Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 13
í hvert sinn sem hún var dauðvona og gengur fram til meiri frægðar og göf- ugri afreka, til ævarandi orðstírs í tón- list og öðrum listum, í ljóðum og bók- menntum, því sem auðgar líf mannsins, en tortímir því ekki." „Þú ert tunga lands, sem orðið hefur aftur úr í nútíma framstigum vísinda, tækni og iðnaðar. Mælejadur þínir eru tiltölulega fáir og raðir þeirra klofnar af mállýzkum, sem eru með þeim sund- urleitustu og flóknustu, sem finnast í heimi tungumálanna. Hve margir af mælendum þínum tala þig í raun og veru? Hve margir veita þér aðeins vara- þjónustu, en snúa sér svo áð tilbeiðslu við ölturu annarra tungumála. Málgerð þín er flóknari heldur en systurtungna þinna rómanskra og setningaskipun svo teygjanleg, að hún kemur bæði eigin mælendum þínum og öðrum í vandræði. Þú ert bundin við takmarkað landsvæði og þær milljónir, sem þú hefur sent frá því sem útflytjendur, hafa fljótlega yf- irgefið þig. Þú ert fjölorð og íburðar- mikil, þú segir aldrei í einu stuttu orði það sem segja má í fimm lóngum. Orða- forði þinn er vissulega latneskari en nokkurrar annarrar lifandi tungu, en að sama skapi er hann miklu minna al- þjó'ðlegur." „ Mu g er þýzk tunga, hinn hreinasti og nánasti fulltrúi fyrir germönsku ættkvíslina, sem er hin fjölmennasta innan indóevrópsku ættarinnar. Ég er ekki eins íhaldsöm í fornar málmynd- ir eins og íslenzka, né eins byltingagjörn í nýjungum eins og enska. Hljóðkerfi mitt er ekki þýtt, en það er karlmann- legt og framburður er greinilegur. Orða- forði minn er mikill og fær um óendan- lega útþenslu, því að ég hef haldið bet- ur en nokkur önnur vestræn tunga hæfi- leikanum til þess að mynda samsett orð. Ég bý þar sem hjarta Evrópu slær og hefi breiðzt langt út yfir landamærin. Ég hef mikið afrekað á sviði bókmennta, lista og menningar." „Þú ert, þrátt fyrir víðáttu þína, mjög staðbundið tungumál. Möguleikar þeir sem þú hafðir handan hafs eru gengnir þér úr greipum. Hljóð þín eru hörð og óhljómfögur. Þér hættir við samhrúgun samhljóða, sem er martröð fyrir mæl- endur annarra tungna. Málgerð þín er bæði óeðlileg og órökvís, einnig orða- röðin. Hvernig getur þú búizt við, að fólk, sem vanizt hefur öðrum málum, geti borið fram svo ótrúlegan hljóðasam- setning sem Knechtschaft eða svo óvið- ráðanlegt samsett orð sem Kriegsgefan- genenentschádigungsgesetz, það sem germönsk systurtunga þín, enska, leysir upp í „Law to provide compensation for war prisoners" (lög um skaðabætur til stríðsfanga) ? Tilvísun þín til fyrri vís- inda verður árangurslaus í heimi, þar sem hver menningarþjóð stundar vís- indastörf á eigin máli. Þú ert tunga for- tíðar, en ekki framtíðar." É, Ég er bæði fulltrúi fortfðar og fram- tíðar." „Þrátt fyrir landsvíðáttu ert þú miklu fremur eyjarmál heldur en tunga Bret- lands. Þú ert umgirt og innilokuð, kring- um þig liggja tveir járnhringir, annar gerður af óvinum þínum, hinn af þér sjálfri. Þó þú segist vera fulltrúi fyrir nýja lífsháttu og þjóðfélagsskipun, þá ber málsíhaldssemi sú sem þú hrósar þér af, og málfræði þín og orðmyndunar- kerfi, vott um stefnumið, sem lögð voru fyrir róða við fall rómverska ríkisins. Orð þín eru óhæfilega löng og þeim íþyngt með mikilli byrði af endingum. Föll þín koma mælendum flestra nú- tímatungna í vandræði. OrðaforcSi þinn er takmarkaður og víkur frá hinni grísk- latnesku fyrirmynd, sem flest vestræn tungumál hafa aðhyllzt. Áherzlulaus sér- hljóð þín eru óskýr, næstum að sama