Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 7
40 ÁR FRÁ FL.UGI UNDBERQHS VFIR ATLAIMTSHAFID ]VÍ aídagarnir tveir árið 1927, sá tuttagasti og tuttugasti og fyrsti, voru Imerkisdagar í sögu flugsins, þegar Charles Lindibergh, tuttugu og fimm ára igamall póstflugmaður, smeygði sér inn í þröngan flugklefa. veikbyggðrar eins- tmannsvélar og fiau'g henni einsamall yfir Norður-Atlanzhaf frá New York 'til Parisar viðstöðulaust. Þetta braut- ryðjaindaafrek vakti óhemju fögnuð hjá almenningi í Bandaríkjunum og i®kor- aða hrifningu hvarvetna þar sem fréttist af för hans. Flug Lindberghs olli stökkbreytingu í þróun flugtækninnar, sem tók ótrúleg- um framförum næstu fjóra áratugi jafnt lí almennu flugi sem hennaðarlegu. Það var sannfæring Lindberghs árið 1927, að flugið „ætti ótakmarkaða framtíð fyrir sér“. Hann spáði því að „flugið inyndi olnboga sig upp frá tilrauna- stiginu og öðlast nytsamlegt gildi“. ÍÞetta „nytsamlega gildi“ er í dag með jþvílíkum vöxtum, að þrýstiloftsknúnar {farþega- og flutningavélar hafa m-eð sí- ifelldri samþjöppun á tíma og vega- áengdum fært áður afs'ke-kktar og ein- Ængraðar þjóðir í allt að því alfaraleið. S ögu „Arnarins" og flugvélar hans ú,,Spirit of St. Louis“ ásamt með þróu-n fbandarískra flug- og geimferðavísinda, mun verða lýst í máli og myndum fyrir þeim þrem millj. gesta sem búist er við Já -alþjóðlegu flugsýninguna á Le Bourg- et-flugvellinum í París, dagana 27. maí Itil 4. júní í ár. Þar verður til sýnis leftirlíking af skrúfuvél Lindberghs, B,Spirit of St. Loui-s“, ®em hann flaug |5800 kílómetr-a frá New York til París- er á 33 klukkUstundum 29 minútum og (30 sekúndum. Hin upphaflega „Spirit of St. Louis“ er geymd í Smithsonian-stofn- tuninni í Washington. Eftirlíkinguna af einshreyfilsvél Lin-d- berghs hefur Frank Tallman gert, en !h.ann er þ-ekktur li-stflugm-aður og eig- andi stærsta einkaflugvélasafns í heim- -inum. Flugvélin verður flutt til Parísar Imeð flutningavél. Þann 21. maí, en þá ;eru fjörutíu ár liðin frá lendingu Lind- berghs á Le Bourget-flugvelli, mun JHallman fljúga eftirlíkingu sinni niður leftir Signu, hringsóla um Eiffel-turninn og lenda siðan á sama blettinum og „Spirit of St. Louis“ gerði fyrir fjórum áratugum. Eftirlíkingin verður síðan ihengd upp í hin risavöxnu bogagöng í isýningarskála Bandarikjanna, sem út- Ibúinn er „í anda Lindiberghs11. Á sýn- ingunni verður leitazt við að gefa sem gleggst yfirlit yfir gervallan flugvéla- iðnað Bandaríkjanna, með samanburði á flugi Lindberghs og samtímaflugtækni )í Ameríku, auk þess sem sýningargiestir tfá að gægjast ofurlítið inn í framtíðina. Fyrir Lind-bergh sjálfan mun afmælið fremur hafa í för m-eð sér up-prifjanir á endurminningum en auknar vegtyllur í veizlufagnaði. H)ann hefur hafnað öll- u.m boðum um þátttöku í flugsýningunni í París og heldur áfram löngu upp- Jtieknum hætti, að forðast opinber af- skipti og opinberar yfirlýsingar. essa fjóra áratugi hefur Lind- íbergh hvergi borið við að koma fram lo-pinberlega en g-etið sér mikinn orðstír í sambandi við þróun flugmála, einkum íá sviði áætlunarflugs. Síðastliðin 38 ár hefur hann starfað sem tæknilegur ráðunautur hjá stærsta flugfélaginu, Pan Amerioan World Airways, og setið S stjórn þess félags frá því í maiz 1965. f Lindbergh átti þátt í undirbúningi margra fynstu póstf-erða Pan American félagsins, skipulagði hringflugleiðina til Austu-rlanda, og hafði umsjón meði Atlanzhafsflugleiðunum, sem Pan Am- erican hóf flug á árið 1939. Hann að- stoðaði við byg-gingu Clipper-vélanna sem Pan American notaði á Atlanz- hafs- og Kyrrahafsleiðunum í byrjun, log sömuleiðiis Douglas og Lockheed tflutningavélunum, s-em Pan American byrjaði að nota í hnattferðir árið 1947. A síðari árum hefur Lindbergh baft hönd í bagga miað smiði hljóðhverfu tflutningaþotunnar (SST). Árið 1927 naut Lindbergh -ekki þeirra tframfara sem orðið hafa í loftsigli-ngum. á síðari árum. Sem leiðarvísa varð hann 'í einu og öllu að reiða sig á klukkuna, áttavitann og fáein sjókor-t. Litla Ryan- iflugvélin hafði ekkert loftskeytasam- Iband né n-eitt af þeim fullkomnu rafeindahjálpartækjum sem tíðkast í )dag. Þegar hann flaug yfir Atlanzha'fið ifyrir fjörutíu árum, hafði hann allan jhimininn út af fyrir sig, en nú er stöð- ug umferð nærri 200 flugtækja' yfir Norður-Atlanz-hafi. Þessi mynd var tekin af Lindbergh rétt áður en hann lagði af stað frá San Diego til St. Louis. Uppi á flugvélinni er H. J. van der Linde, síðar verksmiðju- stjóri Ryan Aeronautical Company, að helia bensíni á geymana gegnum trekt. Lindbergh er þriðji frá hægri. 21. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.