Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 4
H ulda vann í ritfangaverzlun. Hún var yndisleg stúlka. Hulda hafði alizt upp hjá öldruðum foreldrum sínum, sem bjuggu nú í snotru timburhúsi í Þing- holtunum. Þau voru að syngja sitt síðasta, gömlu hjónin, en lifðu í eindæma sátt við allt og alla og óaðskiljanleg voru þau og yrði áreiðanlega ekki langt á milli þeirra. Þau höfðu allt sem þau þörfnuðust, því að Hulda sá þeim fyrir öllu, auk þess sem þau höfðu bæði verið á ellistyrk um tuttugu ára skeið. Hulda var þeirra eina barn og hún bjó hjá þeim í húsinu. Gömlu hjónunum þótti aftaka vænt um Huldu og henni um þau. Hulda hafði dálitlar tekjur af vinnu sinni í ritfanga- verzluninni og þær nægðu henni og þeim, því ekki eyddi hún miklu, hún Hulda. Hulda var samt alltaf snyrtilega til fara, hafði góðan smekk á föt og andlits- farða notaði hún — í hófL H ulda var yndisleg stúlka. Hún var nú komin á þritugsaldur og hafði ekki haft mikil afskipti af karlmönnum. Hún var ekki sú tegund, að hún hlypi í fang- ið á hverjum, sem henni leizt á. Hún var hæglát en hafði kímnigáfu og ef einhver þægilegur spaugari rakst inn í ritfangaverzlunina, fékk hann oft að launum yndis- lega brosið hennar Huldu, svolítið hlédrægt með spékoppum, og kannski enn fall- egra þess vegna. Auðvitað höfðu ýmsir reynt til við Huldu! Ef það var einhver galgopi, smeygði hún sér hjá honum á sinn hlédræga og elskulega hátt. Hún neitaði fólki þannig, að það gat engan sært. Ef henni leizt maðurinn þægilegur og kurteis lét hún stundum til leiðast að fara út með honum, það var ekki oft og fór aldrei langt, hún var ekki sú tegund. Hulda var yndisleg stúlka. Yfirleitt var Hulda svo fullkomlega elskuleg, að lengra varð vart komizt. Hún hafði aðeins einn galla — það óx blóm í nefinu á henni. Það var nú ekki gott. Einhverju sinni hafði Hulda flett upp í bók, hvað þetta blóm héti. Þá sá hún, að það hét Barbatulus maximus. Hulda hafði aldrei verið nógu fjáð til að draumur hennar um menntabrautina gæti rætzt og hún kunni ekki latínu. Hún hélt þvi áfram að kalla það bara blómið. að var nokkru eftir fermingu Huldu, að hún vaknaði einn dag með ein- kennilega tilfinningu í nefinu. Það var ekki sárt og hún hugsaði svo ekkert um það fyrr en fám dögum síðar, er henni varð litið upp í nefið með vasaspegli og sá þá eitthvað, sem henni þótti líkjast blómi. Hún hló að þessari hugmynd sinni, þar til hún vaknaði upp einn morgun og sá, að það var blóm í nefinu á henni. Hulda varð undrandi og reyndi að fjarlægja blómið, en sá fljótt, að annað hvort yrði blómið kyrrt eða allt nefið færi líka. Hún reyndi að klippa það af, en það gekk ekki heldur. Hulda var jafnundrandi, og þar sem hún var að fara í vinnuna greip hún til þess bragðs að hylja niðurandlit sitt með slæðu. En ekki liðu nema nokkrir dagar, þar til kímnigáfa Huldu náði yfirhendinni og hún fór að mæta slæðulaus í vinnuna. En alltaf var hún jafnundrandi. Blómið var eins og hver annar túlípani, stórt og rautt, með grænum legg, og óx í sveig út úr vinstri nösinni. Það var nú þegar fullvaxið fyrir þremur árum og sýndi ekki á sér nein ellimörk. Þannig var það þegar Sigurður hitti hana. Sigurður var læknastúdent. Hann