Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Side 8
forni alþýðufróðleikur, sem geymd-
ist í minni manna og hver lærði
af öðrum milliliðalaust, verið á
hröðu undanhaldi hér á landi sem
annars staðar. Hann var orðinn til
í fábreyttu bændaþjóðfélagi, og hið
margslungna bæjarlíf reyndist hon-
3um því ekki hollt til langlífis, og
breyttar aðstæður í sveitum lands-
ins raunar ekki heldur. Með því
er raunar ekki sagt, að frásagnar-
listin sé gersamlega útdauð í arga-
þrasi nútímans. Góðir sagnamenn
njóta hvarvetna vinsælda, sögur
og vísur fljúga enn mann frá
manni, meira að segja hef ég sann-
frétt, að táningarhópur nokkur í
austurhluta borgarinnar hafi hryll-
ingssögur á dagskrá á myrkum
síðkvöldum og semji þær jafnharð-
an. En sögurnar hafa að sjálfsögðu
breytzt með breyttum áheyrendum.
Það væri að ýmsu leyti fróðlegt og
skemmtilegt að fá yfirlit yfir þær
breytingar, sem hafa orðið á sagna-
skemmtaninni síðustu þrjá áratug-
| - g||
Islenzkt lieimili um miðja síðustu öld. Myndin er úr ferðabók Forbes frá 1860.
Um söfnun þjdösagna og þjdðlaga
Hallfreð Örn Eiríksson
Eftir
ina, en eins og málum er nú hátt-
að, verður það að bíða enn um sinn,
því að brýnni verkefni kalla að.
Undanfarin þrjú sumur hef ég ferð-
azt á vegum Handritastofnunar íslands
og Þjóðminjasafns fslands, en þessar
söfnunarferðir hafa einnig verið styrkt-
ar af Vísindasjóði íslands. Hef ég þá
oft verið spurður að því, hvers vegna
verið sé að safna þjóðsögum og þjóð-
lögum, því að öllu hafi verið safnað
fyrir löngu, og menn geti lesið allt, sem
máli skipti, í prentuðum bókum. Þessi
rök gegn söfnuninni eru að mörgu
leyti athyglisverð, þó að þau séu að
sumu leyti reist á misskilningi á þeirri
söfnun, sem nú er á vegum Hand-
ritastoínunar íslands. Ekki verður
annað með sanni sagt en miklu hafi
verið safnað af þjóðlegum fróðleik hér
á landi síðustu hundrað árin. Lang-
mest hefur auðvitað farið fyrir af þjóð-
sögum, en þulur, þjóðkvæði, málshætt-
ir, gátur, þjóðhættir og þjóðlög hafa
heldur ekki orðið út undan. En þrátt
fyrir mikið starf, sem innt hefur ver-
ið af hendi, er mörgu ósafnað enn.
Kemur þar hvorttveggja til, að alltaf
bætist við það, sem fyrir er, eins og
áður var á bent, bæði í bundnu máli
og óbundnu, og ýmis eldri fróðleikur
hefur annaðhvort aldrei komið í leit-
irnar áður eða hann lifir í annarri
mynd en hinni skrásettu. Menn mega
sízt af öllu halda, að lífi þjóðsögu sé
lokið, þegar hún hefur verið skráð, eða
hin skráða mynd þurfi að vera rétt-
ari, þ.e. nær hinni upprunalegu mynd
en sú gerð, sem gengur í munnmælum.
Þar að auki batna sagnir vanalega við
það að vera sagðar oftar, þser slípast
í endurtekinni frásögn. Það er enn ó-
rannsakað mál að miklu leyti, hvernig
og hvers vegna þær breytast, og því
miður hefur því verið gefinn alltof
lítill gaumur fram til þessa. Annars
hefur söfnunin undanfarin sumur verið
bundin við þær sögur, sem menn hafa
heyrt sagðar, og þann skáldskap, sem
fólk hefur heyrt farið með, þó að verið
geti, að bæði sögurnar og kvæðin hafi
verið skráð. Sama máli gegnir um
þjóðlögin. Verður sami háttur hafður
á í framtíðinni.
S vo er nú um ýmsan þjóðlegan
fróðleik, að ekki má lengur dragast, að
lögð verði sérstök áherzla á skipulega
söfnun hans. Skal þar fyrst nefna þjóð-
sögur, sem hafa að kjarna hverfandi
þjóðtrú, eins og huldufólkssögur,
draugasögur, tröllasögur og útilegu-
mannasögur. Þar næst koma ævintýri:
sögur af karli og kerlingu í koti sínu
og kóngi og drottningu í ríki sínu og
þeirra börnum, og má segja, að þessar
síðasttöldu sögur séu orðnar enn sjald-
gæfari en hinar fyrri, ef nokkuð er.
Þulur bæði af mönnum og dýrum eru
heldur ekki lengur á margra vörum,
og gömul kvæði, sem einhvern tíma
hafa verið kveðin við dans, fyrir minni
þeirra, sem nú eru elztir, kunna líklega
ekki margir nú. Af þjóðlögum má nefna
rímnalög og gömul sálmalög auk eld-
fornra tvísöngslaga. Að ýmsu leyti er
söfnunin komin skást á veg varðandi
rímnalög og gömul sálmalög. Af þeim
hefur allmiklu verið safnað með nýj-
ustu aðferðum meira en bundnu máli
og óbundnu. Hefur söfnunin leitt til
þess, að nú sést miklu greinilegar en
áður, hve mikið vantar á, að heildar-
mynd hafi fengizt af íslenzkum rímna-
lögum og hinum gamla sálmasöng.
