Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 8
Johnson forseti heldur ræðu undir styttu Lincolns. unarmeðal. En þvingunin er engu ó- raunverulegri fyrir því. Fyrrverndi st.arfsmenn kalla Hvíta húsið „hrað- suðuketilinn", og einn þeirra sver þess dýran eið, að hann hafi fengið „sál- rænan köfunarkrampa“ um leið og hann hætti. Annar, sem sífellt bar á sér rafeindatæki er suðaði hvenær sem forsetinn óskaði eftir að hafa tal af honum í síma, segir: „Eg gerði mér aldrei grein fyrir hve innilega ég hat- aði þennan grip fyrr en ég losaði mig við hann.“ P ersónuleiki forsetans er svo yf- írþyrmandi að það er eins og öllum þverri máttur sem í kringum hann eru. „Hann getur látið mann sveitast blóðinu, hversu góð sem loftræstingin er,“ segir einn fyrrverandi samstarfs- maður. Annar lýsir því hvernig forset- inn hlustar á undirmann sinn vefengja eða gagnrýna einhverja forsetalega til- lögu eða stefnu: „Hvort hann hlustar? Hann hlustar með ærandi athygli. Það er eins og að vera niðri á sjávarbotni, þrýstingurinn er svo mikill. Hann sit- ur álútur og starir á mann — deplar ekki augunum, skiljið þér. Ef þú veð- ur svo elginn og kemur loks með hálf- karaða niðurstöðu, segir hann: „Og þessvegna?", og þú svarar: „Þess- vegna ættum við að gera þetta eða hitt“, en þá er þér betra að tala af sann- færingarkraíti, annars horfir hann aðeins á þig og svo að segja hristir þig af sér.“ Spenna sem þessi verður sumum mönnum ofraun. „Til eru tvenns konar jnenn“, segir einn fyrrverandi starfs- maður, „þeir sem vilja framkvæmdir framkvæmdanna vegna og frama fram- ans vegna, og svo hinir sem ekki geta afborið að hlaupa í hringi með ofsa- hraða án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu. Þeir síðasttöldu hafa yfirgefið Hvíta húsið.“ Þeir sem ekki hafa yfirgefið Hvíta húsið eru engin þý eða þrælar, sem lúta berum bökum undir forsetasvipuna. Allflestir eru þeir mikilhæfir og geð- felldir menn. Þeir eru einnig harðsnún- ir menn. Að vinna fyrir Lyndon John- son krefst vissrar innri hörku, og all- ir þeir, er runnið hafa skeiðið í hrað- suðukatli Hvíta hússins, eiga eitt sam- eiginlegt — þeir hafa orðið að „læra að taka því.“ Þeirri þvingun, sem forsetinn beitir alla sem í kringum hann eru (oft all- sendis óafvitandi), beinir hann einnig af sárbeittri hnitmiðun að sjálfum sér. Því að sérvizkuleg vinnubrögð hans, skelfing hans við að láta króa sig af og ráðríki hans við þá, sem næstir hon- um standa, eiga sinn líka í knýjandi þörf hans fyrir velgengni. T ilhugsunin ein um mistök vek- ur honum megnasta viðbjóð. A þing- mannsdögum sínum sagði hann þeim, sem þetta ritar, frá því er hann beið ósigur í kappræðum í Texas, þá ungur maður innan við tvítugt. „Þegar síð- asti dómarinn greiddi atkvæði gegn njér sem fylkismeistara“, sagði hann, „varð ég svo vonsvikinn að ég fór rak- leitt fram á baðherbergið og seldi upp.“ Þetta sagði hann grafalvarlegur — minningin um þessar ófarir var enn mjög lifandi og sársaukafull fyrir hann. Á ferðalögum forsetans meðal kjós- enda undanfarnar vikur hefur sömu setningunum skotið upp hvað eftir arm- að: „Við leggjum ekki niður rófuna og flýjum öfugir út úr Víetnam. Við sitjum fast við okkar keip. Okkur skal takast.