var á fjórða námsári, er hann hitti Huldu fyrst. Sigurður var ásjálegur og greindur maður, hæglátu- en gat verið hrókur alls fagnaðar. Hann stundaði allt nám af kostgæfni og hafði hóf á skemmtunum. Yfirleitt var Sigurður ákaflega vel liðinn af félögum sínum og í afhaldi hjá kennurum. S igurður rakst fyrst inn í ritfangaverzlunina um þær mundir, er blómið var fullsprottið. Hann hafði ætlað að fá sér penna eða eitthvað þessháttar. Hulda lenti í því að afgreiða Sigurð. Hann rankaði fyrst við sér heima í herberginu; hann hafði gleymt að kaupa pennann. Hann ætlaði fyrst að verða sér gramur, en skrýtna tilfinningin í brjóstinu á honum kæfði það allt og loks hló hann bara að gleymsk- unni í sér. Svipað var með Huldu. Þetta var hæglát ást, en hún óx dag frá degi usnz hún var orðin að hægum en óslökkvandi eldi. Sigurður fór að koma oftar í ritfangaverzlunina. Fyrst 1 stað gat hann notað barnalegustu afsakanir, eins og að hann hefði nú bara gleymt að kaupa hér pennann í gær, sem hann sagði hlæj- andi, og svo að koma dag eftir dag og kaupa eitt og eitt umslag. Loks var Sig- urður svo skemmtilega ruglaður orðinn af ást, að hann var fárinn að kaupa ólík- legustu hluti án þess að vita, og þegar hann kom heim úr ritfangaverzluninnl einn daginn með spónnýja rafreiknivél í hendinni og nótu með henni, var hon- um nóg boðið. Hann fór að tina til allt það mislita drasl, sem hann hafði keypt í þessu óráði, og þegar hann hafði litið á umslagabunkann, andvarpaði hann. En hann var kíminn og vel að sér í sögu og hló bara og sagði: „Nú hefði ég getað selt Roosevelt þetta undir svarbréf, því hann fékk vist 100.000 bréf á dag.“ Upp frá þessu tók SigurSur í taumana og fór að koma í verzlunina undir þvl einu yfirskini að hitta Huldu, og reyndi ekki framar að breiða yfir það með því að kaupa eitthvað bjánalegt. Svo liðu þrjú ár. Og nú var hann að koma heim. Hulda andvarpáði. Þrjú löng, löng ár voru liðin frá því Sigurður fór til Bandaríkjanna. Og nú var hann að koma. Hulda Iét hugann reika. Það liðu fram í hann Ijúfar minningar þriggja ára, þess tíma áður en Sigurður sigldi. Hvað þau höfðu verið feimm fyrst! Og hvað þau höfðu verið kjánaleg! Eða þegar hann kyssti hana fyrst yfir búðarborðið. Hún hafði ekki vitað sitt rjúkandi ráð og bara stamað eitthvað og hlaupið í að laga á sér hárið, og hann svo ruglaður líka, að hann hafði þotið út! Hvað þau höfðu verið miklir krakkar! Og Hulda brostL 0g loks kvöldið áður en hann sigldi. Síðasta kvöldið — já, og hún andvarp- aði. Þau höfðu borðað úti á dýrasta veitingastaðnum í allri borginni og hún hafði þótzt skamma hann fyrir að vera svona eyðslusamur, og þau höfðu fengið körfu- kjúkling og drukkið kampavín og áfram og hlegið eins og krakkar og horfzt agan af Huldu ráaagóáu og SígurAt stúdent Effir Ásgeir Ásgeirsson í augu yfir kertin. Svo höfðu þau farið heim til hennar og þau voru ein og þau höfðu setið lengi lengi og horft — horft — Svo kyssti hann hana. Fyrst blíðlega, tók um axlirnar hennar, færði hana að sér, horfði í augun og hvíslaði svo mörgu fallegu í litlu eyrun hennar — og svo kyssti hann hana. Fyrst blíðlega, svo ákafar, loks — Sigurður, þessi hæglætismaður, var frávita af ást. Það voru þau bæðL Þegar loks var komið fram á nótt og hann þurfti að fara, kom hann sér að því að spyrja. Hún mundi það allt ennþá. Hann hafði verið vandræðalegur eins og skólastrákur. Hún horfði á hann brosandi. Hann tók um höndina hennar. Loks ræskti hann sig: „Hulda .... ég..........mig langar að spyrja þig einnar spurningar.....Viltu .... viltu lofa að svara henni?