Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Síða 15
eftirvinnu og glænýja flakaða ýsu í uppbót, „'hugsaðu þér, ég dró hann á eftir mér þvert í gegnum kampinn eins og hestur“. „Hvað ertu að segja manneskja!“ æpti Herbert, og í fyrsta skipti síðan hann fékk að kynnast atvinnuleysi í Reykja- vík kemst hann aiminlega til með- vitundar um kvöldverðarleytið. „Ójú. Ég hélt að beltið ætlaði að skera mig í tvennt, og hann másandi og blás- andi við eyrað á mér“. „Er maðurinn vitlaus!" skríkir Her- bert. „Hann var alltaf að reyna að kyssa mig og ég var allitaf að reyna að losa mig, og svo hinum megin í kampinum, undir ljósastaurnum þá slitnaði beltið“. „Guði sé lof“, stynur Herbert. „Ojæja. Því að vitanlega dúndrar allt niður um mig“. „Nú líst mér á!“ „Ojæja. Því á samri stundu sem bux- urnar bomsa niður um mig, þá missir hann áhugann". „Nú sko. Þó það. Hann hefur þó kunn- að að skammast sín, svínið“. „Ojæja“, ansar Inga og strýkur hárið frá enninu með handarbakinu og byrj- ar að klæða sig úr galianum í kjallara- tröppunum. „Ojæja, lét ég það nú vera. Hann sagðist bai-a hafa haldið að ég væri karlmaður". V ið stönsuðum undir Ijósastaurn- um þar sem Inga hafði séð framan í vitlausa manninn og þar sem vitlausi maðurinn hafði hneigt sig niður að jörðu og hikstað af því að hann var dauða- drukkinn og beðið hana fyrirgefningar með tárin í augunum og útskýrt fyrir henni eftir bestu getu (af því sogið eetlaði hann lifandi að drepa) að hann hefði ekki haft hugmynd um að hún var kvenmaður fyrr en hún stóð fyrir framan hann með buxurnar á hælun- um. Það var urmull af krökkum í elt- ingaleik milli bragganna þegar við geng- um inn kampinn, og allt í einu opnuð- ust gafldyrnar á bröggunum upp á gátt, eins og þegar knattspyrnulið eru flautuð til leiks, og örvinglaðar berleggjaðar úfnar braggakonur ruddust út í dyrn- ar og byrjuðu að æpa og öskra á krakk- ana. „Nonni, helvítis ormurinn þinn, viltu pilla þig þarna ofan á stundinni, krakki!“ Þegar braggadyrunum var hrundið upp, þá þaut braggaljósið eins og píla framhjá konunum og skaust í ofboði gegnum klofið á þeim og þvengmjóir vanskapaðir vitstola skuggar engdust allt í einu í forinni og orguðu í kór á krakkana. Við flýttum ök'kur af stað, en Herbert varð samt allur að brosi. Hann kannaðist við þetta úr atinu heima í Botnsfirði austur, þegar atið var mest á vertíðinni fyrir stríð, og þegar heið- virðar og skikkanlegar konur, já vænstu og elskulegustu sómakonur á borð við móður hans, byrjuðu að æpa og hrína hver í kapp við aðra, stjarfar af þreytu og svefnleysi. Þá voru þær mannskæðar, því að þá köstuðu þær öllu lauslegu stundum, því sem hendi var næst, jafn- vel hnífunum. Orgið í braggakonunum og gólið í braggakrökkunum elti okkur út um kamphliðið og fyrir hornið á stóru vöruskemmunni sem Bandaríkjamenn reistu í stríðinu áður en við kvöddum þá með þakkarávarpi, áður en við kvöddum þá með bænarskjali til okkar aftur. Strætisvagn slengdist fyrir skemmuhornið og leigubíll gelti á strætisvagninn utan úr myrkrinu og strætisvagninn stansaði með veini við tærnar á okkur og hellti út úr sér flaumi af fólki í hráblautum yfirhöfn- um, og fólkið flanaði í blindni út á götuna og leigubíllinn gelti á þá sjóð- vitlaus af vonsku. Við flýttum okkur yfir götuna og þrömmuðum á móti hráblautum vind- inum og Herbert var byrjaður áð blístra í myrkrinu. Það hringlaði í umslaginu í brjóstvasanum á jakkanum hans og það skrjáfaði í brjóstsykurpokanum. Hann dustaði mér rækilega um bakið áður en við skildum; „Gamli vin! Gamli sveinn"! Hann hljóp af stað og lagði höndina á brjóstvasann til vonar og vara, á aleigu þeirra Ingu í lausu fé og sæl- gæti. Þannig hljóp hann götuspottann sem lá heim til Ingu; eins og höfðingi á þjóðræknisstund sem tekur ofan hatt- inn og leggur hann af auðmýkt við hjarta sér á meðan þjóðsöngnum er pumpað gegnum gjallanhorn út um bvippinn og hvappinn. BAK LÁGUM STEINI bak lágum steini sat hávaxinn maður með litla tönn og mikið hár svipurinn lýsti vanþóknun munnurinn herptur saman meðan flugan suðaði í eyranu ég horfði á þennan mann vökulum augum leitaði að svipbrigðum þá gall þar við strákur: Manni, sjáðu líkið! Sigurður Jón Ólafsson. ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 11. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.