Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 13
Verzlunarhúsin að Básendum stóðu á klettarima niðri við sjóinn, fyrir ofan og sunnan höfnina. Eitthvert graslendi mun hafa verið þar í kring, þó nú sjái þess lítinn stað. Allt landið fremur lágt og átti í vök að verjast á stórstraumsflóðum, þó ekki kæmi að skaða fyrr en hina örlagaríku nótt er flóðið mikla kom. Kaupsvið Básenda náði yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes, en um þrjá yztu bæina á Miðnesi, þá Kolbeinisstaði, Haf- urbjarnarstaði og Kirkjuból, var um skeið talsverður ágreiningur milli Bás- endakaupmanna og Keflavíkurkaup- manna, því bæir þessir voru í Útskála- sókn, en höfðu lengi rekið verzlun sitt á hvað, til Básenda eða Keflavíkur. Risu ærin málaferli út af þessu og lyktaði þeim með Hæstaréttardómi 1698, en kaupmenn voru litlu nær, því svo féll úrskurðurinn að eins skyldi standa og verið hefði að undanförnu. Kaupsvið Básenda var ekki fjöl- mennt. Árið 1703 voru þar ekki nema hátt á 4. hundrað manns. Útræði var jafnan mikið í Höfnum og á Miðnes- inu. Á Stafnesi hafði konungsútgerðin aðalbækistöð sína, enda var þar talin bezta verstöð á öllu landinu. Þegar kon- ungsbátarnir hættu 1769, hnignaði mjög útgerð frá Stafnesi og þar af leiðandi verzlun að Básendum. Árið 1684 leigði Tomas Jensen Bobbelsteen Grindavíkur- og Básenda- verzlanir fyrir 740 ríkisdali. Hann var stöðugt að berja sér yfir tapinu á verzl- uninni, en hækkaði þó leigutilboð sitt árið 1689 í 1150 ríkisdali og hélt þeirri leigu til 1694, en þá bað hann um eftir- gjöf því hann hefði tapað 10 þúsund dölum á báðum verzlunarstöðunum, en þeirri beiðni var hafnað. Það ár er farið að draga mjög úr verzluninni, því þá eru flutt út frá Básendum aðeins 128 skippund af hörðum og söltuðum fiski, nokkrar tunnur af bútungi og saltaðri lúðu, 1 tunna af nautakjöti og 18 tunn- ur af lýsL Básendar eyddust í miklu sjávarflóði 9. janúar 1799, í stórviðri, sem yfir gekk af suð-vestrL í það sama sinni urðu mi'klar og margvíslegar skemmdir á öllu suðvesturlandi, braut bæði hús og báta og drap búfé. Talið er að 187 bátar hafi eyðilagzt. Verst urðu þó Básendar útL því flóð þetta lagði staðinn niður sem verzlunarstað og búsetu. Rétt eftir aldamótin síðustu fundust ör- uggar og ágætar heimildir um atburð þennan í Þjóðskjalasafninu, sem er skýrsla síðasta kaupmannsins að Bás- endutn, herra Hinriks Hansens. Skýrsl- an er til Sigurðar sýslumanns Péturs- sonar, svo og matsgjörð á eignum verzl- unarinnar, eftir Jón Björnsson, síðasta bóndann í Loddu, og Hákon Vilhjálms- son, langafa Vilhjálms Hákonarsonar að Stainesi. Hákon sá bjó að Kirkju- vogi í Höfnum og var hafnsögumaður að Básendum — hann átti tvær konur, með konunglegu leyfi Jörundar hunda- dagakonungs. í skýrslu Hansens er ýtarlega lýst aðförum sjávar og storms og hvernig hann og fjölskylda hans björguðust nauðulega úr flóðinu og komust við illan leik að Loddu og dvöldu þar i tvær vikur. Þá voru í Loddu alls 9 full- orðnir og 10 börn, í koti sem var 6 álna langt, 3Vi alin á breidd og 3ja áina hátt. í skýrslu Hansens, sem er alllöng — 17 fólíósíður — er allnákvæm lýsing á flóðinu og eftirköstum þess. Þar er talið að ein öldruð kona haii farizt, sem var ein a£ heimilisfólki Hansens. f matsgjörðinni er lýst ástandi 12 húsa og bygginga, svo og 7 báta, en þar ræðir