Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Page 14
SVIPMYND Framhald af bls. 2 setja nafnið mitt í leikshrána. Þetta var fyrir daga blaðamannafundanna, þeir eru amerísk uppfundning. Weill sagðist ekki láta mig halda þessu áfram, en ég sagði: „Ástin mín, þetta er það sem ég hef beðið eftir svo lengi. Á morgun vita þeir hver ég er. Og það gerðu þeir svo sannarlega“. Daginn eftir rituðu helztu gagn- rýnendur Berlínarblaðanna í stórum fyrirsögnum: „Hver var hún? Hún var góð. Hún var mjög góð. Brátt mun hún verða á tindinum“. Lei'kurinn gekk í tvö ár við góða aðsókn, eða þar til Nasistar komust til valda. — Kvöld eitt var þeim Weill og Lenya tjáð, að þau væru á svörtum lista hjá Nasistum, og sama kvöld yfirgáfu þau Berlín. Þetta var árið 1933. Þau flýðu til Parísar og þar hittu þau Brecht á nýjan leik. Það- an lá svo leiðin til Ameríku við aukin tækifæri og vaxandi hylli, únz Weill lézt 1950. „Þegar hann dó, langaði mig til að skríða inn í holu og koma aldrei aftur út“, segir Lenya. En ári síðar kom hamingjan í heimsókn öðru sinni. Hún giftist öðrum manni sínum, George Davis. „Davis kenndi mér eins og við kennum barni að ganga öðru sinni“, segir Lenya. Hann sagði: „Þúsundir manna vilja sjá þig aftur. Komdu þér upp eigin nafni sem Lotte Lenya, ekki bara ekkja Kurt Weills". Með aðstoð Davis hóf Lenya að grafa upp lög Weills og fyrr en varði var hún aftur á sviðinu. Það var Ernst- Josef Aufrieht, sem bað hana að korna fram í Town Hall og enda þótt hún værl hikandl tókst Davls að fá hana til að koma fram. Sjálf segir hún: „Mér leið eins og verið væri að kyrkja mig. Klukkan átta fannst mér ég ekki geta haldið áfram. Ég var öll í uppnámi og skalf eins og hrísla í vindi. Þá leit ég út og sá troðfullt húsið og ég hugsaði: Þetta er eins og hann hefði viljað hafa það!“ Fagnaðarlætin stóðu í fimmtán mínútur. En hamingjan stóð ekki lengi að þessu sinni. Árið 1957 lézt Davis og þá lá við að Lenya gæfist alveg upp við það starf, sem hún hafði hafið með hans aðstoð. Þau höfðu í Berlín lagt grund- völl að flutningi verka Weills og „Tú- skildingsóperan" hafði nýlega verið sviðsett þar. En vinir Lenya sannfærðu hana um, að Davis mundi hafa óskað þess, að hún héldi áfram því starfi, er þau höfðu lagt sameiginlegan grundvöll að. Viku eftir andlát hans flaug hún til Hamborgar og hafði yfirumsjón með upptöku á „Túskildingsóperunni". Nu er Lenya gift amerískum mál- ara, Russ Detwiler að nafni, sem er næstum helmingi yngri en hún. Þau búa í gamla húsinu í New City, sem þau Weill og Lenya keyptu á síðustu hjú- skaparárum sínum, en einnig í lítilli ibúð í fimmtugasta og fimmta stræti, í sömu bygigingu og Van Johnson og Noel Coward. Nú er sorgartíminn liðinn að mestu og Lenya getur talað um líf sitt af gleði þeirrar konu, sem er stolt af því hvernig hún hefur varið því. „Ég er ákaflega glöð yfir því hvernig fólk viðurkenndi Weill og snilligáfu hans að lokum. „Túskildingsóperan" heldur gildi sinu hundrað ár fram í tímann. Spilling og fátækt munu ekki hverfa úr augsýn. Ég held líka að hann hafi haft geysi- mikil áhrif á ameríska tónlist“. