Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 1
Einbýlishús á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Arkitekt: André Bloc. Hver einasta stefna í listum kallar yfir sig andsvar úr öfugri átt. Byggingarlistin er ekki undantekning hvað þetta snertir. Nútíma byggingartækni hefur fætt af sér útlit, sem allir þekkja; nakfcar og glampandi forhliðar úr áli, gleri og steinsteypu. I þeim borgum heimsins, sem vaxa hvað hraðast, eru heilu strætin steypt í þetta ópersónulega mót og hefur það nú þegar kallað fram ýmis andsvör. Þau eru gjarna þann- ig, að svo virðist sem engin véltækni hafi þar nærri komið. Þessar tilraunir eru í deiglunni víða um heim; sumir kalla þær „Avant-garde“ eða framúrstefnu í byggingarlist, en aðr- ir telja þær í flestum tilvikum fremur afturhvarf til náttúr- unnar. Víst er um það, að höfundarnir telja sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Þeir hafa eins og myndirnar raunar sýna sótt fyrirmyndir sínar í náttúruna, ekki sízt í hella, kletta- borgir og önnur slík náttúrufyrirbrigði. Efnið er oftast stein- steypa og útlitið líkast því að engin mót hafi verið notuð, en byggingin fremur verið hlaðin upp með höndunum eins og nú- tíma skúlptúr. Og bar kemur að kjarna málsins. Skúlptúr- inn hefur líklega haft mest áhrif á hugmyndir þessara fram- sæknu arkitekta, jafnvel meiri en náttúran sjálf. Sum þessara húsa — ef hægt er að nota það orð — eru beinlínis nákvæm- lega eins og risavaxinn stúlptúr, sem hefur verið gerður þann veg úr garði hið innra, að hægt er að búa þar, ef góður vilji er fyrir hendi. J. frönsku tímariti um arkitektúr kennir margra og nýstárlegra grasa um þetta efni. Þar eru einbýlishús, sem þeg- ar hafa verið byggð og líta helzt út edns og snjóhús eða leirkofar hirðingja í Arabalöndum; steinsteypuhrúgur með ör- litlum gluggaborum. Og að innan er þetta einna líkast helli. Þarna gefur einnig að líta módel af heilum borgum, flugstöðvarbyggingum, sem eru eins og sápukúlur, og það form er ekki til í veröldinni, sem ekki má nota, þegar nýtízku leikhús er annars vegar. Leik'húsið í Sidney í Ástralíu mun vera nýstárlegast leikhús í heiminum um þessar mundir, og jafnvel þótt salernin gleymdust þar, eftir því sem einhvers sfcaðar hefur komið fram, þá hefur þessi bygging haft feiknar- leg áhrif og mátti sjá í þessu téðu riti, að hugmyndir Utzons bergmáluðu víða. Það er hætt við að margir hristi höfuðið yfir þessu og telji sig þess umkomna að afgreiða málið sem dellu. En er þessu ekki líkt farið og í öðrum listgreinum? Megnið af nýjungunum verður ekki langlíft, en eitthvað af þeim reyn- ist hafa raunverulegt gildi, sem stendur sig í rás tirnans. Þannig verður það ugglaust með eitthvað af þeim formum sem birtast í þessum furðulegu byggingum. Framhald á bls. 2 Múrsteinn er þægdegt efni, þegar hugmyndafluginu er gefinn laus taumurinn. Þetta hús er einnig eftir André Bloc. Víða um heim er unnið að nýstárlegum bygg- __ __ ___ ingarverkum, gjarnan úr steinsteypu. Sumt er Helmssýningargestir í Montreal ættu að geta fundið þetta hús ef þeir íeita vel, þvi það hefur verið nffurTivni-f fil niíf f i'iriinn->i- Sllmt i ;i byggt þar í borg. Arkitektiim heitir Jolrn Johansen, ef einhver skyldi vilja fá liann til að teikna fyrir attulllvalt tu natturunnar, sumt inem til- sig. raunastarfsemi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.