aðeins um eignir verzlunarinn- ar, þvi kóngurinn var veðhafi í öllu saman. L ýsingarnar eru hver annarri lík- ar og læt ég því nægja að tilfæra hér tvær þeirra til glöggvunar: „íbúðarhúsið — þar hefur farið eins (áður búið að lýsa verzlunarhúsir.j): Suðurhliðin burtu, sú sem að sjónum snéri, sömuleiðis hálf norðurhliðin, gluggar allir brotnir og burtu. Her- bergi öll hlaðin sandi, 1 til 2 álnir á dýpt. Undirviðir og eitt stafgólf í vest- urenda hafa bjargað því frá gjöreyð- ingu. Lýsisbúðin er algjörlega farin, svo ekki er þar eftir ein spýta, meira að segja hússtæðið rótað burt og í staðinn komið möl og sjávargrjót. — Hús þetta byggði kaupmaður í fyrra. Önnur hús sem sópuðust alveg í burtu voru ís- lenzki bærinn, lítið vörugeymsluhús, skemman og hlaðan. — Þau hús sem eitthvað hékk uppi af voru Sölúbúðin, Bræðsluhúsið, Vöruhúsið mikla og fjósið. Garðurinn umhverfis var einnig gjörfallinn, þó hlaðinn væri úr stórgrýtL Sjö bátar af ýmsum stærðum voru gjörónýtir, svo vart sá nema kjöltré eftir — einnig hurfu allar vörur verzl- unarinnar og aðrar eignix bæði úti og inni“. Vorið eftir og árið 1800 dvaldi Hansen á Stafnesi og vann að því að flytja til Keflavíkur nothæft timbur og reisti af þvi hús, sem alla jafna var kallað „Svarta pakkhús“ og varð nú fyrir skömmu að víkja vegna skipu- lags Keflavikurbæjar og var því flutt á annan stað, en hrundi þar í stormL svo sem vera bar, og var síðan notað til álfabrennu. — Sic transit gloria mundL — Hansen lézt £ Keflavík — af tærandi sjúkdómi — 11. október 1802, 53 ára, þá fátækur og farinn að heilsu, vegna flóð- anna miklu og drottinvalds kóngsins I Danmörku. Hansen kaupmaður var giftur Is- lenzkri konu, Sigríði Erlendsdóttur, og áttu þau 9 börn, en aðeins 3 synir kom- ust til ára; hétu þeir Hans, Símon og Pétur. Þeir giftust allir íslenzkum kon- um og er margt af mætu fólki frá þeim komið. Hans tók við skuldaskilum eftir föður sinn, Símon var verzlunar- stjóri hjá Bjarna riddara Sívertsen og byggði litla húsið, sem stóð austan und- ir kórgafli dómkirkjunnar í Reykja- vík. Pétur var beykir og vann starf sitt trúlega. Árið 1919 sjást talsverðar leifar mannvirkja að Básendum, en þá skoð- aði Vigfús Guðmundsson fræðimaður staðinn og fara hér eftir nokkur brot úr lýsingu hans. „ K otbær hefur staðið vestanvert á rimanum. Má greina þar fimm sam- byggðar kofatættur, þó að nokkuð sé gróið yfir þær. Aust-suð-austur af bæn- um, um 28 metra, hefur staðið Vöru- húsið mikla, sér þar fyrir grunm, 20 metrar frá suðri til norðurs, 12 til 15 metrar á hreidd, máske með gangstétt, annar húsgrunnur, 10 metrar í austur, 6x9 metrar er þar og mun það hafa verið Sölubúðin, en húsnæðis kaup- mannsins þætti mér líklegra að leita enn austar í sömu röð. Þar er nú gras- torfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagsbrot með kofatóftum við norð- urhlið — og enn, norð-austur er kál- garður eða rétt, 180 fermetrar með tóft- um af hesthúsi, geymslu eða fjósi að bakL en hlöðuveggir tveir eru þar bak- við, laust norðuraf. Hús þessi hafa staðið hæst norð- austur á rimanum og stendur enn meira og minna af grjótveggjum eftir 120 ár. í lægðinni 100 roetrum austar er vel upphlaðinn brunnur, íuIIut af sandi, og enn 20 metrum austar er vel upphlað- inn kálgarður í ágætu skjólL Grastorf- an er nú yfir mestum hluta hans, en þó