Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 7
Svipmyndir af forsetanum. JOHNSON Framhald af bls. 1 mikilsvarðandi mót eða taka úrslita- ákvörðun, þegar honum býður svo við að horfa, ekki þegar einhverjir aðrir, jafnvel þótt margir séu og mikils metn- ir, vilja að hann geri það. Raunar hefur forsetinn djúpstæða og eðlislæga andúð á því að gefa högg- stað á sér, láta króa sig af — þetta er annað af aðalskapgerðareinkennum hans. Hann vill halda sjálfsvaldi sínu til streitu, hvort sem um er að ræða hvenær hann ætli að borða eða hvað gera skuli næst varðandi styrjöldina í Víetnam. „Hann vill ávallt hafa ríf- legt svigrúm til hægri og vinstri, aft- urábak og áfram,“ segir Jack Valenti, eem var hjá forsetanum hartnær hverja vökustund í meira en tvö ár. „Það eama vildi Franklin Roosevelt. Það sama vildi Napoleon á vígstöðvunum.“ Til að „hafa ríflegt svigrúm til hægri og vinstri, afturábak og áfram“ neitar forsetinn að taka ákvarðanir fyrr en é síðustu stundu — jafnvel þá, á ell- eftu stundu, er sennilegt að hann eigi eftir að breyta þeim. Þetta gerir ekki eamstarfsfólki hans auðveldara fyrir. Annar fyrrverandi starfsmaður minn- ist þess að hafa séð Valenti skunda eftir súlnagöngunum fyrir utan skrif- stofu forsetans fjarhuga og utanvið sig, og líktist hann þá mjög hvítu kanín- unni í Lísu í Undralandi. En í stað þess að tauta „Æ, vesalings eyrun mín og veiðihárin" tautaði hann upp aftur og aftur: „Hvers vegna getur hann ekki tekið ákvörðun?“ V egna þess að forsetinn neitar að taka ákvörðun fyrr en á síðasta augna- bliki, verður hann oft og tíðum að taka hana mjög skyndilega, og þetta styður þann orðróm um hann, að hann sé fljót- fær og flasfenginn. í rauninni er hann einmitt hið gagnstæða. „Hann er var um sig eins og gamall fjallarefur", er haft eftir vini hans frá Texas. „Hann lyftir snjáldrinu og hnusar í vindinn, töltir síðan áfram nokkur skref og þef- ar af slóðinni, lyftir svo snjáldrinu í vindinn aftur.“ Hinn ótemjulegi mótþrói forsetans gegn hverjum þeim skuldbindingum, sem hægt er að komast hjá, hefur sína stjórnmálalegu agnúa. Sérhver innrás í fjarliggjandi héruð skilur eftir slóð reiðra stjórnmálamanna, sem styggzt hafa við það, að forsetanum skaut upp þar sem hans var ekki von ellegar lét hjá líða að koma þangað sem búizt var við honum. En á sumum sviðum er gagnlegt að hafa forseta sem er „var um sig eins og gamall fjallarefur." Ófarir eins og ævintýrið við Svína- flóa eru ekki líklegar meðan Johnson er forseti. Það eru vissulega miklu minni líkindi til þess að hann hætti á ófarir að óþörfu heldur en að hann ofbúist gegn þeim, eins og þegar hann sendi 20.000 hermenn inn í Dóminíska dverglýðveldið. En yfirdrifinn mótþrói gegn skuldbindingum getur reynzt eins hættulegur og það að vera óðfús til áhættunnar. Hin refslega aðgætni forsetans, ótti hans við gildrur, varpar ljósi á margt það sem annars virðist dularfullt við hernaðaraðgerðir hans í Víetnam. Oft hefur hann virzt segja eitt, en aðhafast annað. í marzmánuði 1965, til dæmis, tók forsetinn hið fyrsta óafturkallan- lega skref í þá átt að senda banda- rískar hersveitir til Víetnam. í þrjá mánuði var því haldið statt og stöð- ugt fram í Hvíta húsinu, að „enginn breyting" hefði orðið á hernaðarlegu viðhorfi Bandaríkjanna til Víetnam. Innan fárra mánaða var rösklega 200.000 manna bandarískt herlið komið þangað. er aðeins einn enn við lýði — blaða- fulltrúinn og alhliðamaðurinn Bill Moyers. f sinni einmana tign minnir Moyers á piltinn, sem „á brennandi stjórnpalli stóð, er stokknir voru allir á flótta.“ Vitanlega liggja til þess fjölþættar ástæður, að svo margir hafa flúið hinn brennandi stjórnpall Hvíta hússins — peningar, ofríki, taugaáfall, lofsverð framgirni. En í nálega hverju tilviki hefur hin mjög svo sérkennilega af- staða forsetans gagnvart starfsfólki sínu átt þar drýgstan þátt. Einn núverandi aðstoðarmaður í Hvíta húsinu hefur, þótt einkennilegt megi virðast, komizt svo að orði, að samskipti forsetans við starfsfólk sitt séu hin sömu og voru á milli Jehóva og spámanna hans. Sönnu nær væri að líkja forsetanum við heimilisföður á Viktoríutímabilinu og starfsfólki hans við hinn stóra barnahóp. legt, innan vissra takmarka, að and- mæla forsetanum. „Forsetinn gerir engar kröfur til mannsi sem maður er ekki fús til að gera sjálf- ur“, segir Moyers. Þetta er án efa sann- leikanum samkvæmt, en til þess að geta starfað fyrir forsetann yfirleitt verður maðurinn að vera fús til að gera mjög strangar kröfur til