Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 3
EFTIR ALBERT CAMUS ICennarinn horfði á mennina tvo, sem komu í áttina til hans. Annar var á hestbaki, en hinn gangandi. Enn höfðu þeir ekki náð að bröttu brekk- unni neðan við skólann, sem byggður var utan í hæð nokkurri. Með erfiðis- rnunum mjökuðust þeir áfram í snjón- um innan um steinana á víðáttumik- illi og hrjóstrugri hásléttunni. 'Hestur- inn hrasaði öðru hverju. Enn heyrðist ekkert til hans, en andgufurnar sáust koma úr nösum hans. Að minnsta kosti annar mannanna þekkti héraðið. Þeir fylgdu götuslóðanum, sem þó var hul- inn nokkurra daga gamalli skíthvítri snjóbreiðu. Kennarinn hélt það myndi taka þá hálfa klukkustund að komast upp á hæðina. Það var kalt. Hann fór inn í skólann að sækja sér peysu. Hann gekk í gegnum tóma og ís- kalda skólastofuna. A töflunni höfðu fjórar ár Frakklands, dregnar fjórum mismunandi litum, runnið í þrjá daga að ósum sínum. Mikið hafði snjóað um miðjan október eftir átta mánaða þurrk, án þess rigndi á milli, og nemendurn- ir tuttugu, sem heima áttu í þorpum víðs vegar á sléttunni, voru hættir að koma. Þeir biðu eftir góðu veðri. Daru hitaði nú aðeins annað herbergið, þar sem hann hafðist við sjálfur, við hlið skólastofunnar, en einnig voru dyr á því austur að sléttunni. Glugginn hans sneri í suður eins og gluggarnir á skólastofunni. Þeim megin var skólinn aðeins í fárra kílómetra fjarlægð frá þeim stað, þar sem há- sléttan byrjaði að halla til suðurs. 1 góðu skyggni mátti sjá þyrpingar rauð- blárra fjallgarða, þaðan sem leið lá inn á eyðimörkina. Daru hafði nú hlýnað dálítið og sneri aftur að glugganum, þaðan sem hann hafði fyrst komið auga á menn- ina tvo. Þeir sáust ekki lengur. Þeir myndu því vera að klífa bratta troðn- inginn. Himinninn var ekki eins dimm- ur. Snjókoman hafði hætt um nóttina. Morgunninn hafði komið í óhreinni birtu sem varla jókst nokkuð, þó að skýjum færi að létta. Kl. 2 e.h. mátti segja, að dagurinn væri að hefjast. En þetta var betra en dagarnir þrír, þegar snjón- um kyngdi niður í myrkri, og litlir vindsveipir rjáluðu við tvöfaldar dyr skólastofunnar. Þá sat Daru langar stundir í herbergi sínu og fór aðeins út í skúrinn til að líta eftir hænsnunum og ná sér í kolabirgðir. Til allrar ham- ingju hafði litli vörubíllinn frá Tadjid, næsta þo-rpi i norðurátt, komið með vistir tveim dögum fyrir stórhríðina. Hann myndi koma aftur eftir 48 klukku- stundir. E nnfremur hafði hann nóg til að . standast umsátur, þar sem voru hveiti- pokarnir, sem hrúgað var upp í skúrn- um og stjórnin hafði afhent honum sem varaforða til að útbýta meðal þeirra nemenda sinna sem orðið höfðu illa úti í þurrkunum. Raunverulega hafði ógæfan sótt alla heim, þar sem þeir voru allir fátækir. Á hverjum degi útdeildi Daru skammti meðal litlu barnanna. Hann vissi, að þau hefðu saknað hans á meðan á óveðrinu stóð. Kannski kæmi einhver faðirinn eða stóri bróðirinn þá um kvöldið, og hann gæti látið þá hafa korn. Það var blátt áfram nauðsynlegt að halda í þeim líf- inu fram að næsta uppskerutíma. Heilir skipsfarmar af hveiti voru á leiðinni frá Frakklandi og því varsta var lokið. En erfitt yrði að gleyma eymdinni, hópum tötrum klæddra vera sem reik- uðu um í sólskininu, hásléttunni sem sólin brenndi mánuð eftir mánuð, jörð- inni sem smám saman skorpnaði, bók- Væntanlega vorkunnarmál Ettir Sigurð Jónsson frá Brún Sem dropar bráðins gulls svo mér dagar féllu í skaut jafn dýrir, þungir, hættlegir og brennandi. Af lífi mínu sérhver þeirra hluta nokkurn hlaut og hvarf á brott með — sýnu hraðar rennandi. Að nokkur dropinn stöðvaðist hjá mér ei tali tók, þeir tættust lengra hraðar en þá bar að mér. Af brunasárum dagur sérhver langri línu jók við lesmál fyrri benja — svo sem staði sér. I>ví fyrirgefst mér ef til vill, að bið ég nótt um náð, til nætur flý með stökur mínar, sárin mín. Ádegi ljósum, gullskínandi á eg enginn ráð, en uxðu flestar gjafir hans að tárasýn. staflega sviðnaði, og hver ein- asti steinn vai-ð að dufti undir fótum manns. Kindurnar féllu í þúsunda tali, og fáeinir menn létust hér og hvar, án þess það vitnaðist alltaf. Maðurinn, sem bjó eins og munkur í þessum afskekkta skóla, en ánægð- ur með sitt og hið einfalda líf, hrjúfa veggina, þröngan svefnbekkinn, hvítar viðarhillurnar, brunninn og vikulegan skammt af vatni og mat, lifði eins og hertogi samanborið við þessa eymd. Og svo skyndilega þessi snjór, alveg að óvörum og án hins frelsandi regns. Þetta einkenndi héraðið, sem var harð- býlt bæði fyrir skepnur og menn, sem litið gerðu til þess að bæta úr ástandi þess. En þarna var Daru fæddur. Alls staðar annars staðar var hann útlagi. Hann fór út og gekk eftir stétt- inni framan við skólann. Mennirnir voru nú komnir hálfa leið upp brekk- una. Hann þekkti reiðmanninn. Það var Balducci, gamall málaliði, sem var honum gamalkunnur. Balducci hafði mann í bandi, Araba nokkurn, sem gekk á eftir honum, fjötraður á hönd- um og laut höfði. Málaliðinn veifaði í kveðjuskyni, en Daru svaraði ekki, var önnum kafinn við að virða fyrir sér Arabann klæddan upplitaðri, blárri yfirhöfn, grófum ullarsokkum og il- skóm og höfuðið hulið þröngum, lágum vefjarhetti. Þeir komu nær. Balducci hélt í við hestinn til þess að meiða ekki Arabann, og þeir nálguðust hægt. Þegar koinið var í heyrnarmál, hróp- aði Balducci: „Það tók mig klukku- stund að komast þessa þrjá kílómetra frá E1 Ameur og hingað.“ Daru svaraði ekki. Stuttur og breiður í þykku peys- unni sinni horfði hann á þá nálgast. Arabinn lyfti aldrei höfði. „Halló“, sagði Daru, þegar þeir komu upp á stéttina. „Komið inn og vermið ykkur.“ Balducci sté með erfiðismunum aí baki, án þess að sleppa reipinu. Hann brosti við kennaranum undan stinnu vfirskegginu. Lítil djúpsett og dökk augu hans undir sólbrenndu enni og munnurinn umkringdur hrukkum gerðu svip hans ákafan og athugulan. Daru tók i beizlið og fór með hestinn inn í skúrinn og sneri síðan aftur til mann- anna tveggja, sem nú biðu hans inni í skólanum. Hann lét þá fara inn í her- bergi sitt. „Eg ætla að hita upp skóla- stofuna“, sagði hann. „Það fer betur um okkur þar.“ Þegar hann kom aftur inn í herbergið, sat Balducci á bekkn- um. Hann hafði leyst bandið, sem batt hann við Arabann, en hinn síðarnefndi hnipraði sig saman við ofninn. Hendur hans voru enn bundnar, en vefjarhett- inum hafði hann ýtt aftur og horfði nú í átt til gluggans. í fyrstu sá Daru aðeins stórar varir hans, þykkar, mjúk- ar, næstum blökkumannslegar. Samt var nef hans beint og augun dökk og logandi. Undan vefjarhettinum kom í ljos þrjózkulegt andlit. Hörundið var sólbrennt en nokkuð lýst af kuldan- um, svipuiúnn var i senn áhyggju- fullur og uppreisnargjarn og snart það^ Daru, þegar Arabinn sneri sér að hon- um og horfði beint í augu hans. „Farið inn í næsta herbergi“, sagði kennarinn. „Ég ætla að hita handa ykkur myntute." „Þakka þér fyrir“, sagði Balducci. „En sá starfi. Eg vona, að ég geti fljótt dregið mig í hlé.“ Hann ávarpaði fang- ann á arabísku: „Komdu.“ Arabinn reis Framhald á bls. 9 8. janúar 1967. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.