Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Síða 2
Iljjja otte Lenya lieitir hún og sex- tíu og sex ára að aldri leggur hún upp á nýjum hlj ómlistarferli, „af þeim krafti, sem nægir til að senda skeyti til tunglsins og til baka aftur“, eins og komizt er að orði Og bætt er við: „Þetta gerir hún á þeim aldri er aðrar konur eru annað tveggja hringjandi eftir með- ulum sér til heilsubótar, eða þá að festa kaup á reit fyrir gröfina sína“. Sjálf segir hún: „í sextán ár hef ég ekki verið annað en ekkja eftir Kurt Weill. Nú er ég ég sjálf“. Það er þessi kona sem Harold C. Schon- berg segir um: „Hún hefur grófa rödd, sem gaeti raspað sandpappír, og hálfan tímann gerir hún ekki einu sinni tilraun til að syngja, en hún getur gætt söng sinn styrkleika, sem gerir hann allt að því ógn- vekjandi“. Og Anne Jackson, sem kom fram með Lenya í „Brecht on Brecht“, segir: „Það er ekkert ó- ekta eða ósatt í því sem hún gerir Þannig er hún á sviðinu og þannig er hún einnig sem kona. Hún gerir ekkert til að koma sér í mj úkinn, en maður ber virðingu fyrir henni. Hún hefur heldur ekki mikla rödd, en miðlar áheyrendum í senn leik og veruleika, serri kemur þeim til að skynja, að hún er þarna hún sjálf, og þeim finnst þeir vera að horfa á eitthvað alveg sérstakt. Þetta gerir hana líka yngri en hún er“. Fyrir skömmu var frumsýndur á Broadway söngleikur, þar sem hún dansar með þremur sjómönnum og syng- ur söng um ananas, sem verður til þess að allt aetlar um koll að keyra af hrifn- ingu. í fyrsta skipti gerir hún þetta allt án þess að Weill aðstoði hana. Og þó er eins og andi hans svífi hér enn yfir vötnum. Höfundur handritsins, Joe Masteroff, viðurkenndi, að „hlutverkið, sem hún leikur, væri skrifað fyrir Lenya, það var aldrei gert ráð fyrir að neinn annar færi með þetta en Lenya. Yið erum að reyna að endur- skapa Berlín frá árunum kringum 1SÖ0, og þegar maður hugsar til þeirra ára, minnist maður Kurt Weills og Lotte Lenya. Weill er látinn, en Lenya er enn mitt á meðal okkar. Þegar hún gengur fram á sviðið, kemur þetta allt með henni“. Lenya /hún er aldrei kölluð Lotte/ fæddist árið 1900 í verkamannaihverfi í Vínarborg. Móðir hennar var þvotta- feona og faðir hennar var kúskur og hún var ein af fjórum hungruðum börnum. Hún virðist alltaf hafa kunnað að dansa. Hún var eifeki nema smábarn er faðir hennar var vanur að kalla hana til sín úr kolabyrðunni þar sem hún svaf og láta hana dansa fyrir sig. Fjögra ára að aldri gat hún staðið á höfði og gengið á línu með regnhlíf í litlu fjölleikahúsi í nágrenninu. í fyrri heimsstyrjöldinni var hún við listdansnám í Zurich og seinna hvarf hún að heiman og dansaði á minni háttar skemmtistöðum í Berlín. ,.Ég var í félagi við annan ballettdans- ara og við gerðum heila fevölddagskrá — við gerðum alla búninga sjálf og sjálf prentuðum við auglýsingarnar. Við vorum ekki nema á milli fermingar og tvítugs, en við vorum þess fullviss, að við gætum tekið Berlín með áhlaupi. Enginn feom, enginn umboðsmaður gerði samning við okkur. Vinur minn yfirgaf fyrirtækið, en ég var kynr“. Eftir þetta lék hún um skeið í Shakespeares- og Moliéresleikritum fyrir lágt kaup. Þá gerðist það, að leikritaskáldið Georg Kaiser feenndi í brjósti um hana og bauð henni til dvalar hjá þeim hjónurn á sveitasetri þeirra, sem stóð á fögrum stað við stórt stöðuvatn nærri Berlín. Sunnudag noklkurn sagði fjölskyld- an henni, að þau ættu von á tónskáldi í stutta heimsókn. Væri hún fáanleg til að fara í bátnum yfir vatnið og sækj a bann? Henni vöknar um augu þegar hún skýrir frá framhaldinu: „Ég tók róðrar- bátinn og fór til stöðvarinnar og þar var þessi sérkennilegi smávaxni maður með stór hornspangagleraugu og í að- skornum bláum fötum. „Má bjóða yður að gera svo vel að stíga um borð í farkostinn" sagði ég við hann. Augu ok'kar mættust. Við vorum saman í tvö ár, en svo giftumst við Kurt Weill“. neill og Lenya tófcu forustuna fyrir þeirri hreyfingu, sem vann að endursköpun þýz'ka leiífehússins. Þetta var tímabil svartra silfeikjóla og dans- andi apa, kvengerva, svartamarkaðs- sígaretta og jass og þau tóku þátt í þessu öllu. Sem tónskáld gerði Weill miklar kröfur til venka sinna sem æðri tónlistar. Bertold Brecht var skáldið, sem skrifaði fyrir leifehúsin svipað því, sem Kafka setti á bækur. Þau hittust og ræddust við á litlu hljómlistarhúsi, og hljómlist Weills fór brátt áð veroa fyrir áhrifum frá jassinum, og þau áhrif béldust það sem hann átti eftir ólifað. Fyrsta frumsýningin þeirra var í Baden- Baden 1927. Um þá sýningu kemst Lenya að orði á þessa leið: „Aldrei mun ég gleyma því uppþoti, sem hún olli. Allur áheyrendaskarinn stóð og fagnaði og báulaði og flautaði í einu. Brecht hafði útbúið okkur með litlar flautur og við flautuðum bara á þá aftur á móti“. Þetta var í fyrsta skipti sem Lenya kom fram til að syngja. Enn þann dag í dag kann hún efeki að lesa nótur. Næstu árin áttu þau heima í Berlín og bjuggu við fremur þröngan kost til að byrja með. Og fyrir fátæktar saktr sáu þau sér efeki fært að neita tilboði lítt þekkts framúrstefnumanns, Ernst- Josef Aufrichts, að taka til fljótlegrar meðferðar minni háttar verk, sem hann var með. Þau voru efeki ginnkeypt fyrir að eyða dýnmætum tíma sínum, en Aufricht bauð þeim sómasamlegt endur- gjald, svo að þau tóku starfið að sér. Þetta smáræði var „Túskildingsóperan". , i\.llir meiri háttar leikhúsmenn 1 Berlín töldu að þarna yrði um gersam- lega misheppnaða uppfærslu að ræða“, segir Lenya. „Þegar Weill stakk upp á því, að ég tæki að mér hlutverk Jenný- ar, vændiskonunnar, var það ekki talið æskilegt. Ég var ekkert. Fyrir tourteisis sakir bauðst leifestjórinn til að láta mér hlutverkið eftir í þrjá daga, en þá ætl- aði. hann að taka það af mér aftur. Frumsýningarfevöldið gleymdu þeir að Framhald á bls. 13 Framkv.stj.: Sigfus Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.f, Arvakur. Reykjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.