Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Síða 11
hvelfingunni. í>eir gengu niður I móti til suðurs aðra klukkustund til. í>eir komu að nokkurs konar flatri hæð, sem myndazt hafði úr muldum steinum. Þaðan hallaði hásléttunni til austurs í áttina að lágri sléttu, þar sem sáust fáein grannvaxin tré og til suðurs í áttina að klettaþyrpingu, sem gerði landslagið hrikalegt. D aru athugaði báðar áttirnar. Ekkert sást annað en himinninn úti við sjóndeildarhringinn. Enginn maður var sýnilegur. Hann sneri sér að Ar- abanum, sem horfði á hann skilnings- sljór. Daru rétti honum böggulinn. „Taktu þetta“, sagði hann. „Þetta eru döðlur, brauð og sykur. Þetta getur enzt þér í tvo daga. Hér eru líka þús- und frankar." Arabinn tók böggulinn og peninganna, en hann hélt þeim í höndunum í brjósthæð eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti að gera við það, sem honum hafði verið gefið. „Sjáðu nú til“, sagði kennarinn og benti í austur. „Þetta er vegurinn til Tinguit. Þangað er tveggja tíma gang- ur. í Tinguit er hreppsnefndin og lög- reglan. Þeir búast við þér.“ Arabinn leit til austurs og hélt ennþá á böggl- inum og peningunum upp að brjósti sér. Daru tók í handlegg hans og sneri honum óvingjarnlega til suðurs. Neðan við hæðina þar sem þeir stóðu mátti greina daufan vegarslóða. „Þetta er slóðinn sem liggur yfir eyði- Athugasemd f Hagalögðum Lesbókar í dag 3/12., er Vatnsenda-Rósu eignuð vísa, sem Natan Ketilsson, langafi minn, kvað: Það er feil á þinni mey, þundur ála bála, að hún heila hefir ei hurð fyrir mála skála. Vísuna kvað Natan um bóndadóttur í Skagafirði, er hafði skarð í vör og var talin málgefin. Er því orðaleikur í vísunni. En Natan var gestkomandi hjá föður stúlkunnar, sem lofaði hana mjög, svo sem Brynjólfur á Minna-Núpi segir í bók sinni um Natan og Rósu. Er sú frásögn rétt. Ég lærði vísuna sem barn af föð- ur mínum, en hann af föður sínum. En Hans afi minn var tólf ára, er Nat- an faðir hans var drepinn, fæddur 1816. Afi var prýðilegur hagyrðingur, vel greindur og fróður. Rósant sonur Nat- ans og Rósu, hálfbróðir afa, var um nokkur ár í húsmennsku hjá afa í Hvammi í Langadal. Þau hjónin fóstr- uðu pabba, er hann var barn. Og pabbi hlúði að þeim, er þau voru orðin göm- ul og örvasa. Eg sá þau eitt sinn, er ég kom í Sporðshúsin. Ég minntist á þessa vísu í Morgun- blaðinu fyrra ár, er ég svaraði fyrir langafa. Það er eins og hann eigi enga að, nema okkur Valdimar frænda, sem svaraði þá einnig. Og Rósa var og er nógu fögur bæði í ljóði og ásýndum, þó hún sé ekki skreytt með annarra fjöðrum. Ég hefi aldrei séð langafa, þó ég hafi eéð marga aðra dauða, og suma löngu liðna. Og mig hefir heldur aldrei dreymt hann, þar til nú fyrir nær þremur mánuðum. Hann var á hvítum lækna- slopp, virtist hafa mikið að gera, glað- legur og kátur, og sagði, að nú væri að- eins eitt eftir, sem hann yrði að biðja mig um að gera fyrir sig. Við virtumst vera mjög svipaðir á stærð og í út- liti, nema hann var unglegur. Hann var ekkert illmannlegur, ekki lakari en ég, og enginn er hræddur við mig. Mér þætti mjög vænt um, ef þér vild- uð leiðrétta höfundarnafn að vísunni. Hannes Jónsson. mörkina. Eina dagleið héðan muntu koma að beitarlöndunum og rekast á fyrstu hjarðmennina. Þeir munu bjóða þig velkominn og veita þér skjól sam- kvæmt lögum sínum.“ Arabinn hafði nú snúið sér að Daru og hræðslu- drættir fóru um andlit hans. „Heyrðu", sagði hann. Daru hristi höfuðið. „Nei, segðu ekkert meira. Nú fer ég.