Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Qupperneq 10
I
Framfarir á sviði
veðurfræði
jörðu, höfðu verið reistar mót-
tökustöðvar í tólf löndum til að
taka á móti skýjafarsljósmynd-
um frá hnettinum. í stöðvum
þessum er lítið loftnet, móttak-
ari og myndriti — líkur þeim,
sem notaðir eru til að taka á
móti símsendum myndum —
sem framkallar skýjafarsmynd-
irnar.
Hin sjálfvirku ljósmyndasendi-
tæki (Automatic Picture Trans-
mission, APT) gervihnattarins
senda myndirnar til jarðar, en
þau eru einn þriggja þátta í ljós-
myndatækniútbúnaði gervihnatt
arins.
Höfuðkostur APT-tækjanna er sá,
að unnt er að taka á móti myndum
frá þeim í sérhverju því landi, sem
kaupir e'ða reisir móttökustöð. Stöðv-
ar þessar eru tiltölulega ódýrar og
brezkir visindamenn hafa unnið að
því að gera þær enn ódýrari. Þeir
hafa t.d. komizt að þeirri niðurstöðu,
að til móttöku hljóðmerkja frá gervi-
hnettinum nægi venjulegur lofskeyta
móttakari, sem kostar 100 pund.
Einnig telja brezku vísindamennirnir
sér fært að framleiða loftnet og
myndrita, sem kosta innan við 2000
pund. Af þessum sökum mun verð
APT-stöðvanna lækka verulega, en
slík stöð, sem Bandaríkjaher rekur
i Bretlandi, kostar 10.000 pund.
Þegar Nimbusi var skotið á loft
í fyrra voru reknar u.þ.b. 60 APT-
stöðvar í heiminum, þar af 16 utan
Bandaríkj anna.
Með ljósmyndatækjum Nimbusar
voru teknar fyrstu myndirnar, sem
sýndu jörðina allan sólarhringinn, og
jafnframt fyrstu myndirnar, sem
sýndu hinn náttmyrkváða helming
jarðarinnar.
Hinn 23. september hættu tæki
Nimbusar að starfa vegna orkuskorts,
þar sem tæki þau er unnu orku úr
sólarljósinu biluðu.
Stafsmenn NASA, bandarísku
geimferðastofnunarinnar, sögðu þó,
að árangurinn af ferð Nimbusar væri
vonum framar. En alls voru teknar
yfir 27.000 skýjafarsmyndir þá 23
daga, sem myndavélarnar störfuðu.
Á 380 hringferðum umhverfis jörðu
voru teknar myndir af fjórum felli-
byljum yfir Atlantshafinu og tveim-
ur fellibyljum yfir Kyrrahafinu.
Nimbus hefði líklega sent myndir
til jarðar í sex mánuði, ef allt hefði
gengið samkvæmt áætlun.
Auk APT-ljósmyndatækjanna,
sem taka myndir er ná yfir 1000
mílna svæði, er Nimbus búinn
tvqnnskonar ljósmyndatækniútbún-
áði: AVCS (advanced vidicon camera
system) og HRIR (high-resolution
infra-red camera), sem sendir til
jarðar myndir teknar að næturlagi.
Tæki gervihnáttarins starfa á eftir-
farandi hátt:
Infra-rauðu myndirnar eru teknar
í svarta myrkri, þegar gervihnöttur-
inn svífur yfir hinum myrkvaða
hluta jarðar. Rafeinda-skynjari
(radiometer) stjórnar næturmynda-
tökunum, en hann skynjar annars-
vegar hita (infra-red radiation)
jarðar og hinsvegar hita skýja. Mynd
irnar koma fyrst fram sem rafmagns
hljóðmerki, sem breytast síðan stig
af stigi í tíðnilágan sjónvarpsgeisla
og er honum beint til jaröar.
Hin heita jörð kemur fram sem
svartur eða dökkur flötur á infra-
rauðri myndinni, en hin köldu ský
koma fram sem gráir eða ljósgráir
fletir og eru þau ljósari eftir því sem
þau eru hærra í himinhvolfinu.
Infra-rauða ljósmyndavélin greinir
milli 100 blæbrigða gráa litarins, en
þau koma ekki öll fram á ljósmynd-
inni.
iXVCS-kerfið er byggt upp af
myndavélum af sömu gerð og vél-
arnar í Ranger VII gervihnettinum,
sem tók myndirnar af tunglinu í
fyrra. Kerfið er gert til áð taka
myndir yfir úthöfunum — en þaa
þekja tys hluta alls yfirborðs jarðar
— og til að fylgjast með fellibyljum
og hvirfilvindum. AVCS-tækin safna
myndum alla hringferðina, sem tekur
98 mínútur, og senda þær síðan til
tveggja móttökustöðva á jörðu niðri
— önnur þeirra er í Alaska en hin
í Norður-Karólinu. Frá þessum stöðv-
um eru myndirnar síðan sendar til
höfuðstöðva bandarísku veðurstof-
unnar í Washington, sem dreifir þeim
til annarra stöðva í Bandaríkjunnum
og utan þeirra. Tækin geta sent yfir
1000 myndir til móttökustöðvanna á
sólarhring. Á myndunum má greina
fleti á yfirborði jarðar, sem eru ekki
meira en Vz míla á stærð. Ljósmynda-
vélar Tirosar, fyrsta gervihnattarins
til veðurathugana, greindu ekki
fleti, sem voru minni en 5 mílur.