sér fyrir tvíhlöðnum garði úr úrvals grjóti og mjótt hlið við norð-vestur hornið. Efsta flóðfarið er neðan við garð þennan, en nær þó uppað öðrum stærri — þar norð-vestur af. Má sjá að kaupstaðurinn hefur verið alveg af- girtur bæði að austan og vestan. Fiskbyrgi lítil, kringlótt eða sporlaga, hafa verið þar víða á hólum og hæð- um að ofanverðu, þar sem fiskur var hengdur á rá og hertur. Garðlagabrot sjást þar líka á ýmsum stöðum — eins og um öll Suðurnes — tvö til þrjú grjót- lög til að þurrka á fiskmeti og þara í eldinn“. f þangi vaxinni klöpp niður frá suð- vesturhorni húsgrunnsins mikla er járnkarl vel gildur, með hring í gati, greyptur með tinsteypu í klöppina. — Þetta var hestasteinninn á hlaðinu — fyrir stjórnborðsbeizli sjóhestanna. Ann- ar slíkur var dálítið utar, niður und- an kotinu, og tveir eða fleiri festar- hringir hinumegin við suðurhlið skipa- legunnar. Þannig voru skipin svínbund- in í lítinn bás. Einhverntíma kann leið okkar að liggja um þennan dapurlega en þekkta sögustað — og ef við finnum rústirnar, þá veit ég að þær anda hollum svala í brjóst okkar og segja okkur þarfa sögu um harða baráttu, sem var liður í þeirri þróun, sem hefur fært okkur stöðugt vaxandi gæði. Það eru einkennileg hug- hrif, sem fylgja því að standa sjálfur á stórum sögustað — en stórir sögu- staðir geta líka verið smáir í sniðum. — hsj — FRAMÚRSTEFNA Framhald af bls. 2. hlaut nítjándu aldar menntun úti í Kaupmannahöfn og hejrrir ekki til nú- tíðinni enda þótt sumar byggingar hans væru athyglisverðar og listrænar á sín- um tíma. að er naumast hægt að tala um framúrstefnu í byggingarlist sem einn ákveðinn stíL Til þess eru hinar marg- víslegu tilraunir og hugmyndir of sund- urleitar. Raunar er erfitt að skipa nú- tíma arkitektúr í stíltegundir og ógjarn- an gert. Síðasti ákveðni stíllmn í húsa- gerðarlist er Bauhaus-stíll Gropiusar. Út frá þeim stíl hefur nútíma arkitektúr vaxið í ýmsar áttir, en útlitið hefur ævinlega mótazt af því að véltæknin ræður ferðinni. — G. SVIPMYND Framhald af bls. 3. berto Castello Branco. Þennan mann hafði Costa á næsta leiti allan sinn skólatíma. Þegar Costa var um það bil að ljúka námi, bar það við eitt sinn, að hann sá litla telpu, sem hét Iolanda. Hann gat þess við félaga sinn, „ að þessari stúlku ætlaði hann að giftast". „En hún er að- eins tíu ára gömul", sagði félagi hans. „Hún vex upp“, svaraði Costa. Á meðan Costa beið eftir því að Iolanda yrði full- orðin kom það fyrir að herdeild hans lenti i útistöðum við landeigendur, sem þá fóru með stjórn landsins, og var Costa varpað í fangelsi ásamt fleirum. Úr fangelsinu kom harrn boðum til föð- ur Iolanda og bað um hönd dóttur hans. Og svo fór að lokum, að faðirinn sam- þykkti ráðahaginn. C osta slapp úr fangelsinu eftir-sex mánuði og gekk að eiga Iolanda, sem nú var gjafvaxta. Um svipað leyti var stjóm landeigendanna steypt af stóli og Vargas myndaði hálffasistíska einræðis- stjórn árið 1930. Varð Costa aðstoðar- maður eins af ráðherrunum. Vann hann sig upp, en varð á árunum eftir stríðið fyrir áhrifum af lýðræðishreyfingum, sem bárust til Suður-Ameríku, og £ framhaldi af því stóð hann að því ásamt öðrum hershöfðingjum að sparka Varg- as frá völdum árið 1945. örlög Brasilíu eru nú í höndum Costa og um þessar mundir stendur landið á viðkvæmum tímamótum. Það getur þurft að hörfa til baka til þess sem vaí og þar með orðið áhrifalaust á alþjóð- legum vettvangi. En ef Costa tekst að hrinda í framkvæmd því sem hann berst nú fyrir, getur að þvi komið, að Brasilía taki sér stöðu sem valdamikið ríki á vettvangi Suður-Ameríku. