Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 2
JlLMff illk
SVIP-
MVND
Anýafstöðnu PEN-þingi, þar
sem þátttakendur virtust
finna hjá sér hvöt til að kynna sig
nokkuð ýtarlega, vakti Ralph Waldo
Ellison athygli með því að standa
upp og segja: „Ég er amerískur
Skáldsagnahöfundur. Stundum fæst
ég við kennslu.“ Hann hefði getað
bætt því við, að hann hlaut Nation-
al Book-verðlaunin árið 1952, að
hann vaéri meðlimur í Alþjóðlega
Listaráðinu, og í American Aca-
demy of Arts and Letters, að hann
ætti sæti í nefnd, sem fjallaði um
hlutverk sjónvarps í skólamálum
og hefði þar að auki margfaldlega
verið sæmdur heiðursnafnbótum
við ýmsa háskóla. Og vegna þess
að hann er líka negri, hafa sumir
tilhneigingu til að leggja aukna
áherzlu á allt það sem tahð er hér
að framan og bæta því við, að hann
sé sómi kynþáttar síns. En þannig
lítur E'llison sjálfur ekki á hlut-
ina. í eigin augum er hann amerísk-
ur skáldsagnahöfundur, sem kenn-
ir öðru hvoru.
Nýlega var gerð skoðanakönnun
á vegum ameríska tímaritsins Book
Week, þar sem 200 rithöfundar, gagn-
rýnendur og ritstjórar skyldu velja
markverðustu höfunda og skáldverk á
tímabilinu milli 1945 og 1965. Mark-
verðasta skáldsagan af um það bil
10.000 skáldsögum, sem komu út á
þessum árum var kjörin „Ösýnileg-
ur maður“ eftir Ralph Ellison. Efstur
á rithöfundalistanum var Saul Bellow,
en Ellison var þar sjötti, vegna þess
að hann hefur aðeins skrifað þessa
einu bók, en hann varð samt einu sæti
ofar Norman Mailer og tveim sætum
fyrir ofan Hemingway.
A. þessum fjórtán árum sem liðin
eru síðan bókin „Ósýnilegur maður“ kom
fyrst út, hefur hún sífellt verið gefin
út í nýjum upplögum og fjórum sinn-
um hefur hún komið út í ódýrum vasa-
bókarútgáfum. Dómnefndin, sem veitti
honum National Book-verðlaunin, gerði
svofellda grein fyrir vali sínu:
„í bókinni sýnir hann okkur, hversu
ósýnileg við erum hvert fyrir öðru,
OHann hefur sprengt hefðbundið skáld-
sagnaform með næstum takmarkalausri
frásagnagáfu sinni. Hr. Ellison þorir
að tefla á tæpasta vað í listrænum
vinnubrögðum og gengur sigrandi af
hólmi.“
J. bókinni, sem hefst á formála og
endar á eftirmála er sögð saga negra-
drengs. í upphafi sögunnar er hann að
skemmta hvítum viðskiptafrömuðum
með því að slást við níu aðra drengi
og hafa allir bundið fyrir augu. Slags-
málunum lyktar með sigri hans og hann
flytur áhorfendum ávarp, sem er gegn-
sýrt kynþáttastolti. 1 sigurlaun fær
hann skólavist á negra-háskóla og
skjalatösku. Um nóttina dreymir hann,
að hann opnar skjalatöskuna og finn-
ur þar áletrun; Til allra sem
málið varðar: Látið þennan
negrastrák ekki lina á sprett-
inum. Á þriðja háskólaári sínu er hann
rekinn. Hvítur stuðningsmaður skólans
hafði komið í heimsókn og pilturinn
vair látinn aka honum um meðan heim-
sóknin varaði. Yfirsjónin var í því
fólgin, að hann ók honum burtu frá
ánægðum háskólastúdentum á vel-
skipulagðri skólalóðinni út í skugga-
hverfi negranna. Rektor háskólans, sem
var negri, taldi piltinum trú um, að
honum væri aðeins vikið frá um stund-
arsakir og sendi haniy með innsigluð
meðmælabréf til New York í atvinnu-
leit. Þar kom í ljós, að bréfin voru
ekki annað en áskorun til manna um
að láta ekki negrastrákinn lina á sprett-
inum.
Hann fær loks atvinnu hjá fyrir-
tæki, sem hvíttar minnismerki þjóð-
arinnar. Honum er sagt, að blanda tíu
dropum af svört'um vökva í hvíta máln-
ingu og hræra saman, þar til svarti
liturinn er orðin ósýnilegur. Fyrir mis-
tök verður samt svarti liturinn sýni-
legur hjá honum og hann er rekinn.
