Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 9
Forsetinn scgir fyrir verkum. S tundum virðist forsetinn í ræð- nm sínum og sjónvarpsþáttum vilja líkja eftir John Kennedy, en þegar hann vill bregða fyrir sig bókmennta- legum tilvitnunmn, eins og Kennedy gerði, er oftast nær í þeim rangur hljómur og oft eru þær rangar. Við önnur tækifæri virðist hann vera að reyna að tileinka sér þann samtalsmáta sem bezt hæfir sjónvarpsöldinni, en hann getur engu fremur breytt undir- stöðustíl sínum en gamall golfleikari getur breytt leikaðferð sinni, og í stað þess að virðast ræðinn verður tal hans að hvískrandi nöldurtóni. Stundum beitir hann á víxl kosn- ingaglamri sveitaþingmanna og bæna- bókatuldri sveitapresta. í síðartalda skapinu spennir hann greipar eins og munkur. En það verður ekki allskost- ar sannfærandi hjá manni, sem allir vita að er harðdrægur stjórnmálamað- ur að atvinnu. Hinir miklu forsetar okkar hafa allir verið harðsnúnir stjórnmálamenn — og hreyknir af því. En sú árátta þessa for- seta að „reyna að vera annað en hann er“ vekur hina blundandi tortryggni, sem flest fólk elur í brjósti gagnvart stjórnmálamönnum. Væri þeim manni, sem reynir að villa um fyrir fólki með textaspjöldum og augnglerjum, ekki trúandi til að reyna að gabba það í al- varlegri málefnum? Oft hefur virzt sem það væri einmitt ætlun hans. Undanfarið hafa sézt ýmis merki þess, að forsetinn sé að reyna að losna við áráttuna. Bill Moyers, sem hefur góða aðstöðu til að dæma um það, segir að „forsetinn sé farinn að sættast á starf sitt“, og annar aðstoðarmaður ber það, að ofboðið sem einkennt hafi forseta- dóm Johnsons sé horfið — „honum er ekki lengur illa við að vera einn.“ For- setinn hefur sjálfur sagt, að „til þess eru forsetar að fást við erfiðleikana. Eina leiðin til að forðast erfiðleika í þessari borg er að segja ekkert og gera ekkert, og það merkir að áður en lýkur er maður ekkert." Gamall vinur, sem ný- lega heimsótti hann eftir langt hlé á vináttu þeirra, líkir Lyndon Johnson við sterkan hest sem tekur illa tamn- ingu. „Áður sparkaði hann í vagnól- arnar og jós og braut aurhlífina, en nú hefur hann vanizt klafanum og býr sig til að draga vagninn langa leið.“ IVlaðurinn er það sem hann er. Lyndon Johnson er af léttasta skeiði (hann hefur elzt mjög síðastliðin þrjú ár), og hann er enginn fríðleiksmaður (hvorki frá hægri né vinstri). Hann á ekki auðvelt með að tala mál bók- menntamanna eða embættismanna aust- urstrandarinnar. f fám orðum sagt, hann er ekki John Kennedy. En hann er maður með miklar gáfur og góða hæfi- leika, sem af einlægni helgar sig því sem hann telur þjóðarhag — mikill maður, sterkur maður. Ef til vill er hann of sterkur. Felix Frankfurter, sem nú er látinn, byij- aði einu sinni athugasemd um gamlan andstæðing á þessa leið; „Veikleiki hans var . . .“, þar gerði hann hlé á máli sínu á meðan hann leitaði að réttu orði, en lauk síðan við setn- inguna, sigri hrósandi:......var veik- leiki.