Enda þótt draugasögur, huldufólks-
sögur, útilegumannasögur, tröllasögur
og æfintýrasögur gangi. nú lítt eða
ekki í munnmælum eða hinar yngri
kynslóðir nemi þær af hinum eldri, hafa
kynslóðaskilin orðið einna skörpust á
sviði tónlistarinnar. Gamla sálmasögn-
um svokallaða var útrýmt í kirkjunum
á síðasta hluta 19. og fyrri hluta 20.
aldar, og hann var lagður niður í
heimahúsum um svipað leyti eða nokkru
síðar. Til eru heimildir um það, að sums
staðar voru gömlu lögin sungin við
Fassíusálmana fram undir 1930, og
virðist það hafa farið eftir sveitum.
Enn munu því vera allmargir á lífi
sem sungu þessi lög í heimahúsum fram
á fullorðinsár. Er þess vegna ráðrúm
til, verði skjótt við brugðið, að hljóð-
rita alla Passíusálmana, eins og þeir
voru sungnir, og væri það verðugt
minnismerki um þá ástsæld, sem þetta
stórbrotna verk hefur notið meðal þjóð-
arinnar.
Í^ímur voru kveðnar allvíða í
heimahúsum fram undir 1920 og jafnvel
á Hornströndum sums staðar fram und-
ir 1940, en af ýmsum ástæðum, breyttri
húsaskipan, fjölbreyttari bókakosti,
áhrifum útvarps og blaða og öðrum
fleiri, sem ekki verða raktar hér, lagð-
ist þessi forna list nær algerlega nið-
ur. Það væri full ástæða til að reyna
að safna upplýsingum um hvers vegna
rímnakveðskapurinn lagðist niður á
hverjum stað, það virðist hafa farið
nokkuð eftir sveitum, hvaða ástæður
riðu baggamuninn. Enn hefur ekki tek-
izt að vinna úr þeim gögnum, sem safn-
að hefur verið allvíða um land, en ekki
sakaði að safna enn víðtækari upplýs-
ingum. Kvæðamannafélagið Iðunn hef-
ur unnið ómetanlegt starf bæði við það
að halda við rímnakveðskapnum og
og hljóðrita gömul rímnalög og bjarga
þeim þannig frá glötun. Samt er hér
mikið verk óunnið, og það má ekki
dragast. Þrátt fyrir víðtæka söfnun hef-
ur allt of lítið verið gert af því að
hljóðrita heilar rímur og jafnvel rímna-
flokka, en án þess verður vitneskja
okkar enn minni um rímnakveðskap-
inn, eins og hann var, en minni en hún
þyrfti að vera. Slíkar hljóðritanir hljóta
að verða undirstaða allra fræðilegra
rannsókna á þessari einstæðu skemmt-
an. Það eru ekki mörg ár frá því, að
þær voru hafnar, enda var þar allt
erfiðara fyrir, áður en segulbandstækin
komu. Því miður verður varla unnt að
fá tæmandi vitneskju um rímnakveð-
skapinn eins og málum er nú komið,
en takist að finna nógu marga kvæða-
menn, einkum hina eldri, og fá þá til að
kveða, má búast við því, að hugmynd-
irnar um rím íakveðskapinn verði enn
gleggri en nú.
Eitt er það, sem varla hefur verið
nógu gaumur gefinn, en það er að safna
upplýsingum um sagna- og kvæða-
menn, sögur þeirra og kveðskap auk:
heimildarmanna þeirra. Slík heimilda-
söfnun gæti gefið mikilsverðar upp-
lýsingar um list þéirra og þær breyt-
ingar, sem hún er undirorpin. Kemur
þar margt til, t.d. smekkur þeirra og
áheyrenda á hverjum tíma, en jafn-
framt kringumstæður, uppeldi kvæða-
og sagnamannanna, staða þeirra í þjóð-
félaginu og tilgangur þeirra með því
að segja sögur og kveða rímur og fara
með þulur og annað bundið mál. Lík-
legast koma þarna aldrei öll kurl til
grafar, en ekki spillti að fá athuga-
semdir le„_..da um þessi atriði og álit
þeirra.
IV ú hefur verið drepið á ýmiss
konar sagnir, þjóðlög, þulur gátur og
margt fleira. En sögurnar spanna yfir
víðasta sviðið, og það eru margs konar
sögur, sem einnig væri vert að safna.
Söguefni eru næstum óþrjótandi, og
mætti æra óstöðugan að telja þau öll
upp, enda yrði sú upptalning auðvitað
aldrei fullkomin. Þó er ekki úr vegi
að benda mönnum á fáein atriði til að
minna menn á sögur. En það vil ég
taka skýrt fram, að með þessu er ég
ekki að leggja neinn dóm á einstakar
sögur og söguefni. í raun réttri eru
allar sögur merkilegar hver á sinn
hátt.
Sagnir hafa skapazt um ýmiss kon-
ar veiðar, t.d. bæði laxveiðar og síld-
veiðar, og allt þar á milli, enda eru
menn þá í nánara sambandi við höfuð-
skepurnar en annars og þá frekar von
á óvæntum atburðum. Sumir láta sér
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
4. desember 1966