Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 6
Aðallestrarsalurinn í British Museum. E inn mesti safnari Englands á nítjándu öldinni var Bertram jarl af Ashburnham sá fjórði í röðinni. Hann var uppi á árunum 1797-1878. Hann safnaði einkum handritum og fágætum bókum. Hann átti um 3600 handrit og meðal prentaðra bóka hans voru: Gut- enbergsbiblía prentuð á skinn, fjórar fyrstu útgáfur af Shakespeare og bæk- ur prentaðar af Caxton, fyrsta prent- ara Englands. Ashburnham varði miklu fé til handrita og bókakaupa og keypti víða bækur. Að honum látnum var safn hans selt fyrir um 150 þúsund pund. Meðal þeirra, sem keyptu hluta þessa safns, var eigandi og útgefandi Fall Mall Gazzette, Henry Yates Thomp- son. Hann safnaði einkum skinnbókum og bókum prentuðum á skinn. Hann seldi hluta safns síns á árunum 1919-21, 70 handrit og 25 bækur prentaðar á skinn, og fékk fyrir þessi 95 eintök 150 þúsund pund. Feðgarnir 'Henry og Alfred Henry Huth áttu merkilegt safn bóka. Henry var bankastjóri og hóf ungur bókasöfnun. 1855 hóf hann skipu- lega söfnun bóka. Meðal bóka hans voru mjög gott eintak af Gutenbergs- biblíunni, sem hann keypti hjá Quar- itch fyrir rúmlega 2600 pund. Quaritch var og er ein bezta fornbókaverzlun í London, stofnuð 1847. Verð þessarar bókar hefur hækkað stöðugt og er hún dýrasta bók í heimi. 1947 var gallað eintak á pappír selt á 22 þúsund pund, 1957 var eintak selt, en verð ekki gef- ið upp. Huth átti einnig Mainz biblí- una frá 1462, bæði á pappír og skinni, Guðbrandsbiblíu 1584, gott eintak, Caxton prent, útgáfu Aldusar Manuti- usar á Virgilíusi frá 1501. Auk þessa átti hann fyrstu útgáfur af Shakspeare, bréf frá Kolumbusi og margar sjald- gæfar bækur varðandi Ameríku. í enskum bókmenntum gekk safn hans næst Britwell safninu. Bækur hans voru bundnar af einum fremsta bók- bindara Englands, Francis Bedford. Safn þetta erfði sonur hans Alfred EHenry Huth, sem jók safnið en á síðari árum gaf hann British Museum 50 bindi úr því. Alfred lézt 1910 og eftir það var safnið selt á uppboðum, mikill hluti þess var keyptur til Bandaríkjanna og alls kom inn fyrir það um 300 þúsund pund. Amherst lávarður af Hachney safnaði egypskum forngripum og bókum. Safn hans var mjög fjölbreytt. Hann safn- aði ritum varðandi sögu prentlistar- innar og bókbandsins allt fram til 1700, einnig ritum um garðrækt. pílagríms- íerðir og sögu Palestínu. Auk þess hafði hann mikinn áhuga á söfnun enskra bókmennta, biblíum og siðaskiptasögu. Hann hafði lítinn áhuga á bókum prent- uðum fyrir 1700. S afn þetta var selt á árunum 1909-21. Charles Fairfax Murray var enskur listamaður og bókasafnari, Hann eignaðist eitt vandaðasta safn gam- alla franskra og ítalskra bóka og hand- rita. Einnig átti hann allar Kelmscott útgáfurnar og var náinn vinur William Morris, sem átti einnig ágætt safn handrita. Safn Murrays var selt á ár- unum 1917-1923. Sir Thomas Philipps var með fremstu handritasöfnurum í heimi, hann var uppi frá 1792-1872. Suðurhliðin á British Museum í Lunðúnum. Hann safnaði handritum um alla Ev- rópu og náði saman um 60 þúsund handritum, þar af voru um 500 bindi austurlenzk. Phillipps safnaði einkum skinnhandritum, sem ekki höfðu ver- ið gefin út á prent áður og reyndi með þessari söfnun, að bjarga handritum frá glötun. Safn hans dreifðist að hon- um látnum, þó eru enn um 20 þúsund bindi í Cheltenham þar sem hann varð- veitti safnið. JL lok 19. aldar dregur mjög úr bókasöfnun í stórum stíl. Sjaldgæfar bækur hækka mjög í verði og bóka- magnið stóreykst og þegar kemur fram á 20. öld verður slík breyting á skattalöggjöfinni að söfnun í sama stíl og áður fyrr varð útilokuð. Mörg eldri stórsöfn eru seld og dreifast