Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 2
Galdrameistarinn og var þá ekki að spyrja að galdrar komu í spilið. Á seytjándu öld var hann orðinn fyrirmynd allra galdramanna seinni tíma. Vér vitum, að hann var flekklaus kennimaður af göfugu bergi brotinn. Æfi hans sveipaðist ævintýra- Ijóma og menntun hans í Frakklandi var álitin upphaf galdraiðkunar hans. Þarf eigi anna'ð en að vísa til einnar elztu þjóðsögunnar um hann, einnar þeirra sem Jóni Árnasyni áskotnaðir úr Árna- safni. „Sæmundur hinn fróði sigldi og fór í Svartaskóla og lærði þar aðskiljanleg- ar konstir. Öngvan skólameistara var að sjá í Svartaskóla, en allt hva'ð discipuli (lærisveinar) vildu vita að kveldi þar um voru bækur til staðar að morgni eða og það var skrifað á vegginn. Yfir Svartaskóladyrunum innan til var þetta ritað: „Inn mátt þú ganga, töpuð er sálin." Þau voru lög í skólanum að hver þangað kæmi skyldi læra þar í þrjú ár. Allir sem á einu ári út fóru skyldu allir undireins út fara og skyldi fjandinn ætíð hafa þann sem seinast gekk út, og þar fyrir var jafnan hlutazt um hver sein- astur skyldi ganga. Sæmundi féll til oft- ar en einu sinni að ganga aftast og var því lengur en lög gjörðu rá'ð fyrir. En svo bar til að Jón biskup reisti til Róm og kom þar nærri. Hann frétti að Sæmundur væri í Svartaskóla með sodd- an móti sem sagt er; því fór (hann) þar inn og talaði við Sæmund og bauð hon- um að hjálpa honum út ef hann vildi síðan fara til íslands og halda vel kristni sína. Undir þessa kosti gekk Sæmundur. Jón biskup lét Sæmund ganga á undan sér inn, en hafði kápu sína lausa á öxl- unum, en þegar Jón gekk út kom hönd upp úr gólfinu og greip í kápuna og tók til sín, en Jón gekk út. Síðan kom fjandinn til Sæmundar og gjörði kontrakt við hann so látandi, að ef Sæmundur gæti falizt fyrir sér í þrjár nætur skyldi hann vera frí, en annars skyldi hann vera sín eign. Þá fyrstu nótt faldist Sæmundur undir lækjar- bakka einum í vatni og moldu til sam- ans, þá meinti satan að Sæmundur hefði drekkt sér í vatni; aðra faldist hann í sjó í skiphrói því er flaut fyrir landi, þá meinti satan að vatnið mundi hafa spýtt Sæmundi fram í sjó; þriðju nótt lét Sæmundur grafa sig í vígðri mold, þá meinti satan að Sæmund mundi hafa rekið á land dauðan og vera grafinn í einhverjum kirkjugarði, en í þeim þorði hann ekki að leita. Þetta (var) allt af forlagi Jóns biskups. Aðrir segja að Sæmundur slyppi þann- ig: Skólabræður hans keyptu að honum að ganga síðast; hann lét nú sauma sauð- arbóg neðan í kápu sína; og er hann gekk eftir tröppunum sem lágu út úr skóladyrunum var gripið í kápuna um bóginn, lét hann þá allt laust og tók til fótanna og sagði: „Hann hélt, en ég slapp" — og fór svo til félaga sinna." Þ essi og aðrar gamlar sögur sýna oss hvernig trúin á kraftaverk helgra manna katólsks siðar þreifst í dularbún- ingi alveg fram á síðari hluta sautjándu aldar. í sögusöfnum átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu er brugðið upp annarri mynd. Frá því að vera venjulegur maður, sem viðurkenndur dýrlingur bjargaði hefur Sæmundur ver- ið magnaður í ofurmenni, í einhvers konar elleftu aldar „Superman" sem sér í gegnum holt og hæðir, sem leikur sí og æ á kölska og heitir honum gífur- legum launum fyrir að inna af hendi ýmis andstyggðarverk, en er svo jafn slyngur lygaföðurnum sjálfum í því að svíkjast undan greiðslunni svo að kölski gnístir tönnum í vanmætti sínum, og kemur í veg fyrir allar hefndarráðstaf- anir hans með einstöku snarræði.2) Slíkar skemmtisögur af Sæmundi fróða bregða dálítilli birtu á það hverju hug- arflug fólksins megnaði ef athygli þess vaknaði af hinum venjulega doða og það hugleiddi einhverja eftirlætishetju sína. Þrúguð af dönskum harðstjórum, rúin af óprúttnum og menntunarsnauðum dönskum kaupmönnum, hlekkjuð í