Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Page 1
lykta á farsælan hátt, eigi forseta- dómur hans að verða affarasæll. Einn þessara eiginleika er blátt áfram sá að vera frábrugðinn öðrum: það er örðugt að ímynda sér mann sem væri minna venjulegur eða í atferli og hátt- um öllu frábrugðnari hinum venjulega Ameríkumanni. „Sérvitur? Vissulega er hann sérvit- ur,“ segir einn aðstoðarmanna hans. „Allir miklir menn eru sérvitringar. Lítið á Lincoln. Þegar Willie litli dó, læsti Lincoln sig inni í svefnherbergi sínu í fjóra daga og harðneitaði að tala við neinn. Hugsið ykkur fyrir- sagnirnar, ef Johnson læsti sig inni í fjóra daga.“ Þetta er vafasöm saga (skýrslur herma að Lincoln hafi átt viðræður við marga ráðherrá sína innan fjög- urra daga frá dauða Willies árið 1862), NÆRMYND AF JOHNSON SANDARÍKJAFORSETA Oskandi væri að fieira fólk gæti séð forsetann, þegar hann er ekkert annað en forsetinn,“ sagði einn af íhugu'lli samstarfs- mönnum hans nýlega. „Þegar hann er hann sjálfur — hinn þaulreyndi stjómmólamaður, án allra brosa og huggulegheita — þá er hann mjög áhrifaríkur og mjög traustvekjandi. Það er þegar hann reynir að vera annað en hann er, sem hann lendir í erfiðleikum.“ Lyndon B. Johnson hefur verið for- seti um 34 mánaða skeið — eða-jafn- lengi og John F. Kennedy gegndi em- bætti — og hann á við erfiðleika að stríða. Ef satt skal segja, á hann í mjög alvarlegum erfiðleikum. Kennedy átti einnig sín vandamál — fleiri en flestir muna nú. En þrjú þeirra vanda- mála, sem vofa yfir Johnson forseta, eru miklu hættulegri en nokkuð, sem Kennedy át.ti við að etja. Hið fyrsta þessara vandamála er að sjálfsögðu styrjöldin í Víetnam, sem fyrst og fremst var innanlandsstyrjöld meðan Kennedy var á lífi. Hún er nú að verða öðru fremur amerísk styrjöld — án sjáanlegs endis. Annað vanda- rnálið er hætta sú á óviðráðanlegum kynþáttaóeirðum, sem einskorðaðist við Suðurríkin á dögum Kennedys, en vof- ir nú einnig yfir í borgarsvæðum ger- yallra Norðurríkjanna. Þriðja vandamálið, sem gerir hin tvö svo miklu erfiðari viðureignar, er það, að stór hópur manna —. og fer þeim Stöðugt fjölgandi að sögn stjórnmála- manna beggja flokka — hefur fremur litlar mætur á eða ber ekki fullkomið traust til forseta Bandaríkjanna. liyndon B. Johnson hefur nú ver- ið undir smásjánni í Ilvíta húsinu á þriðja ár. Þeir, sem mesta athygli hafa veitt honum, eru samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu, núverandi og fyrrver- andi. Með því að ræða við menn af báðum hópum er unnt að fá glögga og ólitaða mynd af Lyndon Johnson þegar hann er „forsetinn og ekkert íinnað“. Einnig verður mögulegt að gera sér grein fyrir helztu eiginleikum, sem hann hefur til brunns að bera í viður- EFTIR STEWART ALSOP eigninni við þau vandamál sem hann en hugmyndin er rétt. Við höfum átt verður einhvern veginn að leiða til marga sérvitringa í forsetastóli, og Jolinson liringir í undirmenn sina á öllum tímum sólarhringsins. Abraham Lincoln, stórbrotnasti maður sem Bandaríkin hafa alið, var sannar- lega einn þeirra. En þó er vandfund- inn sérkennilegri forseti en Lyndon B. Johnson. Tökum til dæmis hinar ein- kennilegu vinnuaðferðir hans, sem gera honum kleift að ná tveim