ýmist til opinberra safna eða eru keypt til Banda ríkjanna. Af opinberum söfnum á Englandi er British Museum mest. Það safn var alls þess sem viðkemur enskri menn- ingu og enska heimsveldinu. A uk þessa safns eru þessi helzt í London: University Library, Hag- fræðideHd þessa safns er mjög full- komin, einnig er þar lögð áherzla á að safna verkum Francis Bacons og Shake- speares og öllu, sem þá varðar. National Central Library er einkum ætlað stú- dentum og fræðimönnum og gegnum það safn er hægt að fá lánuð rit úr bókasöfnum víðs vegar á Bretlandseyj- um og einnig erlendis frá. The Lond- on Library var stofnað 1841 að frum- kvæði Garlyle og Gladstone og fleiri, það er félagssafn, sem lánar aðeins til styrktarfélaga. Af háskólasöfnum eru söfnin í Oxford og Cambridge mest. Mikil gróska hljóp í bæja- og borgar- söfn á 19. öldinni og helzt þetta í hend- ur við aukinn fólksfjölda og aukna menntun. Handritasalurinn í Háskólabókasafni nu í Lundúnum. eins og áður segir stofnað 1753 og var stjórnað af fastri nefnd, meðal nefndar- manna er erkibiskupinn af Kantara- borg og forseti Neðrimálstofunnar auk fulltrúa konungs. Nefndin stjórnar safn- inu, ræður starfsmenn og forstöðu- menn án íhlutunar þings og stjórnar. Fé til safnsins er árlega veitt af Neðri- málstofunni. Safnið hefur keypt fjölda einkasafna allt frá stofnun, einnig hafa því borizt verðmæt einkasöfn að gjöf. Safnið tók miklum stakkaskiptum við skipun Antonio Panizzi sem yfirbóka- varðar. Hann endurskipulagði safnið og sá því fyrir þeirri byggingu þar sem meginliluti þess er ennþá til húsa og lét bæta við það húsnæði á árunum 1854-57 og réð sjálfur öllu fyrirkomu- lagi. Þá var hringsalurinn gerður, sem vakti mikla athygli á þeim árum og gerir enn. 1880-1905 var unnið að útgáfu allsherjarskrár og hún gefin út í 71 bindi. Ný útgáfa var hafin 1931 og er enn að koma út. Ritaukaskrár eru prentaðar mánaðarlega. Safnið telur nú um sex milljónir binda, þar af eru tíu þúsund vögguprent (prentuð fyrir 1500), sjötíu og fimm þúsund bindi handrita og mikinn fjölda smærra lesmáls og korta. Handritasafn- ið er eitt það dýrmætasta í heimi og mestu dýrgripir safnsins eru: Codex Alexandrius, fornt biblíuhandrit og Codex Sinaiticus, sem var keypt af stjórn Sovétrikjanna skömmu eftir byltinguna. Panizzi ætlaðist til að safn- ið yrði alhliða, safnaði öllu, sem út kæmi merkast í öllum greinum alls staðar í heiminum. Þetta varð bráð- lega ofætlun og nú er einkum lögð áherzla á sagnfræði og skyld efni auk Leiðrétting í þætti Thors Vilhjálmssonar, „Tuga- brot“, sem birtist á bls. 17 í Jóla-Les- bók, urðu þau leiðu mistök, að lína féll niður efst í fjórða dálki. Rétt er setn- ingin svona: „Hann var í uppreimuð- um stígvélum hátt á legginn eins og skautahlaupari og í sundbol frá 1920, bláum samfestingi með gulum mjóum hlýrum og með marglitar tattóering- ar á framhandleggjum.“ í efstu línu síðustu málsgreinar hefur orð brengl- azt. Þar stendur: „Þegar listamaðurinn birtist . . . en á að vera „þegar lista- mannahópurinn birtist . . .“ í fyrsta dálki, annarri málsgrein, stendur „hlaða kálhöfuðum“, en á vitanlega að vera „hlaða kálhöfðum“. Eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Myndirnar í þættinum voru teiknaðar af höfundi sjálfum. Athugasemd í „svipmynd" um Pár Lagerkvist í Lesbók 4. desember sl. var sagt, að „Barrabas" væri eina bók hans, sem þýdd hefði verið á íslenzku. Þetta er ekki rétt, því að nálega tuttugu árum fyrr hafði „Böðullinn" komið út í ís- lenzkri þýðingu Jóns Magnússonar og Sigurðar Þórarinssonar. Þorsteinn M. Jónsson gaf út. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. janúar 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.