“ Hann sneri baki við honum, tók tvö stór skref í áttina að skólanum, horfði hikandi á hreyfingarlausan Arabann og fór. í fáeinar mínútur heyrði hann ekkert annað en sín eigin spor glymja á kaldri jörðinni og leit ekki við. En stuttu seinna leit hann aftur. Arabinn var enn þarna á hæðarbrúninni. Hendurnar héngu niður með síðunum, og hann horfði á kennarann. Daru varð þurr í kverkunum. En hann bölvaði óþolin- móðlega og gekk aftur af stað. Hann var þegar kominn í nokkra fjarlægð þegar hann stanzaði aftur og leit við. Nú var enginn á hæðinni. Daru hik- aði. Sólin var nú komin hátt á loft og byrjuð að brenna andlit hans. Kennarinn sneri við, fyrst hik- andi, en síðan ákveðið. Þegar hann kom að litlu hæðinni, var hann í svitabaði. Hann gekk hratt upp á hana og stað- næmdist lafmóður efst uppi. 1 suðri bar útlínur klettanna skýrt við bláan himininn, en í austurátt streymdu hita- gufurnar þegar upp af sléttunni. Daru var þungt um hjartaræturnar, þegar hann kom auga á Arabann, sem gekk hægt í daufri hitamóðunni veginn á leið til fangelsisins. Skömmu seinna stóð kennarinn við gluggann í skólastofunni og horfði á morgunbirtuna streyma úr djúpum himinsins yfir gjörvalla sléttuna, án þess að sjá nokkuð. Að baki hans á töflunni milli bugð- óttra áa Frakklands voru skilaboðin, sem hann hafði nýlega lesið, skrifuð klaufalegri hendi með krít: „Þú fram- seldir bróður þinn. Þú munt gjalda þess.“ Daru horfði á himininn, hásléttuna og handan hennar ósýnilegt landið, sem náði alveg út að hafinu. Hann var al- einn á þessari víðáttu, sem hann hafði elskað svo mikið. Anna María Þórisdóttur þýdði. ESTT TUNGUMÁL Framhald af bls. 4 matreiðslu eða kvenfatatízku, eða að ítalska sé bezt löguð fyrir óperusöng. Allar þrettán forustutungurnar eru færar um að leggja fram menningar- skerf, sem þungur er á metum að minnsta kosti frá þeirra eigin sjónar- miði. Vér getum bent japönskumælend- um á að menning þeirra sé að miklu leyti aðfengin frá Kína, en þeir geta svarað því til, að vér enskumælandi menn höfum erft upphaflega annarlega menningu, gyðinglega-grísk-rómverska, og hrúgað þar ofan á miðalda og endur- reisnar verðmætum sem að miklu leyti komu frá Frakklandi og ítalíu. Mæl- endur hindústaní, bengalí og jafnvel indónesísku geta með stolti bent á, að menning þeirra eigi rætur sínar að rekja til sanskrítar, elzta tungumáls sem þekkt er af indóevrópskum stofni. Mælendur á arabisku geta minnt oss á hina máttugu Islamenningu, sem safn- aði til sín ýmsum beztu þáttunum úr gyðingdómi og kristindómi, ásamt heimspeki og vísindum úr heimi Forn- grikkja, og reisti síðan mikið menn- ingarríki, sem um aldir fór fram úr öllu því sem gert var á Vesturlöndum. Hin forna kínverska menning og framlög hennar bein og óbein til Vesturlanda eru svo alkunn að ekki þarfnast ítrek- unar. Að því er snertir menningar- framlag vestrænna tungumála, svo sem frönsku, ítölsku, þýzku og spönsku, þá er það kunnugt öllum nemendum menntaskóla í Bandaríkjunum. Rússar halda því fram, að þeir hafi ekki að- eins átt hlut að framvindu bæði aust- rænnar og vestrænnar menningar held- ur einnig á síðustu tímum innt af hendi framlag til velferðar mannkynsins, en gildi þess hefur verið mjög dregið í efa af mörgum á Vesturlöndum. E f til vill ættum vér að reyna að skoða menninguna sem eina heimsvíða heild fremur en samsafn óskyldra hluta og taka að gera oss grein fyrir, að það er einmitt þetta heimsvíddar- sjónarmið, sem leiðir til staðhæfingar- innar um, að mannkynið sé í raun og veru eitt. Enginn menning hefur nóð verulega miklum vexti án ríkulegra framlaga og blöndunar úr óteljandi er- lendum uppsprettum. Einn svipur menningar er ef til vill beinlínis og auðveldlega mælanlegur eftir tungumálum. Það er lestrarkunn- átta eða læsi. Með öðrum orðum, það er unnt að sýna að hvaða marki fræðsla í sérstakri menningu hefur gagntekið mælendur tungunnar. Hér verður vart við geysimikinn mismun, allt frá næst- um 100% læsi mælenda á enska tungu til 90% ólæsis fólks á Indlandi. En ólæsi má telja hverflndi skeið í sögu nútíma heimsmenningar. Það er tíma- bundið og því má útrýma. Hversu tímabundnir eða langvarandi eru sumir aðrir þættir sem vér höf- um rætt um? Hvað líður stöðugleika á mannfjölda, útbreiðslu, efnahagslegu, stjórnmálalegu og hemaðarlegu gengi? Helzt núverandi ástand óbreytt? Er æskilegt að svo verði? Svar við þess- um spurningum fáum vér er vér lít- um á baklilið myntarinnar. SVIPMYND Framhald af bls. 2 menntagreinar og gagnrýni í blöð og tímarit og flytur háskólafyrirlestra. Árið 1964 kom út safn ritgerða