Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Síða 4
Blaðað í örnefnaskrú Eitii Björn Þorsteinsson Krossar og kirkjur að er bezt að hætta sér ekki út í meiri heiðiridóm að svo komnu. Ekki voru allir heiðingjar, sem hér settust að á landnámsöld, og lengst- an aldur hefur kristni ríkt í landinu. Kristnir og hálfkristnir landnemar gáfu örnefni í samræmi við trú sína eins og dæmi sanna. Kristnes stendur norður í Eyjafirði, höfuðból Helga magra. Bæir, sem heita Kross eru víða um land, Krossá, Krossholt, Krossncs, Krossar, Krossavík eða -víkur, Kross- bær eða Krossdalur. Krossnöfn eru um allt land og í öllum sýslum landsins. Steinkross hét fornt býli uppi á Rang- árvöllum. Hann mun sennilega kennd- ur við kross, sem menn hafa reist und- ir berum himni, guði til dýrðar og sjálfum sér til sáluhjálpar að frum- kristnum sið. En áður en menn fara að draga miklar ályktanir af kross-nöfn unum um írska frumkristni á íslandi, þá er ráðlegt að líta til Noregs, litast þar um vestan fjalls, þar sem margir landnámsmenn bjuggu, áður en þeir sigldu til íslands. Einmitt þar í Noregi en hvergi arinars staðar, standa enn í dag steinkrossar, sem reistir voru á víkingaöld. Vestlendingarnir norsku höfðu orðið fyrir miklum áhrifum vest- an um haf við upphaf víkingaaldar. Það er alls ekki víst, að margir hinna norsku landnema hafi verið jafnheiðn- ir og við höfum haldið. Annars eru sum kross-nöfnin í héruðum, sem vís- lega voru numin af fólki, sem kom hingað frá Bretlandseyjum. Þannig voru Landeyjar í Rangárþingi numdar af vestrænu fólki, og mun kirkjustað- urinn Kross í Landeyjum vitna um trúarbrögð landnemanna. Nokkrir aðr- ir bæir með þessu nafni munu eflaust frá 10. öld. Kirkjubæir eru hér austur á Síðu, á Rangárvöllum og í Tunguhreppi í Norður-Múlasýslu. Sagan greinir, að Kirkjubær á Síðu dragi nafn af því, að þar hafi papar setið og átt sér kirkju, áður en norrænir menn komu til. Orðið bær í íslenzku er tvennrar merkingar: Það merkir bæði einstakt bóndabýli og bæjarþyrpingu, þorp, eins og nafnið Þykkvibær gefur til kynna. Það mun upprunalegra, að nafnið tákni nokk- urt fjölbýli. Kirkjubær á Rangárvöll- um er næsti bær við Hof, höfuból Ket- ils hængs og Hrafns Hængssonar lög- sögumanns. Þetta er mikil jörð. Það er lítt hugsanlegt, að heiðnir Naumdælir hafi nefnt bólstað sinn Kirkjubæ að tilefnislausu eða haft hálfkristna menn í félagi sínu. Verið getur, að papar hafi átt sér þar nokkra byggð, staðurinn hafi verið kenndur við kirkjubæ ír- anna, áður en norrænir menn reistu þar bú, en Kirkjubær mun hafa verið í byggð frá því á 10. öld. S vo að við gleymum ekki þeim í neðra, þá eru nokkur Víti hér á landi, sérstaklega norður í Þingeyjarsýslu. Þannig er Stóra- og Litla Víti hjá Þeistareykjarbungu, og einnig er Víti hjá Kröflu. Hins vegar eru einnig Para- dísir í Mývatnssveit, bæði hjá Álfta- gerði og Hellulandi. Það eru hvort tveggja hringlaga gígborgir með grasi á botni. En Paradísarhellir er undir Eyja- fjölium. Álagablettir Að fornu trúðu Islendingar m.a. á landvætti, og allt fram til þessa dags hafa þeir lagt meiri og minni trúnað á tilveru álfa, huldufólks og drauga. Þeirri trú eru tengd fjölmörg örnefni um allt land. Þriðja grein Hins vegar hafa menn síður gefið gaum að því, að víða um sveitir eru alls konar álagablettir, oft tengdir álfa- og huldufólkstrú. Á