í næsta starfi verður hann fyrir slysi.
Lækningin er fólgin í því, að hann er
settur í furðulega vél, sem framkvæmir
heilaaðgerðir. Hann er úrskurðaður
heilbrigður, þegar hann man ekki
lengur hvað hann heitir.
Og nú byrjar nýtt líf fyrir sögu-
hetjunni. Hann gengur í kommúnista-
flokk negra og úr honum aftur, hann
kynnist svörtum þjóðernissinna, hann
tekur þátt I uppþoti í Harlem og loks
dregur hann sig í hlé í kolakjallara,
þar sem hann getur notið þess til fulls
að vera ósýnilegur. En hér dreymir
hann alla fyrri andstæðingá sína og
hann segir þeim að hann sé hættur að
hlaupa. „Ekki alveg“, segir einn þeirra
og þeir ráðast að honum með hníf. Þeir
gelda hann og þar með er öll sjálfs-
blekking úr sögunni.
E g er rithöfundur, segir Ellison,
en ekki athafnamaður. Samt held ég,
að engum geti blandazt hugur um, að
ég er stuðningsmaður frelsishreyfing-
arinnar. En hann ásakar bæði for-
vígismenn frelsishreyfingarinnar og
bókmenntagagnrýnendur fyrir að leggja
of ríka áherzlu á svarta hörundslitinn.
Það að vera negri ákvarðast ekki af
hörundslitnum, segir hann. Það er
menningararfurinn, sem mótar okkar
og þau sérstöku skilyrði sem við höf-
um alizt upp við gera okkur að því
sem við erum. Við erum einn þáttur
bandarískrar sögu og þjóðtrúar.“ í við-
tali við ameríska gagnrýnandann Irv-
ing Howe, ásakar hann Howe fyrir að
draga negrarithöfunda í einn dilk af
enn meira kappi en nokkur Suðurríkja-
stjórnmálamaður gæti látið sér til hug-
ar koma. „Þess er krafizt, að við sýn-
um „svarta" reiði og geysumst fram
með stríðsöxina. Allra sízt megum við
láta glímuna við listræna framsetningu
tefja fyrir okkur, þótt listin sé eina
tækið sem við höfum yfir að ráða. I
valinu milli listar og heilagrar vand-
lætingar, er tvímælalaust ætlazt til þess
að við kjósum vandlætinguna.“ Hann
harmar það einnig, að gagnrýnendur
hafa tilhneigingu til að dæma negrarit-
höfunda vægar en hvíta rithöfunda.
„Slæm list er alltaf slæm.“
Þ að var Richard Wright, sem
hvatti Ellison til ritstarfa. Þá bjó Ell-
ison í New York og lagði stund á högg-
myndalist. Wright benti honum á að lesa
Joseph Conrad, Dostojevski og Henri
James. Áður hafði Ellison kynnzt verk-
um T. S. Eliots og bókum Hemingways.
Sögur hans voru meðal lestrarefnis á
rakarastofu í svertingjahverfinU í
Oklahoma City, en þar fæddist Ellison
árið 1914. Þar sá móðir hans fyrir hon-
um með húsverkum. Hún tók virkan
þátt í kosningabaráttu Sócialistaflokks-
ins og barðist gegn aðskilnaði hvítra
og svartra, enda var henni varpað
reglulega í fangelsi fyrir athafnasem-
ina. Samt telur Ellison, þegar hann
hugsar aftur í tímann, að uppvaxtar-
ár sín hafi verið björt og skemmtileg.
Aðaláhugamálið var jazz, hann spilaði
í skólahljómsveitinni og móðir hans
færði honum plötur, sem hvítir hús-
bændur höfðu ekki lengur áhuga á.
Áhuginn á jazz hefur haldizt fram á
þennan dag og veitir honum fróun og
ánægju, þegar hann tekur sér hvíld frá
ritstörfum.
E llison býr nú með konu sinni,
Fannie, á áttundu hæð í húsi, sem
stendur í útjaðri Harlems í New York.
Þar hefur hann síðastliðin tiu ár unnið
að því að semja og endursemja nýja
skáldsögu. Auk þess skrifar hann bók-
Framhald á bls. 11
Framkv.stJ.: Slgfns Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur
Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti fi. Sími 22450.
Utgefandi: Hi. Arvakur. Reykjavlle.
8. janúar 1967.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS