Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 11
NSU T-80 NSUverksmiðjumar, sem framicitt hafa Prinsinn, munu nú ætla að taka á honum stóra sínum og koma með á markaðinn nýstárlega gerð, NSU T80 og sést hann á meðfylgjandi myndum. Nú mun eiga að reyna hvað Wankelmótorinn getur, en hann er uppfinning þessarar verksmiðju. Auk þess er von á nýjum Citroén með Wan- kelmótor. T80 verður með framhjóla drifi, sem nú riður sér mjög til rúms. Wankelmótorinn er 115 hestöfl, sem sýnist talsvert fyrir ekki stærri híl, enda er hámarkshraðinn sagður 180 km. á klst. Hvað sem öðru liður sýnist útlitið vera stórt framfaraspor frá NSU Prins. OPEL COMMODORE COUPE Hvað útlit og frágang snertlr, virðist Opel vera að sækja sig nppá síðkastið, enda er erfitt að keppa við bíla eins og B IM W og Bens á heimamark- aði, ef frágangurinn er ekki nppá það bezta. Hér er ný gerð af Opel, Commodore Coupé og er hann ólíkt betur teiknaður en fyrirrennarinn Opel Rekord Coupé, sem mátti teljast fagurfræðilegt slys. Commodore er 6 strokka 115 hestafla. Hann er tveggja dyra, ætlaður fjórum en löglegur firir fimm. Hámarkshraði er 175 km, sem ætti að duga flest- um hér. AUD/ 80 Forðum hét vcrksmiöjan Auto Union, en eins og margar hinar minni, hefur liún orðið að láta í minni pokann fyrir risan- um. Mercedeá Bens í Stuttgart keypti slotið og heldur áfram að framleiða bilinn, sem nú heitir Audi 80. Þjóðverjair kalla hann „Anti-Volkswagen með Mercedes-mótor“ og honum er spáð mikilli framtíð, enda þótt hann sé tiltölulega dýr I sínum stærðarflokki. Skyidleikinn við Mercedes segir til sín svo ekki verður um villst og í samræmi við það þykir frágangur mjög góður. Audi er fjögurra dyra, fjögurra strokka, fimm manna bíll. Hann er búinn 80 hestafla vél og framhjóladrifi. Diskabremsur eru að framan. Þeir sem eru að flýta sér geta náð 152 km hámarkshraða í Audi 80. BÍLAR F/AT D/NO COUPÉ í eyrum þeirra sem til þekkja, hljómar Ferrari líkt og Rolls Royce. Sonur Ferraris heitir Dino og hann er nú farinn að láta til sín taka líka. Hann mun eiga heiðurinn af þessum gullfallega Fiat ásamt Bertone, sem er einn af snillingunum í ítalskri formkúnst. Þessi Fiat er búinn 150 hestafla vél og á að vera góður fyrir 200 km hraða. Hann er búinn fjórum aðskildum sætum og búnaður allur og frágangur að innan með sérstökum ágætum. Diskabremsur að framan og aftan. Því miður verður hann svo dýr hér með núveraudi tollaákvæðum, að liklega reynir enginn að eignast hann á íslandL JENSEN FF Ferguson Formula Maður er nefndur Jensen og sjá allir, að hann hlýt. ur að hafa verið danskur. Hann var það lika. Hvort hann er lífs eða liðinn núna, vitum við ekki, en hann fluttist á sínum tíma til Englands og fór aö framleiða sportbíla í litlu upplagi en við góðan oröstír. Þeir voru nefndir eftir höfundi sinum. Það er þó fyrst nú í ár að Jensen vekur atnygli um allan heim fyrir nýjan og stórmerki- legan bíl. Þessi nýi Jensen sameinar sumt af því bezta, sem völ er á. Hann er búinn hinu ný- stárlega fjögurrahjóladrifskerfi Fergusons, með 300 hestafla mótor frá Chrysler og Torqueflite sjálfskiptingu, einnig frá Chrysler. Innréttingin er dæmigerð brezk lúxusinnrétting ,ekki ósvipuð i Jaguar, en sjálft útlitið hefur ítalirn Vignalc unnið og sýnist það hafa tekizt með ágætum. Árið 1959 varð hann prestuir við ríkis- háskólann í Colorado-fylki og vakti þjóðarathygli og fékk einnig sínar Ifyistu vítur frá yfirboðatra sínum, þeg- lar hann flutti stúdentasöfnuð sinn út af (háíikólalóðinni inn á kaffistofur og bjór- Jkrár. Dagblöð og tímarit lofuðu „kaffi- y.túisapirestinn“ hástöfum, en biskupinn í 'Cc/lorado-fylki, Joseph Minnis, vítti slíkt lalhaefi og kvað það ekki þjónustu við guð að fara í krár til að drekika. Faðir Eoyd skildi, hvað lá að baki þessarar yfirlýsingar og hóf trúboðsferð eina Imikla ásamt 26 prestum, hvitum og Isvörtum, frá New Orleans til Detroit, Jþar sem þeir sátu ráðstefnu innan bisk- (upakirkjunnair. Að ferð þessari lokinni tfór faðir Boyd að helga sig algjörlega imannréttindabaráttunni. Ferðaðist hann í þessu skyni til Alabama og Mississippi, !til Watts og Chicago, þar sem han:n tvar handtekinn (þá hitti hann Dicki Gregory í fyrsta sinn). Förin varð einn- ig til þess, að biskupakirkjan gerði (föður Boyd að framkvæmdastjóra fyrir Btofnun til sameiningar kynþáttunum. Frá 1961 til 1963 var hann stúdenta- •fprestur við ríkisháskólann í Wayne í iDetroit. Á