skapi sem ensku sérhljóðin, og þó að samhrúganir þínar á samhljóðum séu ekki eins tíðar eins og í þýzku, þá eru þær jafnslæmar þegar þær koma fyrir. Áherzlur þínar stjórnast af duttlung- um og gjörræði og eru óútreiknanlegar." I g er rödd rússnesku, aðaltunga Sovétsambandsins, hinnar fremstu með- al slafneskra tungna, a'ðaltunga hins nýja heimskerfis, kommúnismans. Land- svæði það, sem ég hef til fullra umráða,' nær yfir einn sjötta hluta alls landsvæð- is jar'ðarinnar, og áhrif mín ná ekki aðeins til allra landa, sem meðtekið hafa fagnaðarboðskap kommúnista, heldur til allra landa þar sem kommúnistar eru. Þó að ég sé fulltrúi nýrrar lífsheim- speki, er ég íhaldssöm á tungumálasvið- inu og varðveiti hina indóevrópsku mál- gerð miklu betur en nokkur keppinauta minna. Hljóðkerfi mitt lætur alls ekki illa í eyrum og þó málfræðireglur mín- ar séu flóknar, eru þær engu flókn- ari en í latínu, grísku og sanskrít. Eg hef borið fram sumar af markverðustu bókmenntum heimsins og ég er nú að verða tungumal vísinda og viðskipta. E l g er kínversk tunga, miklu eldri tunga, með óslitnu samhengi frá elztu tíð, heldur en nokkur vestræn tunga undantekningalaust. Ég hef sífellt ver- ið í notkun síðan að minnsta kosti 2000 f. Kr. hjá þjóð, sem komin var á menn- ingarstig löngu á'ður en Grikkir og Róm- verjar voru komnir af hirðingjastiginu. Þessi þjóð er nú um 600 milljónir að tölu, sem er rúmlega fimmti hluti af öll- um íbúum jarðarinnar og meir en tvö- föld tala næsta keppinautar míns, ensku. Ekki um aldir, heldur árþúsundir, hef ég skapað eina þá einföldustu og gagn- orðustu málgerð á jörðinni. Hjá mér þarf enginn að ergja sig út af endingum orða né fallbeygingum og sagnbeyging- um. Orðaforði minn, sem fólginn er í eins atkvæðis rótum, getur aukizt óþrot- lega blátt áfram með samsetningum. Eg get sagt í einu orði það sem hinar vest- rænu tungur yðar þurfa fimm setningar til a'ð segja,og þó segi ég það þannig, að fyllilega komi fram skáldskapar- og líkingamáttur tungunnar." „Þú ert líka innikróuð tunga, með litla möguleika til útbreiðslu út yfir höf- in. Þó mælendur þínir séu margir, eru þeir safnaðir saman á einn stað á jörð- inni og þú hefur gert lítið til þess að ráða bót á ólæsi þeirra. Sem talmál skiptist þú í margar mállýzkur, hverja svo frábrugðna annarri, að nærri liggur að þær séu sérstök tungumál. Þér er haldið saman í einu lagi með sameigin- legu ritmáli, en þegar þú missir það, sem þú hlýtur að gera, ef þú verður ritu'ð eftir framburði, þá lækkar tala mælenda þinna og gallar þínir verða augljósir. Hljóð þín og tónar eru mjög ókunn og fjarlæg þorra annarra þjóða á jörðinni. Þó að þú hafir fóstrað forna og göfuga menningu, þá er sú menning of langt frá höfuðþjóðbrautum menning- arinnar, sem hafa legið fram hjá þér bæði í austri og vestri. Þú ert ekki að- eins einangrandi tunga, heldur líka ein- angruð tunga." É hinnar úral-altajísku, sem virðist ekki tengd neinni hinna. Orðaforði minn og setningaskipun eru jafnókunn mælend- um rómanskra, germanskra, slafneskra, kínverskra, semítískra mála eða hindú- staní. Allir þurfa að hafa jafnmikið fyr- ir að læra mig. Ég er ekki fulltrúi fyrir neinar yfirráðatilhneigingar. Ég er ekki boðberi fyrir neinn ágengan þjóðernis- tilgang eða sérstaka stjórnmálalega hug- myndafræði. Ameríkumenn og Rússar eiga jafnauðvelt me'ð að taka við mér. Hljóð mín eru ákaflega einföld og auð- veld fyrir mælendur annarra tungumála, og stafsetning mín er jafnvel nú þegar svo . fullkomlega