Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Page 5
Kvöld
í Moskvn
og krypplað smyglgóss
Eftir Sigurð A. Magnússon
Rússneska smásagan, sem
birtist á þriðjU síðu Les-
bókar í dag, og önnur eftir sama
höfund, sem birtist á sunnudaginn
kemur, eru lítil dæmi um þá erfið-
leika sem ungir og sjálfstæðir sov-
ézkir rithöfundar eiga við að stríða,
þrátt fyrir „þíðu“ undanfarinna
ára. Hvernig sögurnar bárust til
íslands, er skrýtin saga sem hér
skal stuttlega rakin.
Það var liðið nær miðnætti kvöld
eitt í lok aprílmánaðar síðastliðins, þeg-
ar við, þrír íslenzkir blaðamenn í boði
Sovézka blaðamannasambandsins, vor-
um á leið heim á Hótel Úkraínu í
Moskvu að enduðum löngum og við-
burðaríkum degi. Kringum hótelið var
krökkt af fólki, enda var það ein af
miðstöðvum þeirra mörgu erlendu
sendinefnda sem gistu höfuðborg Sov-
étríkjanna í tilefni hátiðahaldanna 1.
maí. Mest fór þar fyrir ítölum sem
voru fjölmennir og að vanda aðsóps-
miklir.
Þegar við þremenningarnir nálguð-
umst hótelið gengu alla vega klæddir
og misjafnlega vel máli farnir ungir
menn í veg fyrir okkur og buðu okk-
ur upp á hagkvæm viðskipti. Helzt
höfðu þeir hug á einhverjum flíkum
sem við kynnum að eiga aflögu, skyrt-
um, jökkum, nælonsokkum, og allir
höfðu þeir sérstaka ágirnd á kúlupenn-
um, sem virtust vera mikil munaðar-
vara í Sovétríkjunum. Öll þau ung-
menni sem gáfu sig á tal við okkur í
Moskvu, og þau voru æði mörg, spurðu
undantekningarlaust hvort við vildum
selja þeim kúlupenna.
etta umrædda kvöld lentum
við af einhverjum ástæðum í samræð-
um við einn þessara kauphéðna, ungan
mann, tötralega klæddan en frábær-
lega líflegan og skemmtilega hispurs-
lausan í viðmóti. Enskukunnátta hans
var heldur bágborin, en hann bætti
sér upp fátæklegan orðaforðann með
handapati og alls kyns líkamstilburð-
um sem voru svo furðulega tjáningar-
fullir, að við áttum langar og allflóknar
samræður án teljanlegra vandkvæða.
Honum varð fljótlega Ijóst að við
höfðum lítinn áhuga á þeim viðskiptum
sem hann var að slægjast eftir, en þeg-
ar hann áttaði sig á að við vorum
blaðamenn, sneri hann við blaðinu og
tók að ræða við okkur um bókmennt-
ir. Og þar var ekki aldeilis komið að
tómum kofunum. f klukkustundarsam-
tali gaf hann okkur fróðlegt og harla
frumlegt yfirlit yfir rússneskar bók-
menntir fyrr og síðar, kryddað mörg-
um litríkum athugasemdum. Hann lagði
sitt stranga persónulega mat á hvern
höfund og leiddi hann þar til sætis sem
honum bæri að sitja. Þessi óvænta
uppfræðsla fór fram með ákaflega lif-
andi hætti — „kennarinn“ greip oft
til þess að leika tilfmmngar sem til-
teknir höfundar vöktu honum þegar
orðaforðinn hrökk ekki til. Allt var
þetta gert á kankvísan og smáglett-
inn hátt, þannig að við vorum ekki
alltaf örugg um að honum væri full
alvara. Hins vegar kom það, sem hann
sagði, mér þannig fyrir eyru, að hann
væri bæði vel lesinn og glöggur á ein-
kenni höfundanna, kosti þeirra og lesti.
Dostójevskí fékk fortakslaust hæstu
einkunn hjá honum, en skör lægra setti
hann Gógol, Tolstoí, Túrgenév og Tsé-
kov. Af samtímahöfundum hlaut Past-
ernak lárviðarsveiginn, en Sjólókov
íékk slæma útreið og sömuleiðis Tvard-
ovskí, sem við höfðum heimsótt og héld-
um að væri einn af boðberum frjáls-
lyndis í sovézkum menningarátökum.
Kunningi okkar taldi hann huglausan
og sagði að hann léti flokkinn nota sig.
Aftur á móti kom það okkur mjög á
óvart að hann hafði ekkert nema gott
um Breznév flokksforingja að segja:
hann væri vinnusamur og heiðarlegur.
Halldór Laxness barst líka í tal, og
hafði ungi maðurinn elnungis lesið
eina bók eftir hann, „Atómstöðina", sem
honum fannst vel skrifuð bók og „snið-
ug“, en ekki vildi nann setja höfund-
inn á bekk með snillingum. Við ráð-
lögðum honum að ná sér í aðrar bæk-
ur eftir Laxness sem væru bæði stærri
í sniðum og dýpri.