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 6. portúgalskir nýlendubúar, án þess að skipta um gervi. Leikritið er að mestu leyti byggt & víxlframsetningu sjónarmiða hinna hvítu kúgara, frá því þeir uppgötvuðu Angóla fyrir um það bil 500 árum og fram til okkar daga, og hinna kúguðu svertingja, sem þrá frelsið. Mikill hluti textans er sunginn við tónlist, sem er meira og minna ósamhljóma. Hún er samin af Bengt Arne Wallin, þekktum sænskum jassleikara. í hinum ýmsu leikatriðum ber mikið á framsetningu ákveðinna sjónarmiða eða fullyrðinga. En þessi fullyrðinga- aðferð dregur mjög úr áhrifamætti þeirra illvirkja, sem Weiss vill beina athygli okkar að. Áhrifaríkust eru stutt atriði eða myndir, sem brugðið er upp af einstaklingum, eins og t.d. Önnu vinnukonu (hún er leikin af Lenu Brundin, sem orkaði e.t.v. sterkast á áhorfenduT með leik sínum), sem er komin sex mánuði á leið og segir við húsbónda sinn eftir tólf stunda vinnu- dag, að sig langi til þess að fá að fara heim til barnsins síns, sem er veikt. Hún er fengin lögreglunni í hendur, henni misþyrmt með barsmíð, svo að hún missir fóstrið, og síðan er henni varpað í fangelsL E inn af gagnrýnendunum í Stokk- hólmi sagði réttilega um söngleikinn, að hann bæri meiri svip af fréttamennsku en leiklist. Þetta er pólitískt leikrit, hug- sjónir þess varða frarotíð Afríku, þegar íbúar hennar munu öðlast fullkomið frelsi og hvíti kapítalisminn líður end- anlega undir lok. Weiss kallar söngleik sinn annál, þar sem hann hefur viðað að sér efni í hann úr blaðagreinum, frá flokkum uppreisnarmanna í Angola, frá Angolabúum í Evrópu, úr opin • berum portúgölskum skýrslum og úr ræðum Antonios de Olivera Salazars. Þrátt fyrir þennan sannsögulega efni- við í leiknum er bágt að verjast þeirri hugsun, að leikurinn nái ekki til áhorf- enda. Við finnum til samúðar og skiln- ings, þegar um er að ræða harmleik og örðugleika í lífi einstaklinga, en varla þegar settar eru fram ópersónulegar niðurstöður. Við höfum alizt upp við það að fá næstum stöðugar upplýsingar um mannlega grimmd; okkur er kunn- ugt um, hvað fram fer í Angola á óhlut- stæðan hátt. Leikrit Peters Weiss er óhlutstætt í þessum skilningi. Við höf- um það á tilfinningunnL þegar vft höldum heim úr leikhúsinu, að Anf *la sé mjög langt í burtu. Lokrekkjurnar á Bessastöðum Lokrekkjurnar höfðu ýmis nöfn, ein lokrekkjan hét „Viti“, þar þótti illt að vera, því ofan í hana lak í austanátt. Ein hét Foss, ein Dynjandi, ein Sand- felL því að reykháfurinn var fyrir fótagafli og hrundi niður í rúmið kalk og sandur, ef ógætilega var farið. Eitt rúmið hét Glæsivellir, og var þannig til orðið: Eitt kvöld var Hjörleifur Gutt- ormsson lasinn og háttaði í rúmi sínu. Nokkrni síðar komu tveir piltar upp þangað sem Hjörleifur var. Fötin höfðu snarast af honum. Hann svaf og sneri sér upp til veggjar. Tunglið var fullt og skein inn um gluggann á bert bakið og endann á Hjörleifi og Ijómaði um allt herbergið. Þá var rúmið skirt Glæsi- veHir. (Páll Melsteð) 21. maí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.