samkvæm framburði, að litlu sem engu þyrfti að breyta, ef ég yrði fyrir valinu. Málgerð mín er rökvís. Ef hún er flókin er hún það jafnt fyrir alla sem eiga að læra mig. Ef alþjóðamálið á að vera hlutlaust og óvilhallt, þá er ég hinn ákjósanlegasti f ramb j óðandi." „Þú viðurkennir vöntun þína á mæl- endum, útbreiðslu og almennu mikil- vægi, svo að ekkert þarf um þa'ð að tala. En þú hefur aðra galla. Hljóð þín eru einföld, en eins og þú játar er málfræð- in erfið. Þú hefur alltof mörg föll og endingar og þau eru algerlega ókunn öllum nema þínum eigin mælendum. Orðaforði þinn er framandi og erfiður og alveg óalþjóðlegur. Þú verður áreið- anlega að lærast á örðuga mátann." I g er finnska, aðeins ein af smá- tungunum. Mælendur mínir eru ekki nema fjórar eða fimm milljónir, og jafn- vel þó við sé bætt mælendum skyldra tungumála, svo sem eistnesku og lapp- nesku, fer heildartalan ekki fram úr sex eða sjö milljónum. Hver er þá rétt- læting mín fyrir því að bjó'ða mig fram jafnhliða tungumálarisum heimsins. Einfaldlega þessi: I heimi, sem þjáist af hamslausum þjóðernisríg og heims- valdastefnum, er ég hlutlaus tunga, óháð öllum stórtungum, fulltrúi fyrir fjölda smátungna, sem hafa samtals fleiri mæl- endur heldur en nokkur af stórtungum heimsins. Ég telst til lítillar málaættar, J ean Marie Bressand, talsmaður fyrir le Monde Bilingue, tekur nú til máls: „Ég er ekki eitt tungumál heldur samband tveggja hinna útbreiddustu um allt yfirborð jarðar bæði í vi'ðskiptum og menningu — ensku og frönsku. Eg skal ekki endurtaka það sem hér hefur verið sagt af hálfu hvors þeirra fyrir sig. Það sem ég vil leggja áherzlu á, er að ég ber hér fram hagnýta, aðgengilega málamiðlunarlausn á vandamálinu. Einn af hverjum sjö mönnum um allan heim talar aðra hvora þessa tungu sem móð- urmál, en ef tekin er með tala annarra, sem hafa nokkra kunnáttu í þeim báð- um eða öðru hvoru þeirra, þá mundi hlutfallið hækka í tvo af hverjum þrem. Hvaða eitt mál, þjó'ðtunga eða gervi- mál, getur sýnt nokkuð svipað þessu? „Tvítunguveröldin" ber ekki fram nein- ar tilgátur heldur blákaldan veruleika, eins og nú standa sakir um tungumál heims, og það veitir henni afar mikla yfirburði yfir alla keppinauta. Hvor fyr- ir sig bera enska og franska vott um mestu afrek mannsandans, bæði í for- tíð og nútíð, bæði á sviði vísinda og verzlunar, svo og hreinnar hugsunar og bókmennta. Hinn mikli fjöldi fólks með önnur mál, sem lært hefur þessar tvær tungur, er bein sönnun fyrir að- dráttarafli þeirra hvorrar um sig. Sam- einaðar eru þær ómótstæðilegar og munu áreiðanlega lyfta mannkyninu á æ hærra stig framfara og menningar." Advocatus diaboli*) svarar: „Tvö tungumál þín eru aðeins tveir fletir sömu hugsunar, sem hingað til hefur rutt sér til rúms, ekki a'ðeins í krafti menningaráhrifa sinna, heldur líka með beinu vopnavaldi. Þú vilt halda við nú- verandi ástandi, en ekki halda áfram inn í framtíðina. Annað af málum þín- um hefur þegar víða misst fótfestu og hitt á fullt í fangi með að halda því. sem áunnizt hefur. Hví skyldi mann- kynið taka við þér og fortíðarbyrði þinni? Hví skyldi það halda áfram að lúta þess konar menningu, sem þú boð- ar? Hví skyldi það samþykkja þá auknu byrcSi tungumálalærdóms, sem stafar af & Þegiar kaþólskia kirkjan tekur menn i dýr- lingatölu, kallast sá advocatus dlaboll, tals-' maöur djöfulsins, sem telur upp þaé sem> mælir gegn upptöbu dýrlingsins, en advo- catus dei. talsmaður jíuíte, sem telur upp þa*6 seni mælir meö