra á meðal tvær konur —■
hlutu tveggja til fimm ára fangelsis-
dóma.
SMOG-samtökin virðast hafa verið
mynduð einhvern tíma á árinu 1965,
og- starfa nú „deildir" úr þeim í ýmsum
stærri borgum Sovétríkjanna, en mið-
stöðin mun vera í Moskvu. Hér er um
að ræða unga menntamenn, rithöfunda
og myndlistarmenn sem berjast fyrir
auknu skoðana- og tjáningarfrelsi.
Þetta eru hugsjónamenn sem fórna ýms-
um fríðindum hins sovézka þjóðfélags,
svo sem skólagöngu og atvinnuöryggi,
til að verja þau grundvallarmannréttindi
að fá að hugsa, tala og skrifa eins og
samvizkan býður þeim. Samtökin hafa
tvisvar efnt til mótmælaaðgerða sem
vöktu allmikla athygli, en sovézk blöð
hafa leitazt við að þegja allt slíkt í hel.
að sem er kannski merkilegast
við SMOG er, að samtökin hafa koll-
varpað ýmsum gamalgrónum hugmynd-
um um hvað sé hægt að gera í sovézku
þjóðfélagi og hvað sé óframkvæman-
legt. Skipulag samtakanna er sagt
snilldarlegt, og á leynilögreglan enga
leið til að gera út af við þau. Hér er
um að ræða samtök fólks sem er í mjög
lauslegum tengslum, er sífellt breytast
og laga sig að aðstæðum. Það sem teng-
ir fólkið saman eru svipuð viðhorf til
menningar og persónufrelsis. Samtökin
hafa gefið út talsvert magn af bókum
og tímaritum um allt landið, og í janúar
1966 gerðist sá óvænti atburður, að
Sovézka rithöfundasambandið bauð
völdum hópi SMOG-meðlima til fundar.
Lögreglan hefur hvað eftir annað hand-
tekið menn úr samtökunum, en sleppt
flestum þeirra aftur.
Þó mótmælaaðgerðir SMOG-samtak-
anna hafi ekki vakið verulega athygli,
t.d. í sambandi við réttarhöldin yfir
Daníel og Sinjavskí, og ekki hlotið víð-
tækan stuðning stúdenta eða mennta-
manna, njóta samtökin samúðar margra
menntamanna af eldri kynslóð ekki síð-
ur en þeirri yngri. Og einnig er vert að
hafa hugfast, að mótmælaaðgerðir
þeirra marka söguleg þáttaskil í landi
þar sem hvers konar opinber mótmæli
hafa verið óhugsandi í fjóra áratugi.
E nginn veit með vissu hvaða hlut-*
verki SMOG-samtökin eiga eftir að
gegna í Sovétríkjunum eða hvernig þau
muni þróast í framtíðinni. Það veltur
á ýmsum ytri aðstæðum og annarri
þróun þjóðfélagsins. En samtökin hafa
orðið til að stappa stálinu í marga unga
hugsj ónamenn og leysa úr læðingi öfi
sem. kynnu að valda miklu um farnað
sovézku þjóðarinnar á komandi áratug-
um. Þegar rödd frelsisins er á annað
borð tekin að heyrast er erfitt að kæfa
hana — nema með afturhvarfi til tíma
sem allir Rússar hugsa til með hryll-
ingi, hvar í flokki sem þeir standa.
HAGALAGÐAR
Hún skal hírast hjá mér
Sr. Benedikt Hannesson prestur í
Miðdælaþingum var kvæntur Þórunni
Ólafsdóttur sýslumanns Árnasonar.
Áður en hann giftist hafði hann ráðs-
konu, sem gjarna vildi eiga hann. En
það var að áliðnu sumri, að hann
hafði beðið Þórunnar, sem þá var við
hannyrðanám að Hofi á Höfðaströnd
hjá Guðrúnu Skúladóttur landfógeta.
Fyrir því fór sr. Benedikt norður er
hann kvæntist Þórunni. Yissu fáir er-
indi hans. Er hann kom heim vestur
að kvöldi dags, bjó ráðskonan upp
sæng hans, en spurði kvenmann þann
er með honum var hvort hún vildi
ekki fara að hátta. Spurði prestur þá
hvar hún ætti að sofa. „Hjá mér“,
kvað ráðskona. „Ég ætla að láta hana
hírast hjá mér“, sagði prestur, „ég
hef haft það svo í ferðinni". Þóttist
þá ráðskona vita hver efni mundu i
vera.
Frú Þórunn varð fræg fyrir hann-
yrðir sínar, og hlaut hún heiðursgjöf
frá Júlíönu Maríu, ekkjudrottningu.
Því kvað sr. Jón Hjaltalín um Þór-
unni í Tíðavísum sínum:
Með gullkrossi mynduðum í Mörku
Dana
eitt sinn sæmdi áður hana
ekkjudrottning Júlíana.
(Annáll 19. aldar).
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. nóvember 1966