“ Veikleikinn er veikleiki hjá mörgum mönnum, en ekki hjá Lyndon Johnson. Veikleiki hans er styrkurinn. Hann er svo öflugur, afl hans er svo sýnilegt og hann beitir því af svo óvið- jafnanlegri vellyst, að margt fólk hef- ur ósjálfráðan beyg af honum. Ótti og óvild eru systkin, og þetta er vissu- lega ein orsökin, ef til vill meginor- sökin fyrir þvi hvers vegna andúð á Lyndon Johnson er nú óumdeilanlega útbreidd. Ef hins vegar Lyndon Johnson getur beint því valdi, sem hann hefur svo miklar mætur á, í þá átt að koma á friði með fullri sæmd í Asíu og firra óviðráðanlegum kynþáttaóeirðum heima fyrir, þá mun mannkynssagan sannar- lega lýsa honum sem forseta af stór- brotnustu gerð, en aukaatriða eins og hégómagirndar hans og löngunar „til að vera annað en hann er“ aðeins verða getið neðanmáls. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 á fætur og gekk hægt inn í skólastof- una haldandi uppi bundnum úlnliðun- um. D aru kom með stól um leið og teið, en Balducci trónaði þegar uppi á fremsta skólaborðinu, og Arabinn húkti uppi við kennaraborðið og sneri sér að ofninum sem var á milli borðsins og gluggans. Daru rétti fanganum te- glasið, en hikaði þegar hann sá bundn- ar hendurnar. „Við gætum kannski leyst hann.“ „Auðvitað", sagði Balducci. „Þetta var gert vegna ferðarinnar.“ Hann ætlaði að rísa á fætur. En Daru hafði sett glasið á gólfið og kraup við hlið Arabans. Hinn síðarnefndi horfði á hann sótthitakenndu augnaráði, en sagði ekki neitt. Þegar hendumar voru lausar, neri hann saman bólgnum úln- liðunum, tók teglasið og drakk brenn- heitan drykkinn hratt í smásopum. „Gott“, sagði Daru. „Og hvert farið þið nú?“ Balducci dró skeggið upp úr teinu: „Hingað, sonur.“ „Þið eruð skrýtnir nemendur. Ætlið þið að vera hér í nótt?“ „Nei, ég fer aftur til E1 Ameur, og þú átt að fara með hann þennan til Tinguit. Þeir búast við honum í hrepps- nefndinni." Balducci brosti vingjarnlega til Daru. „Hvers konar saga er þetta nú?“ sagði kennarinn. „Á þetta að vera fyndni?“ „Nei, sonur, þetta er skipun.“ „Skipun? Ég er ekki . . . .“ Daru hik- aði, hann vildi ekki særa gamla Kor- sikumanninn. „Þetta er ekki mitt verk.“ „Hvað? Hvað áttu við? 1 stríði ger- irðu hvað sem er.“ „Þá bíð ég eftir stríðsyfirlýsingu." Balducci kinkaði samþykkjandi kolli. „Allt í lagi. En þetta er fyrirskipun, og hún snertir þig lika. Það er að koma hreyfing á hlutina, er sagt. Menn tala um, að uppreisn sé í aðsigi. í vissu tilliti höfum við verið kvaddir í her- inn.“ Daru var enn þrár á svip. „Hlustaðu, sonur“ sagði Balducci. „Mér geðjast að þér og þú verður að skilja þetta. Við erum tólf manns í E1 Ameur og eigum að hafa umsjón með heilli sýslu. Ég verð að fara aftur. Þeir sögðu mér að færa þér þennan náunga og koma síðan beina leið til baka. Það voru ekki tök á að hafa hann í gæzlu þar. Það voru óeirðir í þorpi hans. Þú átt að fara með hann til Tinguit á morgun á meðan dagsbirtu nýtur. Sterkbyggðum manni eins og þér verður ekki mikið um að ganga 20 kílómetra. Síðan er þessu lokið. Þú kemur aftur til nemenda þinna og þíns þægilega lífs.“ Hinum megin veggjarins heyrðu þeir hestinn frýsa og krafsa í jörð- ina. Daru leit út um gluggann. Það var áreiðanlega að létta til, og birtan flæddi yfir snæviþakta hásléttuna. Þeg- ar allur snjórinn væri bráðnaður, myndi sólin aftur hafa völdin og brenna grýtta flatneskjuna enn einu sinni. Dög- um saman myndi óumbreytanlegur him- inninn hella þurru ljósi sínu yfir eyði- lega víðáttuna, þar sem hvergi sáust merki manna. „En segðu mér“, sagði hann og sneri sér að Balducci. „Hvað gerði hann?