“ Hann leit snöggt á hana og niður. „Auðvitað, ástin mín“, hvíslaði Hulda. „Hulda, ástin mín .... hjartað mitt .... Hulda .... ég elska þig ...Sigurður bar ótt á, þessi hæglætismaður, hann hafði ofsalegan hjartslátt, „Hulda, ég elska þig .. viltu .... viltu giftast mér ..???“ Varir Sigurðar titruðu og hann var lík- astur því, sem hann hefði sótthita. Slátturinn jókst .... hann hélt ætlaði að líða yfir sig. Það var graaafarþögn. Þá hvíslaði Hulda: „Jaá“. Það leið yfir Sigurð. Næsta dag var Sigurður í Bandaríkjunum. Sérfræðinámið tók hann þrjú löng ár og meðan beið Hulda. Hún skrifaði Sigurði reglulega tvisvar í viku og hann henni. Raunar hafði bréfum hans farið fækkandi síðasta árið, en Hulda hugsaði sem svo, að námið væri að drepa hann, og var klökk yfir Sigurði, að hann skyldi gefa sér tíma til að skrifa endrum og eins, þótt hann gæti sjálfsagt varla borðað eða sofið fyrir lestri. Og nú voru árin liðin og hann kæmi í dag. Hún var mætt á bryggju tveimur klúkkustundum fyrir komu skipsins. Þau höguðu sér eins og hverjir aðrir elskendur i bílnum á heimleiðinni. Þó var Sig- urður eitthvað óvenju fálátur, en það fékk ekkert á Huldu; hún yfirþyrmdi Sigurð með brjálæðislegu kossaflóði, þessi hægláta stúlka. Það var ekki fyrr en um kvöld- ið, þegar þau voru setzt I stofusófann hennar Huldu, að málin fóru að skýrast. Þau sátu hvort móti öðru og horfðust í augu góða stund. Sigurður brosti hálfdapurlega, eins og afsakandi, Hulda ástúðleg og vonandi. Svo kom það. „Hulda .. það er dálítið, sem .... ég þarf að segja .... þér.“ Sigurður leit niður Hann var auðsjáanlega miður sín. „Hvað er það, ástin mín?“ Hulda umvaföi Sigurð einu skínandi ástarbrosi. Það var vonartónn í röddinni. Hann þorði ekki að líta á hana. „Jú, Hulda, það .. er þannig .......“, Sigurður hikaði, það er .... ég .. Hulda .... ég get ekki .... það getur ekkert orðið meira á milli okkar .... ég á við .... það ......“. Hann þagnaði og leit alveg niður. Hulda stirðnaði. Brosinu hélt hún, en það rann af likt og gríma væri tekin hægt ofan. „Hvað .......ástin mín ....... hvað áttu við ...... ég skil ekki .... hvað?“ og hún þagnaði og beið á heljarþröm milli vonar og ótta. „Það sem ég sagði“. Sigurður var nú ákveðnarL „Ég get ekki gifzt þér.“ Kannski gengi þetta hljóðalaust fyrir sig. Hulda féll ekki saman. Hún var ekki sú tegund. Hún brotnaði bara smátt og smátt inni í sér. Molarnir duttu. Þannig sat hún langa, langa stund. Hún horfði niður. Hann fram fyrir sig. Þau þögðu lengi enn. Loks sagði hún: „Ég skil _____ Er það einhver.......önnur?“ Það vax í röddinni nákvæmlega tónn ungrar konu, sem sér allt sitt falla I rúst á andartaki. Sigurður leit upp. lfJá“, sagði hann, „það er önnur“. Þetta aetlaði að ganga nokkuð hljóðalaust fyrir slg. Honum léttL 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.