þeim hvíla venju- lega þau ákvæði, að þar má engu raska, og liggja víti við, ef útaf er brugðið. Á jörð einni á Rangárvöllum er lind, sem í var sótt vatn bæði í fjós og bæ. Stór steinn var í henni miðri mönn- um til ama, en þetta var álagablettur, og þar mátti engu raska. Bóndi, sem fluttist á jörðina, festi ekki trúnað á fyrirmælin og reif steininn burt. Við það ofreyndist hann svo í baki að hann varð að mestu frá verkum árum saman og náði sér ekki fyrr en hann fluttist af jörðinni. Annar bóndi vann að því að breyta og byggja upp gamlar bæj- artættur, sem ekki mátti róta við, nema til þess að reisa húsin eins og þau höfðu áður verið. Við starfann hrökk stein- flís í auga honum, svo að síðan er hann eineygður. Álfhóll er í túni Hörgslands á Síðu. Hann má ekki slá, því að þá fýkur hey af túni. Hann mun hafa verið sleginn síðast sumarið 1952, svo að mér sé kunnugt. Það var varla búið að slá hólinn, þegar hvessti svo, að stórskaði varð af heyfoki. Þannig er fjöldi sagna hvaðanæva af landinu. Ekki er það ávallt, að álög- unum fylgi víti, sem menn verða að varast. Neðst í túni á Vetleifsholti í Holtum átendur Kornhóll. Meðan hann verður ekki fyrir neinu jarðnámi, á aldrei að hrekjast taða á honum. Bóndi slær því Kornhól, þegar honum er þurrks vant og þykir vel gefast. Til er það, að vörður standa skammt frá bæjum og eiga að vernda þá fyrir nátt- úruhamförum. Alagablettir eru ekki tengdir nein- um sérstökum örnefnum, þótt álfhólar og álfaborgir séu venjulega friðhelgir staðir. Ég minnist þeirra hér, af því að þeim hefur aldrei verið sinnt að marki, og mér er kunnugt, að þeir hafa jafn- vel orðið út undan við örnefnasöfnun. Nú fara jarðir í eyði og stórvirkar vélar bylta um holtum og hólum, og þess er vart að vænta, að allir álagablettir séu jafnkyngimagnaðir og Álagabrekka við Sandaþorp í Hvalfirði, sem öll áhlaup hefur staðizt til þessa. Álagablettirnir týna því væntanlega tölunni, en sagn- irnar, sem þeim eru tengdar, geyma minjar um fornan átrúnað feðra vorra, og mun hann standa rótum djúpt í fyrnsku og eiga sér skýringar, þótt nú sé þær okkur huldar að mestu. Byggingarlist og örnefni Húsagerð. Forfeður okkar hafa ekki arfleitt okkur að varanlegum virkj um svo teljandi sé. Bæir þeirra og byggingar eru fyrir löngu horfnar und- ir svörð, vikur og hraun eða hafa þok- að fyrir nýrri mannvirkjum. Fornleifa- fræðingar greina okkur frá því, hvern- ig húsaskipun var á elztu bæjum hér á landi og sýna okkur uppgrafna grunn- fleti þeirra inni í Þjórsárdal og víðar. En hvernig litu þeir út, hvernig var byggingarstíllinn? Um það atriði eru fornminjar fáorðari, þótt fornfræðingar geti birt okkur rökstuddar hugmyndir sínar um þá hluti með teikningum. Erlendis blasa víða við ævafornar byggingar, hallir konunga og stórfursta, kastalar riddara og önnur hervirki. Engir rángjarnir riddarar reistu hér virkisborgir, en hér gnæfa víða þeir bergkastalar, sem seint munu falla. ís- lenzk byggingarlist forn birtist okkur að riokkru í fjöllum og fellum ef vel er að gáð. Skálafell. Flestir kannast við einhver Skálafell, margir hafa rennt sér á skíð- wm f hlfðum þefrra. f Noregi eru nokk- ur fell með slíku eða svipuðu nafni, t.d. Skalaberg. í íslenzkum fornritum er þess stundum getið, að feliin séu kennd við skála, skálar hafi verið reistir þar, en það mun sanni nær, að