Um það bil serh löngum og fróð-
legum samræðum okkar var að ljúka
fékk ungi maðurinn skyndilega hug-
ljómun: hann kvaðst eiga sögur sem
Hótel Úkraína er til hægri á mynðinni.
1 sjónvarpsþœttinum. „Æskan
spyr“ miðvikudaginn 9. nóv. sl.
svaraði dr. Matthías Jónasson
spurningum um vandamál ungl-
inga á kyn-
þroskaskeiði.
Þetta var
■fróðlegur og
skemmtileg-
ur þáttur,
enda snerta
þessi mál
fleiri en ungl
ingana sjálfa,
Þarna var
komið inn á
svo mörg svið
félagsmála og siðgæðis, að marg-
ar spurningarnar væru í rauninni
efni í heilan þátt einar sér.
Dr. Matthías rœddi um kosti
samskóla. Taldi hann, að dagleg
samskipti unglinga í slíkum skól-
um veittu þeim nauðsynlegt félags-
legt uppeldi, sem sérskólar pilta
og stúlkna gœtu ekki veitt þeim.
Dr. Matthías tók þannig til orða,
að ekki fór milli mála, að hann
átti við, að piltar og stúlkur nytu
kennslustunda saman. í þessu
sam bandi varð mér hugsað til
Menntaskólans í Reykjavík. Sá
skóla var gerður að samskóla, þeg-
ar brotin hafði verið á bak aftur
andstaða gegn stúdentsmenntun
kvenna. En líklega eigum við að-
eins fœð okkar og fátækt að þakka,
að ekki var stofnaður sérstakur
menntaskóli fyrir stúlkur, því að
síðan var gripið til þess ráðs innan
Menntaskólans í Reykjavík að
skipta nem.endum eftir kynferði
undir eins og siúlkurnar voru orðn-
ar nógu margar til að fylla heila
bekkjardeild. Nú munu margir
aðrir skólar hafa tekið þetta fyrir-
komulag eftir, þar sem því verður
við komið. Verður ekki annað séð,
en hér sé um að rœða tvískinnung
í viðhorfi, og ráðamenn þessara
skóla líti á nemendur sína fyrst
og fremst sem kynverur og verður
þá þessi skipting til að ýta undir
það, sem þeir vilja ef til vill forð-
ast. Skólarnir sjálfir leggja ríka
áherzlu á tvíþætt verkefni sitt:
kennslu og uppeldi. Með því að
skipta nemendum í bekkjardeildir
eftir kynferði eingöngu fœ ég ekki
betur séð en skólarnir séu að rœna
unglingana mikilvœgum þætti í
því félagslega uppeldi, sem dr.
Matthías lagði áherzlu á og nokk-
urra mínútna jafnvœgislaus kynni
í frímínútum bœta tæpast úr. Þess-
ir skólar eru því hvorki samskólar
né sérskólar, heldur einhver und-
arlegur blendingur, sem maður
hlýtur að draga í efa, að eigi rétt
á sér.
Þótt bœði kynin faii þannig á
mis við sjálfsögð og heilbrigð
kynni í sameiginlegu starfi innan
skólans, hljóta þó afleiðingarnar
að vera öllu háskalegri fyrir stúlk-
ur vegna atriðis, sem er að vísu
svolítið annars eðlis, en þó þessu
skylt. Það þótti mikill sigur, þegar
réttur kvenna til menntunar var
viðurkenndur. En nám verður ekki
nema hálft nám nema það komi
þjóðfélaginu að gagni og móti
manninn sjálfan, verði lífrœnn
þáttur í hugsunarhœtti hans og
lífsviðhorfi, efli sjálfstraust hans
og löngun til starfs. Mjög skortir
á, að skólaseta, hversu löng sem
hún er, hafi þessi áhrif á stúlkur.
Það er alkunn staðreynd innan sál-
frœðinnar, að sjálfsvitund manns-
ins mótast mjög af framkomu og
viðhorfi annarra til hans. Þegar
menn kvía stúlkur af í sérdeildir
innan bekkjarins eða skólans —
nokkurs konar „fráviks“ — eða
„punt“ deildir, sem af náð fá þarna
húsaskjól — gera menn hálfvolg-
ar, ábyrgðalausar gælur við mann-
réttindi, sem menn viðurkenna í
orði, en ekki á borði
og fer ekki hjá því, að
slíkt viðhorf, sem er öllu áhrifa-
ríkara fyrir það, hversu undir-
furðulegt og hárfínt það er, ali á
vitrœni minnimáttarkennd stúlkna
og vantrausti þeirra á sjálfar sig
til að takast á hendur sjálfstœð og
ábyrgðarmikil störf í þjóðfélaginu.
Vitanlega er þetta aðeins ein or-
sök af mörgum í okkar þjóðfélagi,
en meðan þetta þykir sjálfsagt inn-
an veggja skólanna, þarf engan að
undra, þótt stúlkur líti á skóla-
brœður sína fyrst og fremst sem
vœntanlegar fyrirvinnur.
Svava Jakobsdóttir.
20. nóvember 1966
LESBÓK MORGLNBLAÐSINS 5