Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 10
Dyrfjöll,, Hálfdanarhurð, og Upsir eru na.a. á Upsaströnd. Húsgögn. Kistufell skagar út úr Esjunni áustan við Gunnlaugsskarð, en illa mun sú kista rúmast í skálanum í Skálafelli þar austar. Betri stærðarhlut- föll eru milli Bárðarkistu sem gengur norðvestan undan fjöllum Snæfellsjök- uls og bústaðar jötunsins. Þá koma katlar og ker, skálar, grýt- ur og jafnvel öskjur mikilíenglegar af því að líkjast fötu á hvolfi. Fatnaður og líkamshlutar. Landið ber víf5a tignarlega hatta og hettur, jafn- vel Jarlhettur Kofra og Strúta, höfuð- búnað, sem tíðkaðist á ofanverðum miðöldum. Þá ber það kápur af ýmsum gerðum m. a. inni á Þórsmörk. Algengt er að nefna smáspildur hyrn- ur og svuntur án þess að þar sé í raun og veru um örnefni að ræða. Svuntu- nafnið er þó til sem örnefni. Þannig breiðir brekka í Sæmundarhlíð í Skaga- firði út Grettissvuntu, en minni Svunta er í Krýsuvík suður. íslendingar hafa ekki einungis séð líkingar milli landslags, húsa, klæðnaðar og húsgagna, heldur einnig milli lík- amshluta og náttúrunnar. Ef við hefjum rannsóknina efst og færum okkur niður eftir skaftinu, þá er landið með höfuð og hausa: á einum stað hreykir sér Glerhaus. Þá koma enni brúnir, nef, kinnar og eyru, jafn- vel Músareyru, munnar og mynni, kjálk ar, hálsar og svírar. Það hefur víða breiðar axlir og bringur, jafnvel Gull- bringu, geirvörtur hrygg, bök, ölnboga, síður, huppa og krika, klof og þar á meðal Kaldaklof, hala, m.a. Skessuhala, rófur og spena. Mér er hvorki kunnugt lun hendur þess né handleggi, en leggi hefur það og Leggjarbrjót, hné og fætur hæla og tær, og marga aðra líkams- hluta mætti greina eins og t. d. Nýru og Laka. Það er ekki ætlun mín að birta hér öll afbrigði líffærafræðinnar eins og hún opinberast í íslenzkum örnefnum, heldur benda fólki á fyrirbrigði, svo að hver geti bætt við sem vill. Höfuðreiðarmúli heitir nyrst á Reykja- heiði í Suður-Þingeyjarsýslu. Á því far- artæki er bezt að yfirgefa líffærafræð- ina og svipast um eftir farkostum og flutningaleiðum. SVIPMYND Framhald af bls. 2 í æsku lék hann bæði á gítar og mand- ólín. B rassens er maður ókvæntur, en sú saga er sögð, að hann hafi orðið fyr- ir mikilli ástarsorg í upphafi styrj- aldarinnar. Hann hafi fest ást á stúlku, sem hann kynntist mjög lauslega. Hann taldi sig hafa ástæðu til þess að ætla, að sú ást væri endurgoldin, að því er sagan segir, _n áður en nánari kynni tókust, missti hann sjónar á henni í allri ringulreiðinni, þegar Frakkland gafst upp. Arum saman leitaði hann að henni án árangurs. Það hafi ekki verið fyrr en löngu eftir styrjaldarlok, sem fundum þeirra bar saman aftur, og kom þá í ljós, að stúlkan hafði verið sama sinnis og hann á sínum tíma. Sagt er, að þau hafi reynt að taka upp ástar- samband, en af mörgum ástæðum hafi það verið of seint fyrir báða aðilja og valdið þeim báðum vonbrigðum. Um þetta talar Brassens aldrei. Hann unir bezt við skrifborðið og segist taka pennann langt fram yfir gítarinn. „Ég snerti gítarinn sjaldan“, segir hann. „Hins vegar er ég alltaf að reyna að yrkja, — oftast mörg kvæði í einu. Skriborðið er þakið ótal smá- miðum með hugdettum, athugasemdum, orðaleikjum og rímorðum. Ég get verið marga mánuði með eitt kvæði, en að lokum verð ég að hætta, og þá syng ég það fyrir fólk og hugsa ekki meira um það. Jafnvel þðtt mér dytti seinna í hug að betrumbæta það, þá stilli ég mig um að hrófla við því. Kvæði er eijis og barn; þegar það er fætt, þýðir ekki að reyna að laga það. Þess vegna er mér einhvern veginn alveg sama, hvernig almenningi líkar við kvæðin. Þau eru farin frá mér fyrir fullt og allt“. B rassens er oft „agressív" í vís- um sínum. Með fyndni og hæðni berst hann gegn öllu, sem honum finnst ógna réttlæti og frelsi einstaklingsins. Sér- staklega tætir hann miskunnarlaust í sig svokallað almenningsálit og allar skoðanir á því, hvað „maður eigi að gera, og hvað maður eigi