“ Áherzlan á síðustu orðin er ávallt þung. Hver sem telur sér trú um að Lyndon Johnson muni líkleg- ur til að ráða af fúsum vilja fyrir hin- um fyrsta alvarlega ósigri Ameríku ætti að minnast piltsins sem seldi upp af blygðun og hryllingi yfir því að verða undir í kappræðum. Það er eitt enn, sem haft skyldi í huga varðandi Lyndon Johnson, þar sem hann stendur andspænis hinu hræðilega vandamáli sínu í Víetnam. Það verður ráðið af hinum undarlega úreltu orðum sem hann lét falla meðan stóð á átökunum í Dóminíska lýðveld- inu: „Ég hef horft á sólina rísa yfir Mont Blanc, en sú fegursta sjón, sem fyrir augu mín hefur borið, var fáni lands míns á erlendri grund . . . Hvar sem amerískir borgarar fara, fer þessi fáni með þeim, þeim til verndar." An efa hefur forsetinn dregið þetta orðalag upp úr djúpi minninganna — manni stendur fyrir hugskotssjónum renglulegur drengur með útstæð eyru, sem sprettir berum tám í rykinu og hlustar með vaxandi hjartslætti á hljómmikil og hjartnæm orð einhvers fjórða-júlí-ræðuhaldarans í Johnson City í Texas. Nú á tímum kunna slík- ar ástaryfirlýsingar til ættjarðarinnar að hljóma sem barnalegt orðagjálfur. En á meðal þeirra, sem kunnugastir eru forsetanum, ríkir enginn efi um að ættjarðarást Lyndons Johnsons sé djúp og ósvikin tilfinning, sem einnig gerir honum ókleift að ímynda sér amerískan ósigur í Víetnam. ó er fjöldi fólks sem trúir því statt og stöðugt að Lyndon Johnson „tilfæringamaðurinn“ og „stjórnmála- skörungurinn" sé alls ófær um að ala í brjósti ósviknar tilfinningar; að ætt- jarðarást hans sé aðeins ein af mörg- um grímum sem hann setur upp. Einn- ig er fjöldi fólks sannfærður um, að forsetinn sé grímumaður, hræsnari, þeg- ar hann reynir að greiða úr öðrum hinna mestu erfiðleika sirina, kynþátta- vandamálunum heima fyrir. Lyndon Johnson á stærri þátt en nokkur annar einstaklingur í jafnrétt- islöggjöf síðasta áratugs. Hann hefur oft sagt það vera æðstu hugsjón sína, sem fyrsta Suðurríkjaforsetans frá því borgarastyrjöldinni lauk, að draga svertingjana inn í aðalfarveg amer- ískra lifnaðarhátta og græða um leið þau ör, sem borgarastyrjöldin skildi eft- ir sig. Einnig í þessu tilliti trúa þeir, sem þekkja hann vel, að hann sé full- komlega einlægur í því sem hann seg- ir. En milljónir Suðurríkjamanna líta á hann sem kaldhæðinn tækifærissinna, er selt hafi „lífsviðhorf Suðurríkjanna" fyrir atkvæði. Og harla lítil er sú við- urkenningaruppbót, sem hann fær frá frjálslyndum Norðurríkjamönnum eða jafnréttisleiðtogum blökkumanna — einkum hinum nýju áróðursmönnum „svartra yfirráða.“ Sá tími kann að koma, að forsetinn eigi ekki aðra úrkosti en grípa til rót- tækra aðgerða til að stemma stigu við gripdeildum og íkveikjum í blökku- mannahverfunum. Ef sá tími kemur, munu hvítir frjálshyggjumenn og svert- ingjaleiðtogar hver öðrum reiðubúnari að trúa því, að hann sé einfaldlega horfinn aftur til upphaflegrar sann- færingar sem suðrænn afturhaldssinni. Þessi fúsleiki til að trúa öllu hinu versta á forsetann er hið þriðja af hin- um alvarlegri vandamálum hans. Sum- ir undirmanna hans halda því fram, að þetta stafi að öllu leyti af því sem einn þeirra nefnir „sambandsleysið“. Lyndon Johnson hefur á áberandi hátt mis- tekizt að ná þeim mannlegu tengslum við hinn mikla þorra þjóðarinnar, sem Franklin Roosevelt náði til dæmis með arinræðum sínum og John Kennedy með hinum fjörlegu blaðamannafund- um í sjónvarpinu. I hinum sjaldgæfu sjónvarpsvið- tölum hefur forsetinn sýnt ágæta frammistöðu, en eftirritanir sýna að setningar hans eru nærri alltaf mál- fræðilega réttar, þar sem John Kennedy og Dwight