Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 8
Hákonarhöllin í Björgvin. N oregur og ísland hafa ekki átt eina sögu. En örlög voru tengd og margt er hliðstætt. Björgvin var einn sá staður í Noregi, sem íslendingar áttu mest skipti við fyrr á öldum. í grennd þess bæjar býr Is- landsvinurinn síra Oarald Hope (borið fram húpe — hann er frá Hópi). Enginn útlendur maður skilur sögu fslands betur en hann og engum brennur heitari ást í barmi til lands vors en honum. Það hefur hann sýnt í verki, svo sem mörgum er kunnugt. En þótt hann fylgist með íslenzkum málum svo, að fágætt er, og sé hverjum manni árvakrari í því að leggja okkur lið, hefur hann fleiri áhugamál. Nýlega hefur hann gefið út bækling, þar sem hann bendir á, að senn séu níu aldir liðnar síðan kaupstaður hófst í Björgvin. Af því tilefni rifjar hann upp þætti úr sögu bæjarins. Munu Jslendingar almennt ekki þaul- kunnugir þeirri sögu og er líklegt, að mörgum Þyki fróðlegt að lesa það, sem hann skrifar. Þá munu menn ekki síður skilja tilfinningar hans, þegar hann minnir á örlög fyrri alda. Ritgerð sr. Haralds fer hér á eftir, nokkuð stytt. Það væri maklegt, að við Islendingar tækjum í streng með þessum ágæta vini okkar, þegar hann gengur fram fyrir skjöldu í stórmáli heimafyrir. Svo drengilega hefur hann unnið íslenzkum málum í Nor- egi og víðar á Norðurlöndum. Hann ætti það skilið að fá uppörvun og stuðning héðan. Kannski einhverj- ir, sem lesa þessa grein, vilji hugsa til þess? Þýð. E ftir þrjú ár heldur Björgvin níu alda afmæli sitt. Þegar blaðað er í minningum borgarinnar frá þess- um öldum, blasir við breytilegri saga en nokkur ann- ar bær í Noregi hefur átt. Hér var konungssetúr og höfuðborg ríkisins. Hér voru dýrlegar byggingar, sem síðar voru lagðar í rústir. Hörmulega var borgin leikin. Hún reis úr rúst- um, en því miður án þess að hinar veglegu, fornu byggingar kæmu aftur. Meðan Norðmenn réðu landi sínu sjálfir, blómgað- ist Björgvin og naut álits og velmegunar. Þegar út- lendir menn tóku völdin, var borgin eydd og rúin allri sinni prýði. wr etta er saga Björgvinjar. Hún hófst til hæstu vegsemdar og féll í dýpsta armóð. Svo snauð varð hún undir framandi oki, að hún á ekki einu sinni nafnið sitt eftir. Það sáu útlendingarnir um. Nú breiðist borgin út, stór og fögur, frá Eiðisvogs- nesi til Stóraþveitis, frá Damsgarði til Flugs (Flöyen). Og um allt hið nýja rekur hugur sig aftur í aldirnar niu og leitar þess, sem fundið kynni að verða af verkum feðranna. í'rá ómunatíð var kóngsgarður á Álreksstöðum. Allt land frá Sandvík og inn eftir var konungseign. Þess vegna gat Ólafur kyrri, sem ríkti einn yfir Noregi frá 1069, hlutað út lóðum á eigin landi handia þeim, sem vildu setjast að við Voginn, þegar hann lagði grunninn að Björgvin. En jafnframt tók hann hluta af stTÖndinni undir þau mannvirki, sem hann hugðist reisa þar og* áttu að verða háborg bæjarins og landsins. Þetta svæði var þá nefnt Hólmur. Nú heitir það Virkið (Festningen). H ólmurinn var perla og höfuðprýði gömlu Björgvinjar og landsins alls, bæði meðan bærinn var höfuðstaður landsins og síðar. Á Hólminum reistu Séra Harald Hope: IIÓUIIISIW I IMÓIUa iA — Horft um öxl og fram — Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, þýddi konungar hvert stórhýsið af öðru, svo að hvergi í landinu var slíkt að sjá. Ólafur kpnungur kyrri var prestslærður nokkuð og sá fyrsti norskra konunga, sem var læs og skrif- andi. Hann lét kirkjuna ganga fyrir, þegar hann hófst handa í Björgvin. Fyrstu byggingar hans þar voru kirkjur, ekki kóngsgarður. Norðvestanvert á Hólminum reisti hann Litlu Kristskirkju, sem var af steini. Hún var dómkirkja, um 5S m löng, 22 m breið, með stórum turni, er vissi til Vogsins. f henni voru 12 ölturu. Þessi kirkja var í smíðum í h. u. b. 90 ár. A árunum 1107—11, meðan Sigurður konungur var í Jórsalaför, reisti Eysteinn konungur höll mikla af tré á Hólminum, „er veglegasta tréhús hefir gjört verið í Noregi", segir Snorri. Hjá höllinni lét hann smíða konungskapellu, Postulakirkju. Árið 1170 var Stóru Kristskirkju lokið og skrínið með beinum Sunnefu helgu fært með mikilli viðhöfn úr Selju og sett yfir háaltarið í kór kirkjunnar. Kringum 1180 var reistur biskupsgarður, rétt fyrir