uppíökunni. tveim alþjóðamálum, þar sem eitt ætti að vera fullkomlega nægilegt?" Þetta eru nokkur sýnishorn af ímynd- uðum framboðsræðum og andmælum gegn þeim. Hér verðum vér að hugsa oss, að framboðum þjóðtungnanna ljúki (enda þótt miklu fleiri muni óefað verða í framboði, ef tungumálaráðstefnan kemur einhvern tíma saman), en áfram verður svo haldið svipu'ðum stuttum umræðum um gervitungurnar. Galdrameistarinn Framhald af bls. 2 bar á honum að annálahöfunclar aldar- innar veittu því enga sérstaka athygli. Að því er vitað verður tók hann eng- an þátt í þjóðfélagsmálum samtíðar sinn- ar. Allt, sem vi'ð vitum um manninn sjálfan, af bréfi frá sóknarbörnum Sel- vogsþings þar sem þeir fara fram á skip- an hans sem sóknarprests, vitnar um gæfan og guðrækinn mann án frekari sérkenna.8) En þessi friðsæli sveitaklerkur er al- ger andstaða hins öfluga galdrakóngs sem við kynnumst í munnmælasöguri- um. Að Sæmundi frátöldum er hann eini íslenzki galdramaðurinn, sem á sér algerlega flekklausa sögu sem galdra- iðkandi, og einnig sá galdrameistari eft- ir siðaskiptin, sem flestar heimildir eru til um. Um ástæður þessarar einstöku málsmeðferðar, þess, að annars lýtalaus sóknarprestur, sem meira að segja lifði ofsóknartímann án þess að vera ofsóttur, eða opinberlega gruna'ður um nokkur slík verk, var á ótrúlega stuttum tíma viðurkenndur sem ókrýndur konungur mótmælendagaldramennskunnar, er allt á huldu, en það má geta sér til um þær af þekkingu okkar á lífshögum hans og safnaðar hans. Landið umhverfis Selvog er lítt hæft til ræktunar, og sveitarmenn urðu að treysta nærri eingöngu á sjóinn til lífsviðurværis fram á síðustu ár. Seytjándu öld lauk með sérstakri óáran. Óeðlilega langir vetur, stutt og köld sumur, varla nokkrir möguleikar til þess að heyja nægilega til þess að geta haldið lífinu í fáeinum skepnum og það sem verst var af öllu, stöðugt aflaleysi á fiskimi'ðunum, rak hvað annað í tvo áratugi. Aðrir en klerkur voru nærri því allir íbúar Selvogsþings bláfátækir og ómenntaðir og hugir þeirra voru barmafullir af hjátrú. Presturinn virð- ist hafa getað lifað sæmilega vel á með- an hann þjónaði brauðinu, og ekki er erfitt að ímynda sér ágirnd þá og öfund sem sóknarbörn hans hafa fundið til, þegar þau báru saman velmegun búrs og hlöðu á prestssetrinu og sína eigin hagi. Ekki hefur fólk þeirra tíma heldur þurft að leggja heilann lengi í bleyti til þess að kenna vellíðan klerks, sem þessum þurfalingum hefir virzt vera ótrúleg auðlegð, göldrum. En gjafmildi hans barg honum frá örlögum Mensald- ers ríka í Papey, sem ofurseldist fjand- anum fyrir nízku sína. Þess í sta'ð var Eiríks minnzt sem hins mesta allra góðra galdramanna, hann var góð- mennskan holdi klædd. Ekki var hann hafinn yfir að glettast við fólk sem honum fannst hann þurfa að gefa áminningu, en fyrtist þó ekki væri á hann snúið eins og stundum kom fyrir. Ein slík er sagan um tóbaksrulluna. Einu sinni fóru nokkrir bændur á leið úr kaupstað um tún í Vogsósum og hittu þar Eirík prest. Hann bað þá að gefa sér tóbaksstykki því að hann væri uppi- skroppa. Þeir neituðu allir bón hans nema einn, sem skar endann af rullu sinni og gaf honum. Eiríkur þakkaði honum og sagði, að hann mundi ekki iðrast þess. Bændurnir héldu heim án nokkurra frekari tíðinda, og ger"ðist nú ekkert lengi vel. En óvenju fljótt næsta 8) Bréf á ÞjóSskjalasafninu I Rvik, sem Jón- as Kristjánsson skjalavörSur vinsanlilega sendi greinarhöfundi 10. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.