Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 3
mwffl’fnnBiffwiinii—iiin mammarMmmm Forseti Brasilíu gegnir mikil- vægu hlutverki í stjórnmálum og efnahagsframvindu Suður-Ameríku. P.yrir skömmu var haldin ráðstefna í Punta del Este, þar sem Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, átti við- ræður við valdhafa ríkjanna í Suð- ur- Ameríku um framtíðarvandamál þeirra. Að ráðstefnunni lokinni var sagt, að Suður-Ameríkuríkin myndu snúa sér til Bandaríkjaforseta þegar uin það væri að ræða að biðja um aðatoð við uppbyggingu og nýskipan mála heima fyrir, en þegar að þvi kæmi að reyna að knýja fram raun- verulegan árangur, myndu þau snúa sér til nýkjörins forseta Brasilíu, sem er Arthur da Costa e Silva. Það mun að verulegu leyti vera undir BrasiMu komið hvernig til tekst með að skapa einhverskonar efnahagslega samein- ingu Suður-Ameríkuríkjanna. Áhrif Brasilíu og völd ráða þar algerum úrslitum. Kemur þar til greina, að geysimikil landflæmi Brasilíu fela í sér djúpstæðustu vandamál og glsesilegustu framtáðarmöguleika, er suðurhelmingur jarðarinnar hefur að bjóða. Brasilíá er þriðja stærsta land jarðarinnar og áttunda í röðinni að fólksfjölda. Landið nær yfir helming af Öllu landsvæði Suður-Ameríku, það á helming allra auðæfa þessa heimshluta og þar býr helmingur Suður-Ameríkumánna. Ræktanlegt land er meira en í allri Evrópu, enda er Brasilia með mestu kaffifram- leiðslu heims og þriðja landið með framleiðslu sykurs, hveitis, kókós og tóbaks. Fljótin, sem falla úr víðáttu- miklum fjallgörðunum og liðast um frumskóga, fela í sér meiri virkjun- armöguleika en nokkurs staðar ann- ars staðar eru til. í Brasilíu er sjö- undi hluti af öllum járnnámum jarð- arinnar og 16% af timburforðanum. Þá eru í Brasilíu mikil auðæfi í gulli, í'ilfri, demöntum og öðrum góð- i lálmum, sem hvergi nærri eru full- könnuð eða nýtt. ,uS.- æfi hafa lagzt á eitt um að skapa hjá Brasilíumönnum dularblandna ör- lagahneigð, samfara þeirri tilfinn- ingu, að Brasilía hljóti að vera stór- veldi. Getúlio Vargas, sem var ein- valdur í Brasilíu 1930 til 1945 og for- seti 1951 til 1954, hrópaði: „Við göng- um mót nýrri framtíð, sem er frá- brugðin öllu, sem við þekkjum“. Og Juscelino Kubitschek, sem var for- sét'i 1956 til 1961, sagði: „Við erum dæmdir til að vera stórveldi". Janio Quadros, sem var forseti í sjö mán- uði árið 1961, sagði: „Þetta er Kana- ansland, víðáttumikið og frjósamt". Og hann bætti við: „Innan fimm ára mun Brasilía hafa komizt til mikilla valda“. E n þrátt fyrir þessar framtíðar- vonir, verður Brasilíumaðurinn að horfast í augu við ástand, sem er engu betra en í öðrum ríkjum Suður- Ameríku. Barnadauði er meira að segja hærri í Brasilíu en í nokkru öðru landi í Suður-Ameríku, um helmingur þjóðarinnar er ólæs og óskrifandi. Þá eru almennar tekjur í Brasilíu mjög lágar og eru ekki nema tvö ríki, sem eru neðar í meðal- tekjum á mann. Um það bil 1% af landeigendum í Brasilíu eiga allt að 47% af ræktuðu landi. Auðugir land- eigendur og örsnauðir umkomuleys- ingjar búa því hlið við hlið, hungurs Silva fagnar Johnson á Punta del Este-ráðstefnunni. gætir víða og sjúkdómar herja landið. Raunhæf vandamál sem þessi krefj- ast raunhæfra aðgerða, og sagt er, að nýi forsetinn, Arthur da Costa e Silva, hafi gert sér ljóst, er hann tók við völdum fyrir u. þ. b. tveimur mánuðum, að hógvær orð og raun- hæfar aðgerðir væri það sem ibúum Brasilíu riði mest á. Costa hefur ver- ið hermaður alla ævi og er sagður líta málin mjög raunsæjum augum, en vera langt frá þeim framtíðar- V -aumaheimi, sem fyrirrennarar hans skyggndust til. Á ráðuneytisfundi, sem Costa hélt daginn eftir að hann tók við forsetaembætti, komst hann þannig að orði: „Þjóðfélag Brasilíu er alvarlega klofið. Þessi klofningur eykst og magnast svo mikið, að við verðum allir að leggjast á eitt til að brúa þetta bil. Mér finnst eins og við lifum ekki öll á sama tímaskeiði þjóðfélagslega enda þótt við tilheyr- um öll sömu þjóð. Fátækt hrjáir stóran hluta brasilísku þjóðarinnar. Ef það er rétt, sem heilagur Frans af Assisi sagði, að dyggðir geti ekki þroskazt við eymdarkjör, er einnig rétt að spyrja, hvort lýðræði geti blómstrað í fátækt“. Það er víst of mikið að segja að lýðræðið blómstri í Brasilíu, en sagt er, að landsbúar megi hrósa happi yfir að það skuli þó vera enn við lýði. Fulltrúar Brasilíuhers halda því fram, að þeir hafi bjargað lýðræðinu á síðustu stundu árið 1964, er þeir steyptu vinstrisinnaða forsetanum, Joao Goulart, sem virtist á góðri leið með að stofna kommúnískt ein- veldi, en gerðu hershöfðingjann Hum- berto Castello Branco að forseta í hans stað. Costa e Silva var síðan kjörinn eftirmaður Castellos Brancos. Þjóð- þingið í Brasilíu kaus hann forseta, en það var undir áhrifavaldi hersins og stjórnarflokksins, Arena-flokksins. Costa e Silva hefur lofazt til að lægja þá byltingu sem brauzt fram undir óþýðri og harðýðgislegri stjórn fyrir- rennara hans og hann hefur einnig lofazt til að fylgja fram til fullnaðar- afgreiðslu mörgum grundvallarbreyt- ingum á stjórn landsins, sem fyrir- rennari hans hófst handa um. Costa e Silva var svo snortinn af þeim verkefnum, sem biðu hans, að á fyrsta ráðuneytisfundinum klökknaði hann og sagði: „Ég bið til guðs, að mér takist að standa í stöðu minni, svo að ég valdi ekki landi mínu og þjóð vonbrigðum“. S agt er, að Costa e Silva til- heyri frjálslyndari og umbótasinn- aðri armi hersins, en hann hefur átt þátt í mörgum byltingum um dagana. Hann var einn af níu börnum kaup- manns í Taquari í Rio Grande do Sul State. Barn að aldri fór hann í her- skóla og frá fyrstu tíð var hann efst- ur í sínum bekk. Þegar Costa var á liðsforingjaskólanum var næsti yfir- maður hans nágranni hans úr norð- austurhéruðunum, þrekvaxinn og svipdökkur mað"” =em hét Hum- Framhald á bls. 13 Arthur de Costa e Silva .... .... ásamt Castello Branco. 21. maí 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.