ekki að gera“. Með beizku háði ræðst hann gegn við- teknum venjum, fastmótuðum lífsregl- um, fölskum verðmætum og hræsni. Hann er stundum sakaður um hund- ingjahátt, þótt hann sé oft tilfinninga- samur í vísum sínum. Ýmsum finnst hann ruddalegur og grófur og sum kvæði hans klúr og klæmin. Hann not- ar oft gróf orð, sem hingað til hafa ver- ið táknuð með punktum í frönskum bókmenntum, en hann segir það nauð- synlegt að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Þótt sumir roðni ef til vill á söngskemmtunum hans, hefur hann komizt upp með að nota ýmis orð, sem öðrum hefði ekki þolazt. Með gaman- semi breiðir hann yfir þunglyndið í vísum sinum, og hann viðurkennir, að hann syngi um sjálfan sig, þegar hann syngur um fólk, sem hlær með vörun- um en grætur með hjartanu. Hann syngur oft um dauðann, en leyfir sér að henda gaman að honum. Orðaval Brassens hefur þó leitt til þess, að franska útvarpið og sjónvarpið hafa bannfært suma söngva hans. Hann lætur sér á sama standa, enda segist hann sjálfur hafa mest gaman af þeim vísum, þar sem „allt er fullt af blóm- um og fiðrildum“. í söngkvæðinu „Le Pornographe“ ávítar hann almenning fyrir að vilja helzt hlusta á hina klúr- ari söngva hans. J. október í háúst gaf hann út hljómplötu með ellefu nýjum söngv- um. Mörg þúsund eintök seljast af hverri hljómskífu hans, og alls hefur hann selt úm 17 milljónir hljómplötur með alls um 100 söngvum. Kvæði hans hafa komið út í kveri í bókaflokkin- um „Poetes d’Aujourd’hui", og hafa um 200.000 eintök selzt af því. Hann kveðst vera skáld fyrst og fremst, lagasmíðin og söngurinn sé auka-atriði. Margar bækur hafa verið skrifaðar um hann „sem þjóðfélagsfyrirbæri", og fer það mjög í taugarnar á honum. Hins veg- ar lét hann í ljós ánægju sína, þegar prófritgerð ungrar kennslukonu við Svartaskóla (Sorbonne) fjallaði um orðaval í kveðskap hans. Þegar Georges Brassens kom fram í TNP nú í október, hafði hann ekki haldið konzert í tvö ár, en áður kom hann opinberlega fram í Frakklandi níu mánuði ársins. Þrjá mánuði ársins var hann í Belgíu og Sviss. Þess vegna hélt fólk, að hann væri alvarlega veikur. Brassens vill ekkert segja um það, hvað hann hefur verið að gera þessi tvö ár, en hann segist ekki hafa verið sjúkur óg kallar í gamni einn hinna nýju söngva sinna „Le Bulletin de Santé“ (Heilsufarsskýrsluna). (Þetta minnir á hvarf annars frægs söngvara. Bob Dylan hefur ekki sézt í marga mánuði, siðan hann slasaðist á bifhjóli sínu. Aðeins umboðsmaður hans, Albert Grossman, og bezti vinur hans, beat- skáldið Allen Ginsberg, hafa séð hann allan þennan tíma, en þeir segja, að ný plata sé væntanleg og Dylan muni koma opinberlega fram í apríl). ótt Brassens segist vera við beztu heilsu, fer það ekki fram hjá nein um, að hann hefur látið á sjá á þess- um tveimur árum. Skeggið og hárið Af gömlum blöðum Lœri að snuða náungann E g var staðráðinn í að fara í Sjó- mannaskólann, læra þar allt, sem að sjómennsku laut. Svo ætlaði ég að sigla og læra meira, verða alvöruskipstjóri með gullsnúrur og gyllta hnappa, sigla á milli landa á stórum gufudampi. Koma svo heim, svo menn gætu dáðst að hvað ég væri orðinn mikill maður. Það var mikið tjón, að þetta tókst ekki, því þá væri ég fyrir löngu orðinn stór- frægur eða steindauður, og hvortveggja er ágætt. En svo kom Sophus Blöndal suður, og ætlaði í Verzlunarskólann. Hann var með boð frá pabba og sagði blákalt, að ég ætti að fara í Verzlunarskólann. Þetta var illa gert af honum, því pabbi hafði sagt, að ég mætti ráða því í hvern skólann ég færi, eins og hann sagði áður. Svo settist ég í Verzlunarskóla fs- lands 1. október 1907, var þriðji ár- gangur skólans. I verzlunarskóla á maður að læra allt um verzlun, en tilgangurinn er sá, að læra að snuða náungann. Það hefi ég ekki lært enn, enda var ég lélegur nemandi. Þó voru þarna úrvals kennarar, en ég held að enginn þeirra hafi skilið hvað verzlun var, nema kannski Jón Ólafsson ritstjóri