þau dragi nafn af lögun sinni. Skálinn var aðal- húsið á hverjum bæ að fornu. Skála- fellin eru flest með bröttum hrygg, minna á þakbrött langhús, sem eitt sinn voru glæstustu hýbýli þessa lands. B úrfell. Líkingin milli byggingar og nafngiftar kemur enn skýrar fram í Búrfellunum. í Noregi er til fjails- nafnið Buret, og þar bera allmargir bæ- ir heiti með Bur- að forlið eða jafnvel eingöngu Bur: t.d. Buraas, Burnes og Buret, en þar er mér ekki kunnugt um neitt Búrfell. Búrið, birgðageymslan, var nauðsynlegt hús á hverjum bæ, hvort sem birgðirnar voru miklar eða litlar. Búrfellin eru ávallt kollótt fjöll eða fell, einstök; ættarmótið er svo sterkt, að við þekkjum þau með nafni, þótt við séum ekki kýnnt fyrir þeim persónu- lega. Búrið hlýtur að hafa verið með líku lagi og fellin að fornu. — Þetta eru ekki einu búrnöfnin á íslenzku landslagi. A Vestfjörðum (Barða- strandasýslu) eru bæði Búr, Búrar og Vindbúrar, nöfn á smáhæðum og kletta- stöndum. Vafasamt er, að staðirnir, sem þessi nöfn bera, hafi hlotið þau af lögun sinni, heldur gæti annað kom- ið til greina. Þá koma Kirkjufellin oft brött og tíguleg hamrafell eins og t.d. Kirkju- fell við Grundarfjörð. Torfkirkjurnar okkar eru ekki algildar heimildir um forn guðshús hér á landi: Kirkjufell- in vekja e.t.v. sannara hugboð um miðaldakirkjur hér á landi. Nú er sann- að að dómkirkjurnar á Hólum og Skál- holti hafa verið miklar glæsibyggingar og nær 50 m. á lengd að fornu. Þær voru reistar á 12. öld. Á þeirri 17. reisti Brynjólfur Sveinsson nýja kirkju í Skálholti. Hún var miklu minni en Ögmundarkirkjan, sem þá var rifin, en samt var Brynjólfskirkja hið veglegasta hús. Um 1800 eru báðir biskups- stólarnir afnumdir og einn biskup sett- ur yfir landið með setu í nágrenni Reykjavíkur. Þá var dómkirkjan í Reykjavík reist, en hún hefði staðið inni í Brynjólfskirkjunni. Dæmið um dómkirkjusmíðina sýnir glöggt þróun íslenzkrar húsagerðar. Torfbæir og kirkjur 18. og 19. aldar geta vakið býsna rangar hugmyndir um húsakost hér á landi á miðöldum. Hlöðufell eru samstofna orðinu hlaði og hlaða og munu draga nafn af lík- ingu við hlaðana. Þetta eru stapafell og eins og hlaðar að lögun. B orgir reistu forfeður okkar ekkl fólki til bústaðar fyrr en seint á 18. öld, heldur sauðfé. Orðið borg, er auð- vitað skylt sögninni að byrgja og hug- takinu að vera borgið. Uti í löndum, þar sem ófriður geisar, hlóðu menn sér oft kringlótt virki, til þess að þeim skyldi borgið, þegar ósköpin dundu yf- ir. Þessi virki voru oft reist á hæðum eða nesjum, þar sem auðvelt var til varnar af náttúrunnar hendi eða nauð- syn var að verja árásarliði leiðir. Sum- ar þessara fornu borga urðu síðar að köstulum og loks að borgum nútímans, þegar aldir liðu. Annarra biðu ekki svo mikil örlög. S«ður á Hjaltlandi sjást enn rústir rúmlega 70 borga eða hér- aðsvirkja, sem eiga aldur að rekja allt aftur á bronsöld. Móseyjarborg er mest þeirra og frægust, þótt engir séu þar íbúarnir. Hér heima hlóðu menn sér héraðsvirki, aðeins norður í Víðidal í Húnaþingi, hið fræga Borgarvirki, sem er þó að mestu gert af náttúrunni. Um það var aldrei barizt, svo að vitað sé. Það var ekki þjóðin, heldur náttúru- öflin jarðeldurinn, sem hlóð hér stór- borgir, og sumar eru jafnvel kenndar Framhald á bls. 9 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.