Nimbus nær myndum af stærri hluta
jarðar en Tiros, þar sem hann er
settur þannig á braut, að hinar
öflugu ljósmyndavélar hans snúa
ávallt að jörðu.
Nimbusi er hinsvegar skotið á loft
í tilraunaskyni sem forveri annarra
fullkomnari gervihnatta, er eiga að
vera á lofti í 3 ár. Jafnframt hyggst
bandaríska veðurstofan notfæra sér
niðurstöður Nimbus-tilraunarinnar
við gerð nýrra Tiros-hnatta.
B andaríska geimferðastofnun-
in og bandaríska veðurstofan íhuga
nú af alvöru skilyrði fyrir alþóðlegri
ve’ðurþjónustu. Forsendur hennar eru
náin alþjóðleg samvinna og aukin
notkun rafreikna vi'ð veðurspár. Með
ferð Nimbusar aukast mjög líkurnar
á því, að unnt verði að segja fyrir
um eyðandi storma og óveður með
öruggri vissu og talsverðum fyrirvara.
En þrátt fyrir ágætar næturmyndir
frá tækjum Nimbusar geta þau ekki
ákvarðað loftþrýsting, vindhraða eða
vindátt, hita- eða rakastig lofthjúps
járðar, sem eru undirstöðuatriði
við veðurathuganir. Veðurathugunar-
stöðvar á jörðu niðri safna þessum
upplýsingum.
, Bandaríska veðurstofan færir allar
upplýsingar frá gervihnöttunum inn
á veðurkort, sem sent er um heim
allan. Veðurfræðingar hafa kort þessi
til hliðsjónar við veðurspár.
T
JL vær tillögur hafa komið fram
í Bandaríkjunum varðandi notkun
gervihnatta við veðurathuganir. For-
stöðumenn bandarísku geimferða-
stofnunarinnar setja fram aðra, en
bandaríska veðurstofan hina.
Dr. Morris Tepper, forstjóri véður-
fræðideildar NASA, leggur eftirfar-
andi til málanna:
Nokkur hundruð sjálfvirkar veður-
baujur staðsettar á úthöfunum safni
upplýsingum um veðurfarið. Gervi-
hnettir í háloftunum taki á móti þess-
um upplýsingum, en Ijósmyndatæki
þeirra taki skýjafarsmyndir allan
sólarhringinn. Rafreiknir í gervi-
hnettinum vinni síðan bæði úr mynd-
unum og upplýsingum veðurbauj-
anna, gexú veðurspá og sendi til jarð-
ar, og hefðu öll ríki sama rétt til að
notfæra sér hana.
Bandaríska veðurstofan hallast
frekar að samræmdum aðgerðum
venjulegra veðurstöðva á jörðu niðri
(með sama sniði og nú tíðkast) og
gervihnatta, er tækju háloftamyndir.
Upplýsingar þær, sem þannig fengj-
ust, yrðu síðan sendar til aðalstöðva
búnum rafreiknum, sem gerðu veður-
spá samstundis. Unnt væri að láta
aðalstöðvar þessar starfa undir yfir-
stjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Höfuðstöðvar
veðurþjónustu í heiminum nú eru í
Washington, Moskvu, Paris og Lon-
don.
1
'j
!
ur verið rætt stuttlega um hér að fram-
an. Væri kærkomið, ef menn vildu
senda Handritastofnun íslands upplýs-
ingar um kvæða- og sagnamenn og aðra
fræðaþuli, og vel verða þegnar vísbend-
ingar um aldur þeirra og kunnáttu.
Allt þess konar yrði til þess, að safn-
andinn þyrfti ekki að eyða tíma í leit
að mönnum, en hún er einkar erfið hér
í þéttbýlinu. Ekki spillir heldur að
vera ekki allc ófróður um þá, sem við
á að tala, og getur það komið í veg
fyrir margs konar misskilning. Það er
ekkert áhlaupaverk að grafa fróð-
leik stundum úr hálfgerðri gleymsku
og ekki veitir af að gefa gaum að
hverju smáatriði, sem getur létt undir
við það.
Með söfnun íslenzkra þjóðsagna og
þjóðlaga er ekki einungis verið að
bjarga frá glötun menningarverðmæt-
um og leggja grundvöll að frekari þjóð-
fræðilegri rannsókn þeirra. Jafnframt
er verið að safna heimildum um mál-
far manna alls staðar á landinu, að
vísu ákveðinna aldursflokka, en von-
andi verður þessi heimildasöfnun að
einhverju liði við rannsóknir á mæltu
máli. Hér bíða því mörg verkefni úr-
lausnar, en hún er undir því komin, að
söfnunin verði árangursrík.
Hallfreður Örn Eiríksson.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
- 4. desember 196®