sjálfs sín. Mest mæðir á stefnuritaranum Marvin Wat- son og þúsundþjalasmiðnum Jake Jacobsen. Þeir skiptast á um „kvöld- vaktina" og dvelja með forsetanum þar til síðari hluti vinnudags hans er á enda. Hvorugur á sér neitt einkalíf svo heitið geti. Aðrir meðlimir í starfs- liði Hvíta hússins, eins og Joe Cali- fano, Harry McPherson og Douglas Cat- er, vinna allt að því eins mikið, koma skömmu eftir dögun og fara sjaldan aftur fyrr en klukkan átta á kvöldin —• stundum miklu síðar, ef forsetinn tek- ur þá tali. F jölskyldufaðirinn Johnson getur verið hugulsamur og jafnvel tilfinn- ingasamur — hann man eftir afmælis- dögum og hefur oftar en einu sinni boðizt til að greiða sjúkrahúsreikninga. Þegar Jack Valenti bryddaði fyrst upp á þeim möguleika, að hann gæti orðið forseti Sambands ameriskra kvik- myndaframleiðenda, eyddi Johnson því gremjulega. En þegar hin fríða eigin- kona Jacks Valentis, Mary Margaret, sem eitt sinn var einkaritari forset- ans, sendi honum angurvært smá- bréf þar sem hún bað Johnson um að gefa sér eiginmann sinn aftur, lét forsetinn þegar undan síga og beitti jafnvel áhrifum sínum við Hollywood- jöfrana til þess að Valenti fengi hið þráða starf með 150.900 dala árstekj- ur. En fjölskyldufaðirinn Johnson getur einnig verið afar strangur og kröfu- harður. Sérhvert orð hans er lög. „Hann á til að segja manni, hvar maður eigi að borða,“ segir einn Kennedymaður argur, „og hvenær maður eigi að borða og jafnvel hva'ð maður eigi að borða.“ Hinir ýmsu starfsmenn sæta að sjálfsögðu mismun- andi meðferð. Forsetinn er undantekn- ingarlaust kurteis við Robert Kintner ráðuneytisstjóra, hinn gáfaða fyrrver- andi yfirmann N.B.C., sem er nánast jafnaldri hans. Walt Rostow, sérfræð- ingur í utanríkismálum og ráðunaut- ur með fast aðsetur í Hvíta húsinu, er sömuleiðis í sérflokki. Sama er að segja um Bill Moyers, sem er leyfi- E n óhæfilega langur vinnudagur er aðeins hluti af því gjaldi, sem starfs- menn Hvíta hússins verða að greiða fyrir spenninginn, sem því fylgir að vera í brennidepli viðburðanna. For- setinn getur vissulega verið mjög þjösnalegur við undirmenn sína. „Hann fjargviðrast ekki út af stórmálunum“, segir einn aðstoðarmaðurinn, „en hann rýkur upp út af smámunum — síð- búnum bíl, hurð sem er skellt, óskipu- legu minnisblaði. Maður verður aðeins að læra að taka því. Eftir fáeinar mín- útur er hann búinn að steingleyma öllu sarnan." Eitt vitnið að hverfleik hinnar for- setalegu reiði er maður nokkur sem nýlega var gestkomandi í skrifstofu for- setans. Gesturinn hitti forsetann fyrir í mildu skapi. Þeir ræddust við af vin- semd í fáeinar mínútur unz forsetan- um varð litið á blað á skrifborði sínu, bað hinn um að hafa sig afsakaðan, tók upp sírnann og hellti úr skálum reiði sinnar yfir einhvern ónafngreindan undirmann hinum megin á línunni. Að því loknu tók hann hinn rólegasti upp samræðuþráðinn þar sem frá var horf- ið. „Hver sem það nú var sem hann var að tala við í símann“, segir þessi gest- ur, „þá hlýtur hann að hafa óttazt nýtt hjartaáfall, svo reiður virtist forset- inn. En ég efast um að blóðþrýstingur hans hafi hækkað um eitt einasta stig.“ Þeir sem gerst til þekkja telja vafa- lítið að forsetinn noti hinn fræga geð- ofsa sinn viljandi sem fortölu- og þving- Jr annig virtist forsetinn með brögðum vera að leiða Bandaríkin inn í landhernað í Asíu „fet fyrir fet“. En sannleikurinn var sá, að Lyndon John- son var ekki að reyna að villa þjóð- inni sýn. Hann var að reyna að gabba sjálfan sig. Jafnskjótt og fyrstu her- sveitirnar höfðu ráðizt inn í Danang, voru Bandaríkin óbætanlega flækt í styrjöldina, og forsetinn, sem síður en svo er neinn heimskingi, fann glöggt til þess. En mánuðum saman neitaði Lyndon Johnson, í óbeit sinni á afltró- un, að viðurkenna þetta jafnvel fyrir sjálfum sér. Annað aðaleinkennið í skapgerð foi’- setans er sú árátta hans að vilja ráða yfir fólki, hafa kringumstæður á valdi sínu. Þessi árátta er nokkur skýring á þeim nálega algeru umskiptum sem orðið hafa í starfsmannahaldi Hvíta hússins. Allir menn Kennedys eru að sjálf- sögðu farnir — O’Donnell og O’Brien, Salinger og Soerensen, Schlesinger og Powers, Dungan og Clifford, Goodwin og Bundy. Allmargir úr hópi Johnsons eru einnig farnir — Jenkins og Busby, Reedy og Valenti. Af öllum starfsmönn- um Hvíta hússins fyrstu mánuðina eftir að Lyndon tók við forsetaembættinu Forsetahjónin á trúboðssamkomu hjá Billy Graham. 8. janúar 1967. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.