austan Stóru Kristkirkju, og þar hjá kapella, spítali og skóli, ef til vill hinn fyrsti í landinu. Þar næst var reist gestaistofa af steini, málstofa, svefnhöll og vetrarhöll. Húsakostur þurfti að vera mikill, því að hér var oft fjölmenni saman komið og margt stór- menni þurfti að leita á fund konungs og biskups. Um 1200 reis prédikaraklaustur á Hólminum norð- austanvert. Munkarnir fengu Litlu Kristskirkju í Sunnefu-kirkjugarði að gjöf frá Asketín biskupi 1271. Nærri klaustrinu var Kanúkagarður, þar sem hinir 12 kórsbræður dómkirkjunnar bjuggu. Höll Eysteins konungs, Postulakirkjan og fleiri hús brunnu, þegar Baglar herjuðu hér 1207. Ingi konungur lét reisa nýja höll og Hákon konungur Hákonarson endurbyggði Postulakirkju af steini. Hákon Hákonarson byggði fyrst skipanaust mikið, 90 álna langt og 60 álna vítt. Þar hélt hann krýningar- veizluna. Síðar lét hann reisa tvær stórar hallir af steini. Önnur þeirra er Hákonarhöllin, sem stendur enn. Smíði hennar var lokið 1261. Hann lét og hlaða múr kringum konungsgarðinn og voru turnar yfir báðum hliðum. Fleiri halla er getið frá þessum tíma, t. d. Sjófarahallar, Jólahallar og Sumarhallar. Að brúðkaupi Magnúsar lagabætis og Ingibjargar sátu 1900 boðsgestir og sýnir það, að húsrými hefur verið ærið. Postulakirkju, sem Hákon lét reisa, er þegar getið. Hana vígði Vilhjálmur kardínáli frá Sabina 2. júlí 1247. Hann vígði Hákon undir kórónu mánuði síðar. Magnús lagabætir reisti turn þann í konungsgarði, sem danski lénsherrann Rosenkrans jók nokkru við síðar og ber nú hans nafn. Þegar Magnús konungur var sjúkur veturinn 1272—73 lét hann gera sér kap- ellu í turninum, sem enn má sjá. Arið 1274 kom Jón erkibiskup til Björgvdnjar með þyrni úr þyrnikórónu Krists, en hana hafði Filippus Frakkakonungur gefið honum. Þessum dýr- grip var kiomið fyrir í Postulakirkju. Nú þótti Magn- úsi þessi kirkja, sem faðir hans hafði reist, of lítil og miður hæfileg fyrir svo fágætan dóm. Því reisti hann nýja Postulakirkju 1275. Rúmið var of ltíið innari hringmúrsins og því reisti hann kirkjuna nokkru ofar. Hjá henni var reistur prófastsgarður, skóli og fleiri hús. Þessi kirkja var hin fegursta bygging, líklega feg- Frá Þýzkubryggju í Björgvin urst í landinu, af sömu gerð og Le sainte Chapelle í París. Sagan segir, að synir Magnúsar konungs tveir hafi borið fyrstu steinana til byggingarinnar. Hún var ríkulega prýdd höggmyndum. Fyrir utan stóðu postularnir 12, höggnir í stein. Þar voru og stand- myndir af silfri, m. a. engill með skínandi krystal í hendi. Inni í þessum krystal var þyrnirinn úr kór- ónu Krists. Fjöldi annarra dýrmætra muna af silfri og gulli voru þar. H ákon konungur 5. Magnússon var viðstaddur, þegar Jörundur biskup vígði þessa kirkju 1302 og gaf konungur 70 merkur silfurs til kirkjunnar. Auk þess hafði hann lagt henni allar konungstekjur af Hjalt- landi og Færeyjum, meðan hún var í smíðum. Postulakirkjan var ekki fullger, þegar Magnús laga- bætir dó 1280 og var hann grafinn að Olafskirkju þeirri, er hann hafði látið reisa í Vogsbotni. Sú kirkja er nú, í umbreyttri mynd, dómkirkja Björg- vinjar. Á þessu mikla skeiði í sögu Noergs var Hólmurinn sem borg fyrir sig með konungsgarði, biskupsgarði og hinum fegurstu kirkjum. iVIeðan Hólmurinn var konungssetur og Björg- vin höfuðborg Noregs náði norska ríkið yfir Böhús- lén, Jamtaland og Herjadal í austri, og yfir Færeyjar, fsland, Grænland, Orkneyjar og Hjaltland í vestrL Frá Hólminum í Björgvin gengu skipanir konungs út um allt ríkið. Þangað leituðu allir, sem áttu opin- ber erindi að reka í Noregi. Og Noregur var talinn með mestu menningarlöndum í Evrópu. I þrjár aldir sátu konungar í Björgvin, að mestu eða öllu, frá Ólafi kyrra, sem hafði einn völd í Nor- egi frá 1069, til Hákoniar 6. Magnússonar, sem dó 1380. Sá staður, sem var miðdepill Noregs svo langa hríð, er að sjálfsögðu tengdur mörgum minningum. Þær eru ekki allar ljúfar. f 110 ár á þessu tímabili geisaði borgarastyrjöld með því ofbeldi og lögleys- um, sem fylgdu henni. Samt var Hólmurinn sá stað- ur, sem örlög landsins snerust um. H ér kom Haraldur gilli, þegar Magnús blindi var tekinn. Hér lét Haraldur hengja Reginvald biskup 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.