Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 15
mÓLMURINNI Framhald af bls. 9 1928 var ekið mold úr Kristskirkjugarði til þess að gera blómabeð á sýningarsvæðinu. 1 þeirri mold mátti sjá mannabein. M ann hryllir við, þegar hugsað er út í þau hervirki, sem Danir unnu í Noregi í meira en 400 ar. Skemmdarverk þeirra í Hólminum eru dæmi um framferði þeirra í Noregi yfirleitt. Sárt er til þess að vita, að Norðmenn sjálfir hafa ekki haft skilning á að virða þennan vígða stað meir en orðið er síðan vér fengum sjálfstæði aftur. Svo alger var eyðilegging Dana, að Norðmenn gleymdu, að hér stóðu konungar vorir og höfðingjar á þingi, réðu landráðum og unnu að þjóðarheill, að hér safn- aðist fólkið saman til bænar og lofgjörðar og lét helg- ast af orði Guðs og sakramentum, að hér voru kon- ungar krýndir, biskupar og prestar vígðir til heilags starfs, að hér hlutu norskir merkismenn hinztu hvílu í friðhelgum moldum. Hvernig gátu Norðmenn byggt svínahús og kúafjós á gröfum konunga og biskupa? (Hvernig gátu þeir sett mykjuhaug þar, sem heilagt altari Drottins hafði staðdð? V- T ítandi og viljandi vanhelga Norðmenn ekki heilaga jörð, helgidóma og friðlýsta legstaði. Orsökin var atferli Dana: Þeir brutu niður helgidómana og spilltu þeim til þesis að Norðmenn skyldu gleyma og verða afhuga verkum og dáðum feðra sinna, Norzkur andi skyldi sýktur svo, að menn yndu dönskum yfirráðum og vanvirtu sitt eigið. Altarið í Krists- kirkju skyldi hulið undir mykjuhaugi. Björgvin skyldi hverfa bak við Bergen. Norðmenn sættu sig við örlög si'n. Norðmenn gleymdu. Það skilur eftir ummerki að vera í ánauð í 400 ár. Bráðum rennur upp níu alda afmæli Björgvinjar. Hvernig verður umhorfs þá á Hólminum, minn- ingaríkasta staðnum í gömlu Björgvin? Nú er það vort að svara því. Svarið hlýtur áð vera: að verður að hreinsa þaðan alla vanvirðu svo sem fallbyssuvirkið í Kristskirkjugarði, sem ber nafn danska herforingjans Ahlefeldts, og þýzkt mann- virki ljótt frá styrjaldarárunum síðustu, sem enn stendur þar í garðinum, grátt og þyngslalegt eins og hitlerisminn sjálfur. Önnur hús frá síðari tímum ber að fjarlægja og turn Magnúsar lagabætis á aftur að fá hans nafn. Þá ber að merkja Kristskirkjugarð og Sunnefu- kirkjugarð og alla þá staði, þar sem hinar fornfrægu byggingar voru. Setja ber upp minningartöflur yfir þá konunga og merkismenn, sem hér voru greftraðir Aðrar þjóðir virða legstaði konunga sinna. Það hafa Danir gert í Hróarskeldudómkirkju. Noregur heiur ekki einn ráð né rétt á því að lítilsvirða sögu sína. Og loks: Vel sæmir það, að stofnandi Björgvinjar sé heiðraður með þvi, að reist verði ný Kristskirkja á þeim grunni, þar sem hann reisti hina fyrstu. H æfilegra minnismerki getur kirkjugjörðar- maðurinn Ólafur kyrri ekki fengið. Það væri fagurt verkefni fyrir Björgvinjar-bi-skups- dæmi að endurreisa Kristskirkju. Ekki sízt væri það fagurt hlutverk fyrir æskulýðinn, Sú kirkja ætti að verða sérstakur samfundastaður fyrir æskuna í öllu biskupsdæminu. Endurreisn Kristskirkju er norskt, þjóðlegt metn- aðarmál. Vér getum ekki daufheyrzt við þeirri köll- un, höfum ekki efni á því. Vér getum ekki látið kumbaldann, sem fjandmenn reistu á Kristskirkju- garði, standa en látið Kristskirkju, sem konungar vor- ir reistu, vera útmáða um aldur og ævi. Víst hefur Ivar Ásen meðfram haft örlög Hólmsina í huga, þegar hann kvað: Lidne ero lange, láke tider. Haraldsætti öyddest, og ilt var skiftet. Maktlaus, modlaus, minnelaus vart lyden, hædt og herja var Haralds rike. E n höfum vér komizt úr hinni andlegu kreppu og hugleysi? Erum vér fúsir að taka á og bæta brot- in? Viljum vér rétta við og reisa úr rústum? iHætt er við, að orð skáldsins eigi enn við marga: Den verste skrymsle ein nordmann kan möta, det er sine eigne brest S böta. Sú þjóð, sem svo er háttað, á sér ekki lífs von. Minningin um konunga vora, sem lyftu ættjörðinni upp og fram, „leitar um landið, leitar að dáð“. Hvað finnur hún? Það er vort að svara. Vort er að bæta gömul brot, með bótum, sem duga. Virðum legstaði konunga vorra. Rcisum Kristskirkju aftur. Sýnum með því, að vér heiðrum minninguna og virðum arfinn, sem Ólafur kyrri lét eftir sig: Að lyfta Noregi á helgan grunn. Hér er vissulega heilagan arf að virða. Skammt er þess að bíða, að vér minnumst níu alda afmælis Björgvinjar. Nú ber að láta fortíð og nútíð mætast og bæta gamalt tjón. Þetta má gera með því, að varnarmálaráðuneytið gefi kirkjunni aftur þann helming Hólmsins, sem hún þáði af konungum Noregs en missti undir útlenda herra. Þá verður Kristskirkja endurreist, og helzt biskupsgarður, á Hólminum eins og áður var. 21. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.