og skáld. Hann hafði flækst víða, séð margt og skilið. Skólastjórinn Ölafur Eyjólfsson, glæsimenni og drengskapar- maður eins og margir Breiðfirðingar, kunni vel bókfærzlu. En hann var eng- inn kaupmaður að upplagi. íslenzka þjóðin var þá ekki til sem þjóðarheild. Þekking á stjórnmálum enn minni. Og reynsla í verzlun engin, fyrir því höfðu Danir séð. íslendingseðlið, frelsi, jafnrétti og bræðralag var til, íslendingar hafa með harðfengi og seiglu hafið sig upp úr skítnum. En mikið skelfing er búið að gera margar vitleysur. Við þeir yngstu vorum fimmtán ára, en elzti nemandinn var 33 ára. Skólinn átti að vera undirbúningsdeild, annar og þriðji bekkur. Engin undirbúnings- deild var, og ekki nema 6 eða átta £ þriðja bekk. En öðrum bekk var tví- skipt gáfnaljós og heimskingjar um 30 í hvorri deild. Ég var í tossabekknum. Ekkert markvert gerðist um veturinn, nema ég varð a'ð lesa stílana fyrir kenn- arann, skrifaði svo illa. Mér þótti skömm að því og félagar mínir hæddu mig. Svo tók ég próf 30. apríi 1908, var nærri meðallagi. Norður með Vestu gömlu S vo fór ég norður 8. maí með gömlu Vestu og Gottfredsen skipstjóra, þeim orðlagða sjómanni. Við vorum heilan dag í Stykkishólmi. Það er leið- hafa gránað að mun, hann hefur horazt og er þjáðwr af þurrahósta, Hann er samt farinn að úmgangast vini sína aftur og býður þeim heim til sín eða í veitingahús til þess að drekka nokkur' glös. Þá er talað uin bókmenntir og gamlar minningar rifjaðar upp. Vinir hans segja, að hann sé andlega jafn- sprækur og fyrr, en líkamsþrekið virð- ist hafa dvínað. Þeim, finnst hóstinn ekki boða neitt gott. Hagalagðar Fýrirsát í Öræfum Þegar kammerassessor og sýslu- maður Thorlaeíus með fylgdarmanni sínum Sigfúsi Guðmundssyni, á ferð sinni frá Suður-Múlasýslu til að taka við embætti sínu, Árnessýslu, reið þann 2. apríl 1814 frá bænum Fagur- hólsmýri í Öræfum og var kominn spölkorn framhjá bænum Hofi í sömu sveit, kemur einn ábúandanna þar, Davíð Jónsson, ríðandi í veg fyrir 'aann með svipu og broddstöng í stekkur af baki fram fyrir kammer- assessorinn og stanzar hest hans, svo hann sást hrökkva til baka og ávarp- hendi, jafnvel þó jörð væri þýð, ar hann fyrst með þessum orðum: „Sælir nú Theodorus", og seinna: „Hvar eru nú þeir döhsku og norsku þrælar með byssur og korða, sem þú lézt arrestera mig?“. Um sama leyti kom að Halldór, .sonur Davíðs, ríðandi staflaus, en bróðir hans Símon, mál- og heyrnarlaus með lítinn broddstaf gangandi, hvern það eina nærstadda vitni, Sigfús, sá knýta hnefann með yggldu fasi. Eftir Hannes Jónsson inlegur staður og þangað hefi ég ekki komið síðan. Með skipinu voru nær 400 hundruð farþegar, hvergi varð þverfótað á fyrsta og öðru plássi, né í lestinni. Það var hægur norðanvindur út Breiðafjörðinn, hreinviðri og sól- skin og flestir á dekki. Þegar við sigld- um fram með Skorinni sungu flestir eða allir fslendingarnir kvæðið „Þrút- ið var loft“, um Eggert Ólafsson. Ég varð svo hrifinn af fegurð ljóðs og lags, að ég heyri sönginn enn. Það var kalsa rigning af norðri á fsafirði, og leiðinda veður. Við fórum þaðan um kvöld. Þá fór ég í koju á öðru plássi, vorum tveir í neðri koju, vegna þrengslanna. Ég sofnaði þegar og vakn- aði ekki fyrr en við vorum komnir langt inn með Ströndunum, skipið valt mikið, óp og vein heyrðist úr hverri koju og loftið var drepandi, því öllu var lokað. Mér varð flökurt því allir ældu og veinuðu, ég skreiddist fram í ganginn, til að fá mér frískt loft. Þar mætti ég stúlku, sem var að reyna að ná vatni úr póstinum, því bæði hún og öll kvennadeildin var fárveik og ósjálf- bjarga af sjóveiki, en þjónninn einnig veikur. Og sem sannur riddari gerð- ist ég vatnspóstur fyrir konurnar. Það hafði verið fárviðri fyrir Horn, En Gotti gamli stóð í brúnni og Vesta var ágætt sjóskip. Veðrið batnaði eftir því, sem innar dró á Húnaflóa, og til Hvammstanga komum við um hádegi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.