Eisenhower á undan honum voru sífellt að villast inn í óleysan- legar málsgreinaflækjur. Kennedy og Eisenhower töluðu á óþvinguðu sam- ræðumáli, létu kylfu ráða kasti um málnotkunina og áttu mikið af vin- sældum sínum sjónvarpinu að þakka. En Lyndon Johnson er meinilla við að láta skeika að sköpuðu. Refsleg var- færni hans girðir fyrir allt óþvingað viðræðusamband og gerir hann stirð- an og þunglamalegan í sjónvarpinu. Annað aðalskapgerðareinkenni hans — ráðríkið — er meginorsök hinnar gagnkvæmu óvildar milli forsetans og blaðanna, sem enn eykur á „sambands- leysið.“ Enginn forseti hefur nokkru sinni reynt meira til þess en Lyndon Johnson að stjórna fréttaflutningnum. Þegar honum mistekst — og það er óumflýjanlegt þar sem prentfrelsi læt- ur í eðli sínu ekki að neinni stjórn —- verður hann óður og uppvægur. Það er sízt að undra þótt Johnson (sem og flestir forsetar á undan honum) sé gramur út í blöðin, því þau eru stund- um ónákvæm og stundum hrikalega ósanngjörn. En undarlegt má þó telja, að eftir öll þessi ár í Washington skuli hann ekki enn hafa fullan skilning á hvernig blaðamennsku er háttað. „Þessi forseti er sannfærður um það,‘* sagði McG»orge Bundy eitt sinn við blaðamann sem vakið hafði reiði Jchn- sons með því að gerast sannspár um upphæð þá sem ætluð yrði til stuðn- ings við erlend ríki, „að blaðamaður geti því aðeins náð í slíka frétt, að hann steli leynilegum skjölum eða múti ráðuneytisstarfsmanni." E kkert vekur jafnmikla bræðl hjá forsetanum og nákvæmar fréttir af framtíðaráformum hans. Slíkar fréttir, segja undirmenn hans, gera hann „fyr- irfram háðan“, og fréttaritarinn hefur þar með drýgt þá höfuðsynd að króa forsetann af. Síðastliðið haust, svo eitt dæmi af mörgum sé nefnt, sfcrifaði Philip Potter hjá blaðinu „Sun“ í Baltimore nákvæma spádómsfrétt um hinar örlátu fyrirætlanir forsetans til að forða Indlandi frá hungursneyð. For- setinn varð hamstola og yfirvegaði í alvöru að hætta við allt saman til þess að gera Potter beran að lygi. í meir en sex mánuði neitaði hann gremju- lega að viðurkenna tilveru Potters — og það þótt Potter sé einn af elztu einkavinum hans og einn þeirra fylgis- manna, sem hann á enn eftir i hópi blaðamanna. Þeim sem skrifa um stjórnmál hætt- ir stórlega við að ýkja þau pólitísku áhrif sem skrif þeirra hafi. Engu að síður hefur hinn gagnkvæmi fjand- skapur milli forsetans og blaðanna sí- azt út og gert „sambandsleysið" að ill- brúanlegri gjá. En það, sem gerir þessa gjá enn óbrúanlegri, er hin sífellda við- leitni forsetans „að vera annað en hann er.“ Forsetinn virðist vera kynlega óánægð ur með sjálfan sig eins og hann er og reynir oft að fegra Lyndon B. Johnson á yfirborðinu — samanber hinar skringi lega fánýtu tilraunir hans til að stugga öllum ljósmyndurum vinstra megin við sig, vegna þess að hann álítur vinstri vangasvip sinn föngulegri. Um langt skeið var hann ófús til að viðurkenna að aldurinn hefði neytt hann til að nota lesgleraugu; við sjónvarpsupp- tökur notaði hann augnagler (contact lenses) sem særðu hann í augunum, gerðu hann skapstyggan og villtu ekki um fyrir neinum. Á tímabili notaði hann einnig tvö textaspjöld til þess að svo virtist sem hann mælti af munni fram óundirbúið. En í stað þess að virðast mælskur, varð hann lævísleg- ur, þar sem hann skotraði augunum frá einu spjaldinu til annars. 8. janúar 1967. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.