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 urinn hljóp í bál. Það var líka talað um faktúrur í tunnum og það voru líka brögð að því að sumir fengju inn- flutningsleyfi þegar aðrir fengu aftur á móti alls engin leyfi. Aðrir smugu svo nett inn í nefndir og ráð og voru allt í einu orðnir gæslumenn þjóðarbúsins. Einn mætur borgari varð forríkur á lungamjúkum næfurþunnum pappír („so soft, so clean, so friendly") og annar leppaði spanskar aprikósur eins og geng- ur og reisti sér íbúðarhús með kopar- þaki og tveimur strompum. Annar flutti inn búlgarskan kavíar eftir stríð og segulmagnaða títuprjóna og sex hundruð þúsund köflóttar tautölur (það var í skóhallærinu mikla), og hann flýtti sér að byggja íbúðarhús með koparþaki og þremur strompum. Og enn annar kló- festi leikfangaleyfin eitt árið á einu bretti fyrir jól, og ætli það hafi ekki verið feitasti bitinn? Hann átti vegleg- asta íbúðarhúsið í götunni (við hliðina á dr. Grími forstjóra Ásgrímssyni al- þingismanni), með koparþaki með kín- versku sniði og fári af sexhyrndum strompum og tveimur kínverskum bíl- skúrum í uppbót með koparslegnum sjálfvirkum hurðum; en hann var því miður eins og flestir aðrir í götunni líka með vangæfan maga. egar við hættum klukkan fimm, því það var ekki að tala um eftirvinnu sem vonlegt var, þá bárum við verk- færin inn í skúrinn og fórum úr hlífð- arfötunum ef hann hafði rignt að ráði og gyrtum okkur, og verkstjórinn setti hengilásinn fyrir skúrdyrnar með tals- verðum mannalátum og faldi lykilinn undir þakskegginu, svo að þeir sem kæmu fyrstir daginn eftir þyrftu ekki að standa úti. Herbert var allur á hjól- um. Hann blaðraði eins og smákrakki meðan verkstjórinn útbýtti yrjóttum umslögunum, og eins og ég sagði áðan: ég hélt að hann ætlaði upp um háls- inn á verkstjóranum þegar hann fékk honum þessa aura. Það var eins og verk- stjórinn hefði rétt honum heiminn í yrjóttu umslagi á silfurfati. Það hringl- aði í sunápeningunum í umslaginu þegar hann stakk því í brjóstvasann á jakk- anum sínum: hann hefur haft liðlega tvö hundruð krónur fyrir þessa þrjá daga, aldrei yfir tvö hundruð og tíu fimmtán krónur. Svo togaði hann í ermina á mér og hljóp yfir plankann sem tengdi Bensabúð við umiheiminn og þaut inn í búðina. Hann bað stúlkuna um einn poka af rauðum kóngabrjóst- sykri og hann deplaði framan í mig aug- unum með prakkaralegu skáhöllu brosi á meðan stúlkan var að afgreiða hann; og hann dustaði mér um bakið þangað til mig logsveið í bakið. „Gamli sveinn! Gamli vin!“ (Inga var þá búin að segja mér að þegar Herbert sæi heiminn í rósrauðu Ijósi, þá færði hann henni ævinlega rauðan kóngabrjóstsykur í bréfi. Hann laumaði pokanum undir koddann henn- ar áður en þau fóru í háttinn. Hún gat hérumbil alltaf lesið út úr andlitinu á honum hvenær hún átti von á rauð- um kóngabrjóstsykri, en hún varð samt alltaf að gæta þess að reka upp við- eigandi fegins- og undrunaróp þegar hún fór upp í, því að annars var hún búin að eyðileggja leikinn.) B ensi kaupmaður kom fram í búð- ina og tók okkur afsíðis. Hann fór mannalega af stað. „Heyrið mig, strákar, farið þið ekki bráðum að hespa þetta af?“ Við ypptum öxlum: guð mætti vita það. „Þetta er ekki gott“, sagði Bensi. „Bjór, strákar?“ Við sögðum gvuðlaun fyrir það. En svo var hann allt í einu orðinn fullur af barlómi. í New York 1949. „En hann er að rúinera mig", veinaði Bensi. „Hver?“ sagði Herbert og gapti fram- an í hann, af því einmitt á þessari stundu hafði hann verið að leggja yrj- ótta umslagið í lófann á Ingu og Inga hafði hlegið og lagt hendurnar utan um hálsinn á honum og kysst hann beint á munninn. „Hver?“ sagði Herbert aftur. „Ha? Hvað er að?“ „Nú skurðurinn, maður!“ æpti BensL „Þvi þá það, ha?“ „Þær þora ekki yfir hann, það er ekkert annað. Þær þora ekki yfir hann, þessar djöfuls beljur, og ég gæti eins lokað á morgun“. „En þetta er svo gríðarlega vænn planki, maður,“ sagði Herbert undrandi. „Lafhræddar samt. Þessar djöfuls beljur,“ tautaði Bensi. „Hefurðu reynt að tala við bæjar- stjórann?“ spurði Herbert allt í einu og horfði ákafur á kaupmanninn. „Þú ert kannski utanbæjarmaður?" spurði Bensi. „Ég er Botnsfirðingur,“ sagði Herbert hreinskilnislega. „Við köllum hann borgarstjóra hérna fyrir sunnan,“ sagði Bensi. „Jæja, hefurðu reynt að tala við borg- arstjórann?-1 „Hef ég reynt að tala við símastaur- inn þarna“, sagði Bensi og benti. „Hefurðu þá reynt að tala við bæjar- gjaldkerann?" spurði Herbert og gafst ekki upp. „Hvað í veröldinni ætti ég að vilja með hann?“ hrópaði Bensi. Herbert saup á bjórflöskunni og út- skýrði fyrir kaupmanninum að þegar til dæmis skolpleiðslan stíflaðist hjá mönnum í Botnsfirði eystra, og svo illa stæði nú á að bæjarstjórinn væri kannski kominn á túr, þá sneru menn sér bara til bæjargjaldkerans. „Og hvað gerir hann?“ spurði Bensi og ranghvolfdi í sér augunum. „Nú hann kemur í bússunum strax eftir kontórtíma og hjálpar manni að kraka upp úr skolpleiðslunni“. „Nei“, sagði Bensi og skalf eins og honum væri kalt „ég er hræddur um að okkar kæmi ekki“. „Hann ætti nú samt að fá sér búss- ur“, sagði Herbert og stakk brjóstsyk- urpokanum í brjóstvasann hjá umslag- inu og þakkaði aftur fyrir bjórinn og kvaddi. V ið komum að kampinum þar sem vitlausi maðurinn hafði ráðist aftan að Ingu fyrir tveimur vikum og skimuð- um enn í kringum okkur ef ske kynni að við kæmum auga á þrjótinn. Inga hafði lýst honum þannig að hann væri feitur og sköllóttur og með kríthvítt andlit og með rauðar þykkar boga- dregnar melluvarir. í svörtum ellegar bláum tvíhnepptum frakka með hvítan klút í brjóstvasanum. Og með splunku- nýjan perlugráan hatt sem datt af hon- um í sviptingunum. Og með sog eins og hann væri með bronkítis. Einn morguninn þegar hún hefur verið kölluð vestureftir (með því þá voru þeir fyrir löngu búnir að gefast upp á því að finna hana ævinlega fyrsta við dyrnar á morgnana þó að enginn hefði svo nokkur vissi gefið henni á- drátt um vinnu) þá ratar hún í þetta ævintýri, Hún er að stytta sér leið gegnum kampinn á áttunda tímanum um morguninn í myrkrinu. Hún er með brúsann sinn í rassvasanum og bitann sinn í bréfpoka framan á maganum undir peysunni, og svo er hún með prjónahúfu af öðrum tvíburanum á höfð- inu í staðinn fyrir klút af því að það er allt í einu kominn vetur. Og þá stekk- ur vitlausi maðurinn allt í einu utan úr myrkrinu og þrífur báðum höndum aftan í beltið á buxunum hennar og hikstar og togar í hana af alefli. „Hugsaðu þér, Berti“, segir Inga þeg- ar hún kemur heim um kvöldið með átta tíma í dagvinnu og tvo tíma í 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.