þeim árum skrifaði hann Ifimm leikrit um kynþáttavandamálið. Eitt þeirra var leikið í sjónvarpinu og ®nnað hefur verið fært upp í ballet- ttormi. En ritverk hans hafa einnig kom- tið honum í bobba. Richard Emrich, Ibiskup í Michigan, ákærði hann opin- Iberlega fyrir oð nota orðin „bölvaður" og „negri“ í ritum sínum. Snemma árið 1964 tók Paul Moore, prestur í Washington D. C., föður Boyd undir sinn verndarvæng og gerði hann ■að aðstoðarpresti við Friðþægingar- kirkjuna, sem er svertingjakirkja. Á vegum hennar hefur faðir Boyd ferðazt til 125 háskóla og haldið fyrirlestra og er orðinn að ókrýndum presti allra há- skólastúdenta. B ænir föður Boyds, sem vakið hafa slíkan glundroða, hafa veitt hon- um meiri tekjur en nokkrum klerkleg- um helgimyndabrjóti hafa hlotnazt fyrr. Yfir 60.000 eintök af bænakverum hans hafa verið seld og ekiki er búizt við að salan minnki á þessu ári. „Frelsi til að lifa, frelsi til að deyja“ heitir næsta bænabók föður Boyds og er væntanleg á markaðinn nú í vor. Faðir Boyd fékk aðeins 250 dollara í fyrirframgreiðslu fyrir fyrri bænabók sína, þar sem útgefendur bjuggust við, að þeir myndu selja 4.000 eintök af Ihenni á tveimur árum. Nú býst faðir Boyd við að græða 100.000 dollara á næstu bók sinni og réttinum til að gefa hana út í vasabókarformi næsta áratug. Faðir Boyd er ákafur og óstöðvandi ræðumaður og hefur því lítinn tíma til annars en bænagerða, fyrirlestrahalds1 og bókaskrifa. Venjulega borðar hann aðeins eina máltíð á dag og er það yfir- 'leitt steik. Þess á milli nærist hann á kaffi. Á kápu bókarinnar „Ætlarðu að skoppa þetta með mér, góði Jesú?“ en mynd af föður Boyd með vindling, en Ihann hefur ekki reykt í þrjú ár. Hann er mjög bakveikur og veldur það því, að hann stendur oft álútur. Hann liggur iá bakinu á gólfinu að minnsta kosti •eina klukkustund á hverjum degi með tfæturna upp á vegg til að láta sér líða betur. Hann hefur aldrei gifzt og manni tfinnst eins og hann hafi eingöngu tíma fyrir sjálfan sig og köllun sína. Hann dæmir kvikmyndir fyrir tímaritið Christian Century og önnur kristileg tímarit og hefur tileinkað sér venjur Iblaðamannsins að lesa frekar blöð og (tímarit en bækur. En það eru engar vöflur á honum, þegar blaðamennirnir 'taka til við að spyrja hann og honum ieru vel ljós þau tækifæri, sem hann getur fært sér í nyt trú sinni og skoðun- lum til framdráttar. F aðir Boyd er skýrt dæmi þeirra breytinga innan kirkjunnar, sem færa allt trúarlíf innan kirkjunnar í ver- aldlegra form. Robert McAfee, guð- ifræðiprófessor við Stanfordháskólann, trúir því, að faðir Boyd muni hafa and- lega hreinsandi áhrif á allt líf innan kirkjunnar, jafnvel þótt hann sé hættu- legur skipulagi hennar. Raunsæjum prestum finnst, að kirkj- an túlki skoðanir minnihlutans innan þjóðfélagsins í menningu, sem ekki sé lengur kristin, og að hlutverk kirkjunn- ar sé að tengjast öðrum öflum innan þjóðfélagsins, til að halda á loft mann- legri reisn. I San Francisco er t. d. söfnuður i,nn- an mótmælendakirkjunnar, sem starfar 6 nóttunni. Prestar ganga um götumar lí Tenderloin á nóttunni og tala við tbarþjóna, götudrósir og hórmangara og Ihefur þeim stundum tekizt að koma í' Veg fyrir sjálfsmorð. Á síðastliðnu ári Istörfuðu prestar meðal verktfallsmann- ianna á vínekrum Kaliforníuríkis. En slæst Jesús í förina með mönn- unum í viðleitni þeirra til að gera ikirkjuna veraldlegri? Og hvernig er hægt að greina milli veraldarhyggju og auglýsingaskrums? Þeir sem halda isér að hinni gömlu trúarhefð líta á trú- arstarfsemi föður Boyds sem auglýs- lingaskrum til að upphefja sjálfan sig lá kostnað kirkjunnar. En verjendur hans sjá ekki mikinn mismun á við- Qeitni hans og hinna þrælskipulögðu og hádramatísku krossferða Billy Grahams, len hann er viðurkenndur af mestu and- stæðingum Malcolms Boyds. Faðir Boyd heldur því fram, að fólk ihlusti á sig, sem annars aldrei ljái trú- larlegu eflni eyra. Hann er ekki á þeirri Iskoðun, að prestar eigi yfirleitt að færa Isöfnuði sína út i næturklúbbana, en1 Ihann ætlar að hafa tvær til þrjár um- ææðusan.komur árlega og vonar með því að geta gefið þeim prestum gott tfordæmi, sem enn hafa ekki náð tökum lá fólkinu eins og faðir Boyd sjálfur. „Kirkjain verður að leggja allt 6 söl- iurnar“, segir faðir Boyd. „Ég álít ekki, að ég sé mótsagnakenndur, en ég held lað guðspjöllin séu það“. 21. maí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.