fullum vinnu- dögum úr hverjum sólarhring. Hinn tvöfaldi dagur forsetans hefst klukkan 7 að morgni. Næstu þrem klukkustundum eyðir hann í nátt- fötum í svefnherbergi sínu, umkringd- ur þeim samstarfsmönnum sínum, sem í dálæti eru þá stundina, eins og Loð- vík fjórtándi í hópi hirðmanna sinna við daglega morgunmóttöku. Stundum situr hann upp við dogg í rúminu mest- ailan tímann. Oftar skálmar hann um hið stóra herbergi, klæðir sig í áföng- um, gefur skipanir, les skýrslur, sím- ar. Um ellefuleytið fer hann niður til skrifstofu sinnar og vinnur þá iðulega sleitulaust til klukkan fjögur eftir há- degi, án þess að snæða hádegisverð. E£ hann borðar hádegisverð, er það oft mjög síðbúin máltíð, um klukkan þrjú eða hálffjögur. Eitt af hinum minniháttar sérkennum forsetans er þessi hæfileiki hans til að vera matar- laus klukkustundum saman án þess að finna til hungurs. Sjálfur hefur for- setinn sett fram þá vísindalega vafa- sömu kenningu, að magi hans safni matarforða á sama hátt og kryppa úlfaldans safnar í sig vatni. Önnur hversdagslegri skýring er sú að gos- drykkirnir, sem hann innbyrðir einn af öðrum, haldi öllum sultartilkenning- um í skefjum. Þegar klukkan er um það bil fjög- ur, heldur forsetinn aftur til svefnher- bergis síns á annarri hæð Hvíta húss- ins, færir sig í náttföt, fer í rúmið og sefur í klukkustund eða meir. Gagn- stætt flestum, sem venja sig á síðdegis- blund, líður honum ekki, þegar hann vaknar, eins og hann hafi verið að tyggja gamlar gólfábreiður. 1 stað þess er hann endurnærður og hlaðinn nýjum krafti frá þessum „aukakirtlum .... sem venjulegir menn hafa blátt áfram ekki,“ eins og fyrrverandi starfsmað- ur hans, Jack Valenti, komst að orði í lofræðu sem mjög hefur verið skop- azt að. Þannig hefst seinni vinnudagur for- setans. Eins og fyrri hluta dagsins mat- ast hann mjög seint, sé enginn við- hafnarkvöldverður á dagskrá. Aðfram- kominn starfsmaður á einatt á hættu að vera sendur til kvöldverðar klukkan, ellefu að kvöldi eða síðar. Þegar svo ber undir og mikið er í húfi, er vitað til þess að forsetinn hafi setzt að kvöld- snæðingi klukkan eitt eftir miðnætti. Klukkan hálftvö tii tvö, þegar aðrir Washingtonbúar eru gengnir til náða, situr forsetinn enn við „kvöldlestur“ sinn, fer yfir skjöl sín, krotar á þau athugasemdir, svo sem „talaðu við mig um þetta“ eða „skil ekki“ eða hreint og beint „nei“, og grípur þá iðulega til að hringja í syfjaða undirtyllu. T alið er að hinn franski mat- sveinn Kennedy-hjónanna hafi sagt lausu starfi sínu vegna þess að for- setinn tekur rétti eins og roðflettan steinbít (sem er herramannsmatur) framyfir quenelles de brochet. En sá vani forsetans að matast aðeins þeg- ar honum sjálfum gott þykir, væri nóg til þess að ofbjóða sérhverjum mat- reiðslumanni með snefil af sjálfsvirð- ingu. Lyndon Johson er haldinn ómót- stæðilegri hvöt til að gera hlutina eft- ir eigin geðþótta og þegar honum sýn- ist svo. Hann vill ekki vinna, éta eða sofa, þegar aðrir menn vinna, éta eða sofa — hann vill gera það sem honum sýnist, þegar honum sýnist og ekki augnabliki fyrr eða seinna. Hann vill fara í kosningaleiðangur, mæla sér Framhald á bls. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.