dag- legan helvítisótta, skóp þjóðin sjálfri sér óskadreng; þessa fjarlægu veru, sem auðvitað varð hetja þeirrar einu hug- myndafræði, sem takmarkaður skiln- ingur réði við, galdurs. Andstæða hins göfuga og vitra Sæm- uhdar, Leppalúðinn sem hræddi hina hjátrúuðu, var síðasti útlendi prelátinn á íslandi, Gottskálk Nikulásson Hólabisk- up (1497—1520), en tillitslaus valdbeit- ing hans í eigin þágu olli því, að menn hötu'ðu hann og hræddust hann meir en dæmi eru til um annan. Það er því ekkert undarlegt, að hann fengi skömmu eftir dauða sinn, orð á sig fyrir að iðka hinn svartasta galdur. Rauð- skinna er eignuð honum fyrstum manna, mergjuðust allra íslenzkra galdrabóka. Jafnvel dauði hans, óvæntur og skömmu eftir dauða Jóns Sigmundssonar sem hann þrengdi miskunnarlaust úr höfð- ingjasæti niður í fátækt og eymd, var álitinn vera guðleg hefnd vegna grimmdar hans og ills lífernis. Vel þekkt sögn hermir, að Rauðskinna hafi veri'ð Hálfdán Narfason, sóknarprest á Felli í Hólastifti, sem gerður var að meistara hvíta galdurs á Norðurlandi til þess að vega upp á móti svarta biskupnum. Fá æfiatriði Hálfdáns eru mönnura kunn nema það, að hann var sóknarprestur á Felli í Sléttuhlíð og dó þar háaldraður ári'ð 1568. Um hann er þó til furðu mik- ið safn smásagna og ein þeirra, Konan í Málmey, er fullkomin listasaga, sér- staklega hrífandi sÖgn um óvenjulegar mannraunir, hugvitsglíma galdramanns og trölla.3) Að þessari einu sögn und- antekinni . er Hálfdán þjóðsagnanna venjulega mesti gæðakarl, sem notar galdrakunnáttu sína til upplyftingar og skemmtunar. Ein af yngri sögunum um hann bregður skemmtilegu ljósi á að- ferðir þær sem fiskimenn beittu til þess að létta sér óþægindi langra stunda við fiskiveiðar á opnum báti í köldu og stormasömu veðri með því að segja óskasögur.4) Á martraðarárum sautjándu aldar er ekki annars að vænta en að svartagald- ur væri efst í huga almennings og sagna- fjöldinn frá þeim tíma og næstu árum þar á eftir er geysistór. Efni þeirra er sérstaklega óge'ðslegt: galdramennirnir afla sér oftast þekkingar með því að handfjatla lík, uppgröftur dauðra hefur greinilega verið nauðsynlegur, og þeir fremja alls kyns viðurstyggilegar at- hafnir með undarlegum verkfærum. grafin með honum og á þeirri sögu byggist ein mesta hrollvekja íslenzkra galdrasagna, Galdra-Loftur, sem ég mun víkja nánar að seinna. M, Leð tímanum falla flestir ógn- valdar í gleymsku. Hinn illræmdi bisk- up varð meira að segja smám saman til- efni skemmtisagna um hina stranglega fyrirskipuðu lönguföstu. Sums staðar á íslandi var hún haldin alveg fram á nítj- ándu öld og landsmenn styttu sér stund- ir með því að segja sögur um það hvern- ig harðsvíraðir föstubrjótar léku á njósnarana, sem gerðir voru út af örk- inni til þess að standa þá að verki svo að fylla mætti fjárhirzlur biskups með sektarfé. Einnig kom svo að andstæð- ingur Gottskálks skapaðist í þjóðsögn. Seint á sautjándu öld spunnust marg- ar sögur um lítt kunnan sveitaprest, 2) Jón Armamn, Islenzkar þjóösögur, I. bindi, Rvlk 1961 bls. 496. Aðalmarkmiðið með því að vekja upp drauga virðist hafa verið það að nota andann sem sendingu til þess a'ð drepa eða skaða einhvern óvin af ástæðum, sem nú á dögum virðast vera mjög lítil- mótlegar. Á sautjándu öld náðu galdra- ofsóknirnar hámarki sínu á íslandi und- ir stjórn hins lærða prófasts í Selárdal, Páls Björnssonar og nágranna hans Þor- leifs Kortssonar, lögmanns á Norður- og Vesturlandi. Sjúklegt ofsóknaræði þeirra hefur án efa haft sín áhrif á al- múgann. Þá trúðu menn því, að galdra- maður leyndist undir hverju barði og sérhver sjúkdómur varð plága, sem hin- um sjúka var send frá einhverjum ill- 3) Fruimiheim'ildin er prentuS í J. A. Rvik 1981 1. btndi. bls. 501—502. Sjaldgæft dæmd mm þaö hv« mikill sköpunarinnarblástur slilc drama'tíslk sögn getur verið yngri höf- umiuim sjá Jón Trausti: Kvæðabók. (Rvík Þorsteinn Gislason, 1922), bls. 90—110. 