“ Og áður en málaliðinn hafði opnað muninn, spurði hann: „Talar hann frönsku?" „Nei, ekki orð. Við höfðum leitað hans meira en mánuð en þeir földu hann. Hann drap frænda sinn.“ „Er hann á móti okkur?“ „Það held ég ekki. En maður veit aldrei.“ „Hvers vegna drap hann?“ „Fjölskylduerjur, hugsa ég. Svo virð- ist sem annar hafi skuldað hinum kom; það er ekki ljóst. í stuttu máli sagt, drap hann frændann með sveðju. Þú veizt, svona!“ Balducci þóttist skera sig á háls, og Arabinn horfi á hann kvíðafullur. Skyndilega varð Daru reiður þessum manni, öllum mönnum fjrrir þeirra saurugu illsku, endalaust hatur og löng- un í blóð. En ketillinn blés á ofninum. Hann bar Balducci meira te, hikaði, en gaf síðan Arabanum aftur, sem í annað sinn drakk græðgislega. Þegar hann lyfti handleggnum, flettist kyrtill hans að hálfu leyti frá, og kennarinn sá magra en vöðvamikla bringuna. „Þakka þér fyrir, vinur minn“, sagði Balducci. „Og nú er ég farinn.“ Hann stóð upp gekk til Arabans og tók stuttan spotta upp úr vasa sín- um. „Hvað ertu að gera?“ spurði Daru kuldalega. B alducci sýndi honum spottann undrandi. „Vertu ekki að þessu.“ Gamli málaliðinn hikaði. „Eins og þú vilt. Auðvitað, þú ert vopnaður, býst ég við.“ „Ég hef riffilinn minn.“ „Hvar?“ „í kistunni." „Þú ættir að hafa hann fast við rúm- ið þitt.“ „Hvers vegna? Ég hef ekkert að óttast.“ „Þú ert galinn, sonur. Ef um bylt- ingu er að ræða, er enginn óhultur. Við erum allir á sama báti.“ „Ég mun verja mig. Ég hef tíma til að sjá þá koma.“ Baldueci fór að hlæja. En skyndi- lega huldi yfirskeggið hvítar tennurn- ar. „Þú hefur tíma. Gott. Það er það, sem ég sagði. Þú hefur alltaf verið dálítið skrýtinn. Þess vegna geðjast mér að þér. Sonur minn var svona.“ Um leið tók hann upp skammbyss- una sína og lagði hana á borðið. „Hafðu hana. Ég þarf ekki tvö vopn héðan og til E1 Ameur.“ Það blikaði á byssuna á svartmál- uðu borðinu. Þegar málaliðinn sneri sér að honum fann kennarinn lyktina af leðri og hrossum. „Sjáðu nú til, Balducci", sagði Daru skyndilega. „Ég hef viðbjóð á þessu öllu og fyrst og fremst þessum ná- unga þínum. En ég vil ekki afhenda hann. Já, ég skal berjast, ef það er nauðsynlegt, en ekki þetta.“ Gamli málaliðinn stóð framan við hann og horfði þunglega á hann. „Þú ert heimskingi", sagði hann hægt „Mér geðjast heldur ekki að þessu. Ég get ekki vanizt því að binda menn, þó ég hafi gert það árum saman og ég, já, ég jafnvel skammast mín. En það er ekki hægt að láta þá haga sér eins og þeir vilja.“ „Eg vil ekki afhenda hann“, endur- tók Daru. „Það er skipun, sonur. Ég endurtek hana.“ „Allt í lagi. Endurtaktu við þá það sem ég sagði við þig: Ég vil ekki af- henda hann.“ Auðséð var að Balducci reyndi að íhuga þetta. Hann horfði á Arabann og Daru. Loks tók hann ákvörðun. „Nei, ég segi þeim ekkert. Ef þú vilt bregðast okkur, gerðu það þá, ég skal ekki segja eftir þér. Mér var skip- að að afhenda fangann, og ég geri það. Nú skalt þú undirskrifa þetta skjal fyrir mig.“ , „Það er gagnslaust. Ég mun ekki neita því, að þú skildir haim eftir hjá mér.“ „Vertu ekki að móðga mig. Ég veit, að þú munt segja sannleikann. Þú ert ættaður héðan og þú ert karlmaður. Johnson ásamt nndirmönnum sínum fyrir eina tíð, frá vinstri: Moyers, Val- enti, Busby, Watson. 8. janúar 1967, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.