eftir hann, sem ber titilinn „Shadow and Act“, útg. af Random House. Þar seg- ir hann á einum stað frá því, að hann hafi í upphafi rithöfundaferils síns orðið að berjast við þá skaðlegu freist- ingu að leggja kynþáttavandamálið til grundvallar lífsskoðun sinni. Og ekk- ert ergir hann meir en þegar hvítir menn fræða hann um það, hvernig negrar hugsa og finna til. ]\íikla athygli vakti nýlega vitn- isburður Ellisons frammi fyrir þing- nefnd í Washington, sem fjallar um vandamál stórborganna. Hann sagði þingmönnunum, að misskilningur væri að ætla, að negrarnir vildu flytjast burt frá Harlem. En þeir vildu breyta því og öllum svertingjahverfiun lands- ins; þeir vildu búa þar við mannsæm- andi kjör. Þeim þætti vænt um um- hverfi sitt, því að Harlem væri ekki staður hnignunar og niðurlægingar eingöngu; það ætti líka sögulegt og þj óðf élagslegt gildL E llison berst mikið á í einkalífi sínu. Hann sezt að vinnu sinni klukkan níu á morgnana og gangi honum vel við skriftirnar, snæðir hann hádegis- verð einsamall við skrifborðið. Gangi treglega, setur hann plötu á einn af þremur plötuspilurum í skrifstofunni. Bókasafn á hann mikið. A ð öðru leyti segist Ellison búa við sömu kjör og aðrir negrar í land- inu; sér mæti sama viðhorf út á við. Þess vegna aki hann heldur eigin bíl en eiga för sína undir duttlungum leigubílstjóra. „Ef ég mæti fyrirlitn- ingu, tek ég því sem einum þætti um- hverfisins, eins og ég býst við, að flést- ir negrar geri. Ég hef bara gaman af, ef venjulegur afgreiðslumaður sýnir mér ókurteisi, þegar ég er kominn inn í verzlunina til að kaupa 100 dollara- hlut. Ég frábið mér nefnilega að eiga sjálfsvirðingu mina undir framkomu almennings.“ Hagaíagðar Þá voru ekki skáldalaunin: f bréfi 17. apríl 1860 skrifar Jó- hannes á Gunnsteinsstöðum Jóni Árnasyni: Það er því vexr og miður, að eng- inn sá sjóður er til á landi hér, sem gæti orðið til styrktar fyrir Hjálmar karlinn (Bólu-Hjálmar), eða hvem annan, sem vildi og gæti ritað eitt- hvað til gagns og skemmtunar, og víst ekki annað að gera heldiur en það ef nokkrir mennta- og föður- landsvinir vildu taka sig saman um að láta hann fá árlega svo sem 2rd. hver (því ég ætla að karlinum nægði sér til lífsuppeldis, ef hann gæti fengið svo sem 30 rd. á ári, og þó minna væri á meðan hann hefði eitt- hvað lítið sjálfur), með þvi móti gæti hann þó unnið töluvert gagn söguvísindum okkar. Ef að nokkrir menntamenn í Reykjavík vildu nú taka sig saman um þetta, þá væri það æskilegt, en það mundi ekki verða tilfellið þó þess væri farið á .... fljótt er stigið . . . Þann 13. ágúst 1867 varð bráð- kvaddur undir borðum að Ölafsvöll- um á Skeiðum sr. Pétur Stephensen 69 ára gamall. Hann hafði tvívegis verið prestur Skeiðamanna, fyrra sinnið 1843-58, siðara 1860-64. A Ólafsvöllum hafði hann misst konu I sína, Gyðríði Þorvaldsdóttur frá Holti. Hún dó 10. júlí 1864. Hafði sr. Pétur ekki komið að Ólafsvöllum síðan kona hans var jörðuð þar til nú þennan fyrrgeinda ágústdag. Fór hann út í kirkjugarð áður en til borðs var gengið og sýndi nær- stöddum kunningjum sínum hvoru ) megin leiðis konu sinnar hann vildi 1 láta jarða sig. 1 (Annáll 19. aldar). 1 Útgerð frá Þorlákshöfn. Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þor- láki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslega vígslu. Þar heitir og eru nú að framanverðu við bæinn Þor- láksvör, Þorlákssker og Þorlákshóll, þar túnið er hæst. I þessari veiði- stöðu ganga árlega um vertíðartím- ann frá kyndilmessu og í 14 vikur þar eftir yfir 40 skip stór og smá. Mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti. En Árnessýslu innbyggj- arar eru eigendur flestallra annarra þar til sjós gangandi. Utan vertíðar er í þessari veiðistöð mjög lítill fisk- afli, en á sumum árum alls enginn. Skipastöður með kví fyrir eitt skip hafa þessar jarðir í Þorlákshöfn: Breiðabólstaður fyrir selstöðu, Hjalli fyrir hrossaleit, Amarbæli fyrir engi. (Lýsing Ölveshrepps 1703). 8. janúar 1967. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.