4) J. A. Isl. þjóðs. Rvfk 1961, 1. bindi, bls. 500. viljuðum galdramanni, eða galdra- kvendi. Af þessum ástæðum voru minnstu frábrig'ði hvers sem var, svo sem líkamlegir, eða andlegir yfirburðir, eða jafnvel búseta á sérkennilegum og óaðgengilegum stöðum, nóg til þess að hlutaðeigandi var brennimerktur galdra- maður. Á blöðum þriggja mestu þjóð- sagnasafnanna, sem prentuð hafa verið, söfnum Jóns Árnasonar, Ölafs Davíðs- sonar og Sigfúsar Sigfússonar er ara- grúi sagna um slíkt fólk. Alþingisbækur fslands frá 1625—1690, sem innihalda oft og tíðum ekkert annað en röð galdramála, eru ömurlegur lestur. T ið athugun þessa tímabils kemur fram mjög athyglisverð breyting, en hún er sú, að eftir dauða Gottskálks grimma sleppa æðstu embættismenn kirkjunn- ar undan galdraákærum, þótt þeim sé oft eignaðir yfirnáttúrlegir kraftar. Þannig var Oddur biskup Einarsson sagður forspár, sjálfsagt vegna þess, að vitað var, að hann var lærður stjörnu- fræðingur, Jón biskup Vídalín var sagð- ur hafa öðlazt mælskusnilld sína fyrir samveru við álfa í æsku sinni. Þessum mönnum var þó aldrei brugðið um svarta galdur. Illgirni fólks vir*ðist ekki hafa þorað að líta svo hátt á sautjándu og átjándu öld, en því verður hins vegar ekki neitað, að hún bitnaði af því meiri ofsa á þeim, sem lægra voru settir, og það svo mjög, að maður furðar sig á því, að nokkur skuli hafa sloppið með óflekkað mannorð, sérstaklega þeir, sem stundað höfðu nám við annan hvorn dómkirkjuskólanna. Nokkrir hæfileika- menn sluppu við reiði almennings, eink- um skáldin, svo sem séra Hallgrímur Pétursson og Þormóður í Gvendareyjum, en snilli hans að reka út illa anda gefur til kynna, að hann hafði sálarlæknis- hæfileika sem langtum fremri voru en svo, að samtímamenn hans gætu skilið þá. Múgurinn leyfði þessum mönnum að þiggja hæfileika sína af guðlegri náð. Allir aðrir höfðu fengið hva'ða hæfileika, sem um var að ræða milliliðalaust af fjandanum þó finnast ýmsar sögur, sem ráða má af, að a. m. k. á átjándu öld hafi örlað á umburðarlyndi. Meðal þeirra eru flokkar um hvíta galdrameist- ara undir forustu Eiríks Magnússonar frá Vogsósum, þess manns, sem átti eft- ir að verða þeirra mestur, næst hinum óviðjafnanlega Sæmundi, í bræðralagi góðra galdramanna, og um gráa galdra- menn, þá sem ö'ðlazt höfðu kunnáttu sína á mjög vafasaman hátt og urðu stundum að beita hörðu til þess að verj- ast svarta bræðralaginu, en sem gátu og vildu miklu heldur nota þekkingu sina í góðum tilgangi. Mjög bar á meist- urum hvíta galdurs á móðursýkisárun- um 1620—1700 og ráða má persónuleika þeirra af ferli Eiríks, bæði hinum raun- verulega og skáldaða, en æviatriði hans eru að nokkru leyti kunn og skarplega andstæð því lífi, sem honum er eignað í þeim stóra og margbreytilega sagna- bálki, sem myndazt hefir um hann. E 1 iríkur Magnússon fæddist 1637/8. Hann fékk inngöngu í Skálholtsskóla, en þar er nafn hans skráð neðst í Efri Bekk 1654—55 og má af því.geta sér þess til, a'ð hann hafi verið ijitskráður þaðan 1658.5) Brynjólfur Sveinsson biskup vígði hann aðstoðarprest í Arn- arbælissókn árið 1668 og varð hann sóknarprestur í Selvogsþingi 1677, en bjó að Vogsósum.6) Þar sat hann þaS sem eftir var ævinnar og dó, sjötíu og níu ára gamall, árið 17167) en svo lítið Framhald á bls. 13 5) Jón Halldórsson: Skólamelstarasögur (Rvtk, Sögufélagiö 1016—18) bls. 260—263. 6) Sveinn Nfelsson: Prestatal og profasta á Islandi (Rvífe 1947—54), bis. 94—95. 7) Sjá Islenzkir annálar (Rvfk, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1933—48), 2. bindi, bls. 397 og 4. bindi bls. 330. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- .10. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.